Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1978 41 félk f fréttum + Sammy Davis Jr. er á ákaflega glysgjarn mað- ur og er sagt að hann beri fleiri skartgripi bæði á fingrum, hálsi og handleggjum en nokkur annar leikari, þó kven- kvns sé. Hann var ný- lega heiðraður af ameríska-fsraelska vin- áttusambandinu í sam- kvæmi sem haldið var í alþjóðlega hátíðasalnum í Beverly Hilton. Hann tók þar á mótu verðlaun- um sem kölluð eru „Bnau Zion“ og áður hafa verið veitt forset- unum Lyndon Johnson, John F. Kennedv og Ger- ald Ford, öldungadeild- arþingmanninum Hu- bert Humphrey, Abba Eban og Simcha Dinitz. „Ég hef oft verið í góð- um félagsskap,“ sagði Sammv Davis, „en aldrei svo virðulegum.“ + 1 augum spánverja eru nautabanar hálfgerðir dýrling- ar og þeir njóta flestir dýrðar- Ijómans sem um það hefur leik- ið. löngu eftir að þeir eru sestir I helgan stein. Yfirleitt kunna þeir vel að meta þessa frægð en þó eru til undantekningar og ein þeirra er Alicia Tomas. Hún vi11 gjarnan að ferill henn- ar sem nautabana gleymist sem fyrst. Hún var ein af fáum kven-nautabönum á Spáni og hefur lagt mörg naut að velli. Alicia hefur nú hætt nauta- banastarfinu og snúið sér að leiklistinni. Það er ekki ný reynsla fvrir hana að standa á leiksviðinu. Hún hefur sungið I kór, dansað og leikið. Hún barð- ist mikið fyrir því að konur fengju að starfa sem nautahan- ar og tókst að fá því framgengt. Það var því eðlileg afleiðing þessarar baráttu að hún gerðist sjálf nautabani. Alicia Tomas óskar að það gleymist sem fyrst að hún var nautabani, þvl eins og hún segir: „Eg vil sjálf njóta frægðar og hylli vegna frammi- stöðu minnar á leiksviðinu en ekki vegna þess að ég var einu sinni nautabani." + Elfsabet Taylor hefur ákveó- ió að þegar hún deyr skuli gefa augu hennar alþjóðlega augn- bankanum. Hún tók þessa 'w* ákvörðun eftir að hafa verið heiðursgestur f samkvæmi, sem haldið var til fjáröflunar fyrir augnbankann f Washington fyrir skömmu. Augu Elfsabetar þykja mjög fögur og sá sem þau hlýtur getur verið stoltur af. -'.v« ■ Við skulum þó vona að það 1 - Ji ! m Wi verði ekki á næstunni. + Erni Brown, 60 ára atvinnulaus Englendingur.’neitar að láta fullnægja dómi þar sem honum er skipað að farga hundinum sfnum, honum Fred. Frek sækist eftir að sleikja fólk I framan og það hefur oft komið fyrir að hann velti því um koll. Það kostar Ernie eitt pund á dag að óhlýðnast dómstólunum og hann skuldar nú þegar 150 þúsund krónur. + Hér er gjöfin handa konunni sem á allt sem hugurinn girnist. Sophia Loren valdi sér þessa hvítu kápu í jóla- gjöf. Hún er með hettu og brydduð með minka- skinni. Kápan er frá Christian Dior teiknuð handa Sophiu af Frederic Castet. — Minning Sigurður Framhald af bls. 45 hann var á þessu sviði, eins og fleirum, nokkuð sérstakur. Hann fann t.d. engan söfnuð hér á landi, sem hann felldi sig alveg við, og lét þvi, er hann sagði sig úr þjóðkirkjunni, skrá sig utan safn- aða. Persóna Jesú Krists og Heilög ritning voru honum eitt og allt í trúarlegum efnum. „Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs“ og „Guðs orð er lifandi og kröftugt'* eru ritningarstaðir, sem hann unni mjög. Hreinhjartaður maður og stór í lund er nú kvaddur. En fyrirGuði sinum vissi hann, að hann var smærri en smár, og að það sem hann var, var hann fyrir Guðs náð. Æskilegri hugarafstaða mun vart fil, þegar jarðlífi lýkur og eilffðin tekur við. SigurðVir var lengi búinn að þrá þau umskipti, og nú, þegar þau eru orðín, bið ég honum, fyrir mina hönd og fjöl- skyldu minnar, blessunar á nýj- um vegum Guðs rikis, þakka hon- um allt sem hann fyrir okkur gerði. Frændfólkinu fyrir norðan biðjum við styrks og allar far- sældar. Þórir Stephensen. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki VESTURBÆR Ægissíða, Skerjafjörður sunn- an flugvallar I og II AUSTURBÆR Sóleyjargata Ingólfsstræti, Lindargata, Hverfisgata 4—62 Skipholt 54 — 70. Hverfisgata 63— 1 25 Miðtún Háteigsvegur Kópavogur Bræðratunga ■■ Upplýsingar í síma 35408. Launaseðlar á sínum stað! Það er hverjum launþega nauðsyn að hafa eftirlit með launum sínum. Ekki síst í okkar þjóðfélagi, þarsem launabreytingarerutíðar. Þáerekki síður nauðsynlegt að fylgjast með frádráttarliðunum. Hvað er búið að greiða mikið í skatt, lífeyrissjóð eða skyldusparnað? Múlalundur framleiðir handhægar plastmöppur fyrir launaseðla. Þær auðvelda launafólki reglu- semi í öllu launaeftirliti. Fást í helstu bóka og ritfangaverslunum. Múlalundur Ármúla 34-Símar 38400 og 38401

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.