Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1978 m mm Vinkona sjakalans eftir Coiin Smith Colin Smith, greinarhöfundur. Hann skrifaði bókina um Carlos, „Sjakalann", Ævisögu hryðjuverkamanns. Meðfylgjandi grein er eftir Colin Smith, fréttarit- ara Observer og höfund bókarinnar um venezúelska hryðjuverkamanninn Carlos, „Sjakalann“ -r Ævi- sögu hryðjuverkamanns. í þessari grein fer hann nokkrum orðum um Gabriele Kröcher-Tiedemann, sem var handtekin í Sviss í desember, grunuð um aðild að hryðjuverkahóp þeim er Carlos veitti for- ystu. Greinarhöfundur, Colin Smith er 31 árs gamall og erlendur fréttaritari The Observer. Þau sjö ár, sem hann hefur starfað á blaðinu, hefur hann fylgzt með viðburðum allt frá Víetnam til Ródesíu. 1975 var hann útnefndur Alþjóðafréttamaður árs- ins, fyrir greinar sínar um Patty Hearst, auðkýfings- dótturina, sem rænt var. Hann hefur sérhæft sig í fréttum af styrjöldum, bæði venjulegum og stríðum og skærustríðum, og hefur ritað mikið um Mið- Austurlönd og um byltinguna í Bangla Desh. Árið 1973 var hann fréttaritari með ísraelsher í október- styrjöldinni. Ein af mikilvægustu hand- tökum í Vestur-Evrópu í barátt- unni gegn hryðjuverkum átti sér stað í Sviss þegar Gabriele Kröcher-Tiedmann og karl- maður, félagi hennar, voru handtekin éftir skotárás nálægt frönsku landamærunum. Burtséð frá því að handtaka þessi varpar ljósi á nýjustu að- gerðir vestur-þýzka rauða hers- ins (RAF) getur hún einnig haft í för með sér mikilvægar upplýsingar um Carlos, eftir- lýstasta mann veraldar að öll- um líkindum, manninn frá Venezúela sem rændi olíuráð- herrum á OPEC-ráðstefnunni í Vín fyrir um tveimur árum. Vestur-þýzka lögreglan hefur fyrir löngu sannfærzt um að Kröcher-Tiedemann sé litla hryðjuverkakonan sem fylgdi Carlos eftir, en hans rétta nafn er Ilich Ramirez Sanchez, í árásarferð þegar austurrískur lögreglumaður var með köldu blóði skotinn til bana. I þeirri sömu ferð myrti hún íranskan lífvörð, sem reyndi að afvopna hana. Hún var mjög fíjót að grípa til byssunnar, þegar tortryggn- ir landamæraverðir á sviss- nesku landamærunum rannsök- uðu vegabréf, útbúin af henni og eftirlýsum bankaræningja að nafni Christian Möller og sýnir það ljóslega hversu hættulegar vestur-þýzkar hryðjuverkakonur geta verið. En það var Kröcher-Tiedemann sem hóf skothríðina með skammbyssu sem hún dró upp úr handtösku sinni. Tveir landamæraverðir særð- ust, og I vörn sinni hæfðu þeir fótlegg Möllers. Hryðjuverka- mennirnir flúðu á brott í bif- reið sinni, en vítæk leit lög- reglu fylgdi í kjölfarið og var vegartálmunum hvarvetna komið fyrir. Kröcher- Tiedemann og Möller náðust um klukkustundu síðar í leigu- bíl eftir að hafa yfirgefið bif- reiðina. I farangri þeirra fund- ust vegabréf frá Kýpur, sjö þýzk vegabréf og þrjú austur- rísk. Þau voru einnig með Bandarfkjadali, hluta lausnar- gjaldsins (að upphæð 2 milljón- ir dala), sem þau fengu greitt þegar þau skiluðu Walter Palm- ers, austurrfska auðmanninum, sem þau rændu í nóvember síðastliðnum. Eins og flestir hinna vestur- þýzku hryðjuverkamanna er Gabriele Kröcher-Tiedemann úr efnaðri miðstéttarfjöl- skyldu. Hún var við nám í þjóð- fétágsfræði þegar hún giftist Norbert Kröcher, sem kom henni í kynni við hryðjuverka- starfsemina, en yfirgaf hana vegna annrrar konu þegar hún afplánaði fyrsta fangelsisdóm sinn. Sú handtaka átti sér stað eftir að Tiedemann hafði verið króuð af á bifreiðastæði, þar Þybbni Venezúelamaðurinn Carlos — eftirlýstasti maður- inn f heiminum f dag? sem hún reyndi að stela öku- númerum bifreiða sumarið 1973 í Bochum í Vestur- Þýzkalandi. I skothríðinni, sem fylgdi í kjölfar handtökunnar, særðist lögreglumaður áður en Tiedemann gafst upp. Fyrir rétti sagði hún dómaranum að hann kæmist ekki upp með að ljúka réttarhöldunum. Hún var dæmd til átta ára fangelsisvist- ar. Leiðtoga Kristilega demó- krataflokksins í Berlfn. Peter Lorenz, var rænt og haldið í sex daga f gíslingu í febrúar 1975. Þá var hann látinn laus í skipt- um fyrir Kröcher-Tiedemann og fjóra aðra hryðjuverkamenn er sátu í fangelsi og var flogið með þau til Aden. Þetta var mesta uppgjöf þýzku stjórnar- innar fyrir hryðjuverkamönn- um, og hún átti eftir að iðrast hennar Sárlega. Þeim sem var sleppt ásamt Kröcher-Tiedemann voru Verena Becker, 23 ára síma- stúlka, ákærð fyrir sprengjuár- ás á brezka siglingaklúbbinn f Berlín; Ina Siepeman, áður starfandf í ^póteki og síðar þekkt undir náfhinu „banka- daman“ þar sem hún átti mjög hægt með að blanda geði við viðskiptavini í bönkum, áður en árásir voru gerðar; Rolf Heisl- er, hálf þritugur þjófur, sem færði stjórnmálalegar forsend- ur fyrir ránum sínum að sögn lögreglunnar og Rolf Pohle, sonur fyrrverandi rektors há- skólans í MUnchen, sem aftur var handtekinn í Grikklandi í byrjun árs 1977. Tiedemann, sem átti von á þvf að fá að sleppa gegn dreng- skaparloforði, neitaði í fyrstu að fara úr fangelsinu. örvænt- ingarfull barátta um hollustu Gabriele Kröcher-Tiedemanns hófst nú milli móður hennar og Rolf Pohle, sem leyft hafði ver- ið að hringja í þá fyrrnefndu úr karlafangelsinu, þar sem hann var. Móðir hennar grátbað hana um að vera um kyrrt í fangels- inu, því það mundi líta vel út í augum fangelsisyfirvalda. Pohle svaraði þessu með því að hrósa framkomu hennar við réttarhöldin og gaf það einnig í skyn að eiginmaður hennar, Norbert, biði hennar ef til vill. Hún ákvað að fallast á mála- miðlun. Grátklökk sagði hún við móður sína í símtali að þótt hún yfirgæfi fangelsið með hin- um hryðjuverkamönnunum mundi hún slíta öll tengsl við hópinn er út væri komið og halda áfram námi sfnu erlend- is. Er hún steig upp í flugvélina, sem átti að flytja hana til Mið- austurlanda, leit svo sannar- lega út fyrir að hún ætlaði að standa við loforðin, sem hún gaf móður sinni. Hún stóð við inngang flugvélarinnar, alvar- leg á svipinn, sorgmædd og fyrir aftan opinberan fylgdar- mann hópsins, síra Heinrich Albertz, sem fylgdi þeim til Suður-Jemen. Látbragð hennar benti fremur til þess að hún horfðist í augu við lífstíðar- fangelsi, en að hún væri ný- sloppin. En um leið og vélin var kom- in f loftið umbreyttist hún al- veg og var aftur komin í hlut- verk ungs hryðjuverkamanns, sem heimtaði að flugmaðurinn sendi byltingarkveðjur til Lfbýubúa er flogið var yfir Tri- polf. Henni virtist heldur ekk- ert bregða þegar Líbýumenn svöruðu kveðjunni með því að Gabriele Kröcher — Tiede- mann, vinkona S jakalans. neita vélinni um lendingar- leyfi. Innan árs var hún í slagtogi með Carlos, Suður- Amerfkubúanum, sem stjórn- aði hópi palestínskra og evrópskra hryðjuverkamanna, þegar þeir þyrptust inn á OPEC-ráðstefnuna i Vín og tóku 81 gfsl. Ahmed Zaki Yamani fursta, olfuráðherra Saudi-Arabfu, og Jamshid Amouzegar, franska ráðherran- um, var loks sleppt f Alsír. Fréttir hermdu að þessi tvö fhaldssömustu olíuveldin hefðu greitt svimandi upphæðir, ólst hversu mikið þó, til að fá ráð- herra sína aftur heila á húfi. Vestur-þýzka öryggislögregl- an taldi öruggt eftir að hafa grandskoðað fréttamynd af hryðjuverkakonunni, sem átti þátt í ráninu, að hér væri um Gabriele Kröcher-Tiedemann að ræða. Grunur þeirra fékkst staðfestur að fullu þegar fingraför hennar fundust f OPEC-byggingunni. Vitni að því þegar Anton Tichler, miðaldra lögreglumað- ur, var skotinn, segja að hryðju- verkakonan hafi skotið hann þegar hann reyndi að flýja. Hann var ráðinn öryggisvörður á OPEC-ráðstefnuna, því hann talaði bæði arabfsku og pers- nesku. Lögreglumaðurinn Tichler hafði i fyrstu reynt að afvopna Carlos, Venezuelabúinn kastaði honum af sér og reyndi Tichler þá að flýja með því að fara niður með lyftunni. Þegar hann kom að lyftunni hljóp hryðju- verkakonan upp að honum, að því er vitnin segja, og spurði hann á ensku: Ertu lögreglú- maður? Þegar hann svaraði því játandi um leið og hann gafst upp skaut hún hann í ennið af metrafæri. Nokkrum minútum síðar myrti hún lífvörð olíuráð- herra Iraks, Ala Hassan Saeed al Khafari. Honum hafði næst- um tekizt að afvopna hana þegar hún dró aðra skamm- byssu úr belti sínu og skaut hann. Síðan hryðjuverkaflokkurinn hvarf í Algeirsborg í desember 1975 og einn úr hópnum særðist illa, þegar hann var skotinn f kviðinn, er Kroecher- Tiedemann sú fyrsta úr hópn- um sem eftirlýst hefur verið vegna OPEC-árásarinnar, sem hefur verið handtekin. Fróð- legt verður að fylgjast með því hvort Bruno Kreisky kanslari, sem hefur áður verið sakaður um að láta of mikið undan körf- um hryðjuverkamanna, muni krefjast þess að Svisslendingar framselji hana Austurrikis- mönnum. Seltirningar ein- ir um að lækka útsvarshlutfallið? MORGUNBLAÐIÐ leitaði I gær upplýsinga hjá Sambandi fs- lenzkra sveitarfélaga um það hvort kunnugt væri að fleiri sveit- arfélög en Seltjarnarnes hygðust leggja ð 10% útsvar, en undanfar- in ár hafa flest sveitarfélög lagt á 11%. Magnús Guðjónsson hjá Sam- bandi fslenzkra sveitarfélaga sagðist ekki hafa heyrt um það að fleiri sveitarfélög hygðust lækka útsvarsálagninguna hlutfallslega. „Mörg þéttbýlissveitarfélög fóru upp I 11% í fyrra,“ sagði hann, „en ég hef ekki heyrt um að fleiri ætli að lækka sig. Fjárhagsstaðan hjá sveitarfélögum er heldur ekki þannig að þess sé að vænta. Ástæður eru á margan hátt sér- stæðar hjá Seltirningum, þeir njóta ýmislegs af nálægðinni við Reykjavik eins og reyndar önnur sveitarfélög þar i kring og sem dæmí má nefna að ekki er sjúkra- hús á Nesinu, en hitt er svo stað- reynd að Seltirningar hafa einnig haldið vel á sfnum málum. — Sveinn á Egils- stöðum Framhald af bls. 33. sem æskan býr við f dag? Eg er fullur undrunar og aðdáunar á lffsþrótti og kjarki þessara aldur- hnignu hetja. Mér sýnist verk þeirra sumra næsta ofurmannleg. Slfk verk verða ekki unnin nema fyrir fágætan andleg kraft og hugrekki. Eg hef hér minnst eins af þess- um styrku stofnum. Mér finnst sagan um Svein á Egilsstöðum Ifkust æfintýri. Eg tel það mikla reynslu og góða hverjum miðaldramanni og yngri að kynnast þessum kempum aldamótaáranna og eignast þá að vinum. Það er áreiðanlega góður skerfur f veganestið. Eg ætla ekki að skrifa um ein- stök verk Sveins Jónssonar, um- svif hans heima fyrir, trúnaðar- störf hans og félagsmálavafstur. Flestir vita um það. 1 afmæli hans á dögunum komu margir vina hans og þeirra hjóna til að votta þeim virðingu sfna En Sveinn bannaði öll ræðuhöld í svona „smáafmæli" eins og hann komst að orði. Sjálfur var hann eins og ungur, hrókur alls fagnað- ar og fullur lffsþróttar. Eg þakka Sveini á Egilsstöðum áralöng kynni og vináttu og óska honum ol frú Fanneyju farsældar á friðarstáli. Megi vissan um vel unnið og stórmannlegt æfistarf verða þeim sannur arineldur á æfikvöldi. H: raldur Sigurðsson. Miðhúsum. Konan fundin KONA um þrftugt f Reykjavfk sem lögreglan auglýsti eftir fyrir nokkrum dögum er fundin, en hún gaf sig fram við lögregluna heil á húfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.