Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Jón Þ. Arnason — Lífríki og lífshættir IV: Verksmiðjure.vkur byrgir fyrir sðl. Eiturframleiðsla bílanna er að mestu ósýnileg. „Velferðin,, og eitr- un andrúmsloftsins „Okkur stendur ótti af umhverfisdauða, ótti af þrotnum orkuöflunarmöguleikum, ótti af auknum mætti kynngiþrunginna vísinda, ótti af endalokum framfaranna, ótti af hinni stjórnmálalegu fram- vindu: við teljum okkur alls staðar umsetin hraðvaxandi ógnum.“ — Ulrich ÍVlatz. I bílaborg Ekkert líf fær kviknað eða þrif- izt án náðar höfuðskepnanna fjög- urra, sem eru jörð, vatn, loft og eldur — eða skapara þeirra. Þeirra allra. Loft er ekki þeijra þýðingarminnst. Hreint og heilnæmt loft er mannneskjunni því lifsnauðsyn eins og allir vita, sérstaklega sök- um þess, hversu lungu hennar, 30—80 fm að yfirborðsstærð, eru næm fyrir utanaðkomandi áhrif- um. Þetta hefir lengi verið al- kunna, en þó er 'ekki nema skammt siðan sú staðreynd komst á dagskrá, blátt áfram vegna þess að það var óþarfi. Viðast hvar í hinum byggilega heimi sá náttúr- an fyrir óspilltu andrúmslofti, sem hún lét í té af örlæti og ókeypis. Nú er lífsloftið hins veg- ar komið ofarlega á dagskrá. Astæða: Hreint og heilnæmt loft er hvergi nærri eins auðfengið og áður. Víða, einkum i þéttbýlum iðnaðarhéruðum, er m.a.s. þannig komið, að daglegt andrúmsloft er orðið heilsuspillandi, jafnvel lífs- hættulegt — og sums staðar kost- ar það peninga. í ýmsum stór- borgum þurfa götuiögregluliðar að skjótast af fjölförnum gatna- mótum á næstu varðstöð á fjög- urra stunda fresti til að lífga kol- sýringsspillt blóð sitt við á ný með súrefnisskammti af flöskum. Og í sumum betri gistihúsum geta að- framkomnir vegfarendur keypt sér súrefnishylki með því að stinga smámynt í sjálfsala. Eins og af líkum leiðir, hefir eitrun andrúmsloftsins orðið einna verst í fjölmennum iðnaðar- borgum og annars staðar, þar sem bílabölið hefir geisað með hvað skelfilegustum afleiðingum. Hinn 24. nóvember 1970 sagði t.d. i fréttum frá New York, að af 328 dögum, sem þá voru liðnir af ár- inu, hefðu hlutaðeigandi borgar- yfirvöld bókfært 74 daga „hættu- lega heilsu fólks“, 153 „óviðun- andi“, 78 ,,þolanIega“ og aðeins 23 daga annað hvort „góða“ eða „mjög góða“. Fréttinni fylgdi ennfremur, að sérhver New York- búi andaði að sér að meðaltali álíka eitri og væri í 40 sígarettum daglega. Síðan þetta var eru að vísu liðin rösk sjö ár, en með hliðsjón af þvi, að New York-borg hefir riðað á barmi gjaldþrots a.m.k. síðastliðin fjögur ár, er harla ólíklegt að yfirvöld þar hafi treyst sér til að verja fjármunum að ráði til að bæta andrúmsloftið. Og ekki hefir bílaumferð minnk- að. Síður en svo, að því er öruggar heimiidir herma. Á villigötum „velferðar“ Um eitrun andrúmsloftsins hef- ir feiknin öll verið ritað og rætt, ekki siður en aðra þætti lífríkis- spjalla, og — miðað við aðkallandi úrbætur — alltof lítið gert. Óþreyja lífverndarfólks er þess vegna mætavel skiljanleg. Einn úr þess hópi, Theo Löbsack, hefir látið óþolinmæði sina í ljós með þessum orðum: „Ef brenndur yrði allur sá pappír, sem á hafa verið fest klögumál okkar út af forpestun andrúmslofts- ins, myndi sólin myrkvast handan reykskýjanna, er stfga myndu tií himins. Kannski myndi öskuregn- ið, er á eftir fylgdi, knýja til rækilegri íhugunar en hinn þolgóði pappír — kannski." E^jnfeldningum einum er ókunnugt um orsakir ósvinnunn- ar, sem einkum eru tvær, nefni- lega þær sömu og á flestum öðr- um sviðum afmenningarmála, þ.e.: Fagnaðarefni eru fá 1. andúð okkar á öllu, sem kostar sjálfsafneitun og skerðingu stundarþæg- inda, og 2. að við metum efnahags- leg dægurmarkmið meira en hamingju arftaka okkar. Flest okkar býsnast yfir leiðinlegum umhverfisáhrifum, m.a.s. ,,peningalykt“. En þegar viðeigandi úrbætur hafa í för með sér persónuleg fjárútlát eða tekjumissi, þá þögnum við eða heimtum að „ríkið geri ráðstafan- ir“. Okkur er svo mjög í muna að framlengja hóglíferni okkar, að ekki þykir neitt ámælisvert við að safna skuldum til þess að við get- um greitt reksturskotnað af bíl og frystikistu. Allir virðast sammála um, að það sé í raun og veru skyldugasta hlutverk ríkisstjórn- ar að annast þann erindrekstur, sem þörf krefur til þess að geta tryggt okkur þess háttar „kjara- bætur", og teljum niðjana ekkert of fallega til að borga. Jafnvel við ömurlegar aðstæður f aðframkomnu lffríki. Ennþá mun reyndar ýmsa reka minni til, að dagana 5.—11. júní f. á. var 2. umhverfismálaráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Reykjavík. Hana sátu 130 visinda- menn og sérfræðingar um lífríkis- mál frá 20 löndum. Ráðstefnan var hávaðalaus eins og vænta mátti og engar sögur fara af telj- andi ágreiningi. Henni lauk með Mesta böl borganna einróma samþykkt ítarlegrar yfir- lýsingar og áskorunarávarpi, þar sem segir m.a.: „Við alla frekari tækniþró- un ætti að fylgja strang- lega eftir bannmerkingum á efnum á Alþjóðlega eiturefnalistanum (Inter- national Register of Potentially Toxic Substances), Við verðum að varast að gera nokkuð, sem við vitum ekki, hvaða afleiðingar getur haft. Dæmi af þróun efnaiðnað- ar er nýlega uppgötvuð eyðing Ozonlagsins.“ Fréttir, sem ber að fagna Þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi iðulega — og allt frá upphafi — verið harðlega gagnrýndar fyrir umkomuleysi orðaflaum og ill- deilur, hefir yfirleitt ekki verið um það deilt, að ýmsar sér- stofnanir þeirra hafi skilað góð- um árangri og unnið stórmerk störf, hver á sínu sviði. Hins veg- ar hefir reyndin alltof oft orðið sú, að sá jákvæði árangur hefir að miklu leyti orðið minni en skyldi í verki. Þar kemur aðallega til hið þunglamalega skipulag samtak- anna, enda óhægt að fylkja jafn sundurleitum skörum, sem hlut eiga að máli, nefnilega nær öllum rikjum og þjóðum veraldar, til sameiginlegra átaka. Þrátt fyrir það væri óvizka hin mesta að láta — Börnin skulu borga hugfallast, því að þó að ástand og horfur séu að vísu dökkleitar og varanleg úrræði ekki í sjónmáli, er glötunin ekki fullkomnuð á meðan vonin lifir. Og þegar haft er í huga, að enn eru ekki liðin tíu ár síðan almenningur og stjórn- málaleiðtogar flestra menntaðri þjóða gerðu sér sæmílega ljóst, hversu lífríkið er hætt komið, hefði verið ósanngjarnt að búast við afgerandi umskiptum eða gjörbreyttum viðhorfum. Astæða er þess vegna til að fagna — og vekja athygli á — sérhverjum tíðindum, jafnvel hinum smávægilegustu, sem ber- ast kunna af árangri, er næst í varnarviðleitni gegn ógnvöldum um hverfisins. Að því leyti, sem á færi greinarhöfundar er. mun hann gera sitt til i því efni, þó að állar ástæður séu til að óttast, að fregnir af stórsigrum geti naum- ast orðið fyrirferðarmiklar. Sú góðfregn, sem nú ber að fagna, þótt henni hamli þvi miður dragbítur, var birt i Hannover hinn 6. þ.m. í henni segir, að „hið þykka loft“, sem legið hafi yfir borgum iðnaðarlanda, sé orðið I.ögregluliði f Tokio hressir sig á súrefnisskammti. ,,þynnra“, en — ekki heilnæmara. Þetta er ein af þeim niðurstöðum, sem fengizt hafa af rannsóknar- stöfum við stjórnvísindadeild „Frjálsa Háskólans" í Berlín. Styrktarstofnun Volkswagen- verksmiðjanna (Hannover), sem undanfarin tvö ár hefir staðið fjárhgslega straum af viðfangs- efninu „Stjórnmál og tilvist í hin- um þróuðu iðnaðarþjóðfélögum“, birtitilkynninguna. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknanna, er prófessor Janicke hafði veg og vanda af, hefir brennisteinstviildi í andrúmsloft- inu minnkað í 56 af 76 stórborg- um og ryk í 43 af 53 síðastliðin tíu ár. í Japan, Svíþjóð og Vestur- Þýzkalandi minnkaði einnig blý í stórborgaloftinu. Á hinn bóginn kom i ljós aukning þeirra eitur- efna, sem hingað til hafa ekki verið mæld með jafn reglubundn- um hætti. Þess er og getið í fréttatilkynn- ingunni, að flest iðnaðarríki van- ræki áhrifaríkari — og ódýrari — umhverfisvarnir. Á því sviði vofi þess vegna yfir kostnaðarþensla, alveg eins og átt hafi sér stað í heilsugæziu- og tryggingakerfinu. Fjárveitingar til hreinsngar og hávaðavarna hafi reyndar hækk- að til muna, séu t.d. komnar yfir 3% af brúttó-þjóðarframleiðslu Japana, sem hafi átt við allra þjóða verstu lífríkisvandamál að striða og gripið til róttækari gagn- ráðstafana en nokkur þjóðönnur, en árangur ekki orðið sem erfiði. Burt úr brælu Framansögð frétt er, eins og áður greinir, fjarri því að vera ánægjuleg nema að litleu leyti. Samt sem áður er í henni fólgin glæta, því að flestir ættu að eiga fremur auðvelt með að gera sér í hugarlund, að enginn hægðarleik- ur muni vera að efla umhverfis- varnir samtímis og kapp er lagt á hraðari hagvöxt og fulla atvinnu. Hinn 15 þ.m. birti „Welt am Sonntag“ aðra frétt, sem væri meira fagnaðarefni, ef hún minnti ekki of óþægilega á svip- aða tilkynningu sama aðila frá árinu 1970, en fagnaðarefni henn- ar átti þá að rætast árið 1975. Fréttin hljóðar þannig: „Þýzkt loft veröur hreinna AP. Frankfurt. Loftið yfir Þýzkalandi verður hreinna. Til 1980 — svo segir í álitsgerð innan- rfkisráðunevtisins. — mun í því verða 31% minna blý, 30% minna kolvetni og ellefu prósent minna brennisteinstívildi." Vonandi er að rétt reynist, þó að þýzkir vísindamenn virðist ekki allir a.m.k. vera jafnbjart- sýnir og embættismenn innan- rikisráðuneytisins. Dæmi um það gefur að líta i „Der Spiegel“ (nr. 3/16. þ.m.), þar sem segir í undir- fyrirsögn: „Himininn yfir Sambandslýð- veldinu veldur stjörnufræðingun- um gremju: of votviðrasamur og rykugur, of bjartur um nætur vegna bilaljósa og götulýsinga. Af þeim sökum hörfa þýzkir vfsinda- menn á heiðari slóðir: S^tjörnusjár sinar af nýjustu gerð reisa þeir uppi á spænskum og chilenskum fjöllum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.