Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978 3 Sinfóníutónleikar: Brezkur stjórnandi - norskur fiðluleikari BREZKUR hljómsveitar- stjóri og norskur fiðluleik- ari koma fram með Sinfóníuhljómsveit ís- Þrir fengu loðnu í gær- morgun lands á næstu tónleikum hennar í Háskólabíói, ann- að kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Eru þetta áttundu og síðustu tónleikar fyrra misseris þessa starfsárs. Á efnisskránni er forleikur að óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Moz- art, Friðlukonsert í D-dúr eftir Beethoven og Eng- ima, tilbrigði eftir Elgar. Hljómsveitarstjórinn, Englendingurinn Stewart Bedford, hefur aðallega öðlast frægð fyrir stjórn á óperuflutningi viða um heim, m.a. stjórnaði hann frumflutningi á Dauða í Feneyjum eftir Britten 1973 og stjórnað því verki í ýmsum þekktum óperum hér í álfu og vestan hafs, auk þess sem hann hefur einnig verið gestastjórn- andi Metropolitan óper- unnar í New York og kon- unglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn. Hin síðari ár hefur hann þó í vaxandi Stewart Bedford mæli snúið sér að hljóm- sveitarstjórn í tónleikasöl- um. Fiðluleikarinn norski heitir Arve Tellefsen og er íslenzkum tónleikagestum þegar að góðu kunnur en Arve Tellefsen þetta er í þriðja sinn sem hann kemur fram sem ein- leikari með hljómsveitinni. Þótt hann sé enn ungur að árum er hann nú talinn í hópi fremstu fiðluleikara í Evrópu. VEÐUR fór batnandi á loðnu- miðunum norður af landinu í gærmorgun, og áður en birti fengu þrír bátar afla vestur af Kolbeinsey, fóru tveir þeirra með aflann f Norglobal, sem liggur við Grímsey, en einn fór til Krossa- ness. Loðnunefnd var ekki kunnugt um hvort einhver loðnan hefði fundizt austur af Langa- nesi, en þar fór veður einnig batn- andi f gærdag. Bátarnir sem tilkynntu um afla í gær, eru þessir: Stapavík SI 230 lestir, Loftur Baldvinsson EA 230 og Gfsli Árni RE 400 lestir. Nýjasta skáldsaga Sundmans á íslenzku NU er verið að þýða nýjustu skáldsögu Per Olof Sundmans — Beráttelsen om Sám, eða söguna af Sámi og Hrafnkeli, en Sundman sækir efniviðinn í Hrafnkelssögu og lætur hana gerast nú á dögum. Bókin kem- ur út hjá Almenna bókafélag- inu á þessu ári, en útgáfan Per Olof Sundman. hefur fcngið styrk frá norræna þýðingasjóðnum vegna út- gáfunnar. Auk þessa hefur verið veitt- ur styrkur til þýðinga á fimm öðrum bókum — Iðunn gefur út Vinterbörn eftir Dea Trier Mörch, sem þýdd eru úr dönsku, Bjallan gefur út Dav skal vi snakke sammen, sem einnig er þýdd úr dönsku, en Bjallan gefur einnig út Boka og Dag Tore eftir Tordis Örja- sæter, sem þýdd er úr norsku. Ur norsku er einnig þýdd Jernkorset eftir Jon Michelet, sem Prenthúsið gefur út, en sama útgáfa gefur einnig út Kamrat Jesus eftir Sven Wern- ström, sem þýdd er úr sænsku. AEG TELEFUNKENf B4NN UPP PAL UTSJÓNWRPSKERFIÐ GÆÐI í LIT OG TÓN 9Fyrir rúmlega 10 árum settu AEG TELEFUNKEN verk- smiðjurnar á markaðinn fyrstu PAL litsjónvarpstækin, en þá hófust litsendingar eftir því kerfi í Vestur Þýskalandi. Síðan hafa yfir 40 lönd, með yfir 700 milljón íbúa tekið TELE- FUNKEN PAL KERFIÐ í notkun. Islensk yfirvöld tóku einnig þá skynsamlegu ákvörðun, að velja PAL KERFIÐ FRÁTELE- FUNKEN, fyrir (slendinga. Allir framleiðendur PAL LITSJÓNVARPSTÆKJA, fram- leiða tæki sín undir einkaleyfi TELEFUNKEN, og greiða þeim einkaleyfisgjöld. TELEFUNKEN er eina fyrirtækið sem framleiðir litsjón- varpstæki sín með 100% einingarkerfi, sem einfaldarog flýtir viðgerðum. TELEFUNKEN notar 20% framleiðslutíma hvers titsjón- varpstækis í reynslu hinna einstöku hluta tækisins, auk þess er hvert tæki reynt í 24 tíma áður en það yfirgefur verksmiðjurnar. Síðarr er tækið yfirfarið og stillt af seljanda í viðkomandi landi áður en kaupandinn fær það. Þetta tryggir yöur óbreytt myndgæði í fjölda ára. , Lítil orkunotkun (aðeins 140 wött) gefur lítið hitaút- streymi og eykur endingu tækisins. TELEFUNKEN litsjónvarpstæki eru með 110° „Inline" myndlampa, sem sýnir jafna og góða mynd áskerminum, út í öll horn, auk þess sem tækin eru þynnri, en áöur hefur verið hægt að framleiða þau. Fjarstýring er að sjálfsögðu fáanleg. Þrátt fyrir yfirburði TELEFUNKEN PAL LITSJÓNVARPS- TÆKJA ERU ÞAU SAMKEPPNISFÆR ( VERÐI. Yfir 200 milljón króna er varið til rannsókna og hönnunar á rannsóknarstofum AEG TELEFUNKEN á hverjum degi, sem tryggir áframhaldandi forustu brautryðjandanna - AEG TELEFUNKEN. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.