Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Körfuknattleikslandsliðið Tvö töp og einn sigur í Noregi Meiri framfarir hjá norskum körfu- knattleiksmönnum en íslenzkum i Osló. 23. janúar. Frá Agústi I. Jónssyni fróttamanni Mbl. ÍSLENZKA landsliðið í körfuknattleik lék þrjá lands- leiki {íe«n Norðmönnum um helfíina. íslenzka liðið vann fyrsta leikinn en tapaði háðum seinni leikjunum. I leikjunum kom sreinilega fram að miklar framarir hafa orðið hjá Norömönnum í körfuknattleiksíþróttinni, mun meiri en hjá okkur íslendingum. ísland hefur ekki áður tapað fyrir norska landsliðinu. 6NOREGUR — ÍSLAND 70:76 Fyrsti landsleikur Islands af þrem segn Noregi í körfuknatt- leik var háður í Bergen á föstu- dagskvöldiö. Leikur þessi var mjög jafn og var jafn á öllum tölum í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 38—36 Islandi i hag. í síðari hálfleik sigu íslendingarnir svo fram úr fyrst og fremst á reynslunni og var som norska lið- ið bæri of mikla virðingu fyriri andstæöingi sinum og vanmæti m Jðn Sigurðsson stðð sig mjög vel i landsleikjunum gegn Noregi um helgina. eigin getu. Bestu menn íslenska liðsins í þessum leik voru þeir Jón Sigúrðsson og Gunnar Þorvarðar- son. Stigahæstu menn. Jón S. 22. Gunnar Þ. 14. Kristinn Jör. 10. Þorsteinn 4. Bjarní 4. Erlendur 4. Geir 6, Torfi 2. NOREGUR — ÍSLAND 88:76 Annar landsleikurinn var svo leikinn í Osló á laugardag, Þessum landsleik tapaði íslenska liðið með 88 stigum gegn 76 og var það fyrsta tap Islands í opinber- um Iandsleik gegn Noregi. Olli þessi leikur vonbrigðum og kom fram i honum að framfarir Norðmanna eru meiri en okkar þrátt fyrir að okkar mönnum hefur farið mikið fram upp á síð- kastiö. grenilega vantaði meiri samæfingu i islenska liðið. Þá var það ekki til að bæta úr skák að •annar dómarínn var norskur og var hann mjög hlutdrægur og fór það mjög í taugar islensku leik- mannanna, á moti Norðmannin- um dæmdi Kristbjörn Albertsson en hann dæmdí alla leikina þrjá á móti norskum dómurum. Staðan í leikhléi var 73—71 Norðmönnum í hag og náði íslenska liðið sér ekki á strik í seinni hálfleik og tapaði ens og áður sagði. Bestu menn í þessum leik voru þeir Bjarni Jóhannesson og Jón Sig- urðsson, stigin skoruðu Jón S. 24. Þorsteinn 12. Torfi 12. Bjarni 10. Geir 5. Einar B. 4. Kristinn 3, Kolbeinn 2. Erlendur 2. Gunnar 2. NOREGUR — ísland 108—92 Siðasti leikurinn fór svo fram í Ósló á sunnudag og var sá leikur vel leikinn af beggja hálfu en þó sérstaklega af Norömönnum sem léku nú sinn besta leik. í fyrri hálfleik var mikil barátta í íslenska liðínu og lék það mjög vel með Torfa Magnússon i broddi fylkingar en hann átti sér- lega góðan leik. þá var liðsssam- vinna til fyrirmyndar. I leikhléi hafði Island forystu. 52 stig gegn 49. í síðari hálfleik fór svo allt úr biindunum og leikmenn föru að leika um of á eigin spýtur og Norðmenn náðu að jafna muninn og þaka forystu. og sigruðu örugg- lega með 108 stigum á móti 92. Bestu menn islands í þessum leik voru Torfi Magnússon. Jón Sig- urðsson og Einar Bollason. Stigin skoruðu Jon S. 20, Einar B. 16. Torfi 14. Bjarni 13. Kristinn 9, Þorsteinn 5. Erlendur 4, Geir 2. Kolbeinn 4, Gunnar 4. — Þr. • Norðmenn skjðta að markinu á sunnudaginn en Gunnar Einarsson gerði sér lftið fyrir og varði. Sfmamynd AP. mark vörn skópu si Ósló, 23. janúar. Frá Agústi I. Jónssyni, fréttamanni Mbl. SIGUR íslenzka landsiiðsins í handknattleik gegn því norska f Raufoss í Noregi á sunnudaginn eykur bjartsýni manna um góða frammistöðu f heimsmeistarakeppninni í Danmörku. Urslit leiksins á sunnudaginn urðu 18:14 eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi 5:5. Það ánægju- legasta við þennan leik íslenzka liðsins var mjög góð markvarzla en Gunnar Einarsson stóð í markinu allan tímann. Varnarleikur liðsins var eins og hann gerist beztur, barátta frá upphafi til enda og það var sem fyrr Árni Indriðason, sem batt liðið saman í vörninni. Sóknarleik- urinn var lakasti þátturinn í leik fslenzka liðsins á sunnudaginn. Axel Axelsson var þó í sfmum bezta ham og skoraði helming fslenzku markanna eða nfu talsins. íslenzka liðið byrjaði með hrað- an og skemmtilegan sóknarleik þar sem leikaðferðirnar gengu upp hvað eftir annað. Þannig skoraði Axel Axelsson fyrsta mark leiksins með sannkölluðu þrumuskoti en siðan virtist ís- lenzku leikmönnunum fyrirmun- að að nota færin sfn. Næstu 13 mínútur skoraði íslenzka liðið ekki mark þrátt fyrir mjög góð færi. Tvívegis var varið frá Björg- vin Björgvinssyni f dauðafæri á línunni og einu sinni frá Árna Indriðasyni og Axel Axelssyni. Meðan fslenzka liðið var svona gjörsamlega heillum horfið þrátt fyrir líflegan leik og góð færi skoruðu Norðmenn fjórum sinm um og breyttu stöðunni i 4:1 og hefði ástandið getað orðið dekkra ef Gunnar hefði ekki varið mjög vel í markinu. Loks á 16. mínútu leiksins skoraði Axel mark úr vítakasti og þá var isinn brotinn. Á næstu mínútum komu mörk frá Ólafi Einarssyni og síðan tvö frá Axel og staðan var orðin 5:4 fyrir landann. Norðmenn áttu siðasta orðið í fyrri hálfleiknum, sem hafði einkennst af góðum varnar- leik íslenzka liðsins, lánleysi í sókninni og stórgóðri markvörzlu þeirra Gunnars Einarssonar og norska markvarðarins Morgans Juul. Seinni hálfleikurinn betri Meira fjör var í seinni hálf- leiknum og meira starf fyrir blaðamanninn að punkta niður. Norðmenn skoruðu tvö fyrstu mörk seinni hálfleiksins en þeir Axel og Viggó jöfnuðu metin og var siðan jafnt upp í 10:10 en þá kom góður kafli og staðan breytt- ist í 13:11 og síðan i 15:12. Norð- menn fylgdu ekki hraðanum í sóknarleik islenzka liðsins þenn- an tima og leikur þeirra var sund- urlaus. Þeim tókst þó að minnka muninn í 15:14 en áttu ekkert svar á lokamiðnútunum þegar Bjarni, Arni og Geir skoruðu góð mörk og innsigluðu sigurinn 18:14. Var mark Árna óvænt og glæsilegt, langskot eftir mikinn einleik. Þegar íslenzka landsliðið hélt í lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar í Austur-Þýzkalandi 1974 var einnig leikið gegn Norðmönn- um og þá vann íslenzka liðið einn- ig öruggan sigur, 21:16, eftir frá- bæran leik. A sunnudaginn vannst einnig góður sigur og hann kemur á góðum tíma til þess að þjappa mannskapnum saman fyr- ir átökin í Danmörku. I Noregs- heimsókninni fyrir fjórum árum kræktu íslenzku leikmennirnir sér í inflúensku hér i Noregi þannig að engin afrek voru unnin í Þýzkalandi. Nú hafa allir leik- mennirnir verið bóiusettir fyrir slíkum kveisum og við skulum vona að ekkert annað komi upp í ferðinni hér i Noregi. Markvarzlan góð Það var allt annað að sjá til islenzka liðsins nú en t.d. milli jóla og nýárs er leikið var gegn Norðmönnum heima í Reykjavík. Snerpan er nú mun méiri i ís- lenzka liðinu og vinnslan í vörn- ísland vann inni það sem skiptir sköpum. Það segir sig sjálft að markverðir okk- ar hafa ekki verið öfundsverðir af hlutskipti sinu að standa í mark- inu fyrir aftan það gatasigti, sem vörnin hefur verið. En um leið og vörnin smellur saman kippist markvarzlan i liðinn. Gunnar Ein- arsson átti stórleik að þessu sinni, varði 17 skot i leiknum, þar af eitt vitakast. Vonandi verður frammi- staða Gunnars i HM jafn góð og á sunnudaginn. Arni Indriðason er heilinn í vörn liðsins og óhætt er að segja að hann leggi sig fram við verk- efnið. Hann er þó ekki einn í vörninni og I heild börðust is- lenzku leikmennirnir ákaflega vel í vörninni og beztur auk Arna voru Þorbjörn Guðmundsson og Björgvin Björgvinsson. Axel beztur í sókninni i sóknarleiknum var það Axel Axelsson, sem bar hita og þunga dagsins. Hann skoraði 9 mörk í leiknum, þar af 7 af fyrstu 9 mörkum islenzka liðsins. Norð- mennirnir lögðu greinilega mikla áherzlu á að gæta Geirs Hail- steinssonar vel og við það losnaði um Axel. Geir fann sig aldrei i leiknum og var óheppinn með skot sin. — Ég næ aldrei góðum leik á móti Norðmönnum, sagði Geir eftir leikinn. — Þeir eru grimmir i vörninni og gefa mér aldrei smugu. Janus Guðlaugsson skoraði tvö dýrmæt mörk í leiknum og gerði engar vitleysur frekar en fyrri daginn. Viggó Sigurðsson og Bjarni Guðmundsson ógnuðu vel í hornunum og Einar Magnússon var hættulegur en vantar meiri grimmd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.