Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR24VJANUAR 1978 29 Eskifjörður: 400 manns á ár- legu þorrablóti Eskif jördur. 23. janúar. Við Eskfirðingar héldum okkar árlega þorrablót s.l. laugardags- kvöld, en það er okkar stærsta skemmtun á hverju ári. Tókst blótið sérstaklega vel og var geysifjölmennt, nær 400 manns, sem sátu undir borðum, en borð- hald með fjölbreyttum skemmti- atriðum stóð svo frá 20—23. en eftir það var stiginn dans til klukkan 4.30 um morguninn. Blótsgoðar voru að þessu sinni Ragnar Halldór Hall og kona hans Guðríður Gfsladóttir og að loknu blóti afhenti Ragnar næsta blótsgoða borðbjöllu blótsins, en næstu blótsgoðar verða Gunnar Finnsson og kona hans Úlfna Eirfksdóttir. Vertiðin hefur farið rólega af stað hér. Linubátar fá góðan afla þegar gefið hefur, 6—7 tonn í róðri, en aðeins einn bátur hefur byrjað með net og afli hans hefur verið sáratregur. Þá hefur verið, frekar tregt hjá togurunum. I vet- ur munu róa sjö stærri bátar með net og línu ásamt nokkrum minni bátum. Tveir loðnubátar eru i stækkun og breytingum og er annar þeirra væntanlegur í febrú- ar en óvíst er hvenær hinn kemur heim. Mikið hefur rignt hérna undanfarna daga en nú er stytt upp. Sólina sáum við 14. janúar s.l. og fengum við þvi sólarpönnu- kökurnar á réttum degi, en þá höfðum við ekki séð sólina frá 1. desember. Loðnubræðslan er búin til að taka á móti loðnu þegar hún berst, búið er að auka afköstin um helming, eða í 1000—1100 lestir á sólarhring og þróarrými hefur verið aukið um 15000 tonn. Tveir bilar fóru út af veginum til Norðfjarðar í gær vegna hálku, en annar billinn var að draga hinn en báðir bílarnir lentu útaf. Annar fór nokkrar veltur og skemmdist töluvert, en slys urðu ekki á mönnum. Ævar. Siglufjörður: Mikið óveður olli töluverðu t jóni Sislufirði, 23. janúar MIKIÐ óveður gekk yfir Siglu- fjörð fyrri hluta dags i gær og urðu allmiklir skaðar á húsum, bflum og bátur varð fyrir nokkr- um skemmdum. Þök fuku af nokkrum húsum og mikið af þak- plötum fauk um allt. Nokkrir skúrar fuku af bryggjum, þar af einn þeirra sem lenti á 15 tonna báti og skemmdi hann töluvert. Inni á Hraunadal slitnaði niður háspennulfnan til Siglufjarðar um þrjú-leytið og eru viðgerðar- menn nú að revna að gera við hana. Við erum þó ekki f neinum vandræðum þess vegna þar sem við höfum töluvert vararafmagn. Bflar lentu í vandræðum f veður- ofsanum þar af einn gamall bfll, sem fauk langar leiðir. Það má segja að þetta sé eitthvað versta veður í mörg ár hér hjá okkur, áætlað er að vindurinn hafi farið upp undir 12 vindstig þegar verst lét. Skólar hafa verið lokaðir f allan dag. Nefnd um minnkun ríkisumsvifa: Landsmiðjan ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var Siglósíld ekkert tilraunafyrirtæki eins og það var hugsað í upphafi NEFND sú er fjármálaráðherra skipaði í marz á s.l. ári til að meta hvort ýmis framleiðslu- og þjónustustarf- semi, sem hið opinbera hefur með höndum, væri betur komin hjá einstaklingum eða samtökum þeirra og jafn- framt hvort aðild ríkisins að atvinnustarfsemi í landinu í samkeppni við einkaaðila sé æskileg, lauk í desember s.l. við afgreiðslu tveggja mála er varða Landsmiðjuna og Siglósíld, en í áltisgerð þeirra um þessi tvö fyrirtæki kemur m.a. fram eftirfarandi: Annars vegar um Land- smiðjuna, að þótt þær aðstæður, sem lágu til grundvallar stofnun Landsmiðjunnar, kunni að hafa verið réttmæt- ar, eru þær naumast lengur fyrir hendi. Fyrirtækið sem áður fyrr lét tiltölulega mikið til sín taka, er ekki orðið nema svipur hjá sjón. Hlutdeild þess í þeirri atvinnu- grein, sem það tilheyrir, er á bilinu 1,5—4,0% eftir því hvernig atvinnugrein þess er mörkuð. Það verður að ætla, að næg sam- keppni sé í greininni að þvi er skipaviðgerðir varðar. Fyrirtæki í þeirri grein lúta reyndar ekki ein- ungis samkeppni við önnur is- lenzk fyrirtæki, heldur eiga þau þar um meiriháttar aðgerðir i samkeppni við erlend fyrirtæki. Þótt Landsmiðjan hyrfi_ með einhverjum hætti af sjónarsvið- inu, verður jafnframt að ætla, að öryggi um að skip rikisins fái við- unandi þjónustu, yrði ekki stefnt i hættu, svo traustan sess sem þessi atvinnugrein skipar i is- lenzku atvinnulifi. Ætla verður, að önnur fyrirtæki gætu átakalit- ið bætt við sig verkefnum, sem Landsmiðjan hefur sinnt, enda mætti gera ráð fyrir að starfs- menn Landsmiðjunnar myndu halda áfram störfum i sinu fagi. Skiparekstrardeild Skipaútgerðar ríkisins ætti eftir sem áður að geta gengið úr skugga um, að þjónusta væri fengin með eðlileg- um kjörum. Landsmiðjan hefur ekki veitt öðrum fyrirtækjum i málmskipa- smíði grundvallarþjónustu af neinu tagi, og myndu því önnur fyrirtæki i greininni einskis fara á mis við upplausn Landsmiðj- unnar. Hins vegar er verzlunar- rekstur fyrirtækisins algerlega utan við það verksvið, sem fyrir- tækinu var sett í upphafi. Meginniðurstaða nefndarinnar er sú, að Landsmiðjan sem rikis- fyrirtæki skuli lögð niður og þeir fjármunir fyrirtækisins, sem rik- ið kýs ekki að nota til annarrar starfsemi, verði seldir. Hús fyrirtækisins eru á tæplega 3200 fermetra eignarlóð. Aðalhús- ið mun lengi hafa þótt óhentugt til þess rekstrar, sem þar hefur farið fram. Húsið hlýtur að vera nothæft fyrir margs konar starf- semi, svo sem iéttan iðnað, sem krefst tiltölulega litilla efnis- flutninga. Til þess að húsið allt yrði nýtilegt fyrir skrifstofur, mundi þurfa að gera á því nokkra lagfæringu. Þá kemur fram að samkvæmt nýtingarreglum Reykjavíkurborgar mundi, eftir að einlyft- plötuhús hefði verið fjarlægt, vera hægt að reisa á lóð Landsmiðjunnar nýbyggingu samtals 2400 fermetra að stærð. Nefndin telur það ekki vera i sínum verkahring að gefa fyrir- mæli um hvernig nýta skuli hús og byggingamöguleika á lóð Land- smiðjunnar, en tekur fram, að hún telur óþarft að meðferð mál- efna Landsmiðjunnar sé tengd við einhverjar aðrar fyrirætlanir á sviði rikisrekstrar. Engu að sið- ur er ljóst, að þörf rikisins fyrir húsnæði er mikil, og gæti önnur nýting þessa húsnæðis sparað rík- inu húsaleigu eða minnkað þörf fyrir byggingu nýs húsnæðis. Vélar og tæki fyrirtækisins væri hægt að bjóða öðrum fyrir- tækjum i greininni til kaups. Svipað er hægt að segja um birgð- ir af efnisvöru og um birgðir af vörum til endursölu og umboð þeim tengd. Nefndin telur rétt að kannað verði, hvort sá kjarni starfsfólks sem myndast hefur i fyrirtækinu við langvarandi samvinnu, sé þess fýsandi að halda áfram rekstri smiðju og verzlun. Komi í ljós, að á þvi sé sterkur áhugi, telur nefndin meðmælavert, að rikið greiði fyrir stofnun félags um slíkan rekstur, ef þess yrði óskað. Engar skuldbindingar af hálfu rikisins skyldu þó fylgja um for- gang að verkefnum frá Skipa- rekstrardeild Skipaútgerðar rikis- ins. Um Siglósild segir hins vegar: Atvinnuástand á Siglufirði hef- ur breyzt mjög til batnaðar á sið- ustu árum. Fólksflótti þaðan hætti árið 1971; íbúafjöldi hefur haldizt svo til óhreyttur til árs- loka 1976. Lagmetisiðjan Siglósíld er allfyrirferðarmikil i siglfirzku atvinnulífi. 1 árslok 1975 voru starfsmenn þess um 70 að tölu, sem gerir um einn sjöunda hluta af starfsmannafjölda 8 stærstu framleiðslufyrirtækja bæj.arins. Þótt ekki sé beinlinis gefið tilefni til að fjalla um þá röksemd fyrir beinni þátttöku ríkisins i atvinnu- rekstri, sem vinnutrygging er, má minna á, að til eru önnur örvandi úrræði sem beitt hefur verið i þessu skyni á undanförnum árum með árangri sbr. starfsemi Byggðasjóðs. Þegar hið vanrækta tilrauna- hlutverk hefur verið numið brott af verkefnaskrá fyrirtækisins, er Siglósíld orðin áþekk öðrum fyrir- tækjum i lagmetisiðnaði, og virð- ist þá ekkert vera sjálfsagðara en að arðsemissjónarmið séu höfð að leiðarljósi við rekstur fyrirtækis- ins. Ekki verður komið auga á nein sérstök rök fyrir þvi, að rikið standi að rekstri þessa fyrirtækis i samkeppni við önnur fyrirtæki i lagmetisiðnaði. Svo sem' fram kemur i efna- hagsyfirliti, hefur fyrirtækið ekki meira umlcikis (eigið fé á bilinu 50—70 millj. kr.) en svo, að það ætti að vera fjölmörgum aðilum, einstaklingum og samtökum þeirra, viðráðanlegt til kaups. Það er því meginniðurstaða nefndarinnar, að gerðar verði ráð- stafanir til þess að selja fyrirtæk- ið. Nefndin gerir ekki tillögu um, með hvaða hætti sala skuli fara fram eða hverjum fyrirtækið skuli selt. Vilji stjórnvöld, með hliðsjón af rökunum fyrir stofnun fyrir- tækisins, tryggja áframhaldandi rekstur þess á Siglufirði, telur nefndin rétt að gefa eftirfarandi ábendingar. Til greina koma ýmsir hættir við slíka sölu og mundi könnum á áhuga og fjárhagslegu bolmagni aðila í bænum væntanlega leiða f Ijós, hvaða söluháttur þætti bezt við hæfi. Þannig kæmi til greina að selja nettóeign fyrirtækisins aðilum. sem stofnuðu félag til að kaupa og reka fyrirtækið. Annar háttur er, að ríkið stofnaði fyrst hlutafélag um þennan rekstur, seldi að þvi búnu meirihlutann aðilum, sem vildu standa saman að rekstrinum og afgang hluta- fjársins smám saman. Verð og greiðsluskilmálar hlytu að ráðast af áhuga og getu hæstbjóðenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.