Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA I0100KL. 10—11 , FRÁ MANUDEGI ‘fl' .V í/JrWnM''iIJ&,U II finningalíf hennar er frábrugðið tilfinningalífi nannsins og þvl skyldi hún þá bera sig saman við hann? Maðurinn hefur einnig tapað á þessu jafnrétti. Grafið er undan hlutverki hans sem heimilisföður enda er það ljóst út frá sögulegu sjónarmiði, að hlutverk mannsins er að vera höfuð fjölskyldunnar." Hún er andvíg breytingum á hlutverkum kynjanna og telur sem sé að grundvallarmismunur sé á manni og konu og konan sé því enn sjálfkjörin til að bera ábyrgð á barnauppeldi og hús- verkum. Segir Afansjeva enn- fremur að konur hafi tilfinningu fyrir t.d. matargerð, umsjón með börnum og þrifum, sem maðurinn hafi ekki og þvi sé ekki hægt að frelsa hana frá þeim hlutverkum, hún eigi þvert á móti að fórna sér fremur fyrir þau hlutverk en þátttöku í atvinnulífi og áhuga- málum. Margan skilnaðinn segir hún að megi rekja til þess að umsjón með heimilishaldi hafi verið einfölduð svo að ábyrgð á því starfi sé ekki fyrir hendi lengur. Auðvitað eigi maðurinn að hjálpa til við húsverkin og um- önnun barnanna en hann getur aldrei tekið alveg við af konunni og endar Afansjeva grein sína á að hvetja fólk til að virða hina hefðbundnu skipan þessara mála. Greinar Afansjevu hafa vakið andsvör meðal kvenna, sem segja að þjóðfélagið hafi sett fram of miklar kröfur á hendur þeim. Segir þannig í lesendabréfi: „Þetta er orðið ómögulegt. Ég eignaðist barn fyrir nokkru, en maðurinn minn heldur samt áfram að fara á sklði og hitta kunningja sína. Ég sé um barnið að öllu leyti og samt er talað um að maðurinn eigi að fá að halda áfram öllum slnum áhugamálum! En hvað um mig? A kvöldin þegar maðurinn minn kemur heim frá vinnu er það fyrsta sem hann gerir að spyrja um matinn. Sé hann ekki tilbúinn verður hann fúll.“ Frelsi konunnar var eitt að aðalmálum bolsévikanna. 4 dag myndi öll framleiðsla lamast ef þátttöku kvenna nyti ekki lengur við. I landbúnaði vinna konur flest störf, mennirnir leita til börganna eftir áhugaverðari störfum og meira metnum. Um leið Jækkar fæðingartala og er kvenfrelsishreyfingum kennt um og ekki I fyrsta sinn. Sama er að segja um skilnaði, þeim fjölgar og enn er konum kennt um. 1 stór- borgunum endar næstum helmingur hjónabanda með skiln- aði. A alþjóðlegum degi kvenna er ekki talað um konuna I atvinnulff- inu, heldur sem húsmóður og móður. Rætt er um að konur fái styttri vinnutíma, en varla vogar sér nokkur að stinga upp á þvi að karlmenn skuli taka meiri þátt í barnauppeldi og heimilishaldinu. andrauðsokki.“ • Ekkií freistni... Ölöf Jónsdóttir: „Því þurfa þeir að greiða niður smjörið enn meira? Þetta var svo ágætt, smjörið var svo dýrt að það mátti greiða fólki nokkuð fyrir að kaupa það, og undanrennan enn á sínum stað. Þetta kalla ég að leiða fólkið i freistni, sömu freistni og ef það er satt að bændur kaupi mjólk i kaupfélaginu. Mér og krökkunum minum finnst ógeril- sneydd mjólk jafnvel betri, enda fengum við hana sem börn. Smjörið er að visu hollt börnum og mögru fólki og hefði þá kannski verið leiðin að gefa út skömmtunarseðla? Þessir hringdu . . . 0 Launahækkanir bundnar? Launþegi: — Það er margt merkilegt hægt að segja um kjaramálin hér á Islandi og nýlega höfum við verið frædd á því að á 12 mán- uðum hafa laun okkar hækkað um 60—80% eftir því hvort við erum þingmenn, BSRB-menn eða bara ASl-menn. Sennilega hafa launahækkanir aldrei orðið meiri á jafnstuttu timabili, og sennilega hefur líka verðbólga sjaldan verið meiri. Margir græða á henni en aðrir tapa eða verða undir i lífs- baráttunni eins og sagt er. En í haust eða fyrir stuttu heyrðum við einnig annars konar fréttir, þær voru frá Bretlandi. Slökkvi- liðsmenn hófu verkfall og gátu þeir fljótlega samið um 10% launahækkanir, en þeir höfnuðu og vildu meira. Launahækkanir þar í landi voru sem sé bundnar við 10% að því er mér hefur skilist af fréttum. Og við það var staðið, ekki fengu slökkviliðs- menn meiri hækkun þrátt fyrir SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Sovétrikjunum i fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Palatniks og Zingorns, sem hafði svart og átti leik: 22. ... Rxf2! — 23. Hg3 (23. Kxf2 strandaði á 23. . . . Hb3!) Rhl! og hvitur gafst upp, þvi að stórfellt liðstap er fyrirsjáanlegt- tveggja mánaða verkfall. Hefði svona lagað gengið hér á landi? Hræddur er ég um ekki. En spyrja má: Eru þessar miklu launahækkanir ekki einn þáttur verðbólgunnar. Einn þáttur, en ekki eini. Margt annað kemur einnig líka til. Er þá ekki hluti lausnarinnar fenginn með því að setja ákveðið þak á launahækkan- ir? Er ekki hægt að ráðast á alla þætti verðbólgunnar samtimis og gera ærlega tilraun til að kveða hana niður endanlga og leyfa ekki iaunahækkanir nema allt að 10% rétt eins og gert var í Bretlandi? Að sjálfsögðu myndu menn mót- mæla og jafnvel fara í kröfugöng- ur og hefja viðtæk verkföll. En er ekki betra að takmarka launa- hækkanir og kröfur um sinn en að fá yfir sig stórfellt atvinnuleysi. HÖGNI HREKKVÍSI 1 MeN«o*ht Synd., Ine. Hann er bersýnilega ánægöur meö blálönguna á tim.mtudögunum! Minning: Sigurður Þórðarson frá Egg í I dag verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju Sigurður Þórðarson fyrrum bóndi á Egg i Hegranesi. Hann hefur átt heimili á Sauðárkróki hin síðustu ár. Þvi er kveðjuathöfn hans flutt þar, en siðan verður jarðsett á Rip I Hegranesi, þar sem eiginkona og látnir synir hvila fyrir. Þegar við Sigurður kynntumst, stóð hann á áttræðu, en ég ennþá innan við þritugt, nýkominn sem sóknarprestur til Sauðárkróks með annexíu á Rip, en þangað á Eggjarheimilið kirkjusókn. Aldursmunur var þvi mikill, skoðanir lika skiptar á ýmsum sviðum, ekki sist i trúmálum, en þessi aldni bóndi tók okkur hjón- um afar vel, og kærleikurinn varð öllum málefnaágreiningi og aldursmun yfirsterkari i sam- skiptum okkar. Þar hefur e.t.v. einhverju ráðið mikill skyldleiki við konu mina, en hann var ömmubróðir hennar og reyndar fjarskyldur mér einnig, en hann auðsýndi okkur þann kærleika, sem „breiðir yfir allt“ og „umber allt“. Við nutum því mikils góðs af hans hendi árin, sem við störf- uðum nyrðra, og þau bönd, sem þá voru tengd, slitnuðu ekki þótt lengra væri á milli síðustu árin. Við hefðum kosið að vera við at- höfnina í Sauðárkrókskirkju i dag, en aðstæður leyfa það ekki. Þvi eru þessi fátæklegu minning- arorð rituð. Sigurður fæddist 10. október árið 1879 á Hnjúki i Skiðadal í Svarfaðardalshreppi, sonur Þórð- ar Jónssonar bónda þar og k.h. Halldóru Jónsdóttur. Hann ólst upp i stórum og mannvænlegum hópi systkina, sem öll voru þannig af Guði gerð, að þau gengu siður en svo sporlaust yfir jörð, en hafa mörg markað skýr spor i sögu sins samfélags. Sigurður fór til náms við Bændaskólann á Hólum i Hjalta- dal og varð búfræðingur þaðan 1901. Hann hafði áður fengist eitt- hvað við kennslu og gerðist nú barnakennari i Hegranesinu veturna 1902—05. Þar lágu leiðir þeirra saman, hans og frændkonu hans Pálinu Jónsdóttur bónda á Egg Guðmundssonar og k.h. Sig- riðar Pálsdóttur. Þau giftust 7. október 1905 og hófu búskap á Hafsteinsstöðum i Skagafirði vor- ið eftir. Þar voru þau i tvö ár, siðan eitt ár á Syðri-Hofdölum, en vorið 1909 fluttu þau i Hegranes- ið. Þar bjuggu þau fyrstu tvö árin á Rein, en vorið 1911 tóku þau við búi á Egg, föðurleifð Pálínu, og bjuggu þar siðan. Þeim varð 7 barna auðið. Þrir drengir létust i fæðingu eða nýfæddir, en fjögur börn komust upp. Elstur var Þórður, sem lést 1932, mikill efnismaður. Næst honum var Sigriður, sem bjó ógift á Egg og lést i mai s.I. Þá er Halldóra. sem einnig hefur búið ógift í föðurgarði og er nú sjúklingur. Yngst er Jónina, hús- freyja á Egg, gift Jóhannesi Hannessyni bóndaþar. Pálina lést i nóvember 1942. Sigurður hafði ekki mikinn búskap eftir það. Þau Jónína og Jóhannes tóku fljótlega hálfa jörðina, en Sigurður átti heimili Hegranesi með þeim Sigríði og Halldóru, er nýttu hinn helming jarðarinnar. A vegum Sigriðar ólst upp Unnur Jóhannesdóttir frá Geirmundar- hóli i Hrolllcifsdal. Hún kom að Egg á öðru ári, var þar til fullorð- insára og kallaði þau Sigurð og Pálinu pabba og mömmu, enda reyndust þau henni sem slík. Árið 1970 flutti Sigurður til Sauðárkróks ásamt þeim Halldóru og Sigriði. Þar var byggt fallegt og gott hús, og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Unnur flutti heimili sitt þangað frá Hris- ey s.l. ár til að geta hlynnt betur að þvi fólki, sem hún á mest að þakka. Hún og eiginmaður diennar Axel Júliusson hlynna þar nú að Halldóru. Sigurður var á Sjúkrahúsi Skagfirðinga siðustu 8 mánuðina. Hann lést þar 12. jan- úar s.I. 98 ára gamall, elstur Skag- firðinga. Sigurður á Egg vérður flestum eftirminnilegur, þeim er höfðu af honum náin kynni. Ég nefndi hér fyrr, að börn þeirra Halldóru og Þórðar á Hnjúki hefðu siður en svo gengið sporlaust yfir jörö. Hnúksætt hefur sterk einkenni hvað snertir dugnað og atorku. Þar hafa skipað bekk margir menn framsæknir og framsýnir. Þeir hafa löngum verið á undan sinni samtíð með ýmsa hluti. Margir þeírra hafa og verið prýði- lega greindir, einnig hagleiks- menn ágætir. Viljastyrkur og skapriki hafa jafnframt verið ættarfylgjur, en einnig gott og hjálpfúst hjartalag og drengskap- ur mikill. Sigurður Þórðarson bar mörg og glögg einkenni þessarar ættar. Dugnað og atorku bóndans á Egg þekktu allir, einnig greind hans og framfarahug. Hann mun fyrst- ur skagfirskra bænda hafa sléttað tún með nútima aðferðum, þ.e. án þess að rista ofan af, heldur er plægður óhreyfður grassvörður- inn. Fyrsta útvarpstækið i Skaga- firði var sett upp á Egg og fyrsta sláttuvélin kom þangað. Það var þvi af eðlilegum ástæðum, að Sig- urði voru falin ýmis trúnaðarstörf heima fyrir. Hann var i sýslu- nefnd eitt kjörtimabil, i hrepps- nefnd i 20 ár, formaður skóla- nefndar i 16 ár og mjög lengi i stjórn Búnaðarfélags Ripur- hrepps. Sigurður á Egg var skaprikur maður, og það var ekki allra að deila við hann um menn eða málefni eða fá hann til að hvika frá sinni skoðun. Slíkir menn eru oft óþjálir i samvinnu nema til komi aðrir eiginleikar, er vega upp á móti. Þá átti Sigurður í næmri réttlætiskennd og einlæg- um vilja til að láta gott af sér leiða. Drengskapur og einlægur kærleikur voru lika sterkir þættir í fari hans. Ég kynntist þeim hlut- um mjög vel, bæði í eigin skiptum við Sigurð á Egg og sem áhorf- andi að skiptum hans við min börn. sem og barnabörn hans á Egg. Það má með -sanni segja, aö ^Sigurður væri höfðingi í lund og ekkert smátt sem hann gerði. öft var hann stórtækur við vini sina. Ég kynntist ekki Pálinu konu hans, en ég hef heyrt margt gott um hana sagt og einnig það, hve Sigurður hafi verið henni Ijúfur og eftirlátur. Sjálfur mun hann sagt hafa, að ætið hafi hann metið orð hennar mikils, því hann hafi fundið svo vel, að það sem hún lagði til málanna stefndi allt að þvi að snúa þeim á betra veg. Sigurður mun hafa verið trú- hneigður stax sem barn. Móðir hans innrætti honum margt i þeim efnum. Á miðjum aldri kynntist hann svo Arthur Gook, hinum þekkta trúboða frá Sjónar- hæð á Akureyri. Eignaðist Sigurð- ur þá það sem nefnt er endurfæð- ing eða trúarlegt afturhvarf, og trúmál skipuðu eftir það mjög stórt rúm i lifi hans. Eftir að hann hætti búsumsýslu ferðaðist hann mikið um nyrðra til að boða sina trú og sparaði þá ekkert til. En Framhald á bls. 41

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.