Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JANUAR 1978 MORöJN/ kafp/nu V) 'f xy&v ■ 1 I 0'»"/_ L<: ..O GRANI göslari Hafið þér ekki áhuga á að kaupa sterkan bfltjakk? Þú ert orðinn of stðr til að trúa á tröll og álfa, en farir þú ekki að sofa strax, kemur mamma þfn! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Erik Jannersten var og er einn þekktasti spilari Svfa. Hann hef- ur lengi rekið Bridge-skóla í Stokkhólmi og nemendafjöldi hans er orðinn ótrúlegur. Yfir 250 þúsund manns hafa notið fræðslu þar. I spili dagsins var Jannersten í vestur og leysti varnarþraut á skemmtilegan hátt. Lesendur fá sama viðfangsefni. Allir utan hættu og suður gaf. Vestur Norður S. AG763 s D2 H. D94 h. 1053 T. 75 T.DG 10964 L. AD5 l. 76 Suður 1 L dobl 2 G Vestur Norður 1 S pass pass 2 T pass 3 G Austur pass pass allir pass Fá allir nidur- greidda vöru? I Velvakanda 3/1 sl. gerir H.J. að umtalsefni nokkur atriði, sem ég ræddi um i Velvakanda 29/12 sl. Gerði ég þar m.a. samanburð á protein-innihaldi mjólkurvara annars vegar og ávaxtasafa hins vegar. Sjávarafurðir bar hvergi á góma, enda var grein mín svar við grein frá „Húsmóður í Heimun- um“, þar sem aðeins var deilt á landbúnaðarafurðir. H.J. spyr hvort bóndakonan hafi ekki kynnt sér hvilfkur orku- gjafi sjávarafurðir séu? —- í sömu andrá, sem hún er álitin hafa þá trú, að protein fáist aðeins úr landbúnaðarvörum. Við getum ekki borið saman hitaeiningar og prótein, því eins og fiestir vita er það ekki hið sama. Þá er sett upp dæmi fyrir hina einföldu bóndakonu, og bent á að úr 100 gr. af heilagfiski fáist 81 he., úr 100 gr. af mjólk — „aðeins" 63 he., úr 100 gr. af harðfiski 317 he., úr 100 gr. af kindakjöti 260 he. En væri ekki fróðlegt að gera verðsamanburð á viðkomandi vör- um. 1 kg. heilagf. 810 he. ný smál. kr. 420.- stór fryst 770.-. 1 kg. mjólk 630 he. kr. 114.-. 1 kg. harðfiskur 317 he. (ýsa) kr. 3.850.-. 1 kg. kindakjöt 260 he. (súpukj.) kr. 1.031.-. Þetta er það verð, sem ég bý við. Að vísu er þarna um að ræða niðurgreiddar landbúnaðarafurð- ir, en þótt niðurgreiðslum sé sleppt, er greinilegt, að hver hita- eining í landbúnaðarvörum er mun ódýrari en hver hitaeining í sjávarafurðum, miðað við ofan- greinda vöru. Ég vil samt taka það fram, að ekki vildi ég vera án sjávarafurða fremur en flestar aðrar húsmæð- ur, en eins og ég hefi áður sagt: „Hóf er bezt i öllu“, og allt er þetta gott hvað með öðru. Hins vegar er ekki þar með sagt, að við bændakvinnur höfum eingöngu búið í sveit. Við erum áreiðanlega margar, sem áður Þú spilar út spaðasexi frá hendi vesturs. Drottningin í borði fær slaginn og sagnhafi spilar síðan hjartaþristi, austur lætur sexið og sagnhafi gosann. Hvað gerir þú? Jannersten spurði sjálfan sig; hvers vegna fer hann í hjartað þegar beint liggur við að spila tíglunum. Getur verið að inn- komuleysi blinds valdi erfiðleik- um? Vestur S. AG763 H. D94 T. 75 L. AD5 Norður S. D2 H.1053 T. DG10964 L. 76 Suður S. K1Ó5 H. AKG2 T. AK L. K842 Austur S. 984 H. 876 T. 832 L. G1093 Við sjáum, að sagnhafi getur ekki tekið tígulslagina og Janner- sten kom einnig auga á þetta. En hann sá meira. Hjartatían gat orð- ið innkoman mikilvæga. Hann gaf því hjartagosann og sagnhafa slag þar með. En um leið neitaði hann honum um fjóra tígulslagi og kom þannig í veg fyrir, að spilið ynn- ist. HÚS MALVERKANNA Framhaldssaga eftir ELSE FISCHER Jóhanna Kristjónsdóttii þýddi 50 „Já, en ég skrifa undir dul- nefni.“ Þetta var sama stúlkan og hafði misst alla seðlana inni í bankaúum. Hann hafði heyrt um hana og fengið ítarlegar lýsingar á annarlegri fram- komu hennar. .. stúlka sem gekk með hundrað og fimmtiu þúsund krónur í innkaupa- tösku eins og ekkert væri eðli- legra. Egon Jensen hafði ekki velt því ýkja mikið fyrir sér þá en nú fór hann að velta fyrir sér hvað gæti vakað fyrir henni. Stúlkan var bersýnilega ákveðin í að vekja athygli á sjáifri sér... en hvað hún ætl- aði að hafa upp úr því var hon- um hulin ráðgáta. — Ég... ég læsti dyrunum þegar ég fór. Birgitte heyrði sér til gremju að hún stamaði. — Þér hljðtíð að sjá að það er eitthvað bogið við það... að einhver getur gengið út og einn eins og ekkert sé, þegar ég er ekki heima. — Og hvernig á ég að sjá það? Jensen lögregluþjónn gat ekki dulið hneykslan slna. — Já, en kötturinn. — Hvaða köttur? — Nú en hröndótti köttur- inn... hann er á bak og hurt... — Ef það hefur þá verið kött- ur... Rirgitte fann að hún eldroðn- aði. — Jú auðvitað var köttur. Hann lá á koddanum. Rúm- teppið hafði verið tekið til hlið- ar. — Og hann lá á púðanum og horfði á yður meó blóm bak við eyrun. — Já... hann. — Eigum við ekki bara að gleyma allri þessari kattavit- leysu... setjast inn I stofu... og þér segið mér hreinskilnislega hvað vakti yður ótta...? — Það var ekkert sem skelfdi mig... það var bara kötturinn... — Viðgleymum kettinum. Egon Jensen settist f sófann og dró aftur upp litlu minnis- bókina. — IWér finnst óhugnanlegt að fólk geti gengið hér inn og út. — Þá er bara að setja nýjan lás. Gerið það í fyrramálið. — Það veit ég auðvitað. Og það skal verða mitt f.vrsta verk á morgun. En þetta með kött- inn er ekki það eina... Ja þér verið að afsaka að ég nefni hann aftur. Hún heyrði sjálf að hún virk- aði langt í frá trúverðuglega. — En kötturinn er sem sagt ekki það eina. Um daginn hafði verið hróflað við ritvélinni og tekið af pappfrnum mínum? — Sem sagt handritaþjófn- aður? — Nei. Birgitte pataði vonleysislega höndunum út I loftið. — Nei. Ekki þannig. Það voru bara tekin óskrifuð hvft blöð. , — Hversu mörg? — Ég veit það ekki... Ég er með um þúsund blöð og ég veit ekki hvort tekið hefur verið af búnkanum eitt blað eða fimm blöð. — Hvernig teljið þér yður þá hafa séð að nokkuð hefði verið tekið af bunkanum? Gremja lögreglumannsins Egons Jensens leyndi sér ekki. — Það var brot á efsta... æ, þetta er aiveg vonlaust. Þér trúið mér ekki og það verður bara að hafa það. Hún kveikti sér f sígarettu og henti gremjulega eldspýtunni í arininn. Hún óskaði þess heit- ast að hún hefði áldrei farið að leita á náðir lögreglunnar. Ósk- aði þess heitast að hann hypj- aði sig og það hið fyrsta. — Og svo þar það ritvélin, sagði hún að lokum. — Hún stóð öðruvísi en ég skil við hana venjulega. Egon Jensen horfði á hana. Hann mælti ekki orð af vör- um. Hann hélt enn á blýants- stubbnum í hendinni. Hélt hon- um á lofU ... eins og hann væri reiðubúirin að skrifa merkileg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.