Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 13 Jóhannes Björn: Hin líknandi hönd Því ber ekki að neita, að oft fáum við íslendingar glýju i augun, er við litum til hinna Norðurlandanna, og þá sér i lagi Svíþjóðar. Tæpast líður sá dagur, að þess sé ekki getið i yfirlýsingu frá einhverju félagi eða samtökum, hvernig Svíar eða Danir hafi meðhöndlað við- komandi mál, og hvernig okkur beri að fara eins að. Þetta eru að verða nokkurs konar töfra- orð, sem leysa allan vanda. Sennilega hafa fáar eða eng- in þjóð haft jafn víðtæk áhrif á kerfisuppbygginguna á íslandi og Sviar, ef litið er til síðustu árat-uga. Og hvernig er svo ástandið i þessu riki, sem við dáum svo mjög. Peningaveldið Margir lifa í þeirri villu, að jafnaðsrstefnan hafi gert Svia að stórveldi norðursins. Þreyt- ast kratar i öllum löndum seint á að útlista dásemdir jafnaðar- stefnunnar í Sviþjóð, og hversu arðvænleg hún hafi reynst. Sannleikurinn er sá, að Sví- þjóð varð peningaveldi á tveim heimsstyrjöldum. A meðan þjóðir Evrópu og Asiu stóðu i báli, höfðu Svíar vit á að græða og byggja upp.Þetta gaf þeim ómetanlegt forskot, sem þeir búa enn að . Þeir höfðu tima og peninga til að fullkomna sam- göngukerfið, virkja orkulindir og leggja út i kostnaðarsaman iðnað. Þess ber einnig að gæta, að Sviþjóð er gjöfult land frá hendi náttúrunnar. Málmar eru grafnir úr jörðu, skógarhögg blómstrar og landbúnaður er víðast auðveldur. Hönd kerfisins Jafnaðarmenn héldu völdum óslitið i rúman ‘A mannsaldur i Sviþjóð. Á þessum tima byggðu þeir upp stærra rikis- og mið- stjórnarbákn en þekkist á öðr- um Vesturlöndum. Hugmyndin er, að menn ferðist á færibandi kerfisins frá vöggu til grafar. Það er er nokkurn veginn sama i hvað fólk rápar, alls staðar er kerfið með útrétta arma. Og svo viðamikið og flókið er þetta miðstjórnarbákn orðið, að tæp- lega nokkur maður fær botnað í þvi. Sænska jafnaðarkerfið miðar að „útjöfnun" þegnanna. Þeir, sem afkasta miklu, eru skatt- píndir (stundum 100%).Hinir sem af ýmsum ástæðum gera ekki neitt, uppskera rikulega. Svona hefur Svíum tekist að fæla mikið af riku og duglegu fólki úr landi. Utjöfnunarkerfið, eins og önnur útgerð á kostnað rikis- kassa er mjög dýrt í rekstri. Því er skattpíning og kvaðir frá alls konar sjóðum að leggja at- vinnulif landsins i rúst. Nú hrekkur striðsgróðinn ekki einu sinni til. Kreppir að Á síðasta ári lækkuðu þjóðar- tekjur Svíþjóðar. Verðbólgu- draugurinn fór á stjá og gengið var fellt i tvígang. Á atvinnu- leysisskrifstofum bar æ meira á ungu fólki og háskólamennt- uðu. Þrátt fyrir gifurlega tækni og afkastagetu, þá geta atvinnu- vegirnir ekki lengur borið rikisbáknið á bakinu. Kerfið er ' sprungið. Andlegt ástand þjóðarinnar er jafnvel enn bágbornara. Eit- urlyfjaneyzla og drykkja færast stöðugt i vöxt. Neyzla á svefn- töflum og róandi lyfjum er orðin ógnvænleg. I stærri borg- um Svíþjóðar er glæpaaldan komin á það stig, að ibúar í mörgum fjölbýlishúsum hafa komið sér upp lögreglu sjálfir. Það er eins og hin líknandi hönd samfélagsins hafi tekið þjóðina kverkataki. Lærdómur Til þess eru vitin að varast þau. Við Islendingar höfum, þvi miður, haft allt of sterkar taug- ar til miðstýringar og alræðis stjórnvalda. Staðreyndin er sú, að það er á hvers manns færi að stuðla að stærra bákni en varla fyrir fjandann sjálfan að losa sig við það aftur. Og þegar báknið, vex, þá minnkar manneskjan. Gallar miðstjórnarfyrirkomu- lagsins komu strax i Ijós á dögum Rómarveldis. Allar helztu ákvarðanir, sem taka þurfti í nýlendunum, voru teknar i Róm. En auðvitað gat Róm ekki verið á staðnum til að meta aðstæður — og þvi fór sem fór. r ' Þú sparar tugþúsundir króna ef þú lætur endurryðverja bifreiðina reglulega Ódýr ryðvörn sem aðeins tekur 1 til 2 daga Ryðvarnarskálinn Sigtúni 5 — sími 19400 ÞVOTTUR: Að lokum er bífreiðin þrifin að utan jafnt sem innan. Fyrst er hún úðuð með hreinsiefni og síðan spraut- uð með vatni, þannig að Tectyl og önnur óhreinindi á lakki skolast burt. 1. SPRAUTUN: Fyrst er þunnu ryðvarnarefni (Tectyl 153B) spraut- að í öll samskeyti, brot og suður, en það hefur mjög góða eiginleika til að smjúga inn í staði þar sem mest hætta er á ryðskemmdum. Þetta efni er einnig sett inn í hurðir, lokuð rúm, vélarhús o.fl. 2. SPRAUTUN: Eftir að sprautun 1 er lokið, er sprautað þykkara ryðvarnarefni (Tectyl 125) á staði, þar sem meira mæðir á, svo sem allan undirvagn og bretti. 3. SPRAUTUN: Að lokum er sprautað gúmmímassa innan í bretti og á alla viðkvæma staði undir bílnum til frekari hlífðar ryðvarnarefninu og til einangrunar. ÞURRKUN: Að sprautun lokinni heldur bifreiðin áfram á lyftunni inn í þurrkskáp, en þar er ryðvarnarefnið á bif- reiðinni þurrkað með heitum loftblæstri. ÞURRKUN: Eftir nákvæman þvott, er bifreiðinni ekið í lyftu inn í þurrkskáp og þurrkuð með 60—70° heitum loft- blæstri. Þetta er eitt af þeim grundvallaratriðum, sem nauðsynlegt er að framkvæma, til að ná sem bestum árangri gegn ryði og tæringu, þ. e. að bif- reiðin sé bæði hrein og þurr þegar ryðvarnarefni er borið á. Verklýsing á ryóvörn ÞVOTTUR: Óhreinindi á undirvagni og annarsstaðar eru þvegin burt með upplausnarefni og heitu vatni (sem hefur þrýsting allt að 130 kg/cm2). Kemur það í veg fyrir að óhreinindi geti leynst í undirvagni eða hjól- hlífum. BORUN: Þegar bifreiðin er orðin þurr, er henni ekið úr þurrkskápnum. Síðan eru boruð 8 mm göt til að koma ryðvarnarefninu Tectyl í öll holrúm og á þá staði, sem nauðsynlegt reynist með hliðsjón af þar til gerðu plani, sem til er yfir flestar tegundir bif- reiða. — öllum slíkum götum, sem boruð hafa verið, verður lokað eftir sprautun á snyrtilegan hátt með sérstökum plasttöppum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.