Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.01.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JANUAR 1978 39 „150 tonn af hundaskít dag- lega á götum New York” — segir Fran Lee sem berst ákaft gegn hundahaldi í stórborgum FRAN LEE er bandarisk sjón- varpskona þekkt í sinu landi sem málsvari neytenda. Berst hún aðallega fyrir málefnum er varða almennt heilbrigði fólks og nú hin siðustu ár gegn hundahaldi í stórborgum eins og New York. Hefur hún marg- oft með fyrirlestrahaldi, i skrif- um og i sjónvarpi bent á þann óþrifnað, sem fylgir hundum, og þá smithættu, sem af óþrifnaðinum stafar. Vigorð hennar i baráttunni gegn hundahaldi er: Bðrn fram yfir hunda. I sambandi við þessi hug- sjónamál sin hefur Fran Lee ferðazt um víða veröld og hald- ið fyrirlestra. Hún þykir mjög orðheppin og fjölhæf í starfi sinu sem málsvari neytenda og hefur tekið margvisleg vanda- mál fyrir. t siðustu viku var Fran Lee, sem er 67 ára gömul, stödd i Reykjavík ásamt eigin- manni sinum, Samuel Weiss. „Ég er þekkt fyrir að koma við kaunin, þar sem mest svíð- ur“, sagði Lee við blaðamenn Morgunblaðsins. Sagði hún að i New York, sem er átta milljóna ibúa borg, væri ein milljón hunda. „Ég kom til Reykjavikur, þar sem ég hafði heyrt að þessi borg væri ein sú hreinlegasta i viðri veröld. Ég vona að það sem ég læt eftir mér hafa hér verði ykkur víti til varnaðar og þið haldið áfram að banna hundahald eins og hingað til. Ef þið leyfið hunda munið þið sjá eftir þvi. t New York eru 150 tonn af hundaskit, sem dag- lega prýða göturnar. Aður fyrr notaði ég „pen“ penpiuleg orð fyrir hundaskít og óþrifnaðinn, en hef með árunum og reynsl- unni komist að þvi að ég bý i sjúku og spilltu þjóðfélagi, þar sem óskammfeilnin hreinskilni dugar bezt. tbúar New York verða að sætta sig við að lifa hundalífi. En það má ekki skilja þetta sem svo að ég sé hundahatari, mér er aðeins meinilla við fólk sem á hunda og óbeint stuðlar að útbreiðslu hundaæðis, og ég hef orðið vör við nokkur tilfelli. Hundar hafa á margan hátt fengið þann sess, sem börnum er ætlaður. Bandarikjamenn eyða sem svarar sautján millj- örðum króna á ári I hundafæðu meðan börn ganga um svelt- andi I borgum og bæjum. Fran Lee Hundruð mæðra hafa skrifað mér og leitað svara við spurningum um smithættu hunda. Læknisfræðilegar rann- sóknir hafa leitt i Ijós að hún er mjög mikil. Hvort sem börn skríða á gólfinu heima hjá sér eða úti i garði er alls staðar möguleiki á þvi að hundaskítur sé i veginum. Það er ekki einu sinni skylda að hafa hundaðlar. Siðastliðið ár voru fjörtiu þúsund manns bitin af hund- um. Það eru jafnvel dæmi þess, að ungbörn hafi verið bitin. Hundurinn, sem sagður er bezti vinur mannsins, er orðinn einn versti óvinur hans og það er sök mannsins en ekki hundsins. Hundum var aldrei ætlað að búa í ibúðum i stórborg. Sulla- veiki er alkunnur sjúkdómur, sem stafar frá bandormi i hund- um. Þegar þessi ormur berst i mannslíkamann finnst honum umhverfið fjandsamlegt og hann reynir að grafa sig út úr likamanum og ræðst þá gjarnan inn I lifrina og stundum inn i hjartað, lungun, heilann eða augun. Afleiðingar þess eru taugaskemmdir og jafnvel blinda. Auga lítils drengs, sem ég þekki, var fjarlægt af þess- um sökum. Þess vegna er það næstum glæpur að koma með litinn hvolp inn á heimili. Jafn- vel í hundaþvaginu eru bakter- iur, sem geta orsakað áttatiu sjúkdóma. Sannað er að hundar i borg- um ógna heilbrigði, öryggi og mannréttindum meirihluta þeirra sem eiga ekki hunda. Bandariska þjóðin ver meiru fé til að fæða gæludýr en skóla- börn og eltist eftir hundamat meðan hungursneyð geisar i Afriku. Af þessu má draga sið- ferðilegar ályktanir. Leyfist auðugri þjóð að loka sig frá þjáningum sveltandi jarðarbúa og leika sér að gæludýrum?" spurði Fran Lee að lokum. Frágangur á handavinnu Setjum upp púða, strengi og teppi. Gott úrval af flaueli og klukkustrengja-járnum. ^attngrðaoprzlmrin Érla Snorrabraut 44. Mosfellssveit hefur flutt starfsemi sína í Dvergholt 1 1. Nýjir félagar velkomnir, sími 66374. Hlutabréf til sölu Stórkostlegt tækifæri í atvinnurekstri á Akur- eyri. Verulegur hluti hlutabréfa í einni stærstu verksmiðju norðurlands til sölu. Arsvelta ca. 1 00 milljónir króna. Trygg og vaxandi verkefni. Upplýsingar aðeins á skrifstofu minni. Bergur Guðnason hdl. Langholtsvegi 115, Reykjavík, sími 82023. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Ægissíða, Skerjafjörður sunn- an flugvallar I og II AUSTURBÆR Soleyjargata. Ingólfsstræti, - . Lindargata, Hverfisgata 4 — 62 Skipholt 54 — 70. Hverfisgata 63—125 Miðtún Háteigsvegur Kópavogur Bræðratunga ^ Itpplýcinjar j Sjmg 35408- — Hámarkshraði 155 km. — Bensineyðsla um 10 lítrar per 100 km. — Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum. — Radial-dekk. — Ryðvörn. Tvöföld framljós með stillingu — Læst bensmlok —- Bakkljós. — Rautt Ijós i öllum hurðum. — Teppalagður. — Loftræstikerfi. — Öryggisgler. — 2ja hraða miðstöð — 2ía hraða rúðuþurrkur. — Rafmagnsrúðusprauta----Hanzkahólf og hilfá — Kveikjari. — Litaður haksýnisspegill. — Verk- færataska. — Gljábrennt lakk. — Ljós í farangurs- geýmslu. — 2ja hólfa karþorator. — Gynkronesteraður gírkasfsL — Hituð afturrúða - •»— Haífanleg sætisbök —— ðar. w% k b- jr v x f jrE TFÖT §t w Allt þetta fyrir kr. 1.420.00.- Station 1.550.000.- FIAT EINKAUMBOO A ISLANOI Davíd Sigurdsson hf. SÍÐUMÚLA 35. slmi 85855.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.