Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978 19 Fyrirspurnir og svör á Alþingi: Er timabært að afnema lög um landshafnir ? Lög um atvinnuleysistryggingar í endur- skoðun, þ.á m. ákvæði um fæðingarorlof t GÆR var fyrirspurnartfmi í Sameinuðu þingi. Hér á eftir verður getið nokkurra efnisþráða f svörum ráðherra við hinum ýmsu fyrirspurnum. Grasköggla- verksmiðjur og raforkuverð. Halldór E. Sigurðsson landbún- aðarráðherra svaraði fyrirspurn frá Stefáni Jónssyni (Abl) varðandi raforku til grasköggla- verksmiðja. Sagði hann meðal- verð sem ríkisverksmiðjurnar 4 greiddu (1976) hafa verið kr. 12.65 fyrir hverja kvst. Sam- kvæmt því er hlutfall raforku í framleiðsluverði köggla 5.99%. Heildsöluverð rafmagns frá Landsvirkjun er kr. 3.38 á kvst. Mismunurinn á heildsölu og raf- orkuverði er því geysimikill. Er tímabært að afnema lög um landshafnir? Sigurlaug Bjarnadóttir (S) bar einnig fram fyrirspurn til sam- gönguráðherra: Er ekki tímabært að afnema lög um landshafnir? Hver eru framlög ríkisins til hinna þriggja landshafna frá upp- hafi: Keflavíkur/Njarðvíkur, Rifs á Snæfellsnesi og Þorlákshafnar? Hver hafa verið á (sama tíma) framlög rikisins til almennra hafna í landinu? Taldi Sigurlaug að almennar hafnir hefðu fengið rúma fjóra milljarða (u.þ.b. 60 talsins) en landshafnirnar (3) meira en tvo milljarða. Þessi ráð- stöfun kunni að hafa verið rétt á sínum tíma. Spurning sé hins veg- ar, hvort nú sé ekki kominn tími til að breyta til, jafnvel láta aðrar hafnir, sem ættu við sérstakan almennar sveitarfélagahafnir (um 75% kostnaðarþátttöku ríkisins, sem raunar gæti farið i 90% í sérstökum tilfellum). Ferðamála- sjóður. Friðjón Þórðarson (S) spurðist fyrir um, hvaða ráðstafanir ætti að gera til að rétta við fjárhag Ferðamálasjóðs? Samgönguráð- herra sagði óafturkræft framlag ferðamálasjóðs skv. fjárlögum 1978 vera 40 m.kr. Sjóðurinn hefði og aflað sér fjár ,til fjár- festingarútlána (í þjónustu við innlenda og erlenda ferðamenn), m.a. með erlendum og gengis- tryggðum lánum. I seinni tið væri þó yfirleitt um innlend lán að ræða með vísitölutryggingu. Erfiðar innheimtur og mikil van- skil hefðu lengst af verið fylgi- að þær konur, sem forfallast frá vinnu vegna barnsburðar, skuli njóta atvinnuleysisbóta í samtals 90 daga og tóku þessi lagaákvæði gildi hinn 1. janúar 1976. Framkvæmd þessara laga- ákvæða ollu verulegum deilum, þannig neitaði stjórn Atvinnu- leysistryggingasjóðs samvinnu við ráðuneytið um setningu reglu- gerðar um greiðslur þessara bóta. Reglugerðin var hins vegar gerð og sett hinn 20. janúar 1976. Það sem um ,er deilt í þessu sambandi er að sjálfsögðu það, hvort bætur af því tagi, sem hér um ræðir, eigi að greiðast frá at- vinnuleysistryggingum eða frá al- mannatryggingum, en fjármögn- un þessara tveggja trygginga er sem kunnugt er með mjög ólíkum hætti. Þegar fyrrgreind lagaákvæði um fæðingarorlof voru samþykkt var starfandi nefnd undir forustu formanns tryggingaráðs, Gunnars J. Möller, til þess að endurskoða lög um almannatryggingar og um í landinu sambærilegt fæðing- arorlof við það sem atvinnuleysis- tryggingar greiða nú. Ég vænti þess að þessar tvær nefndir skili áliti fljótlega á þessu ári.“ Hafrannsóknastofnun og R/s Baldur Matthías Bjarnason sjávarút- vegsráðherra svaraði fsp. frá Pétri Sigurðssyni og Jóni A. Héðinssyni (A) um starfsemi Hafrannsóknastofnunar og R/s Baldur á þessa leið: I. Fyrirspurn Péturs Sigurðssonar „1. Rannsóknar- og fiskileitar- leiðangrar skipa stofnunarinnar svo og leiguskipa eru ákveðnir í lok hvers árs. Hinir einstöku sér- fræðingar stofnunarinnar gera tillögur um fyrirhugaðar rann- sóknir á næsta ári og fylgir með Hann liggur m.a. i dreifingar- kostnaði, söluskatti, verðjöfnunargjaldi o.fl. A vegum SlR er nú unnið að athugun á hinum mikla verðmun heildsölu- og smásöluverðs. Þá starfar á veg- um landbúnaðarráðuneytisins nefnd við athugun á hugsanlegri lækkun rafmagnskostnaðar til atvinnurekstrar i landbúnaði, m.a. til grænfóðursverksmiðja og þurrheysverkunar. — Ráðherra sagði innienda fóðurbætisfram- leiðslu eiga í harðri samkeppni við umframframleiðslu og undir- boð erlendis frá. Oddur Olafsson (S) vakti athygli á því að eina grasköggla- verksmiðjan, sem rekin væri af einstaklingum, ætti ekki einungis við samkeppnisvanda að stríða gagnvart erlendum undirboðum, heldur jafnframt í samkeppni við ríkisverksmiðjurnar, sem nytu fjárframlaga af opinberu fé og væru að auki skattfrjálsar. Inndjúpsáætlun. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) spurðist fyrtr um framkvæmd Inndjúpsáætlunar: hvað liði end- urskoðun hennar og hvers vegna fjárveitingar til síðasta árs áætlunarinnar hefði verið felld niður í frumvarpi til fjárlaga 1978. Ræða Sigurlaugar verður birt að meginefni hér í blaðinu nk. fimmtudag. H.E. Sig. landbúnaðarráðh. svaraði. Hann sagði að landbúnað- armálin væru nú sem heild í endurskoðun. Ekki væri mögu- legt að taka út einstaka liði. Svip- að væri ástatt um fleiri svæði og Inn djúpið, sem samhliða þyrftu að koma til skoðunar. Þegar væri búið að gera mikið átak í skipu- lagsmálum í landbúnaði með þeirri framkvæmd sem búin væri í Inndjúpi og Árneshreppi á Ströndum. Við fjárlagaundirbúning gerði ráðuneytið tillögu um 7 m.kr. fjárveitingu vegna Inndjúpsáætl- unar. Við meðferð hefði þessi tala verið skorin niður í 3,2 m. kr. til sérstakra verkefna. Þai- undir átti einnig að falla Hólsfjallaáætlunin en til hennar var í upphafi ráð- gert að veita 9 m.kr. I meðförum Alþingis var þessu breytt þann veg að veittar eru 7 m.kr. alls vegna Inndjúpsáætlunar. Sigurlaug Bjarnadóttir. vanda að stríða, njóta slikrar sér- stakrar fyrirgreiðslu (100% stofnkostnaðarþátttöku rikis- sjóðs) tímabundið. Ráðherra H. E. Sig. rakti í ítar- legu máli aðdragandann að laga- setningu um landshafnir og efnis- atriði laganna. Aðalfundur Hafnasambands sveitarfélaga hafi skorað á yfirvöld að endur- skoða viðkomandi lög. Málið hafi verið til gaumgæfilegrar athug- unar í ráðuneytinu, en á þvi væru ýmsar hliðar, sem gerðu það að verkum að erfitt væri að svara fyrirspurn um hugsanlegt afnám laganna með jái eða neii. Málið er í könnun og niðurstaða verur kunngjörð strax og hún liggur fyrir. Varðandi fjárframlög til lands- hafna sagði H.E.Sig. að þau næmu 1649 m.kr. Með afborgunum og vöxtum, sem greiddar hefðu verið þeirra vegna færi þessi fjárhæð í 2.300 m.kr. Það væri 600 m.kr. umfram það sem verið hefði, ef landshafnir féllu undir lög um fiskur sjóðsins, enda rekstur gisti- húsa erfiður, sér í lagi utan Reykjavíkur, þar sem hótel væru rekin yfir blásumarið (aðeins). Þessi mál hefðu verið í sérstakri athugun á vegum Ferðamálaráðs og Seðlabankans. Þar til tillögur þessara aðila lægju fyrir væri erfitt að fjölyrða um úrræði. Þó hefðu nokkrar ráðstafanir verið gerðar til :ð bæta útlánakjör sjóðsins. Verðtrygging nýrra lána hefði Verið lækkuð úr 100% í 50%. Beint framlag til sjóðsins hefði og verið stórhækkað. Fæðingarorlof Matthfas Bjarnason heilbrigðis- ráðherra svaraði fyrirspurn frá Helga F. Seljan (Abl.) um könn- un á sambærilegu fæðingarorlofi til allra kvenna á landinu. Ráð- herra sagði orðrétt: „Svo sem kunnugt er varð sú breyting gerð á lögum um at- vinnuleysistryggingar í maí 1975, starfar sú nefnd enn. Nefndin hefur ekki að fullu lokið starfi enda þótt hún hafi þegar sent frá sér tillögur ril breytinga á ákveðnum þáttum laga um al- mannatryggingar, sem iagðar hafa verið fyrir alþingi. Það er gert ráð fyrir þvi að nefndin taki afstöðu til fæðingar- orlofsins og skili um það áliti með lokatillögum sínum. Á siðastliðnu vori skipaði ég nefnd til þess að endurskoða gild- andi lög um atvinnuleysistrygg- ingar. Formaður þessarar nefnd- ar er Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari. Þessi nefnd mun að sjálfsögðu einnig fjalla um fæðingaroriofið eins og aðra þætti atvinnuleysis- trygginganna, og þegar þessar nefndir hafa báðar skilað störf- um, þá mun ríkisstjórnin taka af- stöðu til fæðingarorlofsmálsins í heild, bæði þess fæðingarorlofs, sem nú er f gildi, og svo hins á hvern hátt meei veita öllum knn- þeim greinargerð um væntanlega skipaþörf. Litill hópur sér- fræðinga vinnur svo úr þessum tillögum og samræmir þær. Áætl- un þessi er síðan lögð fyrir for- stjóra og stjórn stofnunarinnar til endanlegrar samþykktar. Einnig er hún send ráðgjafanefnd stofn- unarinnar til athugunar og það er líka hlutverk ráðgjafanefndarinn- ar að koma á framfæri við stofn- unina óskum útgerðarinnar varð- andi fiskileit og aðra starfsemi stofnunarinnar er þeir hafa áhuga á. Rannsóknaáætlun stofnunar- innar verður stundum að breyta er líður' á árið vegna nýrra, óvæntra atburða er skapast í sjávarútveginum og ekki er hægt að spá fyrir um. 2. Samkvæmt ársskýrslu Haf- rannsóknarstofnunarinnar fyrir árið 1976, sem send hefur verið öllum, sem hlut eiga að máli og er til í bókabúðum voru eftirfarandi Framhald á bls. 21 NÝ SÖLUSKRÁ Bílasalan BRAUT s.f. — Skeifunni 11 — Símar: 81502 81510 Komið - hringið eða skrifið og fáið eintak endurgj aldslaust Borgarnes: Samvinnutryggingar Egilsstaðir: Bílasalan Fell s/f ísafjörður: Esso Nesti Keflavík Bílasalan Hafnargötu 50 Vestmannaeyjar: Jóker v/ Heimatorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.