Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 HAUKAR UNNU ÁRMANN STÓRT Ármannsstúlkurnar voru ekki hindrun fyrir Hauka I 1. deild kvenna en þessi lið léku saman á sunnudagskvöld I Laugardalshöll. Haukastúkurnar sýndu yfir- burði i leiknum og léku allan timann af meiri áhuga en Ár- mann, þær náðu fljótt góðu for- skoti og i leikhléi var staðan 11—4. Ekki lagaðist leikur Ár- manns eftir hlé; missti knöttinn hvað eftir annað í sókninni og varnarleikurinn var afarslakur. Gengu Haukastúlkurnar á lagið og skoruðu hvert markið á fætur öðru og þegar 10 mínútur voru til I leiksloka var staðan orðin 19—6, en þá var eins og Ármanns- stúlkurnar tækju við sér og skor- uðu þær sex mörk i röð, en þessi litli sprettur dugði skammt og sigruðu Haukar með 21 marki gegn 13. Mörk Hauka: Margrét 10, Sesselia 4, Ilalldóra 2, Sjöfn 2, Guðrún 2, Kolbrún 1, Mörk Ármanns: Guðrún 6, Erla 6, Jóhanna 1. — þr. VALUR ÁFRAM KVENNALIÐ Vals og Víkings mættust í bikarkeppni HSÍ á föstudagskvöldið. Leikurinn var mjög harður af hálfu beggja liða. Valur vann öruggan sigur 11:7 og komst áfram i keppninni. FH STENDUR nú best að vigi f baráttunni um f slandsmeistara- titilinn f meistaraflokki kvenna eftir að hafa borið sigurorð af helsta keppinaut sínum Val f Laugardalshöllinni á sunnudag- inn, 12:11. Bæði liðin voru tap- iaus fyrir leikinn og var baráttan f leiknum gffurlega hörð og skemmtileg og það var dæmigert fyrir leikinn að sigurmark FH var ekkorað fyrr en 6 sekúndur voru til loka leiksins og mátti þvf sigurinn ekki tæpara standa. Töluverðar sviptingar virðast vera i kvennahandknattleiknum um þessar mundir. Fram byrjaði keppnistímabilið með miklum krafti og virtist ætla að halda Islandsmeistaratigninni örugg- lega, sérstaklega vegna þess að Valsliðið virtist ekki nema svipur hjá sjón frá þvi sem liðið var í fyrra. En Valsliðið hefur sótt mjög í sig veðrið á sama og Fram- liðið hefur dalað og sömuleiðis hefur lið FH verið ákaflega sterkt í vetur. Hér var því á ferðinni einn af úrslitaleikjum mótsins og var því hart barizt og ókunnugur maður, sem horft hefði á þennan # Kristjana Aradóttir sést hér stökkva inn í vitateig Vals og skora eitt af 12 mörkum FH í leiknum. FH stendur nú bezt að vígi í 1. deild kvenna, hefur ekki tapað leik til þessa. Ættu að vera góðir möguleikar á því að FH hreppi tslandsbikarinn í annað skiptið í sögu félagsins. Ljósm. Friðþjófur. hinar tvær höfðu verið teknar úr umferð. Þá hefur það ekki lítið að segja fyrir liðið að landsliðsmark- vörðurinn Gyða Úlfarsdóttir leik- ur nú með liðinu að nýju. FH á toppnum Hjá Val var Harpa Guðmunds- dóttir langbezt en Oddný Sigurð- ardóttir átti einnig góðan leik, svo og Sigurbjörg markvörður á köfl- um. Hulda Arnljótsdóttir er mjög efnilegur nýliði. eftir að hafa sigrað leik strax á eftir leik Þórs og KR hefði vafalaust talið að ekki væri um sömu íþróttina að ræða, svo mikill var gæðamunurinn á leikj- unum. FH-liðið hafði yfirleitt frum- kvæðið í leiknum. Liðið komst t.d. í 3:1 en þá brugðu Valsstúlkurnar á það ráð að taka helstu skyttu FH, Svanhvíti Magnúsdóttur, úr umferð og við það jafnaðist leik- urinn. Var jafnt i hálfleik 6:6. Kristjana Aradóttir skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir FH 1 seinni hálfleik og mótleikur Valsstúlkn- anna var að taka Kristjönu einnig úr umferð. Þegar tvær minútur voru til leiksloka hafði FH náð tveggja marka forystu 11:9 en Valsstúlkurnar náðu að jafna með harðfylgi 11:11. Þegar tæp min- úta var til leiksloka var beztu varnarkonu Vals, Elínu Kristins- dóttur vikið af velli. FH- stúlkurnar voru i sókninni og þeg- ar örfáar sekúndur voru til leiks- loka framkvæmdu þær fallega Val 12:11 leikfléttu, sem endaðí með marki Katrinar Danivalsdóttur. FH-liðið hefur nú um margra ára skeið verið talið hið efnileg- asta í 1. deild og nú virðist sem liðið sé loksins að verða virkilega gott. Burðarásarnir eru þær Svan- hvit, Kristjana og Katrin og mæddi mikið á Katrínu eftir að Mörk FH: Katrin 5(lv), Kristjana 3, Svanhvit 2, Anna Gunnarsdóttir og Hildur Harðar- dóttir 1 mark hver. Mörk Vals: Harpa 5, Hulda 3, Oddný 2, Björg Guðmundsdóttir 1 mark. Bræðurnir Guðmundur og Þórður Oskarssynir dæmdu erfið- an leik vel. „„ 1. DEILD KVENNA 10 marka munur á Þrótti og Þór ÞRÓTTUR vann dýrmætan sigur í annarri deild karla á laugardag er þeir sigruðu Þór Akureyri, en tapi Þróttur leik eru möruleikar þeirra á að sigra í deildinni úr sögunni. Eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem Þór hafði betur framan af mest fyrir framtak Sigtryggs sem skoraði 6 af 10 mörkum Þórs náðu Þróttarar tökum á leiknum og sigu fram úr í lok hálfleiksins og voru yfir 14—10 i leikhléi. í seinni hálfleik náðu Þróttarar góðum leikkafla og um miðjan hálfleikinn höfðu þeir náð 10 marka forskoti, þessi munur hélst út leikinn sem endaði 30—20. Lið Þórs er um of byggt upp í kring- um Sigtrygg Guðlaugsson og án hans hefði lítið orðið úr liðinu á laugardaginn. Auk hans er Jón ágæt skytta en hinir Ieikmenn liðsins eru frekar slakir. Það fer ekki milli mála að lið Þrótar er meðal þeirra sterkustu í annarri deild, en gæti þó enn bætt við sig ef leikmenn liðsins hefðu meiri metnað. Bestu menn Þróttar í þessum Ieik voru Halldór Braga- son og Konráð Jónsson en sá siðarnefndi var þó slæmur í fæti eftir meiðsli sem hann hlaut í leik á föstudag, þá átti Gunnar góðan leik og skoraði lagleg mörk úr hornunum. Mörk Þróttar: Konráð 8 (6v),Halidór 7 (1), Jóhann 3, Sveinlaugur 5, Gunnar 3, Halldór 1, Sævar 1, Haraldur 2. Mörk Þórs: Sigtryggur 8 (6v) Jón Sig 6, Rögnvaldur 2 (1), Halldór 1, Oddur 1, Gunnar 1, Ragnar 1. — Þr. STAÐAN STAÐAN í 2. deild íslands- mótsins í handknattleik er þessi eftir leiki helgar- innar. Þróttur 10 6 1 3 213:199 13 Fylkir 8 5 1 2 158:143 11 HK 9 4 2 3 204:184 10 Stjarnan 8 4 1 2 177:159 9 KA 9 4 1 4 194:184 9 Þór 8 3 0 5 159:182 6 Leiknir 8 3 0 5 175:190 6 Grótta 7 1 0 6 132:169 2 Eins og sjá má er um hörkubar- áttu að ræða milli fimm efstu liðanna og er langt sfðan keppni f 2. deild hefur verið svona jöfn og spennandi. Hver einasti leikur milli þessara liða er úrslitaleikur. Næstu leikir eru á fimmtudaginn og leika þá Fylkir og HK og einn- ig Leiknir og Grótta. Leik frestað LEIK Gróttu og Stjörnunnar f annarri deild karla sem fram átti að fara á sunnudag f Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi varð að fresta sökum þess að annar dómarinn mætti ekki til leiks. Er þetta mjög baga- legt og hefur mikil óþægindi í för með sér. þr. # Barizt af krafti í leik Þróttar og Þórs á laugardaginn. Þróttur hafði betur í viðureigninni og virðist stefna upp í 1. deild aó nýju. 2. DEILD KARLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.