Morgunblaðið - 24.01.1978, Page 1

Morgunblaðið - 24.01.1978, Page 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 19. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Karamanlis og Ecevit hittast Aþenu 23. jan. AP. KONSTANTIN Karamanlis for- sætisráðherra sendi f dag for- sætisráðherra Tyrkja, Bulent Ecevit, orðsendingu þar sem hann þekktist boð hans um fund til að ræða deilumál landanna. Luns ver nevtrónu- sprengjuna Briissel. 23. jan. AP. Reuter. DR. JOSEF Luns, fram- kvæmdastjóri NATO, varði nevtrónusprengjuna í dag og lfkti henni við þungt stórskota- lið. Hann sagði að ef skriðdreka- herfylki gerði árás og slfk sprengja spryngi f herfylkinu miðju um fimm til sex kíló- metrum frá byggðu svæði mundi engan íbúa þess svæðis saka. Luns sagði að geislun og geislavirkt úrfall næði yfir minna svæði frá nevtrónu- sprengju en öðrum kjarnorku- vopnum sem væru höfð til taks. Jafnframt varaði Luns Rússa við því að halda að Bandaríkjamenn mundu ekki beita kjarnorkuvopnum sínum til að verja 300.000 hermenn Framhald á bls. 30. Josep Luns Karamanlis leggur til að fundurinn verði haldinn í vor svo að tóm gefist til að undirbúa hann svo vel að tryggt verði að hann beri árangur. Ecevit hafði boðið Karamanlis til fundar við sig til að ræða bæði Kýpurmálið og deiluna um yfir- ráðaréttinn á landgrunninu f Eyjahafi. í orðsendingunni kveðst Karamanlis vilja ítreka að hann telji að það sé í þágu bæði Grikkja og Tyrkja að vinátta takist aftur með þjóðunum og að þær taki aftur upp samstarf sin í milli. Tyrkir hafa nýlega lofað að bera fram áþreifanlegar tillögur um lausn Kýpurmálsins og við- ræður fara fram um Eyjahaf í París 12. febrúar. Cyrus Vance utanríkisráðherra ásamt Konstantín Tsatsos, forseta Grikklands, sem hann ræddi við í ferð sinni til Jerúsalem, Kaíró Ankara og Aþenu. Begin sakar egypzk blöð um gyðingahatur Kafró. 23. janúar. Reuler. EGYPTAR sögðu í dag að þeir mundu hefja mikla herferð á alþjóðavettvangi til að fá stuðning heimsins við afstöðu þeirra í deilu- málum Araba og tsraels- manna. En þau Arabaríki sem eru andvíg friðartilraun- um Egypta ætla að halda fund fljótlega og f Jerú- salem sagði Menachem Begin forsætisráðherra að Ísraelsmenn gætu ekki tekið þátt í friðartilraun- um nema egypzk blöð Metútgjöld hjá Carter Washinglón. 23. jan. Reulcr. CARTER forseti sendi þinginu fjárlagafrumvarp sitt f dag og þar er gert ráð fyrir að útgjö'.d nemi 500.2 milljörðum dollara á næsta f járhagsári sem er met. Gert er ráð fyrir um 61 millj- arðs dollar halla á fjárlögunum þótt Carter hafi sagt að hann vilji útrýma halla á fjárlögum áður en kjörtfmabili hans lýkur. tltgjaldaaukning á fjárhagsárinu 1979 er áætluð 8.2% miðað við 15% á yfirstandandi fjárhagsári. Gert er ráð fyrir að útgjöld til landvarna aukist um 9.2% í 126 milljarða dollara, að framlög til umhverfisráðuneytisins . aukist um 24% svo að auka megi náttúruvernd og koma upp eld- sneytisvaraforða, og að útgjöld til heilbrigðismála aukist um 12% í 48.5 milljarða dollara. Skattar munu hækka um 10% á fjárhagsárinu í um 440 milljarða dollara. Forsetinn bendir á að hallinn hefði verið 20 milljörðum dollara minni ef hann hefði ekki lagt fram frumvarp um 25 millj- Framhald á bls. 19 hættu að nota orðalag sem bæri keim af gyðingahatri sem Gyðingar þekktu vel. t Washington var haft eftir Cyrus Vance utanrík- isráðherra að hann vonaði að friðarviðræður ísraels- manna og Egypta hæfust aftur og hann skoraði á þjóðirnar að hætta orða- skaki því sem hófst þegar Egyptar hættu þátttöku sinni í viðræðunum í Jerú- salem. Vance gefur í kvöld Carter for- seta skýrslu um ferð sina til Jerú- salem, Kairó, Ankara og Aþenu og mun skýra honum frá beiðni Sadats um að Egyptar fái eins mikið af bandarískum vopnum og ísraelsmenn. Framhald á bls. 19 Sómalíumenn taka fiallabæ í Eþíópíu Nairobi. 23. janúar. Reuter. AP. SÓMALSKAR liðssveitir hafa sótt inn f fjallaborgina Harar f Austur-Eþfópfu, götubardagar geisa f borginni og Eþfópíumenn gera loftárásir á borgina að þvf er útvarpið f Mogadishu skýrði frá f dag. Útvarpið segir að loftárásir séu gerðar á fbúðahverfi f borginni. Þetta eru fyrstu fréttir sem hafa borizt um bardaga umhverfis borgina f tvo mánuði. Sómalir náðu á sitt vald nokkrum stöðvum umhverfis Harar f nóvember og sendu liðsafla inn f borgina, en hann varð að hörfa skömmu sfðar, bardagar fjöruðu út og báðir aðil- ar endurskipulögðu lið sitt og birgðu sig upp. Mogadishu-útvarpið segir að Eþíópiumenn hafi gert gagnárás með stuðningi herflugvéla en henni hafi verið hrundið. Útvarp- ið segir að Sómölum hafi orðið mikið ágengt á aðalveginum sem liggur frá Harar um Jijiga, sem er nú á valdi Sómala, til sómölsku landamæranna við Tug Wajale og þaðan til Hargeisa, höfuðborgar Norður-Sómaliu. Jafnframt sagði útvarpið að Sómalir hefðu í gær náð á sitt vald bænum Babile sem áður var aðeins að nokkru leyti á valdi þeirra. Eþíópíumenn sögðu i siðustu Auðmanni rœnt hjá heimili sínu í París París. 23. jan. Reuter. AP. VOPNAÐIR og grfmuklæddir menn rændu í dag Edouard- Jean Empain, einum auðugasta iðjuhöldi Evrópu, skammt frá heimili hans f París. Enn er ekki Ijóst hvort ránið er af pólitfskum toga spunnið eða hvort glæpamenn hafa rænt Empain baróni til þess að fá greitt lausnargjald. Ræn- ingjarnir höfðu ekki haft sam- band við lögregluna eða fjöl- skyldu Empains f kvöld. Empain barón er yfirmaður fyrirtækjasamsteypu sem hef- ur innan sinna vébanda um 500 félög um allan heim, svokall- aðra Schneiderfyrirtækja, sem hafa 245.000 manns i vinnu og veltu rúmlega 22.1 milljarði dollara í fyrra. Hann er áber- andi í samkvæmislífi Parísar og Framhald á bls. 19 viku að þeir ætluðu fljótlega að hefja gagnsókn til að ná aftur þvi landsvæði i Ogadcn-auðninni sem þeir hafa misst siðan bardagar hófust fyrir sex mánuðum. Eþíópiumenn hafa fengið gífur- legt magn hergagna sjóleiðis og loftleiðis frá Sovétrikjunum og telja að þau nægi til þess að vinna Franthald á bls. 30. IRA-árás á varðstöð Belfast. 23. janúar. Reuter. ÁTTA hermenn og þrir lögreglumenn særðust í fallbyssuárás sem liðs- menn írska lýðveldishers- ins gerðu í dag á varðstöö í Suður-Armagh skammt frá irsku landamærunum. Þetta er fyrsta meiriháttar árás- in sem hefur verið gerð á brezka hermenn á þessu svæði í nokkra mánuði. Fallbyssunni var komið fyrir á vörubil skammt frá skálum her- mannanna og skotið var úr henni á vistarverur og þvottaherbergi þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.