Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 Einstaklingur með gáfnafar Eichmanns byrjar venjulega ekki að teikna uppkast eSa frumllnur fyrir einfalt mynztur eins og þetta eftir Bender- Gestalt-prófun. En frumdrögin, sem einn sálfræSinganna kallaði „her- klæSi" sjist óljóst á myndinni. Eichmann hélt fast viS aS gera þau, þó hann hafi í fyrstu gert þau rangt, þá endurtók hann þau. smásmuguleg nákvæmni Eichmanns, hollusta hanns viS „skipulag", voru vörn hans gegn þvi einstaka og geysilega ofstæki og þeim ofsa sem leyndist meS honum. A8 húsinu sem Eichmann teiknaSi virSist vera gangstígur eSa vegur, en þaS er aSeins gefiS í skyn meS girSingunni. Á sama hátt var Eichmann óaSgengilegur maSur, sem virtist ekki vera þaS. Falskt yfirbragS hans er gefiS i skyn meS skrautlegri framhliS og fallegu húsinu, sem virðist ekki standa á neinum grunni. Beðinn um að teikna „það sem þú vilt", teiknaði Eichmann indiána i striðs- skrúða. hermann. Hakan og nefið mjög langt, þó tók einn sálfræðinganna það fram, aS andlitið virtist ekki grimmdarlegt. Það er tómlegt, jafnvel viðkvæmnis- legt, eins og þetta væri indiáni, sem eins og fanginn Eichmann, hefði barist og tapað orrustunni. Það er merkilegt að hendur mannsins, sem Eich- mann teiknaði eru faldar i vösum hans. „Hann veit einhverja sök á sig," sagði einn sálfræðinganna um myndina. Þeir lögSu áherzlu á eyru mannsins, sem benda til tortryggni, benda til ofsóknarótta. Það er eins og þau leggi við hlustirnar til að heyra hvers konar illgirnislegt tuldur. og vonast eftir að sagan endurtaki sig". Wiesenthal er sagnfræðingnum David Irving sérstaklega reiður fyrir að verja gerðir Hitlers, því hann er þeirrar skoðunar, að brezkir sagnfræðingar séu teknir mun alvarlegar í döm- um sínum um þessi mál en þýzkir sagnfræðingar og austurriskir. „IRVING VEIT EKKI HVERSU EYÐILEGGJ ANDI ÁHRIF HANN HEFUR HAFT Á HUGA UNGA FÓLKSINS". „Þegar við látum til skarar skríða. sefur maður eins og Mengele ekki í sama rúminu lengur en i vikutíma", segir Wiesenthal Þó að hann geti ekki náð þessum fyrrverandi útrýmingarbúðalækni á sitt vald, veit hann að hann getur gert honum og Öflum hinum sem eru S 'skrá, lifið óbæri legt. í*!**'*. jf*.. Nú þegar hefur hann undir- búið um 11 hundruð dóms- mál. Alþjóðleg starfsemi er i fullum gangi bæði daga og nætur. í Bandarikjunum hef- ur hún áorkað þvi að um 100 fyrrverandi nazistar, sem þangað komust i kalda strið- inu frá A-Evrópu hafa þar ver- ið sviptir rikisborgararétti og verið reknir úr landi. Dr. Wiesenthal, sem er heitur andstæðingur kommúnisma, telur kalda striðið rót mikillar ógæfu. „Það voru nazistarnir, sem voru i leynum, sem unnu kalda striðið. Sá striðsglæpa- maður sem framdi sjálfsmorð árið 1945, var mjög heimsk- ur. Kalda striðið gerði hundruðum striðsglæpa- manna kleyft að komast úr landi. gerði þeim mögulegt að hverfa". Hann telur Gyðinga hafa gert mikil mistök er striðinu lauk. „f ofsóknum nazistanna létu 11 milljónir manna líf sitt. En við Gyðingar höfum i réttlætisbaráttu okkar aðeins barist í nafni þeirra 6 milljóna okkar fólks sem var myrt, i stað hinna 11 milljóna manna sem týndu lifinu. Ef við hefðum gert það. hefðu bandamenn okkar verið fleiri. Mistök okkar voru mikil". „Það er ekki hægt að tala um fyrrverandi nazista, þeir eru ekki til. Nazisminn var trúarhugsjón, jafnframt þvi að vera stjórnmálaflokkur. Þeir voru allir gegnsýrðir þessari hugsjón. Nazisminn krafðist einhvers af fylgjend- um sinum hvern dag. rétt eins og kommúnisminn. Gamall nazisti getur beint stuðningi sinum annað, skipt um stjórnmálaflokk, en með honum leynist alltaf 80% af hinum gamla farangri, nazismanum". Wiesenthal segir gömlu nazistana ekki vera veika á velli, hrörnaða eða svo fáa. „Þeir voru ekki hermennirnir sem börðust á vigstöðvunum, heldur voru það þeir sem mörkuðu stefnuna á bak við tjöldin". Hlutfallslega fáir þeirra týndu lifinu i striðinu. Margir þeirra 10 milljóna nazista sem lifðu af striðið, voru ungt fólk, þar sem áherzla var á það lögð að ala það upp i fræðunum. Wiesenthal telur að um 7 milljónir þeirra séu enn á lifi. 5 milljónir séu búsettir i V- Þýzkalandi. 1,5 i A- Þýzkalandi, þar sem margir hafi snúist til kommúnisma. 300 þúsund i Austurriki og 200 þúsund. þeir sem eftir eru, séu dreifðir um allan heim. „Tökum sem dæmi núver- andi leiðtoga Frjálslynda flokksins hér i Austurriki, Friedrich Peter. Hann er nú 57 ára gamall, á hápunkti stjórnmálaferils sins og hann hefur sjálfur viðurkennt að hann hafi verið virkur félagi i nazistaflokknum á sinum tima". „Ég ber mikið traust til æskunnar i V-Ðýzkalandi i dag. Þessi kynslóð er alvar- lega hugsandi og skynsöm. Það má ekki lita á þá of- stækismenn sem við lesum um sem fulltrúa hennar. í V-Þýzkalandi er kynslóðabilið stærra en i öðrum löndum og ég vil að eldri kynslóðin þurfi stöðugt : ð verja gerðir sinar fyrir þeim yngri. þar til hún deyr út". í endalausri umræðu um réttmæti þess að vera enn að elta uppi „striðsglæpamenn" — sem er orð sem Wiesenthal telur rangt yfir það, þar sem nazistar hafi byrjað glæpaferil sinn löngu áður en striðið braust út — er skoðun hans skýr! „Það er engin refsing nógu hörð. Það er mikið ósamræmi á milli orða laganna og anda þeirra. Ef slikir menn eru dæmdir til dauða eða i lifstiðarfangelsi. finnst fólki að réttlætinu sé fullnægt. En ef ákveðinn maður. sem bar ábyrgð á þvi að 11 hundruð þúsundir manna voru sendir i gasklef- ana. er dæmdur i 9 ára fangelsi, sem segja má að sé ■ V2 minútna fyrir hvert það mannslif sem hann eyddi, þá er mannslífið mjög ódýrt og ómerkilegt". Dr. Wesenthal telur eltingarleikinn við nazista hafa bæði upplýsandi og lagalegan tilgang. „Ég vil að þeir finni fyrir þvi. að þeir eru hvergi óhultir. Ég vil að þeir tapi hugarrónni, og : ð stundum eins og þeir sem reknir voru frá Banda- rikjunum, að þeir glati öllu þvi sem þeir hafa byggt upp. frá þvi þeir komust undan i felur. í þvi er ákveðin refsing fólgin". vandar” stríðsglæpamanna nasistanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.