Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978 15 Austantjaldsþjóðir: Fá inni í vestrænum stöðvum sem útvarpa til Austur-Evrópu Washinj’ton. 23. jan. Reuter. SOVESKUM og öðrum austur-evrópskum stjörnvöldum verður að llkindum veittur útvarpsttmi í framtíðinni hjá „Útvarpi Frjáls Evrópa" og „Útvarp Frelsi“ til að senda út kvartanir um átalda ónákvæmni stiiövanna. Sovétmenn hafa lengi ásakað stöðvarnar um ærumeiðandi áróður, en umbeðnir um ábendingar hvaða dagskrárliðir fari fram úr hófi hafa fá skírskotandi svör borist. Nefndin sem hefur með stöðv- ljóst að vart væri hægt að komast arnar tvær að gera, en þær eru bandarískar, hafa aðsetur í Munchen og eru kostaðar af bandarísku almannafé, skýrði svo frá að hún væri tilbúin að kanna leiðir .til að veita Austantjalds- stjórnum tíma og rúm fyrir af- markaðar kvartanir, í útsending- unum sem beint er til Austur- Evrópu. Sagði nefndin gera sér VEÐRIÐ víða um heim Amsterdam 6 rigning Aþcna 14 rigning Berlfn 2 rigning Briissel 7 rígning Chicago + 1 snjókoma ^Frankfurt 3 rigning Genf 9 rigning Helsinki + 1 snjókoma Jóhannesarb. 17 rigning Kaupmannah. 1 skýjaö Lissabon 16 rigning London 10 bjart Los Angeles 18 skýjað Madrid 10 skýjað Malaga 15 skýjað Miami 24 skýjað Moskva + 10 skýjað New Vork 0 bjart Ósló +2 skýjað Palma 14 skýjað Parfs 10 skýjað Róm 3 skýjað Stokkh. llpÍÍÍi snjókoma Tel Aviv 18 bjart Tokyo 8 skýjað Vancouver 5 skýjað Vín 2 skýjað hjá einhverri ónákvæmni þegar útvarpað væri frá stöðvunum í sem nemur 980 klukkustundum á viku. ,,Það hlýtur að vera öllu skynsamlegra fyrir viðkomandi rikisstjórnir að komást að sam- komulagi um leiðréttingar heldur en að fást við kostnaðarsamar truflanir á útsendingum stöðv- anna. Slíkar truflanir eru í and- stöðu við megin tilgang Helsinki sáttmálans um frjálst upplýsinga- fiæði“, sagði talsmaður nefndar- innar sem hefur með stöðvarnar að gera. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið hefur dreift til fulltrúa sinna i austantjaldslöndum þessari af- stöðu útvarpsnefndarinnar. Telur talsmaður nefndarinnar líklegt að sumar stjórnir austan járntjalds þiggi að geta sent út leiðréttingar í útsendingum stöðvanna, en aðr- ar ekki. Hann sagði að Sovétmenn hefðu löngum sakað stöðvarnar um ærumeiðandi áróður í garð austantjaldslandanna en umbeðn- ir hefðu þeir sjaldan bent á ákveðna dagskrárliði eða tilvik sem gætu talist fram úr hófi áróðurskennd. Bardot í E vrópurádinu UMRÆÐUR fóru fram I Evrópu- ráðinu f Strasbourg f gær um sela- dráp. Meðal þeirra, sem sátu á áheyrendabekkjum, var franska leikkonan Birgitte Bardot, en hún hefur sem kunnugt er beitt sér mjög fyrir friðun þessarar dýrategundar. Þingmenn frá öllum aðildar- ríkjum Evrópuráðsins, en þau eru 20 að tölu, hafa skorað á ríkis- stjórnir slnar að stöðva selveiðar næstu tvö árin, þannig að ráðrúm gefist til að ákveða hæfilegan árs- kvóta. Annað atriði I áskoruninni beinist að því að settar verði regl- ur um „mannúðlegri" veiðiað- ferðir en tíðkazt hafa hingað til. Um líkt leyti og umræðurnar I Evrópuráðinu hófust var birt bréf frá Pierre Trudeau forsætisráð- herra Kanada, en það var svar við málaleitan Bardot um að sel- veiðar yrðu bannaðar I Kanada. Svar forsætisráðherrans var á þá lund, að ekki væri ástæða til að banna veiðarnar. Selastofninum væri ekki hætta búin og veiðarnar væru ekki stundaðar með grimmdarlegum aóferðum, auk þess sem I veði væri afkoma margra manna. Myndin hér að ofan var tekin er Birgitte Bardot hafði komið sér fyrir á áheyrendapöllum I Evrópuráðinu i gær. Kjarnaofnsleki í Coloradoríki Platteville, Colorado — Lock- burne, Ohio, 24. jan. AP. Reuter. VART varð við leka á geislavirku helfumefni í kjarnaofni f kjarn- orkustöð f Colorado á mánudag með þeim afleiðingum að 15 verkamenn veiktust Iftillega og flytja varð 275 manns burt af svæðinu. Var þvf sfðan lokað f u.þ.b. fimm klukkustundir. Að sögn embættismanna var engin hætta talin á að bændur f ná- grenni stöðvarinnar yrðu fyrir geislun. Þegar sfðast spurðist var enn ckki vitað um magnið er út lak. Kjarnorkustöðin er um 56 km. norð-austur af Denever. Lekinn mun hafa átt sér stað um sprungu I kæli- og einangrun- arkerfi kjarnaofnsins og upp um reykháfinn. Kjarnaofninn er eign þjónustufyrirtækis og mun enn vera á tilraunastigi. Er þetta eini ofninn I Bandarlkjunum, er notar helíum til kælingar. Þá herma heimildir I Ohio að 15 tonna geymir með geislavirkum efnum hafi fallið af lestarvagni en fengið mjúka lendingu I snjón- um þannig að engin hætta stafaði af. I>etta gerdist.. Miðvikudagur. 25. janúar. 1974 Yale-háskólinn skýrir frá þvi. að hifl verðmæta „Vínlandskort" skólans sé falsað Kortið sýndi fram á að Leifur Eiríksson fann Norður- Ameriku fimm öldum á undan Kólumbusi 1971 Dómstóll i Los Angeles dæm- ir Charles Manson og þrjár konur sek um morð sjö manna, þ á m leikkonunnar Sharon Tate. 1950 Alger Hiss er fundinn sekur i Bandarikjunum um að hafa svarið rangan eið til að dylja aðild sína að kommúnistaflokki 1944 Orrustan um Cassino hefst á ítaliu i heimsstyrjöldinni siðari 1911 Bandariskt riddaralið er sent til Mexikó til að verja Rio Grande- ána i borgarastriðinu i Mexikó 1831 Pólska rikisþingið lýsir yfir sjálfstæði Póllands, steypir Nikulási af stóli og rekur Rómanoffana frá völdum 1802 Napóleon Bónaparte verður forseti italiu 1579 Utrecht-samkomulagið sem gefur til kynna upphaf hollenrka lýðveldisms er undirritað af Hollandi. Zeelandi. Celderlandi, Frislandi. Groningen og Overyssel Afmæli dagsins Edmund Capion. enskur jesúíti (1540—1581). Róbert Burns, skozkt skáld (1759—1796). Willi- an Somerset Maugham, brezkur rit- höfundur (1874—1965), Virginia Woolf. brezk leikkona (1882—1941) Spakmæli dagsins: Oft má Ijúga miklu með þögninni Robert Louis Stevenson, skozkur rit- höfundur (1 850— 1 894) Hjónavígsla í írsku fangelsi Hi>mrcki.lriandi.24 jan.Ai-. elsi I borginni Hlymreki á Ir- A ÞRIÐJUDAG fór fram hjóna- landi, sem vfkingar stofnuðu. Það vfgsla f rammlega vfggirtu fang- Var Bridget Rose Dugdale læknir. Skuldadagar í nánd? iínversk leyniskjöl benda til íýrrar valdastreitu í Peking FYRIR skömmu varð uppskátt um leyniskjöl i Hong Kong, sem nú er dreift i þúsundatali meðal máls- metandi manna I Kína, en í skjöl- um þessum er m.a. að finna orða- skipti milli núverandi leiðtoga kommúnistaflokksins. Hua Kuo- feng, og varamanns hans. Teng Hsiao-ping. Þótt erfitt sé að dæma um áreiðanleika samtalsins i heild. sýnir útbreiflsla skjalaafrit- anna berlega með hverjum ráðum valdsmenn i Peking vega hver að öðrum. Glefsa úr þessu fjörlega hnútukasti birtist i þýzka blaðinu „Welt am Sonntag" þann 22. jan. sl. og fer hár á eftir. Teng Endurreisnin verður að hald- ast i hendur við gagnrýni á fjór- menningana Þetta fólk hafði hugs- að sér að gera mörgum gömlu flokksráðsfélaganna skráveifu og ég var eitt helzta skotmark þeirra Þeir fölsuðu fyrirmælin frá 7. april (ráða- gerð um að kollvarpa Teng sjálfum. þýð ) Yfirráðið ætti að gera lýðum þetta Ijóst Hua Vertu ekki að fjargviðrast þetta, félagi Teng Hsiao-ping Það vita allir að fjórmenningunum gekk illt til gagnvart þér og gömlum flokksráðsfélögum Vandamálið er bara það, að Mao formaður undirrit- aði fyrirmælin sjálfur 7 apríl Það, sem Mao formaður hefur ákveðið. verður elnfaldlega ekki afturkallað Teng: Þú þarft ekki að bregða fyrir þig Mao formanni til að reyna að hafa áhrif á mig Meðan hann var sjálfur á lífi var það ávallt viðkvæði hans, að það væri aðeins tvenns konar fólki, sem aldrei yrðu á mistök — því, sem ekki væri enn i heiminn borið og þvi, sem þegar væri komið undir græna torfu Fyrirmæli fjór- menninganna voru afglöp og því ber að leiðrétta þau Þeir einir þráskall- Teng Hsiao-ping féll tvisvar i ónáð á valdaskoiði Maos en komst aftur til áhrifa eftir fráfall hans. Nú álita sárfræðingar i kinverskum stjórn- málum afl hann sækist eftir að verða rikisleiðtogi. ast við slikri leiðréttingu, sem sjálfir eru bendlaðir við fjórmenningana og þeirra axarsköft Þú skalt ekki imynda þér að þú hafir einhvers konar tangarhald á mér af þvi einu að valdataka þín heppnist. Eg segi þér skýrt og skorinort að meirihluti flokksráðsfélaganna. stjórnarinnar og hersins. styður mig Sá meirihluti mun áreiðanlega ekki koma þér til hjálpar þegar að skuldadögunum kemur (Teng ris á fætur og ætlar út) Hua: Láttu ekkí koma þér úr jafn- vægi Fáðu þér sæti og ræðum málin i rólegheitum I rauninni ertu prýðismaður, en þú hefur látið þér renna i skap Teng Það er eðlilegt að nú skulir þú sjá ástæðu til að snúa blaðinu við En ætlar þú þá að neita þvi að það hafi verið ósk þín að mér yrði vikið frá til að þér hlotnaðist forsæt- isráðherradómur sjálfum? Það ert þó þú, sem hagnast hefur meira en nokkur annar á Teng-andróðrinum! Hua Kuo-feng fór lengi með em- bætti oryggismálaráðherra t tið Maos og varfl flokksformaður að honum látnum. Nú óttast hann völd og áhrif Tengs. sem geta komið honum á kaldan klaka. félagi í hryðjuverkasveit Irska lýðveldishersins, sem þá gekk að eiga hinn byssuglaða Eddie Gallagher, en hann er m.a. kunn- ur um að hafa rænt hollenska iðjuhöldinum Tiede Herrema á trlandi árið 1976. Dugdale sem er 36 ára gömul, afplánar nú nfu ára fangelsisdóm fyrir aó hafa rænt þyrlu til að varpa heimatilbúnum sprengjum á lögreglustöð f N- trlandi og fyrir 19 milljón doilara listaverkarán fyrir lýðveldisher- inn. Var Gallagher ekið frá fang- elsinu I Portlaoise með ströngum verði til athafnarinnar og sfðan fljótlega til Portlaoise aftur að henni lokinni. Vígsluathöfnin markaði lok árs- langrar baráttu hjónakornanna til að fá að eigast. Var það einkum vegna sonar þeirra, Ruarj, að nú- verandi dómsmálaráðherra lands- ins, Gerry Collins, lét undan, en Ruari fæddist í Hlymrekfangels- inu fyrir þremur árum. Var drengurinn við athöfnina ásamt fáeinum gestum öðrum. Foreldr- ar Dugdale voru þar ekki og skýrðu fjölskylduvinir svo frá að þeim hefði ekki verið boðið, enda hafa mestu fáleikar verið með þeim undanfarið. Ekki varð hjón- unum hveitibrauðsdaga auðið eft- ir að hringar höfðu verið settir upp. Fengu þau að vera saman fimm klukkustundir samtals í klefa frúarinnar undir köldu Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.