Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR 1978 23 Sigríður Maríusdóttir Thorstensen - Minning Fædd 21. júní 1919. Dáin 16. janúar 1978. Horfin er úr jarðlífi hér elsku- leg vinkona mín, Sigríður Maríus- dóttir Thorstensen. Hún var fædd i Reykjavík 21. júni 1919, dóttir þeirra heiðurshjóna Karólínu Andrésdóttur Danielsen og Maríusar Ölafssonar skálds og Tyrrverandi umboðssala hér í borg. Einnig starfaði hann lengi hjá gjaldheimtunni i Reykjavik. Eru þau til Reykjavíkur aðfiutt Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast f síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. frá Eyrarbakka. Sigga var næst- elst sex systkina. Einn bróðir hennar lézt fyrir fimmtán árum, Karl Andrés. læknir. Þau sem eft- ir lifa eru: Sólveig, Ólafur, Guðný (Stella) og Baldur. Eg kynntist Siggu þegar við vorum aðeins 9 og 10 ára gamlar, hófst þá vinátta með okkur, sem aldrei hefur borið skugga á. Fjöl- skyldur okkar bjuggu i sama húsi i þrettán ár. Heimili hennar var fyrirmyndarheimili, samhentir foreldrar ólu börn sin upp í góð- um siðum i hvivetna. Sigga var frið stúlka og vel gefin, ég man t.d. hve háar einkunnir hún fékk, bæði i barnaskóla og gagnfræða- skóla. I starfi var hún jafnan vin- sæl. Hún vann í mörg ár hjá Sjúkrasamlagi Reykjavikur og eignaðist þar marga góða kunn- ingja. Eðliskostir hennar komu ætið betur í Ijós. Aldrei vissi ég til að hún hallmælti nokkurri mann- eskju. Ef á einhvern var hallað. þá var hún tilbúin að túlka allt á betri veg. Hún vildi öllum vei, og aldrei vissi ég til að i henni byggi angi af því sem nefnist öfund. Æðrulaus tók hún mótlæti, ef svo bar undir. Hennar meðfædda skynsemi sagði henni til um allt þetta jákvæða i lífinu. Hún giftist ágætismanni, Ekhardt Thorsten- sen, og hefur hjónaband þeirra verið með slíkum ágætum, að vart verður á betra kosið. Voru þau mjög samhent alla tíð og gott var að koma á þeirra hlýlega heimili. Börn þeirra eru þrjú: Sverrir, kennari, kvæntur Þóreyju Ketils- dóttur, Karl loftskeytamaður. t Eiginkona min og móðir okkar, BÁRA ÓLAFSDÓTTIR, Vesturbergi 8. andaðist á Lands'pitalanum sunnudaginn 22 janúar Sigurður Jóhannsson, Anna Á. Sigurðardóttir, Ólafur J. Sigurðsson. t Bróðir okkar JÓN G. AÐALBJARNARSON Urðarstíg 11 A, Reykjavík, sem andaðist i Borgarspítalanum mánudaginn 23 janúar verður jarðsungmn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 27 janúar kl 2 e h Systkinin. t GUNNAR WAAGE, skipstjóri, Álftamýri 48, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 26 janúar kl 1 30 JU JónKr Waage, Bergljót Haraldsdóttir, JónWaage, Edda Garðarsdóttir, Erla Waage, Kristinn A. Gústafsson, AuðurWaage, Kjartan Lárusson, BaldurWaage, Drífa Garðarsdóttir, FreyrWaage, Ásdís Guðjónsdóttir, og barnabörn t Móðir okkar og tengdamóðir, VALDÍS EINARSDÓTTIR, verður jarðsungm frá Fossvogskirkju föstudaginn 2 7 janúar klukkan 3 Hrefna Beckmann, Einar Beckmann, Jón Þór Þórhallsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vmarhug við andlát og útför, HELGE MALLING ANDREASEN, Sunnuveg 14, Selfossi Aðalheiður Andreasen, Ásta Andreasen, Grétar Arnþórsson, Guðni Andreasen, Björg Óskarsdóttir, Anna Hildiþórsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Fjóla Hildiþórsdóttir, Sigurður Sighvatsson. og barnabörn. Minning: Carl Otto Schiöth kvæntur Ragnheiði Þorgeirsdótt- ur og Sigríður, húsmóðir, gift Helga D. Hjörvar. Barnabörnin eru orðin átta. A seinni árum hefur Sigga starfað hjá dagblaðinu Vísi, en varð að hætta fyrir fáum mánuð- um vegna veikinda. Margs er að minnast á nær hálfrar aldar samfylgd, ég minn- ist gömlu daganna. þegar við saumuðum saman á dúkkurnar okkar, æfðum leikfimi og dans, einnig eru ógleymanlegir hjól- reiðatúrarnir, - skautaferðirnar, skóladansæfingarnar o.m.fl. Við söknum hennar i saumaklúbbn- um, sém við höfum haft frá ferm- ingaraldri og þökkum henni alla tryggðina og ánægjustundirnar, sem við áttum saman. Við biðjum góðan Guð að varðveita hana og vonum og trúum því að fundum okkar beri saman aftur. Ég votta eftirlifandi eiginmanni, börnum, barnabörnum, foreldrum og systkinum mína dýpstu samúð. Guðrún Ofeigsd. Hjaltested. Carl Otto Schiöth lézt i Landa- kotsspitala miðvikudaginn 18. janúar. Hann fæddist á Eskifirði 9. júní árið 1900. Foreldrar hans Carl F. Schiöth og Helga kona hans, sem var dóttir hins þjóð- kunna Friðbjörns Steinssonar bóksala á Akureyri, fluttust með börn sin til Akureyrar árið 1903. Mér er frú Helga minnisstæð fyrir það hve stórglæsileg og fög- ur hún var. Hún hafði lengi verið heilsutæp og þegar hún lézt, var Otto aðeins 11 ára. Hulda. sem liktist móður sinni. ólst upp hjá Friðjóni Jenssyni tannlækni. Faðir þeirra Carl giftist siðar Jónínu Valdemarsdóttur, hinni ágætustu myndarkonu, sem dvel- ur nú á Hrafnistu. 94 ára. Carl andaðist í júni 1928. Árið 1929 giftist Otto Svövu Þórarinsdóttur frá Seyðisfirði. Karl einkabarn þeirra. fæddist á Akureyri. Hann starfar nú hjá Flugleiðum. Öll þau ár, sem við Otto vorum samtíða á Akureyri, hélst með okkur æskuvinátta. sem aldrei bar skugga á. Otto var svo einstak- lega sannur maður. Hann hafði til að bera alla þá beztu eðliskosti, sem einn mann mega prýða. Hann var líka svo lánsamur að eignast frábærlega góða og elskulega konu, sem var hans ómetanlegi förunautur gegnum lifið. Þau hjónin og Karl sonur þeirra settust að i Reykjavik árið 1953. A seinni hluta ævinnar var Otto fulltrúi hjá Eliasi Kristjánssyni birgðastjóra Landssimans i tæp 25 ár og gegndi því starfi með þeirri prýði, sem honum var eig- inlegt. + Bróðir minn, ÞÓRARINN INGVARSSON, frá ísafirði, lézt i Landspítalanum, að kvöldi 23 janúar Jarðarförin auglýst síðar Fyrir hönd okkar. systkinanna og annarra vandamanna, Inga Ingvarsdóttir + Astkær eiginkona min, móðir. tengdamóðir og amma, ÁSTA JÓNSDÓTTIR, Leirubakka 4, andaðist að kvöldi 22. janúar Jakob Jóhannesson, Hjördís Jakobsdóttir, Holger Hansen, Jetta Jakobsdóttir, Elias Árnason, Lilja Jakobsdóttir, Steinn Ólafsson, og barnabörn. + Eiginmaður minn. faðir okkar og tengdafaðir, STEFÁN R PÁLSSON, frá Kirkjubóli Korpudal, Gautlandi 21, Reykjavik, sem lézt 17 þm verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 27 janúar kl 13 30 Guðrún Össurardóttir, Skúlina Stefánsdóttir, Svavar Guðjónsson, Kjartan Stefánsson, Guðrún Jóhannesdóttir, Höskuldur Stefánsson, Sigurbjörg Björnsdóttir, Páll Stefánsson, Hallgerður Jónsdóttir. Össur Stefánsson, Ásdis Samúelsdóttir. + Þökkum innilega samúð við andlát og jarðarför sonar míns. bróður okkar og mágs. SIGURÐAR KOLBEINSSONAR. Ingileif Gisladóttir, Viktoria Kolbeinsdóttir, Jóhannes Markússon. Kolbeinn Ingi Kolbeinsson. Sigrún Pálmadóttir Skrifstofur vorar verða lokaðar frá kl. 14 miðvikudaginn 25. janúar vegna jarðarfarar. Búnaðarfélag íslands Við hjónin sendum frú Svövu vinkonu okkar, Karli og fjöl- skyldu, okkar hlýjustu samúðar- kveðjur. V'ið vitum að þau hafa misst mikið og vitum lika að dýrmætar minningar mega sín mikils og að látinn lifir. Blessuð sé minning hans. Theodór Lilliendahl. Þegar ég kveð Otto Schiöth hinstu kveðju. er mér efst i huga þakklæti fyrir trausta vináttu, er við hjónin og börn okkar nutum frá hans hendi. Konan mín naut fágætrar hlýju og vináttu þeirra hjóna. hans og systur sinnar Svövu, meðan hún bjó hjá þeim á fyrstu búskapar-árum þeirra á Akureyri. Sömu umönnunar naut einnig Betzy dóttir okkar er hún var hjá þeim sumartíma, þegar hún var barn. Þau 25 ár. sem Otto vann hjá birgðavörslu Pósts og sima, höfð- um við næstum dagleg samskipti. I starfi var hann hinn trausti og harðduglegi starfsmaður. sem aldrei brást með skjót og örugg vinnuafköst. Stundvisi hans var óbfigðul. Með honum var gott að vinna. Otto var á timabili starfsmaður Stefáns Th. Jónssohar kaup- manns á Seyðisfirði. Að skilnaði lét Stefán fylgjaOtto m.a. eftirtal- in ummæli — — „Hann er reglumaður, harðduglegur að hverju sem hann gengur. kurteis og prúður i allri umgengni. trúr og húsbóndahollur. Ég get þvi gefið honum min beztu meðmæli til þeirra, sem þurfa á duglegum og ábyggilegum verzlunarmanni að halda." Nú að leiðarlokum held ég að samferðamenn Ottos geti heils- hugar tekið undir ofanskráða til- vitnun. V'ið hjónin vottuin Svövu ntág- konu minni. Karli. Unni og börn- um þeirra hjóna innilegustu sam- úð. Blessuð sé minning Ottos Schiöths. Elias Kristjánsson. Að undanförnu höfum við hjá Pósti og sima orðið að sjá á bak góðum samstarfsmönnum og vin- um. Traustum mönnum og vinnu- sömum, ágætum starfsmönnum og félögum. Einn þessara manna er Ottó Schiöt. Hann hóf störf hjá Pósti og sima árið 1953 og vann lengst á skrifstofu birgðastjóra og sá um birgðabókahaldið ásamt ýnisu fleiru, þar til hann lét af föstu starfi vegna aldurs. Eftir það vann hann hluta úr starfi og skil- aði sinu dagsverki daginn áður en hann lézt. öttó var mjög góður starfsmaður. Hann var vinnusam- ur, nákvæmur og snyrtilegur í verkum sinum og óh;ett var að treysta því að hlutirnir væru rétt- ir. Enda var hann jafnan béðinn fyrir þau verk þar sem síst mátti gera skekkjur og nákvæmni þurfti að beita. Hann var góður samstarfsmaður og umburðar- lyndur og hjálpsamur þeim, sem á leiðbeiningum þurftu að halda. Hann var hreinskilinn og heil- steyptur maður, sem öllum þótti vænt um og kveður samstarfsfölk- ið hann með þakkir i huga og sendir fjölskyldu hans samúðar- kveðjur. Páll V. Danielsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.