Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1978 SOVÉZKIR hernaðarsérfræðing- ar berjast með hermönnum Víet- nams I Kamhódíu og hafa þeir tekið upp vfetnömsk nöfn til að koma í veg fyrir að upp um þá komizt, að sögn vfetnamsks strfðs- fanga. Strfðsfanginn lýsti þessu yfir f útvarpi Phnom Phens á sunnudag. Stríðsfanginn, Tran Van Ty, var handtekinn á aðfangadag 12 kílómetra innan við landamæri Víetnams og Kambódíu í fyrir- sátri sem gert var Víetnömum. Van Ty sagði að 20 hernaðarsér- fræðingar hefðu verið með sinni EIN MESTA leit að Ifkum sem átt hefur sér stað f Bretlandi endaði um helgina er fimmta Ifkið fannst nálægt orkuveri f Braco. Lfkið er talið vera af frú Dorothy Scott-Elliot, 60 ára gamalli eigin- konu Walters Scott-Elliot, fyrr- verandi þingmanns, sem var 82 ára, en lfk hans fannst fyrir viku grafið í jörðu nálægt Inverness f Skotlandi. Lfk frú Scott-Elliots var hulið greinum og laufi, en það fannst í forarpytti. Lögreglan hafði leitað hennar á umræddu svæði eftir að lík eiginmanns hennar fannst. SÖNGSKEMMTUN var haldin f Húsavfkurkirkju f gærdag og sungu þar þau Kristján Jóhanns- son, Helga Alfreðsdóttir og Sig- urður Demitz Fransson við mjög góðar undirtektir áheyrenda, en kirkjan var full út að dyrum. Söngvararnir sem eru frá Akur- eyri sungu bæði einsöng og dúett. Það sem af er þessu ári hefur verið mjög óstillt tíðarfar og gæft- ir eftir því slæmar, en þó verið reytingsafli þegar á annað borð hefur gefið. Annars hefur verið Lýst eftir vitni Umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík hefur beðið Mbl. að lýsa eftir vitni að atburði er átti sér stað fimmtudaginn 19. janúar sl. þegar Merkury-fólksbifreið rakst á ljósastaur og fór út af Vesturlandsvegi rétt austan við Elliðaárbrýr. Öljóst er um tildrög þessa atviks, en talið að bifreið hafi ekið rétt í kjölfar bifreiðar- innar sem í þessu lenti og er öku- maður hennar beðinn um að gefa sig fram, ef það gæti orðið til að varpa ljósi á málið. Veggalmanak Happdrættis Háskólans Happdrætti Háskóla Islands sendi um s.l. áramót frá sér vegg- almanak sem hefur verið dreift til allra umboða happdrættisins víðs vegar um land og allir við- skiptavinir happdrættisins fá ein- tak er þeir endurnýja miða sína, en auk þess geta allir fengið ein- tak af almanakinu sem það vilja meðan birgðir endast, segir í frétt frá happdrættinu. Þá segir að minnisalmanakið sé í veggspjaldsformi, þannig að all- ir dagar ársins eru sýnilegir. Hver dagur hefur afmarkaðan reit sem má nýta til að minna á afmælis- daga, brúðkaupsafmæli, tóm- stundatíma, Iækna eða annað, seg- ir að lokum í frétt happdrættisins. herdeild og hefðu þeir allir skipt um nöfn. Hanoi hafði fyrr neitað þeim ásökunum Kambódíu að sovézkir hernaðarsérfræðingar berðust með her Víetnam. Nýlega var varnarmálaráðherra Víetnams á ferð um landamæra- héruð Víetnams og hvatti hann þá menn sína óspart í baráttu þeirra gegn Kambódíumönnum, að sögn fréttastofunnar Nýja-Kína. Varn- armálaráðherrann, Vo Nguyen Giap, stjórnaði umsátrinu um frönsku herstöðina Dien Bien Phu árið 1954 og talið er lfklegt að hann hafi einnig stjórnað loka- árásinni á Saigon í apríl 1975. Upptök málsins voru þau að brotizt var inn í fbúð Scott-Elliot hjónanna í Lundúnum 13. desem- ber s.l. og um sama leyti hurfu hjónin. Þrjú önnur lík hafa fundizt, lík Donalds Hall, bróður þjóns Scott- Elliot hjónanna, og eiginkonu hans, Mary Coggle, svo og lík fyrr- verandi garðyrkjumanns hjón- anna, Davids Wright. Öll líkin fundust í Skotlandi nema lík þess síðastnefnda sem fannst skammt frá ensku landamærunum. Walter Scott-Elliot var auðugur maður og fyrrverandi þingmaður eins og fyrr getur. mjög litill snjór hér í vetur þann- ig að fólk hefur lítið komizt á skíði og vegna þessara slæmu að- stæðna hefur verið nokkuð um fótbrot þegar fólk hefur verið á skiðum. — Skipulagsmál Framhald af bls. 2 aðarins hafa verið talsvert á dagskrá hjá okkur, málið oft rætt á fundum og meðal manna. Við höfum m.a. óskað eftir sam- vinnu við borgina í þessum mál- um. Hvað gert verður í skipu- lagningarmálunum á þó alveg eftir að koma í ljós, en áhuginn er mikill og margt hefur verið rætt.“ Haraldur Sumarliðason, form. Meistarafélags húsa- smiða: „Ummæli borgarstjóra eru á töluverðum rökum reist. Borg- arstjóri bendir réttilega á að 70 aðilar hafi sótt um lóðir þegar borgin gat síðast staðið undir stórri lóðaúthlutun. Þeir aðilar eru ekki nærri allir frá okkur, því miður. Það er alltaf þó nokkuó af aðilum sem standa utan byggingariðnaðarins sem hafa haft áhuga á þvi að stunda þessa starfsemi og gera reyndar enn. Þetta eru „business“- menn sem kannski reka ein- hverja starfsemi, en ráða til sin menn frá okkur og slíkt. Ekkert er að vísu ólöglegt við þetta en okkur hefur fundizt að við eig- um að sitja einir að þessu. Það er lóðavandamál i höfuð- borginni og verður sjálfsagt eitthvað áfram. En til að við getum farið að hugsa eitthvað fram í tímann með betri skipu- lagníngu okkar mála þá verðum við nauðsynlega að fá úthlutað lóðum fram í tímann. Menn hafa verið að fá eina og eina lóð en aldrei er trygging fyrir neinu framhaldi. Stóra málið i okkar huga er að við sjáum eitthvert framhald.'Það er ekki gott að reka verksmiðju og láta hana bara ganga í eitt ár og stoppa svo næsta ár. Ef hægt væri að setja málin upp eins og við höfum verið að fara fram á árum saman, þ.e. að við gætum séð eitthvað fram- undan okkur, haft stöðug verk- efni, þá fyrst er hægt að reikna með þvi að menn fari að leggja út í verulegan kostnað til að skipuleggja sig.“ Gissur Sigurðsson, formaður byggingafélagsins Einhamars: „Eg hef nú verið þeirrar skoðunar í mörg ár að bygging- ariðnaðurinn ætti að vera betur skipulagður. En ég hef bara ekki orðið var við að hægt væri að skipuleggja þessi mál hér í borg, Vegna lóðaleysis hefur ekki verið hægt að skipuleggja greinina betur. Þannig er það með það félag sem ég starfa við. Við höfum átt ákaflega erfitt uppdráttar með að skipuleggja okkur vegna lóðaleysis. Við höf- um aldrei vitað neitt um fram- tíðina og mér sýnist það vera akkúrat það sama sem er að gerast núna, við vitum ekkert um framtiðina. Til að menn geti skipulagt sig eitthvað er það algjör forsenda að lóðir séu tryggðar til fram- tíðar. Sá punktur gildir, en ég hef ekki orðið var við að hann væri fyrir hendi. T.d. má geta þess að áður en við fengum þær lóðir sem við erum að vinna á núna þá vorum við búnir að vera stopp í heilt ár, en það eyðilagði alla okkar aðstöðu. Að sjálfsögðu kemur það svo fram í verðinu þegar maður þarf að fara að byggja sig upp að nýju. Það er rétt hjá borgarstjóra að það þarf að skipuleggja byggingariðnaðinn langtum betur til þess að hann geti orðið hagstæður. Ef maður á að byggja sig upp af viti þá verður húsagerðin að vera þannig að hægt sé að vinna hana með þeirri tækni sem við þekkjum. En aftur á móti get ég aldrei orðið samþykkur því að við höf- um haft nægar lóðir, eins og mér skildist nú eiginlega af t.d. sjónvarpsþáttunum. Ég held að nokkuð sé langt frá að slíku sé hægt að halda fram. Ég þekki stóran hóp af fólki sem hefur orðið að hrökklast til Hafnar- fjarðar, Mosfellssveitar og hingað og þangað vegna þess að það hefur ekki haft aðstöðu hér í Reykjavík. Og það sorglega finnst mér að það er eiginlega kjarninn úr fólkinu sem farið hefur, þeir árgangar sem greiða skatta.“ — Loðnuaflinn Framhald af bls. 2 Islandsmið og hefur skipið enga loðnu fengið enn til bræðslu. Eins og fyrr segir þá var veiðin á laugardagskvöld 33.786 lestir. Mestum afla hefur verið landað á Siglufirði eða 14.040 lestum og á Raufarhöfn 10.067 lestum. Eftirtalin 13 skip hafa fengið 1000 lestir eða meira á yfirstand- andi loðnuvertfð: Börkur NK 2224 lestir, Pétur Jónsson RE 1958, örn KE 1893, Gísli Arni RE 1887, Hilmir SU 1638, Guð- mundur RE 1596, Gullberg VE 1554, Grindvíkingur GK 1441, Víkingur AK 1403, Óskar Hall- dórsson RE 1134, Stapavík SI 1091 og Harpa RE 1046. — Taka fjallabæ í Eþíópíu Framhald af bls. 1 sigur í striðinu ef ekki komi til utanaðkomandi afskipta. ! Bonn var sendiherra Eþíópíu þar kvaddur i utanríkisráðuneyt- ið vegna þeirrar ráðstöfunar Eþíópíustjórnar að vísa vestur- þýzka sendiherranum úr landi, en hann sakaði Vestur-Þjöðverja um að standa straum af kostnaði við innrásartilraun Sómala í Eþíópíu. Sendiherfann, Haile Gabriel Dagne, sagði að Sómalir hefði fengið lán að upphæð 25 milljónir marka hjá Vestur-Þjóðverjum og þar með svikið loforð um að gæta hlutleysis í stríðinu. Ráðuneytisstjórinn í þróunar- aðstoðarráðuneytinu, Udo Koll- atz, sagði að Sómalir gætu fræði- lega séð notað féð til að kaupa vopn, en Bonnstjórnin vænti þess Berjast sovézk- ir hermenn vid hlid víetnamskra? Kankok, 22. jan. Reuter. Líkleitinni lok- ið í Bretlandi Braco, Skotlandi. 23. jan. Reuter. Söngskemmtun fyrir fullu húsi í Húsavíkurkirkju IIúsavfk 23. janúar Jóhannes Ágúst Magnússon Hafn arfirði — I dag verður til moldar borinn i Hafnarfirði Jóhannes Agúst Magnússon bifreiðarstjóri, Hellis- götu 5 b, Hafnarfirði, en hann lést þar 16. janúar s.l. Fæddur var hann í Hafnarfirði 4. ágúst 1909, sonur hjónanna Guðleifar Eyjólfsdóttur og Magn- úsar Guðmundssonar. Hann kvæmtist 17. des. 1932 Hlíf Krist- jánsdóttur frá Stapadal í Arnar- firði, af kunnri ætt þar, f. 12. jan. 1913. og lifir hún mann sinn. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, i húsinu við Hellis- götu þar sem Jóhannes fæddist, lifði, starfaði og dó. Börn þeirr' eru: a) Guðleif, f. 28. mars 1933. húsfreyja i Hafnarfirði, gift Þor- steini Sigvaldasyni. b) Kristján, f. 2. jan. 1945, vélsmiður í Hf. c) Magnús, f. 9. jan. 1951, viðskipta- fræðingur i Hf. Þetta eru nokkrar ytri stað- reyndir úr lifi Jóhannesar. Það eru þó ekki þær sem verða hug- stæðastar að leiðarlokum. þegar reynt er að þakka látnum öðling samfylgd og kynni. Það er maður- inn sjálfur bak við þessar stað- reyndir sem við munum lengst. Minning hans fylgir vinum og fjölskyldu lengst af. Það var í miðri starfsönn sem Jóhannes féll og hæfði það vel slíkum starfs- og eljumanni sem hann var. Óbilandi atorka og dugnaður voru meðal ríkustu ein- kenna hans. Uann hlýtur oft að hafa notið rikulega þeirrar lifs- fyllingar sem sérhvert mikið og vel unnið verk ber í ser. Kannske var það vegna þess sem hann var svona einstaklega hress og glaður i starfi. Það var alltaf létt og bjart yfir honum. Hann átti starfsgleði. Þannig man ég hann best, sivinn- andi, glaðan og einlægan. Eg man hann þannig á heimili sinu, en þvi helgaði hann allar sinar frístundir. Þar voru þau hjónin og öll fjölskyldan samhent svo af bar, vakandi og sofandi um fegrun þess, hag og velferð. Þeir sem notið hafa góðra stunda á heimilinu að Hellisgötu 5 b, og þeir eru raunar ótaldir, munu hafa fundið þessa tilfinningu orð- laust hverju sinni. Þar mátti að lánið yrði notað til þróunar- mála. Jafnframt sagði Hans- Dietrich Genscher utanríkisráð- herra að Vestur-Þjóðverjar sendu ekki hergögn til svæða þar sem viðsjár ríktu og að þótt Vestur- Þjóðverjar hefðu áhyggjur af stríði Eþíópiumanna og Sómala mundu Vestur-Þjóðverjar hér eft- ir sem hingað til forðast ihlutun í deiluna. 1 Amman skoraði Mohammed Siad Barre, forseti Sómalíu, á heiminn að binda enda á ihlutun Rússa og bandamanna þeirra í striðinu. Hann bað jafnframt um stuðning við baráttu sómalskra skæruliða og skæruliða í Erítreu. Forsetinn er á ferð um Arabaríki og önnur ríki múhameðstrúar- manna til að tryggja stuðning við málstað Sómala. — Luns ver sprengjuna Framhald af bls. 1 sína í Evrópu. Hann kvað varn- ir Evrópu byggjast á þvi að sýna Rússum fram á að þeir tækju of mikla áhættu ef þeir gerðu árás. Hann sagði að ótti Rússa um að Bandarikjamenn beittu kjarnorkuvopnum til að verja Evrópu drægi úr mögu- leika á árás. Josef Luns, framkvæmda- stjóri NATO, sagði í dag að yfir stæði miskunnariaus lang- tíma uppbygging hernaðar- máttar Sovétríkjanna og í því fælist ískyggileg ógnun við öryggi vestrænna ríkja. Hann sagði að Rússar hefðu eflt herafla sinn langt fram Minning raunar aldrei á milli greina hvort hjónanna átti meiri hlut að. Það skiptir heldur ekki öllu máli. þau voru þar, sem annars staðar, sem einn maður. Það varð mér einnig minnis- stætt, sem ókunnugum unglingi á höfuðborgarsvæðinu fyrir margt Iöngu, hve Jóhannes var ein- staklega greiðasamur. Sú greiða- semi var raunar innt af hendi þegjandi og stundum jafnvel fal- in. Hún var þó einn af rikjandi eðlisþáttum hans og þau hjónin voru í þessu efni samstiga. En hann hefði litt kært sig um að slíku yrði á lofti haldið. Það var fjarri hans skapi að láta á sér bera eða hreykja sér. Þessi sundurlausu orð áttu aldrei að verða neins konar úttekt eða ævisaga, aðeins kveðjur og þakkir. Að Jóhannesi látnum finnst mér við samfylgdarmenn hans vera bæði rikari og snauðari en áður. Þá hlýtur heimabyggð hans að vera lika. Hann fæddist þar í hjarta bæjarins, bjó þar alla ævi, átti sinn óskráða þátt i við- gangi hans. og dó þar. á sama stað og hann fæddist, lifði og starfaði. Við erum snauðari af þvi að við höfum misst hann. Við e'rum rik- ari af því að hafa kynnst honum og átt samfylgd hans. Þökk sé honum. á.s. yfir það sem væri nauðsynlegt til varnar landinu. Hann kvað Rússa verja allt að 13% þjóðar- tekna til landvarna miðað við um 5% sem NATO verði til landvarna sem heild. Luns sagði að Rússar gætu varið 85% þess sem færi til landvarna til búnaðar og þjálf- unar en NATO-ríki yrðu að verja 50% herútgjalda sinna til mannahalds. Hann sagði að þótt herforingjar NATO væru ekki ánægðir með þær fjár- hæðir sem NATO-ríki verðu til landvarna gæti liðsafli NATO hrundið árás. Jafnframt sagði Luns að Rússar væru að auka viðbúnað sinn í Mið-Evrópu. — Landsbanka- mál Framhald af bls. 48 æskilegt væri. Ráðherrann gat þess að frumvarp þetta hefði verið samið áður en meint fjár- munamisferli í ábyrgðardeild Landsbankans hefði komið upp. Þá gat dómsmálaráðherra þess að hann myndi innan tíðar flytja Alþingi skýrslu um stöðu dómsmála, þar sem m.a. yrði ' fjallað um svokallað Alþýðu- bankamál. Framanritað kom fram í svör- um dómsmálaráðherra við fyr- irspurnum utan dagskrár, sem Sighvatur Björgvinsson bar fram f.h. þingflokks Alþýðu- flokksins, varðandi meit mis- ferli í ábyrgðadeild Landsbank- ans. Sjá nánar á þingsíðu Mbl. í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.