Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 17 ssg?. Nú er þó mælirinn fullur Ég get nú ekki látið hjá líða að taka mér penna í hönd eftir að hafa lesið grein Ásgeirs Jakobs- sonar í Morgunblaðinu, föstudag- inn 20. janúar, því hún er hápunkturinn á ósómanum og sorp-skrifum um okkar sjómenn og útvegsmenn á Suðvesturlandi. Það hefur brugðið svo við eftir útfærslu landhelginnar í 200 sjó- mílur, að þotið hafa fram á sjónarsviðið alls konar fuglar, sem hafa farið að skrifa um fisk- verndunarmál, fiskveiðar og flest kringum sjávarútveg. Það ömur- lega við þessi skrif er, að þar eru menn á ferðinni, sem jafnvel hafa aldrei komið á sjó og aðrir lítils háttar fypir 20—30 árum siðan og í þann flokk held ég sé óhætt að setja þann stóryrta Ásgeir Jakobsson. Ég er búinn að stunda netaveiðar yfir 20 vertíðar, en samt held ég hafi aldrei fundið jafn vonda lykt af 4 nátta neta- fiski og dauninn sem leggur af grein Ásgeirs Jakobssonar. Það er algjör fáviska að halda því fram að það ástand, sem fiskstofnar eru komnir í nú, sé eingöngu netaveiðum að kenna, ég veit ekki betur en allur togaraflotinn hafi- verið og sé staðsettur i Selvogs- banka eða við Suðvesturland í apríl, þegar von er á fiskigöngum til hryggningar á bankann. Asgeir þarf ekki að halda að hrygningar- Umræða um lögmætí málfrelsissjóðs ORATOR, félag lögfræðinema, gengst fyrir almennum fundi um „Lögmæti málfrelsissjóðs" í kvöld. Frummælendur á fundin- um verða þeir Jón Steinar Gunn- laugsson dósent og Sigurður Lín- dal prófessor. Fundurinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101, og | hefst klukkan 20.30 og er hann 1 öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur um Carl Linné í Nor- ræna húsinu í kvöld GUNNAR Broberg dósent í lær- dómslistasögu við Uppsalahá- skóla flytur erindi um sænska vís- indamanninn og náttúrufræðing- inn Carl v. Linné í samkomudal Norræna hússins í kvöld klukkan 20.30. 10. janúar s.l. voru liðin 200 ár frá dauða Linnés og er ártíðar hans minnzt víða um heim um þessar mundir. Carl V. Linné hafði á sínum tíma mikla þýðingu á sviði læknisfræði, landafræði, liffræði, jarðfræði og lyfjafræði, en stærstu afrek sin vann hann á sviði grasafræði, þar sem hann fann upp aðgerð til þess að flokka jurtaríkið með því aðbyggja á mismunandi æxlunarkerfum jurt- anna. í tilefni ártiðar Linnés hefur verið gerð kvikmynd, sem sýnd verður í tengslum við fyrirlestur- inn, en hún verður síðan endur- sýnd n.k. laugardag klukkan 16.00. fiskur komi bara í þorskanet, hann kemur í öll veiðarfæri sem í sjó eru, bæði troll, línu og net, en áróðurinn í sambandi við neta- veiðar er slíkur að það mætti halda að troll væri eitthvert flokkunarnet, sem tæki bara rétta fiskinn. Svona málflutningi er hægt að mata fólk á, sem veit ekkert hverju það lifir á, en það eru því miður alltof margir í þessu landi. Ásgeir talar um að þeir beri sig illa, sem mest hafi étið, mér finnst það ekki nema mannlegt að fólk kvarti, sé það á rökum reist, en ætli þeir hafi bara ekki étið með okkur hinir landshlutarnir, þvi reikna ég fastlega með. Það hefur verið svo þegar fisk- ur er að ganga upp að Suðvestur- landinu í april, þá er jafnvel allur fiskifloti landsins staðsettur þar í einn mánuð ef fiskur gekk i ein- hverju magni og togararnir héldu sig dýpst og tóku stærstu sneiðina og nú siðustu 2—3 vertíðir hafa stórvirku skuttogararnir okkar hreinlega sópað þeim fáu tittum upp, sem hafa verið að ganga uþp að landinu. Arið 1975 sneri fiskurinn hrein- lega út aftur þvi slík var togará- girðingin að hann komst ekki í gegn. A hverju eigum við að lifa bátasjómenn, útvegsmenn og fisk- verkendur og fólkið í landi? Ef fiskurinn þverr hér fýrir sunnan er ekki óeðlilegt þótt kvartað sé. Ásgeir talar um drauganet, ég get alveg frætt hann og fleiri á því að siðan gerviefnin komu til sögunnar, þá hefur sáralitið tap- ast af netum nema þegar blessað- ir togararnir renna sér yfir neta- svæðin og slíta allt og purpa eins og því miður skeður oft þegar mikið kapp er í að ná í þanri gula. Það eru sennilega einu staðirnir, sem net missast niður lítils háttar á miklu dýpi eða á 2—300 föðm- um eins og byrjað er að fiska á í dag. Sjómenn hafa engan áhuga á þvi að eyðileggja hryggningar- stöðvar og gera ekki, við skiljum manna best hvaða afleiðingar það getur haft ef enginn fiskur fæst úr sjó. Já á hverjum bitnar fisk- verndunin? Eg hugsa að Ásgeir og fleirum sé óhætt að færa um eitt gat í beltinu sínu, ef fer sem horfir með þorskinn. Það eru nefnilega margir svo kallaðir netaveiðimenfí (eða eru þeir ekki skaðvaldurinn). Hvernig ætli sé með rækjuveiðarnr f Isafjarðar- djúpi, Axarfirði, Kolluál og fleiri stöðum. Það er sennilega öruggt að rækjutroll er einn mesti skað- valdur í þorsk- og ýsuveiðum, rækjuveiði var stunduð í Eldey í 4 ár. Bátar alls staðar að af landinu hópuðust suður, bátar sem hafa einokun á sinum veiðisvæðum komu þegar þeir voru búnir að fylla kvótann sinn; þá var allt i lagi að koma suður og þurrka upp Eldeyjarsvæðið.- En þeir hafa ekki þurft að koma aftur þvi ekk- ert er að fá meira á Eldeyjarsvæð- inu. Á þessum 4 árum var drepið gífurlegt magn af seiðum, en eftir margitrekaðar óskir sjómanna þá voru þessar veiðar stöðvaðar, en bara alltof seint. Þá mætti minn- ast á snurvoðina og trollið meðan þau voru leyfð f Faxaflóa, ekki var hætt að skafa þar fyrr en Faxaflóinn var orðinn algjör eyði- mörk, ekkert að fá; þetta er saga snurrvoðar og trolls í Faxaflóa; það er ekki hætt fyrr en allt er upp urið; þá er lokað. Siðan grær flóinn upp, stór vex ýsa og þorsk- ur eins og afli á linu sýnir því útgerð frá Akranesi og Suður- nesjum stóreykst ár frá ári, en ekki má sofna á verðinum. Þvi nú skal reyna að vekja upp Snur- voðardrauginn enn einu sinni, með nákvæmlega sömu falsrökum og áður, nefnilega að það sé svo mikill koli f flóanum að það verði bara að drepa hann. Síðast þegar opnað var í flóanum var sagt að það væri 4—5 lög af kola um allan flóann, en raunin varð önnur. Það hlýtur að koma að því að menn skilja að flóinn skilar okkur margföldum veíðmætum, ef hann fær að vera i friði fyrir þessum skaðræðis veiðarfærum. Við erum örugglega tilbúnir að gera friðunarráðstafanir hér fyrir sunnan, en óánægjan í sambandi við þessa margumtöluðu 10 daga stöðvun er fyrst og fremst sú að þar kom fram mismunun vegna þess að ekki átti að stöðva togara- flotann samhliða bátaflotanum. Á aðalfundi L.í. Ú. á liðnu hausti var samþykkt tillga að stöðva allar veiðar í 10 daga eftir pásk- ana hjá öllum fiskiskipaflotanum okkar. En skoðanir eru skiptar um þetta, ég held það væri heppi- legra að stoppa þá 20.—30. aprfl því nú siðari árin virðist fiskur- inn vera að hrygna alveg fram í maí. Asgeir talar um flotvörpuna, það sér fyrirbæri þeirra ágætu Vestfirðinga, en var ekki þorsk- nótin sér fyrirbæri líka, það er líkt með flotvörpuna og þorsknót- ina að þessi veiðarfæri taka fisk- inn þar sem önnur veiðarfæri ná ekki. Jón Jónsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunnar sagði á sínum tima að óhætt væri að drepa þennan stóra fisk því annars dræpist hann úr elli, hvort sem væri, en þarna var nefilega fiskurinn sem gat verið í friði og haldið stofnunum við. Það kostaði mikið að fleygja nokkrum hundruðum þorsknóta. Þvi það voru ekki bara bátar af Suður- landi á þorsknót heldur alls staðar að af landinu. Norðmenn bönnuðu þorsknótina á undan, þeir sáu hættuna, Norðmenn eru búnir að banna flotvörpuna nú þegar, líka á undan okkur. Norðmenn vilja selja okkur skut- togara bæði gamla og nýja með alls konar fyrirgreiðslu, þeir eru farnir að sjá hættuna af of mörgum stórvirkum skuttogur- um, en engin lát er að sjá á kaupum á togurum hér á landi. Norðmenn lögðu ísfisktogurum i júlí og saltfisktogurum i ágúst 1976, þeir töldu of mikið veitt af þorski. Það þótti á sinum tíma ekki sérstaklega gott hráefni úr þorsknótinni, bátar fengu 30—40 tonna köst, því sá fiskur þótti laus i sér. En i dag er það besta hráefn- ið þótt hífð séu upp um skutrennu togara allt upp í 50—60 tonn. Svona geta tímarnir breyst. Það er eitt sem er alveg öruggt, að þegar fisk á að ná úr sjó í hvaða veiðarfæri sem er þá er ekki hægt að ná bara þeim rétta, nema einhver væri niðri og spyrði um aldur (kannski spekingarnir fengjust i það). Friðunarmál komast ekki í rétt horf fyrr en sjómenn, útgerðarmenn og stjórn- málamenn koma sér saman um málið. Ég er viss um að grein Ásgeirs Jakobssonar er ekki að óskum vestfirskra sjómanna þó að áróðurinn gæti bent til þess. En þeim er vorkunn, Ásgeiri og hans likum, sem eru að reyna að slá um sig með þvaðri og blaðri, sem þeir bera ekkert skyn á. Þeir eiga að beita kröftum sínum og viti á öðrum slóðum, en ekki reyna að skapa sundrung meðal sjómanna og útvegsmanna. Hafnarfirði, 21/1 1978. Helgi Einarsson. sjómaður. Úr Hnotubrjótnum Metaðsókn i Þi óðleikhúsinu AÐSÓKN Hefur verið með eindæmum góð að Þjóðleik- húsinu í vetur og oftast sýnt fyrir fullu húsi. Níu verk hafa verið á fjölunum, ýmist á stóra sviðinu, litla sviðing, í skólum eða í leikför og nú um helgina bætist hið tiunda við, barnaleikritið Ösku- buska. Alls eru sýningar orðnar 125 það sem af er leikárinu og tala sýninga- gesta orðin um 45 þúsundir. Þjóðleikhúsið frumsýndi í haust þrjú íslensk verk og hefur það aldrei gerst áður í sögu þess á einu og sama hausti. Týnda teskeiðin eftir Kjart- an Ragnarsson var frumsýnd í september og hefur til þessa verið sýnd 26 sinnum; Grænjaxlar, hópvinnuverk Péturs Gunnarssonar og Spil- verks þjóðanna hafa verið sýndir 29 sinnum aðallega í skólum. Þá er leikritið Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúð- víksson, sem frumsýnt var siðari hluta nóvember; tiu sýningar eru komnar á þvi. Auk þessara nýju leikrita voru nokkrar sýningar á Gullna hliðinu í haust og hafði það þá verið sýnt í eitt ár samfellt, yfir 50 sinnum. Samtals hafa tæpl 30 þús- und leikhúsgestir séð þessi islensku verk i haust eða nánar tiltekið 29.933. Uppselt hefur verið á allar sýningar á Fröken Margréti, sem sýnd hefur verið á litla sviðinu síðan í haust Þá var Nótt ástmeyjanna sýnd 13 sinnum i leikför, Dýrin i Hálsaskógi 9 sinnum á stóra sviðinu. Sýningum á Hnotu- brjótnum lýkur nú um helg- ina vegna brottfarar gesta- dansaranna af landinu; sýn- ingar verða þá orðnar sam- tals 1 4 og tala sýningargesta trúlega orðin hærri en að nokkurri listdanssýningu til þessa (úr fréttatilkynningu frá Þjóðleikhúsinu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.