Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.01.1978, Blaðsíða 48
au<;lýsin<;asíminn er: 22480 2H*rjjunT>Tttbiþ AUííLVSINííASÍMINN ER: 22480 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANUAR 1978 Fiskverð hækkar um 13%: 12 milljarða króna halli á fiskvinnslunni Oft er janúar illskeytt- astur allra vetrarmánuð- anna, en það hefur ekki þurft undan honum að kvarta suðvestanlands það sem af er. Og hver skyldi trúa því að í upp- hafi þorra mætti sjá blómarósir sóla sig, likt og hásumar væri. Ljósm Friðþjófur 0 («ert er ráð f.vrir að ákvörðun um nýtt fiskverð verði tekin í dag og samkva-mt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, mun almennt fiskverð, að stórufsa undanskildum, hækka um 13%, en verð á stórufsa um 20—25% og á það verð að gilda til loka febrúar, en þá verður ufsaverðið tekið til endurskoðunar. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, sem Morgunhlaðið hefur aflað sér, þýðir 13% almenn fiskverðshækkun um 5 milljarða kr. útgjalda- hækkun fvrir fiskiðnaðinn í landinu, og að með þessari hækkun vantar frystiiðnaðinn 20% á að endar nái saman og saltfisk- og skreiðarverk- un tæplega 28%. Var Morgunhlaðinu tjáð, að miðað við óbre.vttar forsendur þvrfti V'erðjöfnunarsjóður að greiða 12 milljarða á þessu ári til frvstihúsa, saltfisk- og skreiðarframleiðslu ef endar ættu að ná saman, en fvrir var Ijóst að hallarekstur þessara greina yrði í kringum 7 milljarðar að óbreyttum forsendum. Vfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins kom saman til fundar á laugardag til að fjalla um fiskverðið, en það á að gilda til maíloka. Segir í frétt frá Verðlagsráði, að á fundinum hafi miðað verulega í átt til niðurstöðu, og að horfur séu taldar á, að verðið verði ákveðið með atkvæðum sjómanna og útvegsmanna og oddamanns. Hins vegar sé ekki búizt við að endanleg niðurstaða liggi fyrir fyrr en síðdí'gis í dag. þriðjudag. 20% taprekstur frystihúsa og 27—28% taprekstur saltfiskfram- leiðslu. miðað við 13% almenna Póstur og sími: 30% hækkun „Það er verið að ganga frá 30% gjaldskrárhækkun fyrir Póst og síma frá og með 1. febrúar," sagði Ólafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins, 1 sam- tali við Mbl. í gær. Eins og Mbl. hefur skýrt frá hljóðaði umsókn Pósts og síma upp á 40% hækkun og 2% að auki til jöfnunar símataxta. Gjald- skrárnefnd mælti með því að fyrirtækið fengi 28% hækkun og 2% að auki til taxtajöfnun- ar og féllst ríkisstjórnin á þá afgreiðslu. hækkun fiskverðs, er miðaður við dollaragengið kr. 212.80. I þessari mynd er heldur ekki gert ráð fyr- ir umsömdum kauphækkunum landverkafólks þann 1. marz n.k. 1 % fiskverðshækkun þýðir 240 millj. kr. útgjaldaaukningu fyrir frystihúsin á þessu ári eða alls. 3300 millj. kr. aukningu þegar gengið er út frá 13% fiskverðs- hækkun. 13% fiskverðshækkun þýðir síðan um 1500 millj. kr. útgjaldaaukningu fyrir saltfisk- og skreiðarverkunina, þannig að fyrirsjáanleg fiskverðshækkun þýðir tæplega 5 milljarða kr. út- gjaldaaukningu fyrir fiskverkun- ina í landinu. Áður var ljóst, að tap á umræddum fiskverkunum i landinu yrði kringum 7 milljarðar kr. á þessu ári, ef hið opinbera gripi ekki til neinna sérstakra að- gerða. Þannig vantar fiskiðnað- inn 12 milljarða kr., ef ekki er gert ráð fyrir néinum greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði á þessu ári, til að endar nái saman. Eyjaklasi í Breiðafirði falur fyrir 12 milljónir EYJAKLASI í Breiðafirði hefur verið auglýstur til sölu. Er hér um að ræða eina til tvær eyjar auk margra minni eyja og skerja, 15—20 alls. Skv. upplýsingum viðkomandi Landsbankamál: Fáorðir um rannsóknina STÖÐUGT er unnið að rannsókn I.andsbankamálsins og t.d. var unnið í þvf alla helgina, að sögn Hallvarðs Einvarðssonar, rann- sóknarlögreglustjóra, en hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það hversu rannsóknin væri langt komin. Mbl. hafði einnig tal af Ólafi Nilssyni, endurskoðanda, sem rannsakar málið innan Lands- bankans í samráði við rannsókn- arlögregluna og spurði hann hvernig rannsóknin sæktist. Vildi hann ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann kvað þvi miða áfram. fasteignasölu er verð eyja- klasans ekki fastákveðið, en rætt um að taka t.d. 4ra herhergja íbúð í Reykjavík í skiptum, sem myndi þýða u.þ.b. 12 milljónir króna. Eyjaklasi þessi er að sögn fasteignasölunnar einn af þekktari eyjaklös- um í Breiðafirði, en ekki fæst látið uppi um nafnið. Nánari lýsing eyjaklasans er þessi, byggð á upplýs- ingum frá fasteignasöl- unni: Þarna er fjölskrúðugt fugla- og dýralíf svo sem æðarfugl og selur. Á sínum tima var dúntekja allt að 50 kg. af hreinum dún, hægt var að fá um 10 þúsund kofur og 18—20 kýrfóður gáfu túnin af sér, en nokkur tún eru þarna ennþá. Húsakostur er ekki mikill, for- skalað hús, hæð og ris ásamt kjall- ara, um 50 ára gamalt, en útihús eru fallin. Þá er bryggja svo og vatnsból. Gangsetning Kröflu- virkjunar undirbúin Japanskir sérfræðingar komnir TVEIR japanskir sérfræð- ingar eru nú komnir hing- að til lands og byrjaðir að undirbúa gangsetningu vélasamstæðunnar í Kröflu, en vélarnar eru sem kunnugt er frá Mitsubishi-verksmiðj- unum í Japan. Von er á þriðja Japananum næstu daga og einnig fulltrúum bandaríska fyrirtækisins Rogers Engineering, sem hannaði þennan þátt virkj- unarinnar. Að sögn Einars Tjörva Elíasson- ar, yfirverkfræðings Kröflu- nefndar, er gert ráð f-yrir að undirbúningurinn fyrir gangsetn- inguna muni taka um 10—12 daga, en sérfræðingarnir tveir fóru þegar til Kröflu í gærdag og hófu þar störf. Að því er Einar sagði mun síðan sjálf gangsetningin taka um aðra 10 daga. Orkustofnun væri einnig byrjuð að undirbúa sinn þátt i gangsetningunni og forsvars- menn hennar hefðu veitt þær upplýsingar að gufa myndi fást á vélasamstæðurnar einhvern tíma í kringum mánaðamótin. Undir- búningi í sjálfri stöðinni væri hagað i samræmi við það og nú væri t.d. verið að fara yfir túrbín- una, ganga úr skugga um að hún væri í fullkomnu lagi og í þvi skyni þyrfti m.a. að opna hana. Einar sagði því, að upp úr miðj- um febrúar ætti þannig myndin að fara að skýrast hvað snerti gangsetninguna. Landsbankamál á Alþingi: Ný ákvæði um endurskoð- un í bankakerfinu í nýju bankalagafrumvarpi LANDSBANKAMAL komst á dagskrá Alþingis í gær þegar dómsmálaráðherra, Ólafur Jóhannesson, svaraði fyrir- spurn um þetta mál frá Sig- hvati Björgvinssyni, alþingis- manni. Jafnframt þessu greindi dómsmálaráðherra frá því að fram yrði lagt á næst- unni stjórnarfrumvarp að nýrri heildarlöggjöf fyrir viðskipta- bankana en þar væru m.a. ný ákvæði um endurskoðun f bankakerfinu. Sighvatur Björgvinsson ósk- aði eftir því við ráðherra að hann veitti þingmönnum upp- lýsingar um hvernig Lands- bankamálinu væri raunveru- lega háttað, hvar rannsókn þess væri á vegi stödd og um umfang málsins'. Ráðherra kvaðst ekki hafa þessi svör á reiðum hönd- um, enda tæpast rétt að svara þeim nema í samráði við Lands- bankann og með hliðsjón af rannsókn málsins. En svör myndu fram borin innan stutts tíma eða jafnskjótt og nauðsyn- legar upplýsingar bærust hon- um frá viðkomandi aðilum. Ólafur Jóhannesson upplýsti að fram yrði lagt á næstu dög- um stjórnarfrumvarp að nýrri heildarlöggjöf fyrir viðskipta- bankana. 1 frumvarpinu væru m.a. ný ákvæði um endurskoð- un í bankakerfinu og heimild- arákvæði fyrir bankaráð, þess efnis, að þau geti ráðið sérstaka starfsmenn til að fylgjast með öllum rekstrarþáttum viðkom- andi banka. Eftir að umfang bankastarfsemi hefði náð þeirri stærð, sem nú væri, gætu bankaráð naumast haft þá yfir- sýn yfir alla rekstrarþætti, er Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.