Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 18
18 MORGÚNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978 Sambandsfrystihúsin frystu 26 þús. lestir í fyrra: Heildarútflutningur Sjávarafurða- deildarinnar nam 14,1 milljarði kr. A ÁRINU 1977 frystu Sam- bandsfrystihúsin 26.652 lestir af sjávarafurðum á móti 20.618 lestum árið 1976. Aukningin nemur 6.034 lestum eða 29 af hundraði, að því er segir í nýútkomnum Sambands- fréttum. Bolfiskfrysting varð 22.583 lestir á móti 18.509 lestum árið áður. Þar er aukningin því 4.074 lestir eða 22 af hundraði. I einstökum fisktegundum varð aukningin mest í HARÐIR bardagar urðu um Blal í Suður-LIbanon er hægrisinnar, sem njóta stuðnings ísraels- manna, gerðu stórskotaliðsárás á þorpið, en samkvæmt heimildum sem taldar eru áreiðanlegar tókst Palestínumönnum með tilstyrk vinstri sinnaðra Líbana að hrinda árásinni. Fregnir hafa borizt af miklum vopnaflutningum til S- Líbanon. Hægrisinnar I landamærahér- FYRRVERANDI samstarfs- maður sovéska kvikmyndaleik- stjórans Sergei Eisensteins hefur hafizt handa við lokafrágang kvikm.vndar, sem hinn kunni leikstjóri tók í Mexfkó snemma á fjórða áratugnum, að sögn frétta- stofunnar Tass. Myndin hefur aldrei verið sýnd áður. Sagði í fréttinni að filman hefði nýlega borizt til Sovétrfkjanna frá Bandarfkjunum. Menn höfðu áður talið hana glataða. Það var sovézkur kvikmynda- leikstjóri, Grigory Alexandrov, sem fór með Eisenstein til Mesíkó Handteknir í sambandi við morðin í Bretlandi Haddingltin, Skotlandi, 24. jan. AP TEKINN hefur verið fastur at- vinnulaus þjónn sem leiddur verður fyrir rétt og ásakaður f sambandi við eitt mesta morðmál sfðustu ára f Bretlandi, að þvf er lögreglan skýrði frá í dag. Annar maður er talinn grunaður um aðild að málinu og verður hann ákærður líka, að þvf er heimildir hér herma. Þjón-ninn atvinnulausi, Arehi- bald Thompson Hall, og Michael Kitto, komu fyrir rétt i sambandi við atvik tengt morðunum. Var hér um að ræða stuld sjaldgæfrar 700 ára gamallar myntar á heimili Walters Scott Elliot fyrrum þing- manns, en hann var einn hinna myrtu. I Ijós kom við rannsóknir að þeir Hall og Kitto voru tengdir morðunum og settir tafarlaust í varðhald, án þess þó að lögregla hafi skýrt frá hver aðild þeirra sé. Verða stefnur birtar yfir tví- menningunum síðar í vikunni og verða það „alvarlegar ásakanir", að sögn heimilda. frystingu þorskafurða eða um 46 af hundraði. Hins vegar varð verulegur sam- dráttur í frystingu á karfa (33%) og ufsa (27%). Merkasta nýmælið á árinu var tvímælalaust frysting á rúmlega 2.100 lestum af síld til útflutnings og var það um sex sinnum meira en árið 1976. Á árinu voru frystar um 980 lestir af grálúðu og var það um 7 sinnum meira en árið áð- uðunum fá vopn sín að sögn frá Israel, en Palestínuarabar og vinstrisinnar fá vopnabúnað frá Líbýu. Þaðan eru vopnin flutt um Kýpur til hafnarborgarinnar Týr- us f Suður-Líbanon. Bardagar um Blat stóðu fram eftir degi, en fregnum ber ekki saman um lyktir þeirra. Palestínumenn segjast enn hafa þorpið á sinu valdi, en hægrisinn- ar halda því fram að þeir hafi nú að mestu „frelsað þorpið". til að aðstoða hann við töku mynd- arinnar „Lengi lifi Mexíkó". Hann hefur skýrt svo frá að þeir hafi ferðazt um landið saman og hrifizt mjög af landi og þjóð áður en taka hófst. „Siðan notuðum við meira en 70 kílómetra af filmu og vorum sjö mánuði að verki," sagði hann. Hins vegar tókst þeim ekki að ljúka við myndina þar eð þeir neyddust til að yfirgefa Mexíkó og snúa aftur til Sovétríkjanna i aprílmánuði 1932. Ekki kom fram hjá Alexandrov hvar filman hefði verið í Bandarfkjunum fram að þeim tima að hún kom fram. Sovétmenn hafa minnzt áttatíu ára afmælis Eisensteins, sem er látinn, með margvíslegum skrjf- um í tímaritum og fréttastofan Tass upplýsti á mánudag að í bí- gerð væri að gefa út ritverk kvik- myndaleikstjórans í tveimur bindum á næstunni. Athugasemd í TILEFNI fréttar í dagblaðinu Tíminn þann 6. janúar s.l. þar sem sagt er frá því að m.s. „AKRABORG" fari í slipp á Akureyri viljum vér undirritaðir vekja athygli á því, að ekkert var þvi til fyrirstöðu að skipið yrði tekið í slipp í'Reykjavik og við- gerð færi þar fram, ef þess hefði verið óskað. Reykjavík, 13. jan. 1978. Skippfélagið f Reykjavfk h.f. Bílvelta 1 Svínahrauni JEPPABIFREIÐ valt út af vegin- um við Litlu kaffistofuna í Svína- hrauni í gærkvöldi um kl. 22.30 og urðu smávægileg meiðsli á tveim- ur mönnum í bílnum. Mikil hálka var á veginum þegar óhappið varð, en menn sem komu á vett- vang réttu bílinn við og sfðan var honum ekið í bæinn eins og ekk- ert hefði í skorizt. í sambandsfréttum segir að sala frystra afurða hafi gengið vel á árinu og birgðir í árslok með allra minnsta móti. Á árinu 1977 varð heildarútflutningur Sjávaraf- urðadeildar Sambandsins 14.172 millj. kr. að cif.-verðmæti á móti 8.214 millj. kr. árið 1976. Aukning útflutningsins nemur þannig 5.958 millj. kr. eða 72,5 af hundr- aði. Þá segir að þýðingarmestu af- urðir deildarinnar séu hraðfryst- ar sjávarafurðir, lýsi og mjöl, en deildin flytji einnig út skreið og söltuð hrogn. Utflutningur frystra sjávarafurða nam 10.672 millj. kr. og hafði aukizt um 54,3% af cif-verðmæti, en um 15,7% að magni. Utflutningsverð- mæti mjöls og lýsis nam 2.828 millj. kr. og var þar um að ræða rúmlega tvöföldun f magni en þreföldun í verðmæti. — Garnaveiki Framhald af bls. 32. verið með uppdráttarsýki eða skituköst, en það er hvort tveggja garnaveikieinkenni. Hentugt er, að fjáreigendur hafi farið gegnum fjárbækur sínar og tekið niður á blað upplýsingar um þessi atriði, þegar fjárskoðunarmaðurinn birtist. Fjárskoðunin fer fram síðustu viku janúar og fram eftir febrúar. Haft hefur verið samband við oddamenn bænda í öllum sveitar- félögunum og þeir beðnir að greiða fyrir skoðuninni. — Tónlista- verðlaun Framhald af bls. 2 Konsert fyrir celló og hljómsveit; Gunnar Berg: „Essai Accoustique 3“ fyrir píanó og hljómsveit. Frá Finnlandi Aulis Sallinen: „Ratsumies" (Riddarinn), ópera; Paavo Heininen: „Maiandros", verk fyrir pianó og elektrónísk hljóðfæri. Frá íslandi Jón Ásgeirsson: „Þrymskviða", ópera; Jón Þórar- insson: „Völuspá". Frá Noregi Finn Mortensen: „Hedda“, hljómsveitarverk; Knut Nystedt: „Lucis Creator Optime", verk fyrir kór, hljómsveit og ein- leikara. Frá Svíþjóð Lars-Gunnar Bodin: „Skárvor av en tid som kommer"; Sven-David Sand- ström: „Culminations“. Dómnefndin er skipuð eftir- töldum mönnum: Frá Danmörku Jens Brincker, háskólalektor, formaður, Per Nörgárd, tónskáld, Támas Vetö, hljómsveitarstjóri, varamaður. Frá Finnlandi Ulf Söderblom, hljómsveitarstjóri, Erik Tawa- stjerna, prófessor, Timo Teerisuo, doktorphil. (varamaður). Frá Islandi Árni Kristjánsson, fv. tónlistarstjóri, Páll Kr. Páls- son, organleikari, Ragnar Björns- son, organleikari (varamaður). Frá Noregi Kristian Lange, tón- listarstjóri, Ola Kai Ledang, dósent, Ole Henrik Moe, fram- kvæmdastjóri (varamaður). Frá Svíþjóð: Anders Jansson, dagskrárstjóri, Lars Johan Werle, tónskáld, Bengt Emil Johnson, ritstjóri (varamaður). Nokkuð hefur verið ritað um veitingu tónlistarverðlaunanna að þessu sinni og í finnska blað- inu Hufvudstadsbladet, er Finn- inn Aulis Sallinen nefndur sem líklegasti kandidatinn til að hljóta verðlaunin að þessu sinni. — R/s Baldur Framhald af bls. 2 þilfari og aðstöðu til fiskrann- sókna á milliþilfari. Brúarhús stækkað vegna rannsóknar- manna. Lokað þilfar stjórnborðs- megin vegna vindustjórnar og ís- vélar. Viðbót við fiskileitar-, sigl- inga- og fjarskiptatæki. Skipa- tækni hf. samdi útboðslýsingu og verkið var boðið út um miðjan ágúst sl. Alls bárust tvö tilboð og var því lægra tekið, sem var frá Vélaverkstæði Sigurðar Svein- björnssonar hf. Er þetta verk nú hafið. Talið er að kostnaður muni nema um 215 m. kr. og verða lokið um miðjan ágúst 1978. Að auki varð viðgerðarkostnaður á bv. Baldri að loknu þorskastríði milli 67—70 m. kr. Þá kom fram í svari ráðherra að skipið hafi farið til viðgerðar í Hafnarfirði 4. jan. sl. Frá því 24. maí er skipið var afhent ráðuneyt- inu hefur útlagður rekstrarkostn- aður numið 6,6 m. kr., sem eru aðallega laun vélstjóra, vakt- manna og ýmis launatengd gjöld. Auk þess liggja fyrir reikningar vegna hafnargjalda frá 1/6—1/12. sl„ kr. 689.124.00. Aðalverkefni skipsins 1978 munu verða: botnfiskaleit og veiðitilraunir: karfi, ufsi, grá- lúða, langhali, gulllax, kolmunni. VeTOarfæratilraunir: áhrif möskvastærðar, prófanir á ýms- um hleragerðum o.fl. Almennar fiskirannsóknir, einkum á þorsk- fiskum og ofangreindum tegund- um. Að lokum sagði sjávarútvegs- ráðherra að athuga mætti, hvort ekki væri rétt að fela þingfarar- kaupsnefnd verkefni af því tagi sem hér um ræðir, vegna starfs- dugnaðar sem nefndin hefði sýnt. — Stjórnmála- flokkurinn Framhald af bls. 2 hvort flokkurinn hefði I hyggju að bjóða fram og einnig til hverra flokkurinn teldi sig höfða. „Við höfum i hyggju að bjóða fram til Alþingis og stefnum að því i mörgum og jafnvel öllum kjördæmum landsins," sagði Ölaf- ur. Aðspurður um það hvort flokk- urinn teldi sig hægri- eða vinstri- flokk sagði Ólafur að þetta væri ekki vinstri flokkur. ,-,Við munum taka á málefnunum eftir því sem efni standa til,“ sagði hann, „við viljum vestræna samvinnu og við viljum NATO ekki burtu. Við skiljum mætavel þá hættu sem getur verið af herbúsetu til lang- frama, en við viljum varið land.“ Aðspurður um það hvað hefði valdið flokksstofnuninni, hvort það væri ákveðin óánægja eða eitthvað annað svaraði Öfáfttr: „Manni finnst mjög hafa sigið á ógæfuhliðina í íslenzkum stjórn- málum. Það er of mikil undanláts- semi í stjórnun landsins bæði á sviði efnahagsmála og annarra mála, það vantar festu.“ Ólafur sagði að á stofnfundin- um hefði ekki verið mikill fjöldi fólks, enda væri það svo að verið væri að hrinda þessari skeið á flot og því ráð að byrja rólega en ákveðið, enda væri það fyrstu stjórnar að móta stefnu og annað í starfi flokksins, en hins vegar sagði Ólafur að félagið Sterk stjórn hefði á sinum tíma efnt til skoðanakönnunar sem þessi flokksstofnun byggði á, en þar hefóu nokkur hundruð manns sýnt málinu áhuga án þess að nokkur sérstök tilþrif hefðu verið höfð til að laða fólk að utan nokkrar auglýsingar í dagblöðum. — Njósnahnött- ur hvarf... Framhald af bls. 1. eyddist ekki er hann kæmi inn í gufuhvolfið. Talsmaður Kanadastjórnar seg- ír, að ekki sé ástæða til að óttast geislavirkni af völdum gervi- hnattarins, enda þótt óljóst sé hvort hann hafi splundrazt algjör- lega við að koma inn f gufuhvolf- ið. Skýrt hefur verið frá því í ýms- um löndum að ríkisstjórnir hafi nýlega verið varaðar við því að sovézkur kjarnorkuknúinn gervi- hnöttur kynni að hrapa til jarðar. Danski umhverfismálaráðherr- ann sagði í kvöld, að aðvörunin hefði komið frá Bandaríkjunum. Hefði hún verið þess efnis að stjórnkerfi hnattarins væri í ólagi og væri ekki unnt að útiloka að hann kæmi til jarðar í Danmörku. Hefðu viðeigandi varúðarráð- stafanir verið gerðar af hálfu danskra stjórnvalda. Sovétstjórnin hefur viðurkennt opinberlega að sovézki gervi- hnötturinn Cosmos 954 hafi í dag farið af braut sinni yfir Norður- Kanada. Halda Sovétmenn þvf fram að kjarnorkuforði hnattar- ins hafi verið nauðsynlegur til að eyða hnettinum ef hann færi af markaðri braut sinni. Nú hafi það gerzt og sé hnötturinn úr sögunni. í tilkynningu Sovétstjórnarinnar kemur meðal annars fram stað- festing á þvi að hnettinum hafi verið skotið á loft 18. september. I tilkynningunni segir, að af ókunnum ástæðum hafi loft- þrýstingskerfi hnattarins skyndi- lega farið úr skorðum hinn 6. janúar s:l„ og hafi hann þá tekið að færast í átt til jarðar. Ekkert kemur fram í tilkynningunni, sem skýrir hvað valdið hafi þess- ari röskun á loftþrýstikerfinu, en ýmsir vestrænir vísindamenn eru þeirrar skoðunar að bilunin sé hliðstæð og þegar loftþrýstikerfi flugvélar sem fljúgi mjög hátt bili, en slík bilun orsaki hrap. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum i Washington var hnetti þessum skotið á loft 18. septem- ber, og er hann hinn sextándi kjarnorkuknúinna hnatta af þess- ari gerð, sem Sovétmenn hafa skotið á loft frá árinu 1967. Ætl- unarverk þessa hnattar var að fylgjast með skipaferðum og kaf- bátasiglingum bandaríska flot- ans, en hnettir af þessari gerð hafa venjulega verið á sveimi í um það bil tvo mánuði, en þá hefur eldsneytið verið uppurið. Þá hafa þeir verið klofnir í þrjá hluta með fjarstýrðum tækjabún- aði á jörðu niðri, og sá hluti, sem hefur að geyma kjarnaofninn hef- ur þeytzt lengra út í geiminn, þar sem ætla má að hann verði næstu 600 ár. Bandarískir vísindamenn segja, að notkun kjarnaofna sé nauðsynleg í hnöttum þessum þar sem ratsjártæki um borð krefjist þess að notuð sé þjöppuð orka. Heimildarmenn i Washington segja, að Sovétmönnum hafi, þrátt fyrir margítrekaðar tilraun- ir, mistekizt að koma starfsemi gervihnattarins í eðlilegt horf. Þeir segja að Sovétmenn hafi einnig reynt að ná knettinum inn f gufuhvolfið. Brzezinski öryggismálaráðgjafi skýrði frá því í síðasta mánuði að Bandarikjamenn hefðu komizt að því að þessi njósnahnöttur Sovét- manna starfaði ekki eðlilega og væri sýnt að hann ætti eftir að valda erfiðleikum er hann kæmi á ný inn i gufuhvolfið. Eftirlitssvið hnattarins hefur verið sibreytilegt, og hefur það nánast náð til jarðarinnar allrar, þó að undanskildu suðurheims- skautinu, nyrztu svæðum Kanada, Rússlandi, Skandinavíu og mest- um hluta Grænlands. — Margir lýsa sig ábyrga Framhald af bls. 1. morgun. Þar af voru tveir þekktir B :ader-Meinhof félag- ar tilgreindir, þau Irmgard MUller og Rolf Pohle. Nokkru eftir að þessi simtöl áttu sér stað skýrði hið vinstri sinnaða blað, Liberation, sem iðulega hefur flutt boðskap ýmissa vinstri sinnaðra öfgahópa, frá þvi að borizt hefði bréf frá NAPAP þar sem aðild að rán- inu væri algjörlega vísað á bug. Rouge, annað blað franskra vinstrisinna, hafði þá sögu að segja, að ónafngreindur maður hefði hringt og sagzt hafa rænt Empain. Yrði hann látinn laus gegn 40 milljón franka lausnar- gjaldi. Af hálfu lögreglunnar kom það fram í dag, að mannræn- ingjarnir yrðu að afhenda lög- reglunni eða fjölskyldu manns- ins ótvíræð sönnunargögn um að þeir hefðu hann á sínu valdi, ella væri ómögulegt a7 ur. Vopn streyma til S-Líbanons Beirúl. 24. janúar. Reuter. Ofullgerð kvikmynd Eisensteins fundin Vloskvu. 24. jan. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.