Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 7 Þjóðin er fámenn en landið stórt Sigurður E. Haralds- son, sem er I ritstjórn Verzlunartíðinda, ritar eftirfarandi forystu- grein f blað sitt og nefn- ir „Við áramót": „Þeir, sem nú eru á miðjum aldri, kynntust skáldskap fslenzkra ljóðskálda fyrst og fremst sem hvatningar- Ijóðum til þjóðarinnar. Mitt f fátækt, sem raun- ar mátti allt eins kalla algjört allsleysi, áttu skáldin vongleði um betri daga f lffi þjóðar sinnar. Ödeigir ortu þeir kjark f örsnauða landa sfna. „Landið vort fagra“. „Ég vil styrkja þess hag“. „Þú skalt samt fram“. Setningar eins og þessar voru inntak margra Ijóða á þessum tfma. Hvers vegna að rifja slfkt upp á vorum tfmum. Búum við ekki við allsnægtir á tslandi f dag. Sem betur fer líð- ur þjóðin ekki skort f landi sfnu nú um stund- ir. Það er hins vegar skoðun þess, sem þessar lfnur ritar, að Islend- ingar þurfi að halda vöku sinni. Landið, þar með talin gjöful fiski- mið umhverfis það, er gjöfult á margskonar Iffsgæði, sem gott er að njóta. En það er lfka harðbýlt og oft reynir á þrek landsmanna. Þjóð- in er fámenn en landið stórt. Enn lifa f landinu margir, sem liðið hafa skort. Alls þessa er nauðsyn að minnast, þegar litið er til framtfðarinnar við áramót. Mörgum þykir sem þjóðfélag á tslandi engist f dag f harðvftugum átökum stétta og hagsmuna- hópa, sem sýsla við það eitt að skara eld að sinni köku. Svo er að sjá sem stjórnvöld hafi ekki ýkja þungar áhyggjur af þessu, samanber nýleg lög um verkfallsrétt opinberra starfsmanna, en verk- fall ýmissa þeirra hefur það f raun í för með sér, að þjóðarskútuna rekur sem stjórnlaust far. Framvinda mála hér- lendis er hugsandi mönnum ærið áhyggju- efni. t upphafi var minnst á þjóðskáldin, sem gengu í fararbroddi í markvissri sókn til þjóðfrelsis. Hvatning þeirra var vonbjört og hugrökk. Enn eigum við, góðu heilli, slíka vormenn mitt á meðla okkar. Mörgum er minnisstætt Ijóð Tómas- ar Guðmundssonar, sem hann flutti á Þingvöll- um þegar minnst var ellefu alda b.vggðar f landinu. t þessu Ijóði segir þjóðskáldið góða m.a.: Lát oss þvf hvorki miklast veg né vanda, en sérhver dagur sé oss náðargjöf, og trúum, að hvert auðmjúkt ævistarf sé allri veröld unnið fyrr en lýkur. Og ennfremur: Því verum ættjörð vorri hlý og góð og gætum hennar vel: hún var oss móðir og treystir á oss öll sem börnin sín. Þvf skal f dag hvert heit vort henni bundið. Við þessi orð skálds- ins er ekki neinu að bæta. Festum þau f minni og minnumst um leið göngu forfeðra okk- ar gegnum aldirnar. Gleymum ekki mann- dómi þeirra og þraut- seigju. Ritstjórn Verzlunar- tfðinda óskar lesendum blaðsins árs og friðar." Illt verk t „mönnum og mál- efnum“ f helgarblaði Tímans er m.a. fjallað um þýðingu landbúnað- ar sem verðmætagjafa f þjóðarbúskapnum, sem hráefnagjafa iðnaðar, sem atvinnugjafa í þétt- býli (úrvinnslu- og þjónustuiðnaður), þ.e. hin órjúfandi tengsl ís- lenzkra :tvinnugreina, sem styðja hver aðra ef grannt er skoðað. Flest kauptún og flestir kaup- staðir f landinu byggja helft atvinnu- og af- komu sinnar á blómleg- um landbúnaðarhéruð- um, lfka sjávarplássin, sem eru hornsteinar út- flutningsverðmæta f þjóðarbúskapnum. Orð- rétt segir Tfminn: „Hér er þvf ekki að ræða um afkomu bænda einna, heldur margfalt fleiri manna f kauptún- um og kaupstöðum. Það er Ifka ekki sfður hags- munamál þessa fólks en bændanna, að blómleg- ur landbúnaður sé rek- inn f landinu. Raunar er það hagsmunamál þjóðarinnar allrar alv- eg eins og annarra þjóða, að afkoma henn- ar og öryggi sé tryggt á þann hátt. Það er illt verk að nota þá stundarerfið- leika, sem land- búnaðurinn býr nú við, til að ófrægja hann og ómerkja. Landbúnaður- inn er heldur ekki eini atvinnuvegurinn, sem nú býr við erfiðleika. Hvernig er afkoma frystihúsanna? Hvernig er afkoma útflutnings- iðnaðarins? Á að leggja þessar atvinnugreinar niður vegna þess, að þær glfma við tfma- bundna erfiðleika? Vitanlega væri það fjar- stæða. Hins vegar verð- ur að vinna að þvf að treysta rekstur þeirra, auka hagræðingu f rekstri þeirra o.s.frv. Sama gildir um land- búnaðinn og það gera bændur sér vel Ijóst, eins og, ráða má af mörgum viðbrögðum þeirra." Mosfellssveit hefur flutt starfsemi sína í Dvergholt 1 1 . Nýjir félagar velkomnir, sími 66374. K0D0M0 BURÐARPOKINN er hannaður f Japan og hefur hlotið viðurkenn- ingu frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk- liólmi. Barnið situr öruggt í burðarpokanum frá sjö daga aldri. Berið barnið á maganum cða bakinu, allt eftir því sem ýkkur þykir bezt. Þið hafið hendurnar frjálsar. Barnið fær að vera með og uppgötvar umhverfi sitt betur. Verð kr. 5.800. VÖLUSKRIN sérverzlun með þroskaleikföng Laugavegi 27, R. ÞUMALÍNA búðin þín Domus Medica KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR Akureyri Spóna- plötur af ýmsum gerðum og þykktum Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19. SÍMI 85244 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu TEAK útLhurðir Bor útihurðir eru ekki aðeins fallegar heldur einnig sérlega vönduð framleiðsla, sem stenst íslenska veðráttu, og verðið mjog hagstætt. Fimm mismunandi gerðir til á lager. VALD. POULSEN' Suðurlandsbraut 10, simar 38520—31142. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.