Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 24
I 24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiBsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Bjöm Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. simi 10100. ASalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90.00 kr. eintakiS. izt að ná verulegum árangri i að koma fjárhag þjóðarinnar á réttan kjöl eftir óstjórn og veizluhöld vinstri stjórnarinnar. En ríkisstjórn og Alþingi ráða ekki öllu. Þeir, sem ákvarðanir taka í launa- málum, geta haft úrslita- þeir sjálfir tóku um sín launakjör. Það er kapituli út af fyrir sig. Þær ákvarðanir, sem þannig voru teknar á öllum sviðum kjaramála á síðasta ári, voru rangar og munu hafa alvarlegar afleiðingar á þessu ári. Þetta er öllum Hinn þögli meirihluti Umræður um þjóðfélags- mál einkennast í vax- andi mæli af hávaða. Þeir sem vilja láta taka eftir sér og sínum skoðunum hafa sig mjög í frammi í fjöl- miðlum. Af þeim athöfnum verður stundum sá mis- skilningur, að margir telja þennan hávaða hið sama og almenningsálit. Mikill meirihluti þjóðar- innar er áhorfandi og áheyrandi í þessum leik, fylgist með en lætur ekki til sín taka eða í sér heyra. Þetta er hinn hljóðláti meirihluti — hinn þögli meirihluti, sem stundum er talað um. Þessi meiri- hluti, sem að lokum ræður úrslitum í málefnum þjóðarinnar — i kosning- um —, er íhugull upplýstur og vel menntaður og lætur ekki segja sér fyrir verk- um eða hafa áhrif á sig með slagorðum, upphrópunum, æsingi og hávaða. Þegar til úrslita dregur þarf þessi þögii meirihluti að láta að sér kveða með afdráttar- lausum hætti og koma þannig í veg fyrir, að hinn hávaðasami minnihluti verði um of ríkjandi í þjóð- málaumræðum. Á þessu ári fara fram kosningar til sveitar- stjórna og alþingis. Þetta eru mikilvægar kosningar, sem fram fara á tímum óvissu um framvindu í mál- um þjóðarinnar. Með þolin- mæði og þrautseigju hafði núverandi ríkisstjórn tek- áhrif á gang efnahags- og atvinnumála. Sú stefna, sem mörkuð var í kjara- samningum verkalýðssam- taka og vinnuveitenda s.l. sumar var röng og hlaut óhjákvæmilega að hafa í för með sér stóraukna verðbólgu eins og Morgun- blaðið benti rækilega á þá þegar. Sú stefna, sem mörkuð var í kjara- samningum ríkisstjórnar og opinberra starfsmanna s.l. haust var einnig röng og hlaut að hafa i för með sér verulega aukna skatt- heimtu á landslýð eins og Morgunblaðið benti á þá þegar og siðan hefur komið fram. Og ekki bættu al- þingismenn úr skák með þeim ákvörðunum, sem ljóst — hverjum einstök- um þjóðfélagsþegn verður þetta ljóst, þegar hann íhugar málið. Hvaða vit er í því að hækka kaupgjald um 60—80% til þess að ná fram 8% aukningu kaup- máttar á einu ári? Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar- flokks, sem hafði þegar náð umtalsverðum árangri, hlýtur að taka hér í taum- ana. Mörgum kann að sýn- ast, að það hefði hún átt að gera áður en kjara- samningar voru gerðir s.l. sumar og koma þannig í veg fyrir að þeir hefðu stefnumarkandi áhrif á aðrar kjaraákvarðanir. Það var ekki gert og um það þýðir ekki að fást úr þessu. Við erum nú að nálgast endapunkt verðbólguæðis- ins. Hingað til hefur verð- bólgan verið fjármögnuð m.a. með mjög verulegum erlendum lántökum. Það er ekki lengur hægt og nú er komið að skuldadögum. Ef fram fer sem horfir ríð- ur ný holskefla óðaverð- bólgu yfir landið á þessu ári og þar sem ekki verður unnt að fjármagna hana með erlendum lántökum og ekki er vit i því jafnvel þótt það væri hægt, verður að grípa í taumana og koma í veg fyrir þá þróun, sem ella yrði. Þær aðgerðir sem til þarf eru auðvitað sársaukafull- ar en þær eru óhjákvæmi- legar. Verði ekki til þeirra gripið verða afleiðingarnar enn alvarlegri með stöðvun atvinnufyrirtækja og at- vinnuleysi. Við eigum um það að velja nú að tryggja þann kaupmátt, sem náðst hefur með skynsamlegum aðgerðum eða standa frammi fyrir atvinnuleysi síðar á árinu. Hinn hávaðasami minni hluti mun vafalaust. ærast við slíkar ráðstafanir. Þess vegna þarf hin þögli meiri- hluti, ábyrgt og íhugult fólk, að veita stjórnvöldum þann stuðning, sem þarf. | Reykj avíkurbréf ^♦♦.♦♦♦♦♦♦♦♦<Laugardagur 21. janúar.. Bækur Nú er jólabókastriðið liðið. Það er því ekki út í hött að huga að bókaútgáfu í upphafi nýs árs. Ragnar Jónsson í Smára sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið þegar hann ræddi um bókaútgáf- una hér á landi í október s.l., að „mestur hlutinn eða um 90% gizka ég á er innlend vinna og heilbrigð fjárfesting, umsetning í heild skiptir hundruðum milljóna og í henni þar af leiðandi veruleg- ur gjaldeyrissparnaður. Stór hluti þeirra bóka, sem út koma, er menntandi og hefur uppeldislegt gildi og bókin hefur það urafram margt annað, að hún heldur verð- mæti sínu um aldir.“ En Ragnar Jónsson lætur ekki þar við sitja heldur bætir hann við svofelldri athugasemd um bókaútgáfu hér á landi: „Mér þykir hins vegar illt til þess að hugsa, að af hverri bók skuli mað- ur þurfa að rétta ríkisvaldjnu um þúsund krónur í söluskatt. Ég hef nú fengizt við bókaútgáfu næst- um hálfa öld og það hefur alltgf verið helzta vandamálið að finna eina, tvær eða þrjár bækur til að standa undir útgáfunni að öðru leyti og mín reynsla er sú, að um 70% bókanna seljast ekki fyrir kostnaði. Samt hefur verið haldið áfram, því að það er með bókaút- gáfuna eins og áfengi og eiturlyf, að þegar menn eru einu sinni byrjaðir er erfitt að hætta." Vonandi verður bókaútgáfa ein- asta „eiturlyfið", sem heldur velli hér á landi. tslenzka þjóðin verð- ur vonandi ávallt háð bókum og bókaútgáfu; betra er berfættum en bókarlausum að vera o.s.frv. En ríkið hefur svo sannarlega ekki komið til móts við bókaútgáf- una í landinu, hvorki rithöfunda né forlög, og mættu leikmenn gjarnan íhuga þau orð Ragnars í Smára, sem hér hefur verið vitn- að til. Aftur á móti má bæta því við til gamans, sem Guðmundur Jakobsson bókaútgefandi sagði í skemmtilegu samtali hér í blað- inu í desember s.l.: „Þessi eilífi barlómur í bókaút- gefendum er hreint kjaftæði, skal ég segja þér. Hvað hafa svo sem margir útgefendur farið á haus- inn? Enginn á sfðustu árum. Eng- inn. Enda get ég nú ekki annað séð en að umsvif þeirra, sem mest berja sér, séu sæmilega peninga- leg. Nei, væni minn. Bókaútgáfa er góð atvinna, sem bezt sést á því að ég hef nú verið í tuttugu ár að reyna að komast á hausinn i þessu og mér hefur ekki tekizt það enn.“ Höfundar Fullyrða má, að höfundum sé ekki sýndur sá sómi hér á landi, sem er nauðsynlegt til þess að þeir standist erfiða samkeppni, ekki sízt að utan. Nú skulu þessar fullyrðingar studdar nokkrum rökum í framhaldi af ummælum Ragnars í Smára. Þegar íslenzka kvikmyndin Morðsaga var frumsýnd birtust greinar um hana hér f blaðinu, m.a. eftir kvikmyndagagnrýnend- ur þess, og mátti þar m a. sjá þessa setningu: „A meðan út- hlutunarnefnd listamannalauna ryður fé í ólesin og/eða útbrunn- in „skáld“, þá hafa nútíma tónlist- armenn (sem gamlingjar nefna gjarnan ,,poppara“) og kvik- myndagerðarmenn hlotið litla náð fyrir augum þessara háæru- verðugu nefndar." Einkennilegt er að sjá slfkar fullyrðingar, þegar vitað er að flestir rithöfundar hér á landi eiga mjög undir högg að sækja og f raun og veru virðast einungis örfáir gamalgrónir stórmeistarar hafa efni á að veita sér þann munað að lifa á ritstörfum sinum einum. Hinir verða flestir að þræla og vinna fyrir sér og sínum, en það eykur a.m.k. ekki afkasta- getuna, allra sízt þegar menn eru komnir á miðjan aldur og taka að mæðast nokkuð í glímunni við hversdagslegt basl og skatt- heimtumenn rfkisins. Það er rétt, að sumir rithQfund- ar.fá eins og aðrir listamenn dá- litla uppbót frá úthlutunarnefnd listamannalauna, en hún hefur litla sem enga þýðingu vegna verðbólgu, sem hrjáð hefur ís- lenzkt þjóðfélag árum saman, og mundi lfklega ekki skipta neinu máli fyrir þessa rithöfunda, hvort laun þessi yrðu lögð niður eða ekki. Það getur ekki riðið bagga- muninn, hvort menn fá um eða yfir 100.000.— kr. á ári, auk þess sem þessir peningar fara að mestu aftur í rfkishítina, a.m.k. ef rithöfundurinn vinnur ærlegt handtak fyrir utan ritstörf sfn. Þannig er fyrrnefnd fullyrðing út í bláinn og tekur raunar ekki að ræða hana f alvöru. En snúum okkur nú aftur að bókinni og kjörum rithöfunda. Þá er ekki úr vegi að setja upp dálft- ið dæmi, svo að menn skilji, hvernig staðan er. Þó er rétt að taka fram, áður en það verður gert, að rithöfundar geta nú hlot- ið starfslaun i nokkra mánuði og má fullyrða, að þau eru bezta kjarabót, sem þeir hafa að öllum lfkindum fengið fyrr og síðar. En þá er þess að geta, að þeir rithöf- undar, sem eru í fullu starfi, geta ekki fengið nema tveggja mánaða laun sem nefnast viðbótarritlaun, og eru e.k. uppbót á bók, sem þeir hafa gefið út. Þó að þessi laun séu dálítil búbót, eiga þau það sam- merkt með listamannalaunum, að þau duga lítið í glímunni við verð- bólguna. Auk þess eru starfslaun- in engin gjöf ríkisins til rithöf- unda, heldur hefur rfkið komið dálftið til móts við þá með því að endurgjalda þeim með þessum hætti örlítið af þeim gífurlegu fjármunum, sem ríkið tekur til sín f sköttum og skyldum af út- gáfu ritverka, svo að ekki sé nú talað um gffurleg afnot á almenn- ingsbókasöfnum á verkum ís- lenzkra rithöfunda, en greiðsla fyrir þau er ekki teljandi. Sann- leikurinn er sá, að rithöfundur- inn fær minnst fyrir bókina, sem hann semur, en rikið mest. Aðrir, s.s. forlög, prentarar, bókbindar- ar og aðrir bókagerðarmenn, svo og prentsmiðjur, fá drjúgan skerf í sinn hlut, en þá er þess einnig að gæta, að ríkið tekur skatta af þessum aðilum, ekki síður en rit- höfundum, svo að í raun og veru er það ríkið, seml*É#est ber úr býtum. Og svo ofsaleg er skatt- heimta rfkisins á hendur rithöf- undum, að ekki væri út í hött að fullyrða, að þeir séu í raun og veru þjóðnýttir hér á landi; a.m.k. eru þeir einhverjar beztu mjólk- urkýrnar í þjóðarfjósinu. Og þá rithöfunda arðrænir ríkið mest, sem lifa á öðrum störfum en bóka- gerð. Ef þeir hafa talsverðar tekj- ur, af föstu starfi, eru listamanna- Iaun og viðbótarritlaun að mestu tekin af þeim aftur í sköttum, einnig þetta litilræði, sem þeir fá frá bókasöfnum. Snúum okkur nú að litlu, en upplýsandi dæmi: bók er gefin út i 3.000 eintökum, hún kostar 3.000.- kr., heildarútsöluverð seldra bóka er kr. 9.000.000.-. Samkvæmt samningi eiga rithöf- undar að fá allt að 15% af nettó- sölu hverrar bókar, en frá þessu er venjulega dreginn kostnaður til bókbindara, prentara o.s.frv., svo að höfundurinn fær yfirleitt ekki nema um 10—11%. Ef við reiknum með því, að rithöfundur- inn fái 10%, koma 300 - kr. í hans hlut fyrir hverja bók. En ef hann er svo óheppinn að vera í vel borgaðri stöðu greiðir hann allt að helmingi þessara ritlauna í skatta, því að listamannalaun og aðrar tekjur slíks manns lenda allt að helmingi i ríkishítina, eins og kunnugt er. Þannig hefur hann eftir 150 kr. af hverri bók, en ríkið fær 20% af söluskatti bókarinnar, þegar i upphafi, þ.e. 600 kr. af hverju eintaki. Þegar ríkið hefur einnig tekið fyrr- nefndar 150 kr„ hefur það fengið 750 kr. fyrir hvert eintak af bók- inni, en rithöfundurinn 150 kr. Síðan tekur forlagið sinn hluta, svo og bókagerðarmenn, en af þeim peningum fær ríkið að sjálf- sögðu sitt í sköttum og niðurstað- an verður sú, að rikið situr uppi með hagnaðinn af bókinni, sem rithöfundurinn samdi. Ef bókin selst í fyrrnefndum 3000 eintök- um, fær ríkið 4—6 milljón króna hagnað í sinn hlut, en höfundur- inn heldur eftir um 400 þús. kr. Ef við gizkum á, að hér séu gefnir út um 200 innlendir bókatitlar á ári geta menn séð, hvað ríkið tekur til sin af þessari starfsemi — en það er engin smáupphæð, skiptir a.m.k. hundruðum milljóna. Og svo er talað um rithöfunda sem e.k. förulýð og sveitarómaga — eða skáld í gæsalöppum (!) Menn ættu að fara varlega í að kveða upp hvatvíslega dóma um þessa stétt, sem á ekki síður erindi við islenzkt mannlíf en aðrar stéttir, þegar litið er á arf okkar og menningu. An ræktunar ritaðs máls yrði framtið islenzku þjóðar- innar og menningar hennar I stór- hættu. Hér er hætta á ferðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.