Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1978 25 Guðmundur JakobssonB Morðsoj ekki sízt ef vinstri mönnum tæk- ist nú líka að úthýsa kapitalistan- um Andrési önd, Andrésínu og Jóakim frænda úr bókasöfnun- um. Þá yrði Sigga Vigga líklega næsta fórnarlambið því að hún heyrir ekki til „kjarnafjölskyld- unni“! Það er i raun og veru engu líkara en allt sé gert til þess að refsa íslenzkum rithöfundum — og þar með bókinni — og að því kemur einn góðan veðurdag, ef fer sem horfir, að enginn rithöf- undur hefur efni á að ganga svo upp í hugsjón sinni að skrifa bók handa ríkinu til að græða á og fleygja svo gróðanum á verð- bólgubálið, svo að allir aðrir en rithöfundarnir geti dansað í kringum það með gleði og hlátra- sköllum, eins og hýá Goðmundi á Giæsivöllum. En dæmið um rithöfundana á einnig við ýmsa aðra starfshópa hér, sem þvi miður eru nánast þjóðnýttir. Kvikmyndir Þó að fyrrnefnd fullyrðing ann- ars kvikmyndagagnrýnanda Morgunblaðsins eigi ekki við rök að styðjast, er það rétt sem hinn kvikmyndagagnrýnandi blaðsins, Sigurður Sverrir Pálsson, segir i piarz sl., einnig i grein hér i blað- inu, að islenzk kvikmyndagerð hafi ekki verið ræktuð eins og skyldi, og þar af leiðandi séu is- lenzkar kvikmyndir eins og kræklótt tré, svo að líking hans sé notuð. Hann bendir á, að ef vel ætti að vera þyrfti islenzk kvik- myndagerð að njóta „sömu kjara og hin erienda en þar skilur því miður á milli. Kvikmyndagerð okkar má líkja við sandauðnina, sem ég minntist á hér að framan, þar sem fáir hafa lagt hönd á plóginn til að freista ræktunar. Vöxtur kræklótta trésins er því kraftaverk út af fyrir sig ...“ Allt er þetta gott og gilt. En það eru ekki íslenzkir rithöfundar, sem hafa staðið fyrir þessum ósköpum, heldur önnur öfl í þjóð- félaginu. Islenzk skáld og rithöf- undar hefðu áreiðanlega áhuga á því að vinna meir með kvik- myndagerðarmönnum en unnt hefur verið, enda er kvikmyndin heillandi listgrein og kannski væri ekki út í bláinn að fullyrða, að eini arftaki Shakespeares á þessari öld sé Fellini hinn ítalski. En hvað sem slíkum órökstudd- um fullyrðingum Iíður, er hitt a.m.k. rétt, að með almennum kostnaðarhækkunum, sem orðið hafa á undanförnum árum, er bersýnilegt að íslenzk kvikmynda- gerð hlýtur að eiga undir högg að sækja ef ekkert er að gert. Þarna þyrfti ríkið svo sannarlega að hlaupa undir bagga — og virðist raunar f sjónmáli, að svo verði gert eins og fram kom I sjónvarps- þætti I vikunni. Menntamálaráð hefur lithlutað föstum styrkjum til kvikmyndagerðar frá 1972, en upphæðin er að sjálfsögðu lítil miðað við þarfir. Ráðið hefur far- ið þá leið að styrkja eina kvik- mynd á ári og hefur það reynzt dálítil aðstoð. En kvikmynda- styrkur Menningarsjóðs nægir að sjálfsögðu ekki til að standa straum af gerð heillar kvikmynd- ar. Hann getur þó hjálpað kvik- myndagerðarmönnum að fullgera myndir eða vinna að einhverjum þáttum kvikmyndagerðar, s.s. smámyndum, stuttum heimildar- myndum, o.s.frv. Nú mun Menntamálaráð hafa veitt 5—6 milljónum króna til kvikmynda- gerðar hér á landi. En betur má, ef duga skal. Hundrað milljónir f kvikmynda- sjóð, sagði Indriði G. Þorsteins- son rithöfundur í sjónvarps- þættinum. Popptextar Gagnrýnandinn, sem minnzt var á og talaði um „skáld", setti nútímatónlistarmenn, sem hann nefndi svo, „poppara" og kvik- myndagerðarmenn til höfuðs rit- höfundum, að því er virðist. Hér hefur verið minnzt á hina sfðar- nefndu og verður ekki frekar að þeim vikið. En á hitt má benda, að enda þótt sumir dægurlagalista- menn kafni ekki undir nafni, en hafi sýnt þó nokkra tilburði til innlendrar listsköpunar, sem máli skiptir (þó að mest séu þetta því miður enn erlend áhrif og eftiröp- un frá útlöndum) þá verður hinu ekki neitað, að popptextarnir eru flestir með þvf marki brenndir, að þeir eru ekki mönnum bjóðandi, hvað þá börnum og unglingum, sem eru að læra móðurmálið og mega f raun og veru ekki við því að tileinka sér þessi ósköp. Hér f Reykjavikurbréfi hefur nokkrum sinnum áður verið að þessu vikið og fullyrt, að sumt í dægurlaga- textunum sé mesta mengunin hér á landi. Þetta verður ekki aftur tekið, heldur á það bent enn einu sinni — og nú fastar og ákveðnar en nokkru sinni fyrr. Þessir text- ar margir eru að verða e.k. þjóðfé- lagsböl, ekki sizt vegna þess hve greiða leið þeir eiga að börnum og ungu fólki, sem er f deiglu og þarf á þvf að halda að læra gott mál og mikið, en ekki vont mál og iitið, eins og oftast er i þessum dægur- lagatextum. Textasmiðirnir geta ekki komið i stað skálda eða rit- höfunda. Jón Öskar skáld segir f nýútkomnu bindi ævisögu sinn- ar að hann hafi spilað f hljómsveit Karls Jónatanssonar: „Við Karl Samvinnu- samningur Kína og Frakklands Tókfó. Peking. 21. jan. Reuter. FULLTRÚAR Kfnverja og Frakka skrifuðu f dag undir sérstakan sam- vinnusamning á sviði vfs- inda og tæknimála og sagði Reymond Barre forstæisráðherra er skrifaði undir af hálfu Frakka að samningurinn væri mjög mikilvægur fyrir báða aðila. Barre hefur verið í Kína sfð- ustii daga og meðal ann- ars átt langar og ítarleg- ar viðræður við Teng að- stoðarforsætisráðherra, sem ritaði undir samninginn fyrir hönd Kínverja. Þetta er fyrsti samningur sinnar gerðar sem Kínverjar gera við vestrænt land. Þar er kveðið á um ýmiss konar samvinnu, m.a. um rann- sóknir á erfðum dýra, lækningajurta, fjar- skipta- og umhverfis- mála, svo að nokkuð sé nefnt. Fréttariturum ber saman um að heimsókn Barre til Kína hafi, á flestan hátt orðið mjög árangursrík og megi bú- Ravmond Barre forsætisráóherra. ast við stóraukinni sam- vinnu Kinverja og Frakka á þessum sviðum og fleiri, m.a. efld menn- ingarskipti á næstu ár- um. Barre sagði við frétta- menn að vinátta land- anna myndi styrkjast og lét hann i ljós mikla ánægju með för sína. Barre ferðast til Shanghai og norð- austurhluta Kína um helgina en fer heimleiðis á þriðjudag. Hann hefur einnig átt viðræður við Hua for- mann. skiptumst á að leika af fingrum fram, því það var nauðsynlegt. Sá einhæfi tónflutningur sem popparar tíðka nú á dögum, þótti þá ekki boðlegur. Um skáld- skaparsmekk æskunnar nú er það að segja að kannski er engin furða þó menntaæska nútimans hafi aldrei lært að skynja ljóð, en æpi af hrifningu þegar hún heyrir flatrimaða texta sungna við gitargrip og taki ósmekk- legustu grófyrði og ruddafyndni fyrir aðdáunarverða dirfsku, ef ekki vott' um snilligáfu." Hgr fjallar Jón Óskar augsýnilega um sama efni og hér er tii umræðu. Það er ábyrgðarhluti að vinna að því öllum árum að gera subbuskap að almenn- ingseign tslendinga. Sumir þess- ir höfundar þykjast hafa mik- inn boðskap að flytja, en um- búðirnar eru oftast með þeim hætti, að maður fær klígju af menguninni. Sízt af öllu ættu þessir menn skilið listamanna- laun. Ekki alls fyrir löngu var heil síða I Þjóðviljanum um ein- hverja plötu, sem þá var nýkomin út, að því er virtist. A þessari plötu var eitthvað verið að syngja um herinn og amast við álverinu i Straumsvík. Það er gott og blessað. En aumingja Þjóðvilj- inn að þurfa að sitja uppi með heilsiðugrein um þessi ósköp og vitna í boðskapinn, sem er þannig fram borinn, að það hlýtur að setja óhug að hverj- um þjóðhollum íslendingi við að lesa framleiðsluna. Vesa- lings gömlu þjóðræknishetjurri- ar i Alþýðubandalaginu sem hafa þurft að upplifa þessa niður- læingu í blaðinu sinu! Samúð bréfritara er öll með þeim. Ætli þeim hafi ekki orðið flökurt, þeg- ar þeir lásu t.a.m. þessa tilvitnun: „ „Það lögðust yfir löndin lævís gróðaský. Að gróðri berast böndin: Bústað minn f suður flý ...“ En einn daginn ýfðust f jaðrir, 1 augum gamalt feigðarblik... „Stybba með straumnum færist að, að Straumi sest gull- kálfanna hjörð. Fljótlega hef mig á það flug sem gefur farsælli stað sem finnast kann á jörð, ef gæfan er hliðholl. Margblessuð! Núna held ég á háloftanna braut er halda þér rætur fast i mold. En mundu að fólki ekki er allsvarnað. Það áttar sig oft. Ef augun opnast skjótt greinir það auðinn sem felst f grænni laut“.“ Þegar „gullkálfarnir í Straumi" hafa mengað bæði jurta- og dýra- ríkið, heimta þessir spekingar að fá að koma með „eitthvað al- mennilegt" i staðinn, og endar þessi plötuhlið á lagi, sem er „instrumental" (miðað við „Hrisl- una og strauminn", sem er rúm- lega korters langt) „funkydjass- rokklag"! Eiginlega ættu þeir Þjóðviljamenn að leggjast á bæn og biðja Marx að forða þeim frá þessu nýja böli. Þvf að áreiðan- lega hafa augu margra þeirra „opnast skjótt". En svo segir Hin Heilaga Ritn- ing Poppguðsins, öðru nafni Mammons, ef marka má auglýs- ingaæðið og markaðsgræðgina. Við skulum þó hvorki vera svo glámskyggn né einstrengisleg að halda þvi fram, að markaðsgræðgi þessa hávaðasama „guðs“, sem engu hlifir, hafi ekki einnig sett svip á Morgunblaðið eins og önn- ur fórnardýr tízkunnar. Vonandi hafa þó fáir slfkir textar hlotið náð fyrir augum Morgunblaðs- poppara, þó að blaðið standi við menntatorg reykvískra æsku, Hallærisplanið(í) Nóg er nú samt af flatrfminu f islenzku þjóðlffi á þessum siðustu og verstu tfmum. „Við lifum á erfiðum timum," sagði Steinn Steinarr — og það er vist ekki fjarri tagi;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.