Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 26
 26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1978 Þegar þeir urðu óvinir Þjóðsaga frá Uganda Fyrir ævalöngu Iif8u tvö dýr við trjáþyrpingu nokkra. Þau bitu gras og átu laufblöð og drukku vatn úr kaldri ánni. Þau böðuðu sig I vatninu. Þau voru mjög góðir vinir. Dag einn hætti að koma regn, og grasið fór að visna. Þó lifði hluti af grasinu, en gott var það ekki. Feita skepnan, stuttfætta sagði þá: „Mér þykir ekki gott þetta gamla gras, það er ekki nógu safamikið. Ég vil mjúkan, grænan mat." „Já." sagði vinur hans háfætti, „ég vil líka almennilegan mat. Mér þykir gott grænt lauf, en ég næ þvl ekki. Trén eru svo hávaxin." „Vio getum farið og rætt við manninn I húsinu," sagði lágvaxna skepnan. feitlagna. „Hann getur hjálpað okkur." Vinirnir fóru að mannabústaðnum. Þeir sögðu manninum frá lélega grasinu og góða laufinu. Þeir ætluðust til hjálpar hans. „Ég get hjálpað ykkur," sagði maðurinn. „Komið hingað á morgun klukkan 9. Þá skal ég hafa tilbúna súpu handa ykkur. Þegar þiðdrekkið hana munuð þið stækka mikið. Þá verður ykkur auðvelt að ná laufinu á neðstu greinum trjánna." Dýrin fóru heim. Bæði hugsuðu þau: Á morgun fæ ég súpu og verð stærri. Þá verður auðvelt að éta laufið af trjánum. Og það er betra en lélegt gras. Nú er ég glaður. Dýrin lögðust til svefns. Dýrið með grannvöxnu fótleggina vaknaði um morguninn og hraðaði sér til mannsins. Þangað var þao komið klukkan 9. Feitlagna skepnan vaknaði ekki og kom þvi ekki til mannabústaðarins. „Hvar er vinur þinn?" spurði maðurinn. „Ég er tilbúinn með súpuna. Einn skammtur handa þér og annar handa vini þinum." „Ég veit ekki," svaraði dýrið. „Hann er ekki kominn. Ég hugsa, að hann sé heima." „Nú er súpan heit," sagði maðurinn. Hún er góð á meðan hún er heit. Drekktu hana strax, ef þú vilt verða hávaxinn." Dýrið drakk súpuna og hækkaði mikið. „Hinn skammturinn verður kaldur," sagði maðurinn. „Og hún gerir ekki gagn köld. Vinur þinn kom ekki. Drekktu súpuna hans líka." Dýrið drakk hinn skammtinn lika. Það stækkaði enn. Nú náði það til að eta laufiðð efst úr trjánum. Það bragðaði á nokkrum blöðum af neðstu greinunum. Það náði til laufsins hvar sem var i trjánum. Það var yfir sig ánægt. Laufblöðin voru meir og góð. Þá kom skepnan stuttfætta til mannabústaðarins. „Ég vaknaði ekki á réttum tima," sagði hún vi8 manninn. „Ég vaknaði klukkan 10. En ég er mætt. Get ég fengið súpuna mína?" „Nei." svaraði maðurinn. „Súpan þin er búin. Vinur þinn fékk hana" Skepnan varð afar reið. Hún stökk á eftir manninum, en maðurinn forSaSi sér inn i húsið. Þessi skepna er kölluð NASHYRNINGUR. og er mjög skapstirð. Nashyrningur etur gras, en nær ekki upp til laufsins i trjánum. Hann eltir mennina. þegar hann kemst I námunda við þá. Hann er mönnunum reiður. Dýrin tvö eru ekki vinir lengur. Hávaxna dýrið er með langa granna fótleggi og langan háls. Það etur lauf úr trjátoppunum. Liklega veistu lika, hvað það hetx Gátnr Lausn annars staðar á opnunni. Áðan sá ég úti segg inni hálfur var hann. Höfuðlaus, en hafði skegg hring á enda bar hann. Ég er kominn upp á það allra þakka verðast, að sitja kyrr á sama stað, en samt að vera að ferðast. Vinnu- kona og vinnu- madur Stál- Gömul þula Vinnukona og vinnumaður töluðu sér til gamans: Hún: Á hverju ætlarðu að fæða mig, þeg- ar við komum saman? Hann: Ég ætla að taka mér staf í hönd og labba upp með á, veiða marga smáfiska og fæða þig á. Hún: Á hverju ætlarðu að fæða mig, ef fiskurinn vill ekki bita? Hann: Þá fer ég til strandar og kaupi kornið hvíta. Hún: Á hverju ætlarðu að fæða mig, ef kóngurinn á ekki korn? Hann: Þá fer ég á smalaþúfu og blæs þar í horn. Hún: Á hverju ætlarðu að fæða mig, ef lúðurinn vill ekki láta? Hann: Þá fer ég til strandar og smíða skip og báta. Hún: En á hverju ætlarðu að fæða mig, ef skipið vill ekki ganga? Hann: Farðu þá og farðu þá, ég vil þig ekki, Manga. þrádur og hug- mynda- flug Margt er hægt að gera, ef þið getið fundið stálþráð, sem er ekki alltof sver eða of þunn- ur. Þið getið svo reynt að foma næstum hvað sem er, eins og sýnt er hér á myndinni með fáeinum dæmum. Þið þurfið líka að hafa töng nærtæka, svo að þið getið klippt þráðinn í sundur. Síðan getið þið hengt „framleiðsluna" ykkar upp á snúru eða búið til óróa . . . Not- ið hugmyndaflugið — og gangi ykkur vel. of pmlÉsíM Barna- Þórir S. Guðbergsson Rúna Gfsladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.