Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.01.1978, Blaðsíða 30
30 UMSE veitti Þrótti óvænta mótspymu Á AKUREYRI léku á laugardagirm UMSE og Þórttur í fyrstu deild karla íslandsmótsins í blaki. Veittu Eyfirð- ingar óvænta mótspyrnu, en Þróttar- ar voru þeim of sterkir og höfðu bæði stigin með sér suður. Lauk leiknum þannig að Þróttur vann 3 hrinuren UMSE eina. I fyrstu hrmu tóku Eyfirðmgar þegar frumkvæðið og komust i 13 7 Þá tóku Þróttarar mikmn fjörkipp og komust nálægt því að jafna. þ e as í 12:13. en Eyfirðingar reyndust sterkari á endasprettmum og unnu 15 13 í þessarri hrinu komu Eyfirðingar mjög á óvart með sterkri sókn á meðan Þrótt- urum gekk illa að sækja Onnúr hrina var nokkuð spennandi til að byrja með en siðan dró smám saman af Eyfirðingum og sigraði Þrótt- ur verðskuldað 1 5:5 I þriðju hrinu var jafnræði með lið- unum framan af og jafnt 6 6 en þá tók Þróttur að síga framúr og sigraði 15 10 í fjórðu hrinu náðu Eyfirðingar að komast i 5 2 en síðan ekki söguna meir og unnu Þróttarar 15 6 1 þessum leik kom mjög á óvart sterk sókn Eyfirðinga með Aðalstein Bernharðs- son í broddi fylkingar Sókn Þróttara einkenndist af stuttum skellum einkum þó í annarri og þriðju hrmu Gekk Eyfirðmgum illa að stöðva þá enda sterkir menn i sókn. og þeirra helstur var Guðmundur Pálsson Annars áttu flestir góðan leik og leikurmn spennandi á að horfa Dómarar voru Guðmundur Oddsson og Hjörtur Einarsson og dæmdu mjög þokkalega þs/kpe Firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu Knattspyrnufélagið Þróttur gengst fyrir firmakeppni, í innanhússknatt- spyrnu í Vogaskóla og hefst hún laug- ardaginn 1 1 febrúar Félagið gekkst fyrir sams konar keppni í fyrra og þótti hún takast mjög vel og óskuðu margir þátttakenda þess að framhald yrði á Sigurvegari í fyrra varð lið Hótel Sögu Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Guðjóns Oddssonar í ..Litnum” Siðu- múla 1 5. sími 33070, fyrir 1 febrúar Knattspyrnudeild Þróttar MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1978 Þessa m>nd af Gudmundi Rúnari Guðmundssyni FH tók Friðþjófur Ijósm. Mbl. á Reykjavíkurmeistaramótinu á laugardag. Með afreki sfnu á mótinu er Guðmundur annar bezti hástökkvari tslendinga frá upphafi. GLÆSILEGT AFREK GUÐMUNDAR BAR HÆST GUÐMUNDUR Rúnar Guðmundsson, FH, vann Rlæsilesasta afrek Reykjavíkurmeistara- mótsins í frjálsíþróttum um heigina er hann stökk 2,04 metra í há- stökki. Er þetta langbezti árangur Guðmundar, 3 sentimetrum betra en hann hafði áður gert og með afrekinu skipar Guðmundur sér sess sem annar bezti hástökkvari íslendinga frá upphafi. Heldur fram sem horfir má búast við að Guð- mundur geri harðar at- lögur að íslandsmeti Jóns Þ. Ólafssonar ÍR í sumar. Auk árangurs Guðmundar Rúnars náðist ágætur árangur í ýmsum keppnisgreinum. Guðni Halldórsson KR sýndi að hann er sterkari en nokkru sinni fyrr, kúlan fer langt hjá honum þegar kastæfingin verður meiri. Fróðir menn telja liklegt að Guðni kasti a.m.k. 19 metra i sumar. Þorvaldur Þórssyni ZR fer fram í spretthlaupunum og grindarhlaupum, varð Reykja- vikurmeistari í 50 metrum og 50 m grind. Náði hann sínum bezta árangri í báðum greinum, eftir hörkukeppni við Elías Sveinsson KR. Jafnaði Elias ís- landsmet i undanrásum grinda- hlaupsins, en Þorvaldur sigraði örugglega í úrslitunum. Ingunn Einarsdóttir ÍR æfir stíft um þessar mundir óg var því nokkuð frá sínu bezta í spretthlaupunum. Sigraði hún þó af öryggi í tveimur greinum. í kvennahlaupunum er að koma upp efnileg stúlka, Helga Halldórsdóttir KR. Reykjavíkurmeistarar innan- húss urðu annars: 50 m hlaup kvenna: Ingunn Einarsdóttir IR 6,6 sek, 50 m grind kvenna: Ingunn Einars- dóttir IR 7,3 sek, 50 m hlaup karla: Þorvaldur Þórsson IR 5,9 sek, 50 m grind karla: Þorvald- ur Þórsson IR 6,9 sek. Lang- stökk: Friðrik Þ. Óskarsson IR 8,86 mtr. Hástökk karla: Elías Sveinsson KR 1.90 mtr. Kúlu- varp karla: Guðni Halldórsson KR 16.27 mtr., Kúluvarp kvenna: Asa Halldórsdóttir A 10.71 mtr., 800 kvenna: Ragn- hildur Pálsdóttir KR 2:22,7 mín. (Hlaupið var ca. 40 m of stutt). ( v'£<>2rSf=,OÖLD pY IÓA ■ £tal5ka*j HeicsA paddtakvebjiJ PJÖUfAlfeLAfe l-|ej<V\S HAPA ‘.PtMörVEj AhUCtA 1\ HBÍN\&- <BÍKAftMuwv, oíf e>e.'nuisy Þuí ATHV6LÍM AÐ T-TALUu. / MOáSOLIMi PVLÖIST 1 VÞAE "Y M&O &LU->*a LEÍICJutvv MLFoe. HOETDAtOo'' ' SEA FEAH VAE.A H&'fAO'SLvMM T>A\ST t EOH 3 AF) MciPULAÚI ÖKWi/ LEiK.OÖaUM OA \ \<AFA OlOONV&tOMA /'J s . o o ■5 lírei OKCAtU / VoMAMpj/ A í kvöld Þrfr leikir verða í Í. deild kvenna Islandsmótsins I handknattleik í kvöld. Þá keppa Valur og KR, Fram og FH, Vfkingur og Ar- mann. Leikið verður f Laugar- dalshöll og hefst fyrsti leikurinn klukkan 20. IS sigurstranglegast Á LAUGARDAGINN léku í fyrstu deild karla i blaki Laugdælir og ÍS á Laugarvatni. Bætti ÍS þar tveimur stigum i safn sitt, sem fer nú óðum stækkandi og taka þeir nú að gerast sigurstranglegir i baráttunni um titil- inn, þar eð þeir sigruðu af öryggi 3—0. í fyrstu hrinu náðu Laugdælír fyrsta stiginu en siðan tóku stúdentar að siga framúr og unnu 15—9 í þessari hrinu kom vel í Ijós hversu Laugdælir hafa lélega móttöku og ráðu þeir illa við erfiðar uppgjafir stúdenta í annarri hrinu tóku Laugdælir for- ustu i byrjun og héldu henni upp í 6—4 En þá tóku stúdentar að siga fram úr, og gerðíst sókn þeirra ákaf lega beitt og fjölbreytt, þannig að heimamenn vissu stundum ekkert hvað var að gerast i kringum þá Sigr- uðu stúdentar þvi verðskuldað 1 5—9 briðja hrina hófst aftur með þvi að Laugdælir náðu forustu i byrjun og náðu 6—5 Þá tóku stúdentar mikinn kipp og komust i 14 — 7 í lokin réttu Laugdælir nokkuð hlut sinn með grið- skellum Haralds Geirs en sigri stúd- enta varð ekki haggað, 1 5— 1 1 Leikur þessi var vel leikinn af hálfu stúdenta og standa þeir nú best að vigi í fyrstu deildinni I þessum leik áttu Indriði Arnórsson og Friðbert Traustason sinn besta leik i vetur Einkum áttu Laugdælir erfitt með að ráða við ,,skot"skelli Indriða. Björgvin Eyjólfsson átti einna bestan leik af Laugdælum. Laumaði hann oft vel á slúdenta Einnig stóð Haraldur Geir fyrir sinu sem ávallt en nýting hans er ekki nærri nógu góð vegna lélegs uppspils á hann Dómarar voru Börkur Arnviðarson og Jón Júliusson og dæmdu vel þs/kpe. Sviptingar í blaki kvenna I FYRSTU deild kvenna léku um helgina UBK og ÍMA og UBK og Völsungur. A laugardaginn léku á Akureyri ÍMA og UBK. Voru þar mikiar sviplingar. en svo lauk að UBK bar sigur úr býtum 3—1 (15—7. 15—7, 5—15, 15—8). Daginn cftir léku Breiðabliksstúlkurnar aftur og nú við V-ölsunga. Var þar um leik kattarins og músartnnar og tapaði Breiðablik stórt. Lauk leiknum 3—0 fyrir Völsung (15—0. 15—2. 15_4). í annarri deild karla var aðeins einn leikur. Léku þar Stígandi og Víkingur. Sigraði Stigandi af örvggi 3—0(15—11.15—5,15—5). þs/kpe. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.