Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 3 1 DAG kl. 14:00 verAur opnuð á Kjarvalsstöðum sýning á verk- um Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals. Alls eru á sýningunni 59 verk, öll f eigu Reykjavlkur- borgar. Verður hún opin laugardaga og sunnudaga kl. 14—22 og þriðjudaga til föstu- daga kl. 16—22 en lokuð á mánudögum. Sýningarnefndina, sem sá um uppsetningu myndanna, skipa þeir Alfreð Guðmundsson for- stöðumaður Kjarvalsstaða, Guð- mundur Benediktsson mynd- höggvari og Jóhannes Jóhannesson listmálari. I sýn- ingarskrá hefur Indriði G. Þorsteinsson ritað um Kjarval kafla er hann nefnir Land meistarans. Þar segir m.a. um bernsku hans: „Strax á æskudögum í Meðal- landi sýndi Jóhannes að hann Frá vinstri: Jóhannes Jóhannesson, Alfreð Guðmundsson og Guð- mundur Benediktsson skipa sýningarnefnd. K j arvalssýning- in opnar í dag hafði óvenjulegt næmi fyrir lit- um. I Ieikjum barna voru notað- ir beinkögglar sem ær og lömb og höfðu börnin þann sið að bregða kögglunum i kertaljós eða að lýsislampa til að fá bil- dóttar eða flekkóttar ær. Jóhannes kaus ekki þessa ein- földu aðferð. Hann málaði sina köggla. Sögnin um þessa lituðu köggla hefur gengið mann fram að manni i Meðallandi. Eftir ferminguna fór Jóhann- es til sjós og var á skútum næstu árin. Má segja að skútu- lifið hafi löngum verið athvarf hans á unglingsárunum. Og skútukarlarnir voru kannski þeir fyrstu, sem gerðu sér far um að hlúa að Iisthneigðinni i hinum unga sjómanni. Svo mik- ið er vist að honum gafst timi til að mála á þessum árum, m.a. vegna tilhliðrunarsemi skútu- félaganna, sem voru þó ekki vanir undanslætti við störf. Myndir frá þessum tima eru ekki margar til, en þær bera þess ótviræðan vott um skútu- lifið átti vel við Jóhannes og sá félagsskapur sem þvi fylgdi við menn og náttúruöfl“. Sem fyrr segir opnar sýning- in i dag, sunnudag, og er að- gangur ókeypis svo og sýn- ingarskrá. Y firverkfræðingur Reykj avíkurhafiiar HAFNARSTJÓRN hefur nýlega ráðið Hannes Valdimarsson, sem verið hefur deildarverkfræðingur hjá Reykjavikurhöfn um árabil, sem yfirverkfræðing Reykjavík- urhafnar. Hafnarverkfræði er sérgrein Hannesar, sem að loknu verk-. fræðinámi fór til Danmerkur og Bretlands til framhaldsnáms varðandi ýmsa sérþætti hafnar- reksturs. Hannes hóf störf hjá Reykjavikurhöfn strax að námi loknu árið 1968. Hann er fæddur hér i Reykja- vík og eru foreldrar hans hjónin Ingibjörg Magnúsdóttir og Valdi- marHannesson málarameistari. Fiskútflutningurinn varð að fiskúrgangi HRAPALLEG misritun, var f Morgunblaðinu í gær, þegar rætt var við Sigurð Markússon framkvæmda- stjóra sjávarafurðadeildar Sambandsins um árásir Þjóðviljans á fslenzku fisk- iðnaðarfyrirtækin f Banda- rfkjunum. Á einum stað varð fiskútflutningur að fiskúrgangi. Þvf birtir Morgunblaðið þá máls- grein, sem prentvillan var í. „í staðinn verður úr þessu svo rætin og ósvífin árás á islenzku fyrirtækin vestanhafs, að leita verður vitt í annálum íslenzkrar blaðamennsku til þess að finna annað eins. Þessi árás er grundvölluð á svo fáránlegri rbksemdafærslu og yfirþyrmandi hugtaka- ruglingi, að mann setur hljóðan. Inntakið í leiðara Þjóðviljans er það, að sölu- tekjur íslenzku fyrirtækj- anna vestan hafs hafi verið um 107 prósent meiri í doll- urum á árinu 1977 en 1974 og síðan spyr blaðið: hvar eru peningarnir? Ef rit- stjóri Þjóðviljans vildi láta svo litið að fletta upp i Hag- tiðindum, sem gefin eru út af Hagstofu íslands, mundi hann sjá, aó tekjur Islend- inga af fiskútflutningi til Bandaríkjanna verða lík- lega 115—120 prósent meiri á árinu 1977 en þær voru á árinu 1974 og er þá miðað við dollara bæði ár- in,“ sagði Sigurður enn- fremur> Veðursæld ca. 25 stiga hiti Sólrikara en Kanarieyjar VALDIR GISTISTAÐIR: E1 Remo, Santa Clara, La Nogalera. Tamarindos og rómuð Útsýnarþjónusta, AUSTURSTRÆTI 17 SÍMAR: 20100, 26611,26684.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.