Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Öryggisráðstafanir á spænskum flugvöllum Madrid, 23. jan. AP. FREKARI öryggisráðstafanir hafa verið gerðar á flugvöllum I Madrid og öðrum spænskum flug- völlum af ótta við ógnanir hermd- arverkamanna, að þvf er lögreglu- fréttir herma. Aðskilnaðarsinnar á Kanarfeyj- um og hryðjuverkamenn Baska (ETA) hótuðu fyrir viku að ráð- ast á flugvöllinn f Madrid að því er fregnir herma. Sjálfstæðishreyfingin á Kanarí- eyjum (MPIAC), sem hefur að- setur í Alsír, berst fyrir sjálfstæði Kanaríeyjaklasans. Hreyfing Baskanna berst fyrir sjálfstæði Baskahéraðanna, en sú hreyfing er sögð bera ábyrgð á drápi Luis Carrero Blanco forsætisráðherra í Madrid 1973, svo og drápum á lögreglumönnum, mannránum og þjófnuðum. Flugvellir i Madrid, Las Palmas á Kanaríeyjum og Palma á Mall- orca hafa fengið til ráðstöfunar lögreglulið fyrir tilstuðlan flugfé- laganna Iberia og Aviaco. Ströng vopnaleit fer fram á öll- um spænsku flugvöllunum. Spár í Frakklandi: V instrimenn hlutskarpari Parfs. 23. jan. Reuter. STJÓRNARANDSTÖÐUFLOKKAR vinstrimanna i Frakklandi bæru hinn efri skjöld í almennum kosningum færu þær fram nú, ef marka má skoðanakönnun er birtist í franska tímaritinu „L’Express'* í dag. Flokkur þeirra ynnu 259 þingsæti samanborið við 232 þingsæti núverandi stjórnarsamsteypu. Fyrsta umferð frönsku þingkosning- anna á að fara fram 12. mars nk. Niðurstöðum skoðanakönnunar þessarar ber saman við könnun Parísarblaðsins „Le Figaro” í síð- ustu viku, en hún leiddi í Ijós að kommúnistar, sósíalistar og vinstri róttæklingar ynnu 51 af hundraði í fyrstu umferð á móti 44 af hundraði mið- og hægri- flokka og 5 af hundraði annarra flokka. Hafa niðurstöður þessar orðið til þess að þjappa qaullist- um betur saman og herma heim- ildir í París, að Jacques Chaban- Delmas, fyrrverandi forsætisráð- herra, og núverandi leiðtogi qaullista, Jacques Chirac, hafi i dag tekist í hendur á fundi 1500 starfsmanna flokksins. Chirac átti eins og kunnugt er nokkra sök á því að Delmas beið ósigur í for- setakosningunum 1974. Hafa ver- ið mestu fáleikar með þeim tveim- ur síðan Chirac stofnaði Lýðveld- isflokk sinn, RPR, fyrir meira en ári. „Þegar qaullistum er ógnað taka þeir höndum saman," sagði einn af fylgismönnum Chiraes, „það eru gömul viðbrögð kyn- flokksins.” Chaman Delmas greindi sjálfur svo frá að þeir hefðu komið saman „til að slétta úr misfellunum”. Korchnoi er í efsta sæti Wijk-Ann-Zee. Hollandi AP. Reuter. SOVÉZKI stórmeistarinn Viktor Korchnoi var eini skákmaðurinn sem vann skák 1 þriðju umferð VEÐRIÐ víða um heim Amsterdam stig 5 bjart Aþena 14 bjart Berlfn 1 skýjaó Brússel 5 bjart Chicago + 7 skýjað Frankfurt 2 skýjað Genf 4 skýjað Jóhannesarb. 21 rigning Kaupmannah. 0 skýjað Lissabon 15 bjart London 7 skýjað Los Angeles 18 bjart Madrfd 9 skýjað Malaga 9 skýjað Miami 22 skýjað Moskva + 12 bjart New York + 1 bjart Ósló +2 skýjað Palma, Majorca 7 bjart Parfs 4 skýjað Róm 9 bjart Stokkhólmur +1 bjart Tel Aviv 17 bjart Tókyó 11 bjart Vancouver 7 bjart Vfn 3 skýjað Hoogovensmótsins sem telfd var á sunnudag. Korchnoi var með hvftt og tefldi enska byrjun á móti Argen- tfnumanninum Oscar Panno. Hann fékk fljótlega betri stöðu og í tfmahraki lék Panno af sér skiptamun og gaf skákina eftir 29 leiki. Korchnoi er nú efstur á mótinu með tvo og hálfan vinning, en fast á hæla honum koma Ulf Ander- son, Jan Timman og Lajos Portisch með 2 vinninga. Anderson tefldi á móti Portisch í þriðju umferð og hafði Svíinn svart. Portisch náði frumkvæðinu í upphafi skákarinnar, en í enda- taflinu tókst Anderson að vinna af honum drottninguna fyrir hrók og biskup. Skákin fór í bið og var tefld seinna um kvöldið. Portisch varð að fórna biskupi fyrir tvö peð til að hefta framrás þeirra og virtist þá Anderson vera kominn með unna skák. En Portisch varð- ist vel og gaf hvergi færi á sér og fóru leikar svo að kapparnir sömdu um jafntefli eftir 56 leiki. önnur úrslit í þriðju umferð Christine Kuby, 21 árs gömul, var handtekin fyrir framan lyfjabúð 1 Hamborg á sunnudagskvöld eftir skotbardaga við lögreglu. Ungfrúin, sem grunuð er um hryðjuverkastarfsemi, særðist I maga og á olnhoga. Hún hafði reynt að verða sér úti um róandi lyf á fölsuðum pappírum 1 lyf jabúðinni. Úrskurður sérfræðinga: Baaderhópurinn ekki myrtur í Stammheim Stuttgarl, 23. janúar. Reuter. AP. ÞRlR réttarlæknar, frá Belglu, Sviss og Þýzkalandi, skýrðu frá þvf 1 dag að allt benti til þess samkvæmt læknisfræðilegum rannsóknum að hryðjuverka- mennirnir Baader, Raspe og Ensslin hefðu framið sjálfs- morð 1 klefum sfnum f Stamm- heim-fangelsinu f Stuttgart í október sl. Vfsindamennirnir þrfr, sem allir tóku þátt f að kryfja Ifk hinna látnu greindu frá þessari niðurstöðu sinni við vitnaleiðslur frammi fyrir þingnefnd, er stjórnin f Baden- Wiirtemberg setti á laggirnar fyrir nokkru. Þeim prófessorunum, Ar- mand Andre frá Belgíu, Hans- Peter Hartmann frá Ziirich og Joachim Rauschke frá Stutt- gart, kom öllum saman um að engar staðreyndir lægju til grundvallar þeirri uppástungu að hópurinn hefði verið myrtur í fangelsinu eða tilraun hefði verið gerð til að drepa þann fjórða, frú Míiller. Fyrir viku neitaði frúin því við yfirheyrsl- ur nefndarinnar að hún eða fé- lagar hennar þrir hefðu reynt að fremja sjálfsmorð. Hefur hún hafið málsókn á hendur „ónafngreindum aðllum" og sakar þá um að hafa reynt að svipta sig lífi. Prófessor Rauschke greindi hins vegar svo frá, að ekkert benti til þess að hnífssár á brjósti Miillers væru af völdum annarra en hennar sjálfrar. Þá töldu belgíski og svissneski prófess- orarnir að reykblettir og blóð á hendi Baders gæfu eindregið til kynna að hann hefði drepið sig sjálfur. Sagði Hartmann að sjálfsmorð Baders væri alger- lega „dæmigert", en það var kúla, sem fór í gegnum höfuð hans aftan frá og út fyrir neðan augabrún, sem varð honum að bana. Hartmann sagði að Raspe hefði á hinn bóginn fengið skot í gegnum gagnauga og hlyti hann að hafa setið uppréttur á rúmbrík, þegar það reið af. Voru þess engin merki að hann hefði verið þvingaður í þá stöðu eða honum gefið svæfiíyf. Kom einnig fram að för á líkama frú Ensslins kæmu heim og saman við þá opinberu yfirlýsingu, að hún hefði hengt sig með raf- magnssnúru plötuspilara sfns. Þá hefur aðalsaksóknari lýð- veldisins, Kurt Rebmann, sagt nefndinni að tveir verjendur hryðjuverkamannanna hafi smyglað vopnum inn í fangelsið í skýrslubunkum holum að inn- an en þrír fangelsisverðir hafa mótmælt þessu og fullyrt að slíkt hefði verið ógerlegt þar eð allt, sem þeir höfðu meðferðis, hefði verið grandskoðað. Haft er eftir heimildum i Hamborg að lögreglumenn hafi handtekið grunaðan félaga v- þýzka hryðjuverkahópsins, ungfrú Christine Kuby, eftir að til skotbardaga kom milli henn- ar og lögreglumanna þar f borg á sunnudagskvöld. Það var dómstóll í Kaiserleuten, sem gaf út handtökuskipun á hend- ur henni í nóvember vegna gruns um að hún væri riðin við sprengjutilræði í dómshúsi i Zweibrucken í október. Ung- frúin særðist í bardaganum, en lögreglumenn hafa sagt svo frá að hún sé e.t.v. með barni. Ekk- ert er frekar vitað um líðan hennar. Saudi-Arabía: Prinsessa og mað- ur hennar líflátin urðu: Framhald á bls. 37. London, 23. jan. AP. PRINSESSA f Saudi-Arabíu og eiginmaður hennar voru tekin af lífi opinberlega f bænum Jiddah við Rauðahaf, að því er brezka blaðið Observer skýrði frá. Blaðið skýrði einnig frá því að fylgismenn og lífverðir Muhamm- ed Bin Abdul Aziz prins, afa Misha prinsessu, hefðu Ifflátið „Hundavinur,, Kaupmannahöfn 22. jan. Rruter. DANANUM Niels Kajer- Larsen var veitt nýlega leyfi til að breyta nafni sfnu í Niels Hundeven Kajer — Larsen. Kajer-Larsen er mikill hunda- vinur og hafði hann óskað eftir þvf fyrir fjórum mánuðum að fá að bæta Hundeven f nafn sitt. Kajer-Larsen var handtekinn i fyrra fyrir að berja strætis- vagnabílstjóra, sem bannaði honum að hafa hundinn með sér í strætisvagninum. En hann slapp við að sitja inni í fangelsi í fjóra mánuði af því hann gat ekki hugsað sér að vera án hunds síns. prinsessuna og eiginmann henn- ar af alþýðuættum s.l. haust. Astæðan var sú, að prinsessan hafði gifzt manni, sem ekki til- heyrði konungsættinni f Saudi- Arabfu. Að þvf er fréttir herma var prinsessan, sem var 23 ára, skotin f augsýn eiginmanns sfns og hann sfðan hálshöggvinn. Fréttin um líflátið barst til Vesturlanda fyrir nokkrum dög- um, en Misha prinsessa var ein af tvö þúsund prinsessum er til- heyra konungsættinni í Saudi- Arabíu. Eiginmaður prinsessunar hét Shaar og var frændi sendiherra Saudi-Arabíu í Beirút, Ali Shaar fyrrverandi hershöfðingja. Observer sagði ennfremur, að aftakan hefði farið fram eftir að Khaled konungur í Saudi-Arabíu, eini eftirlifandi albróðir Muhammeds prins, neitaði að undirrita líflátsskipan á hendur hjónakornunum. Blaðið skýrði ennfremur frá þvf, að konungurinn hefði samt sem áður ekki blandað sér í málið eða reynt að hindra bróður sinn í því að „framfylgja skyldum sín- um“ í fjöls'kyldunni. Giftingar innan konungsættar- innar í Saudi-Arabfu hafa aukizt mjög og konum innan fjölskyld- Framhald á bls. 31 15 skólastúlk- ur láta lífið Damaskus, Sýrlandf, 23. jan. AP. SÝRLENZKUR verkamaður var hengdur opinberlega í dag fyrir að hafa nauðgað og síðan myrt stúlku er var við nám í háskólan- um í Damaskus. Sá óhugnanlegi atburður átti sér stað er aftakan fór fram að áhorfendapallur féll niður og með honum fimmtán skólastúlkur og létu þær allar lifið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.