Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. ^ANUAR 1978 3 mig um stöddu ’ ’ Úrslit prófkjörs Framsóknarflokksins: „Vil ekki tjá málið að svo — sagði Þórarinn Þórarinsson sem náði ekki kjöri í öruggt sæti ALLS kusu 6227 í próf- kjöri Framsóknarflokks- ins í Reykjavík vegna lista flokksins i næstu Alþingis- og borgar- stjórnarkosningum, en margir vildu aðeins taka þátt í ööru prófkjörinu samkvæmt upplýsingum Jóns Abrahams Ólafsson- ar formanns prófkjörs- nefndar. Þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gærkvöldi lágu ekki fyrir niðurstöður um 3.—5. sæti á listanum en þá var hins vegar ljóst að Þórar- inn Þóarinsson alþingis- maður, formaður þing- flokks Framsóknar- flokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, náði ekki kjöri til 1. sætis á listanum sem hann hefur skipað um margra ára bil en ekki var Ijóst hver röðin yrði frá 3.—5. sæti. Framsóknarflokkurinn hefur haft 2 þingmenn í Reykjavík. Einar Agústs- son utanríkisráðherra varð í fyrsta sæti í próf- kjörinu og Guðmundur G. Þórarinsson verkfræð- ingur í 2. sæti. í prófkjör- inu til borgarstjórnar hélt Kristján Benedikts- son borgarfulltrúi' 1. sæti, en Gerður Stein- þórsdóttir kennari náði 2. sæti sem Alfreð Þor- steinsson hafði áður skip- að. Alfreð lenti í 6. sæti, en hann fékk hins vegar næstflest atkvæði í 1. sætið, eða 1050. Það er því Ijóst að Þórarinn Þór- arinsson hefur fallið í þessu prófkjöri og er hann einn af þremur nú- verandi þingmönnum sem ekki hafa haldið öruggum þingsætum sín- um í prófkjörum. Hinir eru Eggert G. Þorsteins- son fyrrv. ráðherra og Jón Ármann Héðinsson. Einar Ágústsson hlaut 2256 atkvæði í 1. sæti, Guðmundur G. Þórarinsson hlaut 1776 atkv. f 1. sæti, 811 atkv. í 2. sæti eða samtals 2587 atkv. í 2. sæti próf- kjörsins. Þegar Mbl. fór f prentun í gærkvöldi var ekki vitað hvernig Þórarinn Þórarinsson Sverrir Bergmann og Kristján Friðriksson myndu skipast í 3.—5. sæti, en útlit var fyrir að Þórarinn yrði númer 3, Sverrir nr. 4 og Kristján nr. 5. Hins vegar var aðeins um 5—10 at- kvæða mun að ræða á milli þeirra og endurtalningu ekki lokið þegar blaðið fór í prent- un. 1 6. sæti var hins vegar Sigrún Magnúsdóttir, Jón Aðal- steinn Jónsson f 7. sæti, Geir Vilhjálmsson í 8. sæti og Brynj- ólfur Steingrfmsson i 9. sæti. I prófkjörinu til borgar- stjórnarlista Framsóknar- flokksins varð Kristján Bene- diktsson i 1. sæti með 2534 atkv. (882 atkv. í 2. sæti), Gerður Steinþórsd. hlaut 551 atkv. í a. sæti, 1472 atkv. í 2. sæti eða samtals 2023 atkv. í 2. sæti próf- kjörsins. 1 þriðja sæti próf- kjörsins varð Eiríkur Tómasson með 770 atkv. í 1. sæti, 1191 f 2. sæti og 734 atkv. í 3. sæti eða samtals 2695 atkv. í 4. sæti próf- kjörsins. í 4. sæti varð Valdimar K. Jónsson með alls 2528 atkv. í fyrstu fjögur sætin, Jónas Guðmundsson lenti í 5. sæti, Alfreð Þorsteinsson í 6. sæti, Björk Jónsdóttir f 7. sæti, Páll R. Magnússon í 8. sæti og Kristinn Björnsson í 9. sæti. Morgunblaðið náði tali af nokkrum frambjóðendum í gærkvöldi og innti þá eftir áliti á úrslitunum, en ekki náðist samband við Einar Agústsson utanríkisráðherra. „Eg vil ekki tjá mig um málið að svo stöddu,“ sagði Þórarinn Þórarinsson. Guðmundur G. Þórannsson kvaðst ákaflega ánægður með þátttökuna í prófkjörinu, því hún væri mjög mikil. „Miðað við að þátttakan er um 80% af kjörfylgi flokksins í siðustu kosningum þá vekur það bjart- sýni,“ sagði Guðmundur, „persónulega er ég mjög ánægður með þessi úrslit, ekki hvað sfzt þar sem við bandalag var að etja og það bandalag hafði með sér forystu allra framsóknarfélaganna í Reykja- vfk nemi kannski kvenfélags- ins. Sigurinn hjá mér verður þeim mun stærri þar sem þarna voru svo sterk öfl á móti mér. Þessi sigur hjá mér vannst að minu mati vegna góðs skipulags og gífurlegrar vinnu vina og stuðningsmanna, en líklega hafa vel yfir 200 manns unnið með mér f prófkjörinu. Þessu fólki er ég ákaflega þakklátur fyrir þá miklu vinnu sem það lagði af rnörkum." Gerður Steinþórsdóttir kvaðst mjög ánægð með árang- ur sinn. „Eg tel þetta sterkan lista sem hefur komið út úr prófkjörinu," sagði hún, „mér þykir .vænt um að Eiríkur er í þriðja sætinu og tel líkur á að við fáum inn 3. manninn i væntanlegum kosningum og að því stefnum við. Ég get vel við unað við mitt hlutskipti og þyk- ir skemmtilegt að kona er nú í öruggu fylgi kvenna, en ég hafði auðvitað einnig mikið flokksfylgi." Alfreð Þorsteinsson sem um árabil hefur verið borgarfull- trúi Framsóknarflokksins hafn- aði f 6. sætinu. Hann hafði þetta að segja um niðurstöðu próf- kjörsins: „Þegar tillit er tekið til þeirrar rógsherferðar sem ég hef orðið að þola undanfarn- ar vikur, þá tel ég að ég megi vel við una að hafa hlotið næst flest atkvæði í 1. sæti í próf- kjörinu. Um prófkjörið almennt vil ég segja, að það var ekki fram- sóknarfólk sem réð úrslitum í því, hvorki við borgarlistann eða þinglistann, og það er mjög miður að einn ágætasti og mikilhæfasti þingmaður Fram- sóknarflokksins, Þórarinn Þórarinsson, skuli hafa verið felldur í þessu prófkjöri af fólki sem kemur aldrei til með að kjósa Framsóknarflokkinn og ég óttast að það komi til með að bitna á flokknum í vor. Þessi úrslit í prófkjörinu breyta litlu fyrir mig persónulega. Ég hafði hvort eð er hugsað mér að draga úr störfum mínum að borgarmálum. Starf borgarfull- trúa er mjög erilsamt og með því að losna undan því mun ég hafa betri tíma til að sinna ýms- um öðrum hugðarefnum, eins og t.d. starfi að íþróttamálum. Ég vona að þrátt fyrir þessi úrslit vegna ýmissa utanaðkom- andi áhrifa muni framsóknar- menn snúa bökum sáman.“ NU er tími útsalanna og á víða að vera unnt að gera reyfarakaup, enda er óvenju mikil ös í helztu verzlunarhverfum höfuðborgarinnar. Þokkaleg færð víðast hvar ÞOKKALEG færð var á þjóðvegum víðast hvar á landinu í gær, t.d. greið- fært vestanlands allt frá Reykjavík og í Reykhóla- sveit nema hvað Bratta- brekka var ófær. Fært var milli Þingeyrar og Flateyr- ar en heiðarnar ófærar og fært var kringum ísaf jörð. Á norðurleiðinni var fært yfir Holtavörðuheiði um Húnavatnssýslur en þar var þó lausasnjór tölu- verður og aðeins stórum bilum var fært um Vatns- skarð. Tvísýnt var með færð til Siglufjarðar og Öxnadalsheiði var . illa ófær, svo og fyrir Múlann. Hins vegar var síðan fært frá Akureyri um Dals- mynni allt austur á bóginn i Kelduhverfi og Mývatns- sveit. Litlar fréttir eru af Norðausturlandi að öðru leyti. Af Austfjörðum voru þær fréttir, að þar væru heiðar ófærar en að vísu fært um Fagradal og allgóð færð um Hérað, svo og suð- ur með fjörðum, vestur um allt til Reykjavíkur. Hafnarfjörður: Prófkjör Alþýðuflokksins til bæjarstjórnarkosninga PRÓFKJÖR Alþýðuflokksins f Hafnarfirði til bæjarstjðrnar- kosninga, þar sem kosið verður um 4 efstu sæti listans, fer fram 28.—29. janúar n.k. Hefst kosning báða dagana klukkan 14.00 en lýkur klukkan 20.00 á laugardag en klukkan 22.00 á sunnudag. Frambjóðendur eru: Grétar Þorleifsson í 2. og 3. sæti; Guðni Kristjánsson í 1.—2. og 3. sæti; Guðriður Elíasdóttir f 2.—3. og fjórða; Hörður Zóphaníasson f 1. —2. sæti; Jón Bergsson i 1.—2. og 3. sæti og Lárus Guðjónsson í 2. —3. sæti. Kjörstaður verður í Alþýðuhús- inu. Atkvæðisrétt hafa allir íbúar Hafnarfjarðar, 18 ára og eldri, sem ekki eru flokksbundnir f öðr- um stjórnmálaflokkum. Nýr stjómmálaflokkur STOFNAÐUR hefur verið nýr stjórnmálaflokkur og ber hann nafnið Stjórnmálaflokkurinn, segir f fréttatiikynningu frá að- standendum. Einnig kemur þar fram, að stjórn hans hefur þegar verið valin og hún skipuð Olafi E. Einarssyni, forstjóra, sem er for- maður, varaformaður er Krist- mundur Sörlason, iðnrekandi, rit- ari Eirfkur Rósberg, tæknifræð- ingur, gjaldkeri Steinunn Olafs- dóttir, uppeldisfræðingur, og meðstjórnandi Tryggvi Bjarna- son, stýrimaður. 1 fréttatilkynn- ingunni segir svo: Stefnuskrá Stjórnmálaflokks- ins er þegar mótuð og verður kynnt landsmönnum fljótlega. Rétt er þó að taka fram strax, að þar sem flokkurinn er stofnaður f beinu framhaldi af skoðanakönn- un þeirri, sem hefur staðið yfir undanfarna mánuði á vegum landsmálasamtakanna „Sterk stjórn", tekur Stjórnmálaflokkur- inn upp þau þrjú stefnuatriði, sem landsmálasamtökin auglýstu, en þau eru: 1. Að breyta stjórnarskrá lýðveld- isins, meðal annars á þann veg, að löggjafar- og framkvæmdavald verði aðskilið. 2. Að gerbreyta skattafyrirkomu- lagi hér á landi og auðvelda f framkvæmd. 3. Að leggja herstöðvar NATO hér á landi aðstöðugjaid, sem var- ið verði til vegagerðar, flugvalla- 'og hafnarmannvirkja. Stjórn flokksins gerir sér fylli- lega ljóst, að mörg og erfið vanda- mál steðja nú að fslensku þjóðinni og mun þvf, eins og áður er tekið fram, gera grein fyrir afstöðu sinni til þeirra með stjórnmála- og stefnuskráryfirlýsingum. Prófkjör í Njarðvík í byrjun febrúar FULLTRUARAÐ sjálfstæðis- félaganna f Njarðvfkum hefur samþykkt að fram fari prófkjör vegna bæjarstjórnarkosninga og skal það fara fram sömu daga og á sama tfma og prófkjörið til Al- þingiskosninga 4. og 5. febrúar. Framboðum til prófkjörsins skal skila til stjórnar fulltrúaráðs- ins fyrir 29. janúar og skulu fylgja meðmæli minnst 5 og mest 10 félaga i sjálfstæðisfélögunum í Njarðvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.