Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 25 „Vona aö næstu 50 íeikir verði jafn góðir" — segir Gunnar Einarsson, sem hélt upp á 50. leikinn á eftirminnilegan hátt Frá Ágústi I. Jónssyni, blm. Mbl. í Ösló. — ÆTLI þetta sé ekki bezti landsleikurinn minn, sagði Gunn- ar Einarsson markvörður að lokn- um leiknum við Norðmenn. Gunnar hafði staðið f markinu allan tfmann og varið eins og berserkur. 17 sinnum f leiknum varði hann hörkuskot Norðmanna og batt enda á sóknarlotur þeirra. Það er óhætt að taka undir það með Gunnari en iíklega hefur hann aldrei staðið sig betur í landsleik en að þessu sinni. Þetta var 50. landsleikur Gunnars og svo sannarlega hélt hann upp á áfangann á eftirminnilegan hátt. — Við skulum bara vona að næstu 50 landsleikir verði jafn skemmti- legir og þessi, sagðí Gunnar hinn ánægðasti eftir leikinn. — Það er ekki nema von að fólkið sé óánægt með markvörzlu okkar Kristjáns heima, hélt Gunnar áfram. Við höfum ekkert getað, hélt Gunnar áfram. Það er eins og ég geti ekki varið tuðru í landsleikjunum heima í Laugar- dalshöllinni. Þar er meiri pressa á manni frá fólkinu, það krefst svo mikils af manni auk þess sem alltaf er litið á okkur Kristján sem markvörð númer tvö og þrjú á eftir Óla Ben. Nú verðum við að treysta á okkur sjálfa og vonandi gengur þetta vel í Danmörku. Gunnar sagði að lokum, að liðið væri f mikilli framför, snerpan væri sem óðast að koma í leik- mennina og við það batnaði mark- varzlan og varnarleikurinn. — Menn hafa verið dauðþreyttir að undanförnu og hreinlega á hæl- unum allan leikinn. Ég geri mér vissar vonir um að við sigrum Dani og Spánverja og komust þar með áfram. „Sigurinn kemur á réttum tíma" - SAGÐIAXEL AXELSSON, MARKAKÓNGUR LANDSLIÐSINS varzla og igurinn Noreg 18:14 í Raufoss Björgvin fyrirliði Islenzka liðið var að þessu sinni skipað þeim Gunnari Einarssyni, Kristjáni Sigmundssyni, Björgvin Björgvinssyni, Arna Indriðasyni, Ólafi Einarssyni, Þorbirni Guð- mundssyni, Bjarna Guðmunds- syni, Geir Hallsteinssyni, Janusi Guðlaugssyni, Axel Axelssyni, Einari Magnússyni og Viggó Sig- urðssyni. Þeir sem hvíldu voru Jón H. Karlsson, Gunnar Einars- son, Þorbergur Aðalsteinsson og Þorlákur Kjartansson. Tók Björg- vin við fyrirliðastöðunni af Jóni og hvort sem það hafði áhrif eða ekki voru honum óvenju mislagð- ar hendur i sókninni. Axel Axels- son tók við hlutverki Jóns sem vitaskytta og brást ekki bogalistin í eitt einasta skipti. Jón á við að stríða lítils háttar meiðsli i læri en hann er óðum að verða góður af þeim. Beztir í liði Norðmanna voru að þessu sinni Terje Hallen ásamt Morgan Juul markverði í fyrri hálfleik. Við megum ekki gleyma því að norska liðið er ekkert stór- lið en Island hefur tvivegis tapað fyrir því í vetur og einnig unnið það. Dómarar voru Axel Wester og Ole Johannsson frá Svíþjóð og dæmdu þeir leikinn mjög vel. Þess má geta að tvívegis i leikn- um var dæmd leiktöf á íslenzka liðið og er það umhugsunarvert fyrir landsliðið og stjórnendur þess. Islenzku leikmönnunum var vikið af velli i 10 mínútur sam- tals, þeim Janusi, Einari, Geir og Ólafi í 2 mínútur og Einari í 4 mínútur. Mörk íslands: Axel Axelsson 9 (5 v), Geir Hallsteinsson 2, Janus Guðlaugsson 2, Ólafur Einarsson, Árni Indriðason, Bjarni Guð- mundsson, Viggó Sigurðsson og Einar Magnússon 1 mark hver. Mörk Norðmanna: Grislingaas 4, Hallen 3, Gundem 3, Ingebrit- sen 2, Hauger og Gjerde 1 mark hvor. Frá Ágústi I. Jónssyni, blm. Mbl. í Ósló. — ÞETTA var mjög ánægjulegur sigur og hann kemur á nákvæm- lega réttum tíma til að þjappa mannskapnum saman fyrir átökin í Danmörku, sagði Axel Axelsson að loknum landsleiknum við Norð- menn á sunnudaginn. Axel hafði átt mjög góðan leik og skorað 9 af mörkum íslenzka liðsins. ísi* — Það jákvæðasta við leikinn var vörnin. Það er segin saga að þegar við náum upp baráttuanda kemur þetta allt saman og mark- varzlan verður allt önnur, sagði Axel. Liðið er nýkomið úr mjög erfiðu æfingaprógrammi svo það er ekkert skrýtið að leikir liðsins skuli hafa verið slakir að undan- förnu. Nú er þetta allt á uppleið og maður finnur mikla breytingu á sér. Snerpan er t.d. miklu meiri hjá hverjum einasta leikmanni. — Við erum í erfiðum riðli í Danmörku, hélt Axel áfram. Ég tel persónulega að Sovétmennirn- ir séu líklegir til að sigra i heims- meistarakeppninni. Danir eru alltaf seigir, svo að ekki sé talað um að nú leika þeir á heimavelli og leggja því allt i sölurnar. Spán- verjarnir hafa kostað gifurlega miklu til undirbúnin^s sins liðs og þeir ætla sér stóra hluti. Við þekkjum þá frá í fyrra og vitum að þeir eru engir byrjendur. — Ég hef þá trú að við vinnum Danina og Spánverjana og kom- umst i 8-liða úrslitin. Það verður þó erfitt og tekst ekki nema með mikilli baráttu og nema við náum toppleikjum. Ég hef trú á liðinu og vona að við náum takmarkinu i Danmörku. Axel lék báða leikina gegn Norðmönnum í Reykjavik milli jóla og nýárs og eru það ásamt leiknum á sunnudaginn einu landsleikir Axels síðan i Austur- ríki í fyrravetur. I leikjunum heima skoraði Axel 2 og 3 mörk en nú urðu mörkin 9 talsins svo að framfarir Axels fara ekki milli mála. — Þetta gekk upp hjá mér í dag en í leikjunum heima var leikið eftir kerfum, sem ég þekki ekki nógu vel og auk þess er maður alltaf undir vissri pressu þegar maður kemur heim til að keppa. I dag var ég afslappaður og auk • þess búinn að vera með strákun- um á stanzlausum æfingum í heil- an mánuð og kominn inn í leik liðsins, sagði Axel. Við spurðum hann að lokum hve lengi hann ætlaði að leika með v-þýzka liðinu Dankersen og kvaðst hann reikna með að verða eitt keppnistímabil iil viðbótar. „Islenzka liðið í framfiir" - SEGIR ÖSTERRO ÞJÁLFARINORÐMANNA — ÍSLENZKA liðinu hef- ur farið mikið fram í síð- asta mánuði og það var miklu erfiðara að leika Sóknarnýtingin yfir 50% í seinni hálfleik gegn því núna en þegar við vorum í Reykjavík milli jóla og nýárs, sagði Rolf Österbo, þjálfari norska landsliðsins, að leik lokn- um. NVTING íslenzka liðsins f sóknarleiknum var allgóð f seinni hálfleik f leiknum gegn Noregi á sunnudaginn. Þá átti liðið 25 sóknarlotur og voru skoruð úr þeim 13 mörk, svo nýtingin er aðeins yfir 50% sem er góð nýting. Fyrri hálf- ieikurinn var ekki Ifkt þvf eíns góður. Þá átti fslenzka liðið 18 sóknarlotur og skoraði aðeins 5 mörk svo að nýtingin hefur ver- ið rétt innan við 30%. Af einstökum leikmönnum íslenzka liðsins átti Axel Axels- son flest skot að marki f leikn- um eða 13 og skoraði 9 mörk. Hins vegar tapaði hann knettin- um tvisvar. Björgvin átti 2 skot að marki en skoraði ekki og auk þess tapaði hann knettin- um einu sinni. Geir átti 5 skot að marki og skoraði 2 mörk og einu sinni tapaði hann knettin- um. Þorbjörn skaut einu sinni án árangurs. Arni skaut tvisvar og skoraði eitt mark og hann tapaði boltaoum einu sinni. Bjarni skaut einu sinni og skor- aði og hann tapaði boltanum einu sinni. Einar átti sömuleið- is eitt skot að marki og skoraði úr þvf og hann tapaði boltanum einu sinni. Olafur Einarsson skaut tvisvar, skoraði einu sinni og tvisvar missti hann boltann. Viggó skaut þrisvar og skoraði 1 mark og Janus skor- aði tvö mörk úr tveimur skot- um. Gunnar Einarsson var f markinu allan tfmann og varði 17 skot, 9 f fyrri hálfleik og 8 f þeim sfðari. áij/SS. — Það er erfitt að segja til um hvernig ykkur gengur i Dan- mörku. Ef þið náið upp aðeins meiri baráttuanda í liðinu gætuð þið unnið alla andstæðinga ykkar í riðlakeppninni. Þið getið lfka tapað öllum leikjunum éf baráttu- andinn verður ekki fyrir hendi. — Um mína menn er það að segja að þeir ollu mér vonbrigð- um í fyrsta skipti í vetur. Ég hef ekki fyrr krafizt.sigurs af þeim og þá tapa þeir með meiri mun en áður á keppnistimabilinu, sagði österbo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.