Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Gestur Ólafsson arkitekt og skipulags- fræðingur: Fyrir nokkrum árum tók að bera á talsvert breyttri afstöðu til skipulags mannvirkjagerðar og umhverfismála hér á landi Margir sem þá vöknuðu upp við vondan draum sáu að viða hafði umhverfi verið spillt svo að bæði var illkleift og kostnaðarsamt að lagfæra þessi spjöll Einnig sáu menn að ýmsar nýbyggingar og framkvæmdir sem höfðu verið gerð- ar í kappi við verðbólguna höfðu alls ekki verið nægilega vel hannaðar og féllu ekki að aðliggjandi mannvirkj- um og umhverfi sem skyldi. í mörg- um gömlum húsum fundu menn hins vegar þá mannlegu hlýju og tilfinningu fyrir byggingarefnum og umhverfi sem víða skorti í nýbygg- ingum Eins og oft vill verða bar í umræð- um um þessi mál mest á þeim sem aðhylltust öfgar á báða bóga Vildu sumir varðveita allar byggingar, um- hverfi og gróður, en aðrir rífa og töldu að verndunarmenn tefðu æski- legar framkvæmdir og yrðu þær því dýrari en ella, eða þá að ekkert yrði úr nauðsynlegum framkvæmdum. Það yfirbyggða torg sem gert er ráð fyrir í skipulagstillögunum gæti orðið lyftistöng fyrir miðbæinn, félagsmiðstöð fyrir unga sem gamla allan ársins hring — og komið i stað þess malbikaða bílastæðis sem þarna er nú Aðaltorg — bílastæði eða miðstöð borgarlífe Þrátt fyrir þetta voru margir sem gerðu sér grein fyrir því að breyting- ar á borgum geta líka verið til góðs, ef vel 09 menningarlega er að þeim staðið Á þeim 5 500 árum sem eru liðin siðan gerð borga hófst hefur þanmg hægfara endurnýjun átt sér stað í öllum lifandi borgum, þótt sumsstaðar hafi menn misst tökin á þessari þróun, eins og til eru dæmi hérlendis Þeir aðilar sem vildu stuðla að því að breyta Reykjavík og gera hana að mannlegri borg hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir aukinni áherslu á byggingu útivistasvæða og gróður- setningu í borgarlandinu Breyting Lækjartorgs og Austurstrætis í göngugötu er einnig grein á sama meiði þótt þeim framkvæmdum sé enn ekki lokið í þeim tillögum sem nú hafa verið lagðar fram af skipulagi vestan Aðal strætis er enn haldið áfram á sömu braut. en þar er nú fyrirhugað að breyta bílastæði í yfirbyggt torg fyrir fjölbreytta félagsstarfsemi og gera i jafnframt á þriðja hundrað manns kleift að búa á þessu svæði Þróun Reykjavíkur undanfarna áratugi hefur haft í för með sér ýmis vandamál sem ekki verða leyst með öfgum á einstökum sviðum heldur verða menn að gera sér grein fyrir samhengi þessara vandamála og hugsanlegra aðgerða En hver er ástæðan fyrir þessari þróun og hvernig er hugsanlegt að bregðast við þessum vandamálum? Á siðastliðnum 20 árum hefur íbúum þess svæðis sem liggur milli Aðalstrætis og Snorrabrautar fækk- að um meira en helming þannig að þetta svæði er að verða í vaxandi mæli vinnustaður fólks sem býr í svefn^hverfum Ástæðurnar fyrir því að fólk hefur flutt burt af þessu svæði eru í meginatriðum tvíþættar í nýjum hverfum borgarinnar hefur verið auðveldara fyrir fólk að eignast hús- næði, sem er tæknilega fullkomn- ara, og oft sólríkara og rúmbetra en gamlar íbúðir Þar eru einnig betri leiksvæði, nýjar opinberar stofnanir og rýmri bifreiðastæði, svo eitthvað sé nefnt Hin ástæðan er sú að ýmsar athafnir t d. verzlun og þjón- ustustarfsemi hafa síðan lagt undir sig íbúðarhúsnæði í gamla borgar- hlutanum í þeim skipulagstillögum sem við höfum sett fram um framtíðarþróun þessa svæðis teljum við að það stuðli að fjölbreyttara og manneskju- Gestur Ólafsson legra umhverfi að þessari þróun sé snúið við og fólki gert aftur mögu- legt að búa á þessu svæði Ef menn eru sammála um að það sé æskilegt að gera fleirum kleift að búa í göml- um og grónum hverfum, er annað- hvort hægt að breyta núverandi gömlum húsum til samræmis við þær kröfur sem við gerum nú til íbúða eða byggja nýjar íbúðir sem þá væru samræmdar þeim bygging- um og umhverfi sem fyrir er Oft er mjög erfitt og dýrt að breyta göml- um húsum þannig að í þeim verði góðar íbúðir og með endurhæfingu á gömlum íbúðarhúsum er ekki hægt að auka íbúðafjölda svæðisins verulega Af þessu leiðir að ef við viljum gera fólki kleift á nýjan leik að búa á þessu svæði verður það að vera í nýjum byggingum að veru- legu leyti Staða miðbæjar Reykjavíkur sem miðstöð sérverslunar og félagslegra samskipta hefur að dómi margra hnignað verulega á liðnum árum m.a. baéði vegna aukinnar sam- keppni frá nýjum verslunarhverfum og vegna þess að lítið hefur verið um a&gerðir í miðbænum til þess að vega upp á móti þessari þróun. Miðbær Reykjavíkur getur aldrei keppt við þessi nýju verslunarhverfi í fjölda bifreiðastæða, en hann ætti að geta boðið upp á fjölbreyttara og menningarlegra umhverfi sem ekki verður skapað í nýju verslunarhverfi á nokkrum árum. Einfaldasta leiðin til þess að hnignun miðbæjarins haldi áfram er sennilega sú að halda þar öllu í sama horfi og það er í dag Ef við viljum hinsvegar reyna að glæða þetta svæði nýju lífi verður það að vera á þeim stöðum þar sem nýbyggingar valda eins litlum spjöll- um og frekast er unnt Ef við viljum t.d vernda Grjótaþorpið og Bern- höftstorfuna getur slík uppbygging ekki átt sér stað þar í miðbænum er reyndar um mjög fá svæði að ræða þar sem uppbygging í einhverjum mæli getur orðið svo vel fari Við austanvert Aðalstræti er hinsvegar unnt að gera íbúðir fyrir á þriðja hundrað manns, auk sérverslana og fjölbreyttrar aðstöðu til félags- og skemmtanalífs sem mjög erfitt væri með góðu móti að koma fyrir annars staðar á þessu svæði. Það yfir- byggða torg sem þarna kæmi i stað bifreiðastæða og ráðgert er að verði opið allan sólarhringinn gæti einnig skapað möguleika á menningarlegra kvöld og næturlifi en fólki stendur nú til boða Samkvæmt þeirri skipulagstillögu sem nú er til umræðu myndu fyrir- hugaðar framkvæmdir einnig bæði hylja þá brunagafla sem nú eru þarna mjög til lýta og tengja saman háar og lágar byggingar á þessu svæði, en lagt er til að allar nýjar byggingar séu inndregnar fyrir ofan aðra hæð Einstök gömul hús á þessu svæði er alltaf hægt að vernda þótt þessi tillaga næði fram að ganga annað- hvort á staðnum, eða þá að þau yrðu flutt t d til þess að þétta byggð í Grjótaþorpi Við höfum einnig lagt áherslu á að niðurrif húsa á þessu svæði verði alls ekki heimiluð fyrr en fyrir liggi samþykkt teikning af betra umhverfi. Þótt miklu skipti að fólk fylgist vel með því sem lagt er til í skipulags- 09 byggingarmálum skiptir það einnig miklu að menn setji sig inn í þau vandamál sem verið er að reyna að leysa Það horfir lítið til framfara ef menn eru á móti öllum breyting- um, jafnvel án þess að hafa kynnt sér þær tillögur sem liggja frammi og ef menn hafa ekkert raunhæft til málanna að leggja sem betur leysir þessi vandamál í heild Það er auðvelt að vera verndunarsinni ef við hugsum ekki um önnur svið mannlegs lifs — Hitt er erfiðara, að virða þessi sjónarmið, en reyna jafn- framt að leysa fjöldann allan af öðr- um vandamálum samtímis, þannig að borgin geti haldið áfram að þró- ast á lífrænan hátt. Miðbær Reykjavíkur er einnig ekki einungis miðbær fyrir ibúa borgarinnar, eða höfuðborgar- svæðisins, heldur er hann einnig miðstöð stjórnsýslu fyrir landið allt og býður ennþá upp á sérstakt um- hverfi sem hvergi annars staðar er að finna hér á landi. þótt það gæti vissulega orðið mun betra Um það má deila hvort einhvers virði sé að eiga fjölbreyttan miðbæ, þar sem sé miðstöð sérverslunar, skemmtana- lifs og stjórnsýslu og hvernig hann eigi að vera. Ég er þeirrar skoðunar, að ef við snúum afskiptaleysi undan- farinna ára ekki upp i sókn fyrir betra, mannlegra og fjölbreyttara umhverfi sem fyrst verði áður en varir ekki aftur snúið Þess vegna mætti byggja þessi hús úr timbri og klæða þau bárujárni. Hins vegar er lögð áherzla á að allar byggingar séu inndregnar fyrir ofan aðra hæð til þess að tengja fyrirhugaðar byggingar við brunagafla núverandi húsa þeirri viðkvæmu byggð sem er umhverfis svæðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.