Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 35 Magnús L. Sveinsson: Atvinnurekstur í Reykja- vík og f járfestingarlán Tryggja þarf þad atvinnuöryggi sem ríkt hefur í Reykjavík ATVINNUMÁL ber mjög á góma er fjárhagsáætlanir borgarsjóðs og borgarstofnana fyrir árið 1978 voru af- greiddar. Hér á eftir verður lauslega rakinn efnisþráður- inn úr máli Magnúsar L. Sveinssonar borgarfulltrúa, formanns atvinnumálanefndar borgarinnar. að um þróun atvinnulífs í borg- inni og á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Fljótlega kom i ljós að samstarf við nágrannasveitar- félög var nauðsynlegt í þessu efni. Samstaða náðist um úttekt á sjávarútvegi á þessu svæði. Þeirri athugun lauk í maí 1976. En fram- haldsathuganir hafa verið i gangi æ siðan. Meðal annars á grundvelli þeirra gagna, sem úttekt á sjávar- útvegi á höfuðborgarsvæðinu leiddi í ljós, tilnefndi borgarstjóri sérstakan vinnuhóp embættis- manna, er gera skyldi úttekt á atvinnuþróun í borginni. 1 fram- haldi af þeirri úttekt lagði hann siðan fram tillögu að atvinnu- stefnu borgarstjórnar, sem fyrst og fremst er ætlað að stuðla að vexti frumatvinnugreina, einkum I sjávarútvegi, útgerð og vinnslu, sem og I iðnaði hvers konar. ÍJttekt og tillögur Borgarfulltrúar minnihluta- flokka láta eins og allt sé á hverf- anda hveli I atvinnumálum borg- arinnar. Sá hefur verið málflutn- ingur þeirra allar götur siðan vinstri stjórnin sálaða leið. Sem betur fer hafa þessir spádraumar ekki rætzt. Þvert á móti hafa allar vinnufærar hendur haft gnótt verkefna. Ekki eru horfur á snöggum breytingum I þvi efni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar gert sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að fylgjast náið með þróun atvinnumála I borg- inni, m.a. til að tryggja atvinnuör- yggi Reykvíkinga til frambúðar. Minna má á I því sambandi að árið 1970 samþ. borgarstjórn tillögu frá atvinnumálanefnd þess efnis, að gerð yrði áætlun um atvinnu- mál f Reykjavfk. Skyldi þar fjall- Magnús L. Sveinsson borgarfull- trúi, formaður atvinnumála- nefndar Reykjavfkurborgar. Lóðaúthlutun og atvinnuhúsnæði Þó betur megi að sjálfsögðu gera, varðandi atvinnuhúsnæði i borginni, eins og tillögur borgar- stjóra um byggingu iðngarða bera Aðalholræsi fyrir Reykjavík: Mengunarvarnir í sjó í nágrenni Reykjavíkur PALL Gfslason borgarfulltrúi gerði stuttlega grein fyrir gerð væntanlegs aðalholræsis fyrir Reykjavík, I umræðu um fjár- hagsáætlun borgarsjððs f sl. viku. Hér er um mjög þýðingarmikla framkvæmd að ræða, sem m.a. hefur áhrif á mengunarvarnir f sjó í nágrenni höfuðborgarinnar og snertir hugmyndir um Ifkleg- an sjóbaðstað I Nauthólsvfk. Páli fórust m.a. orð á þessa leið: „Fyrir réttu ári eða 20. jan. 1977, samþykkti borgarstjórn til- Iögu okkar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, að gerð verði hönnun og undirbúnar fram- kvæmdir við aðalholræsi frá botni Elliðaárvogs að Kringlumýrar- ræsi, sem iðist við útrás frá Laugarnesi. Voru veittar 10 millj. kr. til þessa verks, sem hefur ver- ið unnið á vegum embættis borgarverkfræðings. Unnið hefur verið að hönnun aðalræsis i Elliðavogi frá núves- andi enda aðalræsis norðan við Nesti og út undir Laugarnes. Endurskoðaðir voru útreikningar á vatnsmagni í einstökum áföng- um ræsisins og lega fastlögð i aðalatriðum. Gert er ráð fyrir sjálfrennsli frá núverandi enda að Kleppsmýrarvegi, en þar er ráðgerð dælustöð, sem lyftir vatn- inu upp, þannig að sjálfrennsli næst áfram út eftir strandlengj- unni. Ekki hafa enn verið gerðir uppdrættir að dælustöðinni við Kleppsmýrarveg né hreinsistöð- inni við Laugarnes. Hins vegar er hönnum lagnarinnar það langt komin að hægt er að bjóða út 1. áfanga verksins nú fljótlega á þessu ári, þegar fjármagn fæst. Reiknað er með , að sá áfangi, sem fyrst yrði boðinn út, næði frá Kleppsmýrarvegi og norður fyrir athafnasvæði S.I.S. við Holtaveg. Er þetta um 1100 m. langt ræsi, sem áætlað er að kosti 80 millj. kr. Er þetta nokkuð frávik frá áætl- un, sem kom fram í greinargerð i fyrra um þetta mál, en þar var reiknað með 900 m. löngu ræsi, en þessi mismunur kemur fram, þar sem þessi áfangi næði 200 m. lengra norður og styttist þá 3 áfangi um þá vegalengd. Mjög er mikilvægt að byrja á þessum framkvæmdum á þessu ári, því að aðalholræsið liggur þarna um um hafnarsvæðið, sem Reykjavíkurhöfn og S.l.S. verða væntanlega með framkvæmdir að hluta til innan skamms tima. Eru þá nauðsynlegt að lögn þessa ræs- is sé lokið. Ætlunin er að hefja þessa fram- kvæmd næsta haust, þar sem þetta er mjög gott verkefni fyrir vinnuflokka borgarinnar og gefur möguleika á betri nýtingu starfs- krafta, sem borgin þarf að hafa, en getur verið erfitt að nýta til fulls að vetrarlagi. Er þvi ætlaðar 40 millj. kr. til þessa verks á þessu fjárhagsári, en 40 millj. komi á árinu 1979. Við næstu ára- mót þarf þvi að ákveða hvað mikið meira yrði hægt að gera í aðalholræsamálum og þá senni- ,lega innst við Elliðavog. Eins og kunnugt er endar hið stóra Fossvogsræsi við Shell- stöðina i Skerjafirði. Þar þarf nauðsynlega að gera endurbætur á þvi, þó það sé ekki um endan- lega lausn að ræða. Með þvi að lengja ræsið út í stórstraumsborð, myndi ástandið batna verulega, en frekari framkvæmdir myndu biða ákvarðana um framtíðar skipulag aðalholræsis fyrir vest- urbyggðina. Rannsóknir hafa undanfarið verið gerðar á mengun sjávarins i Skerjafirði, sem sýna gifurlega mengun i sjónum fyrir utan Shell- stöðina og á svæðinu þar í kring. Önnur svæði eru mjög litið meng- uð, nema helst Arnarnesvogur- inn. Þá er og nokkur mengun kringum Kársnesið. Hefur þetta haldist frá þvi rannsóknir voru gerðar 1970. Enda eru þarna all- mörg ræsi frá Kópavogi og Garða- bæ, sem falla til sjávar. Sýnir þetta nauðsyn þess að fá sam- vinnu við hin ört vaxandi nágranna-sveitarfélög um þessi mál. Það er áberandi að coligerða- fjöldinn í Nauthólsvik hefur lækkað stórlega siðan 1970. I lok skýrslu sinnar segir Sig- urður Pétursson gerlafræðingur: „Mengun við Skerjafjörð vekur nú aðeins eftirtekt, þar sem skolp- ræsi ná ekki nógu Iangt út i sjóinn. Þannig er t.d. ástatt við Framhald á bls. 31 vott um, má sú staðhæfing ekki standa ómótmælt, að litið sem ekkert hafi verið gert á þessum vettvangi á liðnum árum. Sem dæmi má nefna að á árun- um 1971—1977 hefur verið lokið byggingu iðnaðar- og verksmiðju- húsnæðis að rúmmáli 1154 þús- und rúmmetrar. Hér er aðeins talið fullgert húsnæði. Uthlutun stórra landssvæða til byggingar atvinnuhúsnæðis, þar sem bygg- ingar eru ekki hafnar, eru heldur ekki innifalin i framansögðu. Samdráttur frumgreina at- vinnulifs i Reykjavik á ekki rætur í afskiptaleysi borgaryfirvalda, eins og hér hefur verið slegið fram, órökstutt. Hann á fyrst og fremst rætur i mismunum láns- fjárveitinga og bátaútgerð hefur dregist saman vegna þess að lengra er á mið að sækja eftir lokun Faxaflóa. Mismunur láns- fjárdreifingar Litum litillega á iánapólitik varðandi útlán úr þremur opin- berum fjársestingarsjóðum: Fisk- veiðasjóði, byggðasjóði og iðn- lánasjóði. 0 Fiskveiðasjóður lánaði 15.3 milljarða króna á árunum 1972—1976. Þar fór aðeins 1.3 milljarðar, eða innan við 10% til Reykjavíkur, þar sem yfir 40% þjóðarinnar búa. 0 Byggðasjóður: Höfuðstóll veð- lána byggðasjóðs í árslok 1976 var 5.1 milljarður króna. Þar af var hlutur Reykjavikur aðeins 207 m.kr. eða liðlega 4%. Ef tekið er einstakt ár, 1974, þá voru veitt 441 lán, þar af 1 til Rvikur, eða 1 m.kr. af 661.8 m.kr., sem er langt undir 1 %. 0 Iðnlánasjóður: Hann er lang minnstur þessara þriggja sjóða. Á árunum 1973—1976 var lánað FRA BORGAR- STJÓRN samtals 1.9 milljarða króna. Til R-víkur fór um 1 milljarður kr. eða góður helmingur. 0 Samtals var lánað úr þessum þremur sjóðum á árunum 1973—1976 kr. 19.7 milljarðar til atvinnuveganna. Af því fór til Reykjavíkur, eða rúmlega 40% þjóðarinnar, kr. 2.3 milljarðar eða 11.9%. Þessar tölur tala sinu máli, sem ekki verður véfengt. Reykjavík hefur ekki setið við sama borð um lánsfjárfyrir- greiðslu til atvinnuvega. Atvinnustefna borgarstjórnar M. L. Sv. rakti siðan i itarlegu máli tillögur borgarstjóra að at- vinnustefnu borgarstjórnar. Lagði hann sérstaka áherzlu á, að hagfræðideild borgarinnar væri ætlað að greiða fyrir auknum samskiptum stjórnenda borgar- innar og fulltrúa atvinnulífsins i þvi skyni að örva fyrirtæki á arð- væniegum greinum til aukinna umsvifa. Einnig á þann hátt að hvetja til nýbreytni i atvinnu- rekstri og veita styrki til rann- sókna í þvi skyni. M. L. Sv. taldi það meðal stærri verkefna að bæta verulega aðstöðu til skipa- viðgerða í Rvik. Hann vék og að lóðaúthlutun og þýðingu þess, að hún væri sem jöfnust milli ára, svo að komið yrði i veg fyrir mikl- ar sveiflur í byggingariðnaði. Að lokum fór M. L. Sv. nokkr- um orðum um frumgreinar at- vinnulifs, nauðsyn eflingar þeirra, sem m.a. hlyti að byggjast á bættri aðstöðu fyrir sjávarút- veg, veiðar og vinnslu i Reykja- víkurhöfn, en Reykjavikurhöfn væri eina fiskihöfnin á landinu sem ekki fengi neinn stofnkostn- aðarstyrk úr ríkissjóði. Aðrar hafnir fengju stofnkostnað greiddan að 75 hundraðshlutum. Markús Örn Antonsson: 10% Reykvíkinga 67 ára eða eldri Vaxandi öldrunarþjónusta borgarinnar Markús Örn Antonsson, for- maður félagsmálaráðs, drap m.a. á öldrunarþjónusfu f borginni, f umræðu borgarfulltrúa um fjár- hagsáætlun komandi árs. Um það efni fórust hont orð sem hér seg- ir: Ibúðir fyrir aldraða 1 þeim umræðum um atvinnu- mál Reykvikinga, sem fram hafa farið að undanförnu hefur gjarn- an verið bent á, hve ýmiskonar félagsleg aðstoð og sjúkrahús- þjónusta hefði aukizt i borginni og tekið til sín sifellt meira vinnu- afl. Ein orsök þessarar þróunar er aldursskiptingin i borginni, þar sem um 10% ibúa eru nú 67 ára eóa eldri. Er þetta óvenjuhátt hlutfall miðað við önnur byggðar- lög hér á landi. Á siðustu árum hefur verið gert stórátak i málefnum aldraðra i Reykjavík og ber þar hæst bygg- ingu hentugra ibúða fyrir elztu borgarana, aukna heimilisþjón- ustu á vegum félagsmálastofnun- ar, eflingu tómstundastarfs og nýja sjúkraþjónustu i Hafnarbúð- um. Senn verður lokið framkvæmd- um við fjölbýlishús aldraðra i Furugerði og siðar á þessu ári verða íbúðir aldraðra við Löngu- hlíð og Dalbraut tilbúnar. A fimm árum verður þá samtais búið að verja um 1700 milljónum til 194 ibúða fyrir aldrað fólk og hjúkr- unarheimilis 25 langlegusjúkl- inga i Hafnarbúðum. Borgin lagði þegar á árinu 1974 20 milijónir króna af framlagi til aldraðra til húsbyggingar öryrkjabandalags Islands við Hátún og fékk borgin í staðinn 22 einstaklingsibúðir og 2 hjónaíbúðir að Hátúni lOb til ráð- stöfunar i 15 ár. Þessum ibúðum var öllum úthlutað snemma árs 1975 og koma til viðbótar 170 íbúðir við Furugerði, Lönguhlíð og Dalbraut. tbúðirnar i Furu- gerði, 60 einstaklingsibúðir og 14 hjónaíbúðir voru auglýstartil um- sóknar fyrir nokkru. Umsóknar- frestur er liðinn og tillagna fé- lagsmáiastofnunar um úthiutun er að vænta innan skamms. 30 einstaklingsibúðir við Lönguhlíð verða auglýstar siðar og ennfrem- ur 46 einstaklingsibúðir og 18 hjónaibúðir við Dalbraut. Hjúkrunarheimili og dagspítali fyrir aldraða Nauðsynlegum breytingum vegna reksturs hjúkrunarheimilis var lokið í Hafnarbúðum i árs- byrjun.1977 en innbú og tæki bárust fram eftir árinu. Skortur á starfsfólki seinkaði þvi að húsið yrði tekið i notkun en i október sl. var farið að taka á móti sjúkling- um. Samkvæmt ákvörðun stjórnar sjúkrastofnana eru Hafnarbúðir reknar til reynslu sem hluti af skurðlækningadeild Borgarspital- ans og læknisþjónusta veitt af læknum þeirrar deildar. Á þess- um fundi borgarstjórnar hefur verið tekin ákvörðun um starf- semi dagspítala í Hafnarbúðum, sem heilbrigðismálaráð hafði fyr- ir sitt leyti áður samþykkt. 1 greinargerð yfirlæknis Hafnar- búða og borgarlæknis segir, að slík stofnun sé vel til þess fallin að leysa margháttuð félagsleg vandkvæði lífeyrisþega auk þess Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.