Morgunblaðið - 26.01.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978
7
Ef æskan vill
rétta þér örv-
andi hönd
Það vekur vaxandi
athygli. einkum meðal
ungs fólks, að Alþýðu-
bandalagið er eini íslenzki
stjórnmálaflokkurinn,
sem ekki hefur innan
sinna vébanda opin, starf
andi æskulýðsfélög. í
flestum stærri sveitarfé-
logum eru starfandi ung-
liðafélög innan starfsvett-
vangs stjórnmálaflokka,
er hafa meiri og minni
áhrif á stefnu og starf
flokkanna. Þau mynda
eigin landssamtök (SUS,
SUF og SUJ) til að styrkja
áhrif sín. Þau kjósa full-
trúa í fulltrúaráð, kjör-
dæmisráð og á landsfundi
flokkanna, sem allt trygg-
ir ungu fólki vissa áhrifa-
stöðu á þróun héraðs- og
landsmála.
Eina undantekningin frá
þessu er Alþýðubandalag-
ið Þar er til málamynda
starfandi einhver „æsku-
lýðsnefnd", sem fáar
fregnir fara af, hvern veg
til er kominn. Alþýðu-
bandalagið er ekki opið
fyrir áhrifum fjöldans,
hvorki frá ungum eða
öldnum. Þar skal „klik-
an", „sellan" og miðstýr-
ingin deila og drottna. Þar
gildir að hafa „vit fyrir
sauðsvortum almúgan-
um". Þar eru ríkjandi
hálfgerð miðaldaviðhorf
um skoðanaleg réttindi og
áhrif einstaklinganna. Al-
þýðubandalagið vill gjarn-
an atkvæði unga fólksins
— en það blæs á rétt þess
til áhrifa innan flokksins.
Engin próf-
kjör í Alþýðu-
bandalaginu
Alþýðubandalagið er og
eini íslenzki stjórnmála-
flokkurinn, sem hefur frá-
beðið sér fjöldaáhrif fylgj-
enda sinna á flokksfram
boð gegnum almenn og
opin prófkjör. Þar á „klík-
an" enn að deila og
drottna. Aðeins i einu
kjördæmi, Reykjanesi, var
viðhaft svokallað „for-
val", sem þó var bundið
mjög þröngum hópi og
lokað almennum fylgjur
um flokksins. Alls staðar
annars staðar, þ.á m. i
Reykjavík, virðist eiga að
ráða framboðum innan
marglæstra dyra, þar sem
„sellan" hefur „vit fyrir
sauðsvörtum almúgan-
um" — rétt einu sinni.
Þetta með öðru sýnir að
Alþýðubandalagið er for-
neskjuflokkur i afstöðu til
áhrifaréttar hins almenna
borgara. Flokkurinn sæk-
ist að visu eftir atkvæðum
almennings. En hann vill
ekkert hafa með áhrif
hans á framboð; hvem
veg raðað er á framboðs-
lista, sem þó getur haft
úrslitaáhrif á, hverjir
skipa þingbekki, eins og
kjördæmaskipan og kosn-
ingalög okkar eru i dag.
Einhvern veginn liggur
það i loftinu að helzt vildi
Alþýðubandalagið hafa
EINS FLOKKS KOSNING
AR, eins og viðgangast i
„ f yrirmyndarrík junum ".
Þvi finnst sýnilega illt að
þurfa að eiga sitt, eins og
aðrir flokkar, undir „sauð-
svörtum almúganum" i
frjálsum og leynilegum
kosningum. Annar og
betri háttur sé á hafður i
ríkjum sósialismans!
Prófkjör
og framtíð
Prófkjör, eins og þau
hafa verið framkvæmd
hér á landi, eru mjög göll-
uð, eins og Morgunblaðið
hefur rækilega bent á og
varað við þeirri þróun,
sem framundan er, ef
prófkjörunum er ekki
beint i skynsamlegan far-
veg. En hvorttveggja er,
að þau hafa aukið á val-
frelsi og áhrif almennings,
sem gott er, og að úr göll-
um f ramkvæmdar má
bæta, » Ijósi fenginnar
reynslu.
Spurning er, hvort ekki
þurfi að setja löggjöf um
framkvæmd prófkjörs.
Þau mætti til að mynda
framkvæma samdægurs
hjá öllum flokkum, eftir
nánari ákvæðum í lögum
og reglugerð. þann veg,
að hver borgari fengi að-
eins kjörseðil (til próf-
kjörs) frá einum flokki (að
sjálfsögðu eftir frjálsu
vali). Þannig mætti koma
i veg fyrir að „samtaka
hópur" hefði áhrif á bind-
andi framboð hjá fleirum
en einum flokki, sem
naumast er eðlilegt.
Þessu er hér slegið fram
sem hugmynd og um-
ræðugrundvelli.
Einnig mætti hugsa sér
að núverandi prófkjör þró-
uðust yfir i það, að flokk
amir skiluðu t.d. ónúmer-
uðum framboðslistum,
þar sem kjósendur veldu
ekki einungis flokk við
kjörborðið, heldur hefðu
rýmra valfrelsi en nú er til
að velja milli manna á
sama framboðslistanum.
Margir ókostir fylgja þó
þeirri aðferð. Eða að frelsi
fólks til að velja MILLI
MANNA verði með öðrum
hætti tryggt og gert jafn-
virkt og valfrelsi MILLI
FLOKKA. Um þetta efni
gilda ýmiss konar ákvæði
erlendis: í V-Þýzkalandi, á
írlandi, i Danmörku —
svo dæmi séu nefnd.
Hvern veg sem að yrði
staðið, er alls ekki óhugs-
andi, að prófkjör þróuðust
yfir i aukið valfrelsi kjós-
enda i almennum kosn-
ingum — með nýjum
kosningalögum og regl-
um. Slíkt gæti komið
samhliða fyrirhugaðri
stjórnarskrárbreytingu
eða við breytingu á gild
andi kosningalögum.
FUNA
OFNAR
Höfum hafið framleiðslu nýrra
miðstöðvarofna úr stálprófilsrörum.
Ofnarnir eru sérstaklega gerðir fyrir
íslenskar aðstæður, verk íslenskra
fagmanna. Leitið tilboða, mjög stuttur
afgreiðslufrestur og hagkvæm kjör.
Ofnasmiója
Suöurlands
Hveragerói
Símar: 99-4134 og 99-4566.
sólbekkir
í eikar, palisander og
marmaralitum
Timburverzlunin
Völundur hf.
KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu
Kvennatímar í badminton
6 vikna námskeið að hefjast. Einkum fyrir heimavinn-
andi húsmæður Holl og góð hreyfing Leiðbeinandi
Lovisa Sigurðardóttir, íslandsmeistari.
Upplýsingar í síma 82266.
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur.
I x 2 — 1 x 2
21. leikvika — leikir 21. janúar 1978
Vinningsröð: 0 11 — X 2 1 — 12 1 — 111
1. vinningur: 1 0 réttir — kr. 35.000. —
3084
5790
30591+
30800
31265
31754 33860 40589(1/10.4/9)
31840 32231(1/10.1/9) 40708(2/10,6/9)
32693 40150(1/10.4/9) 40861(1/10,4/9)
32791 40185(1/10,4/9)+ 41147(1/10,4/9)
32890 40360(1/10,4/9) 41239(1/10,4/9)
2. vinningur: 9 réttir — kr. 1 .300. —
2066+ 31036+ 33100+ 34155+ 40223+
30516+ 31632+ 33128+ 34159+ 40744+
30948+ 32134+ 33129+ 34199+ 40779+
31003+ 32914+ 33403+ 40184(2/9)+ 41090(2/9) +
Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni
eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og
heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga, sem
er 7. febrúar
Þeir vinningshafar í 2 vinningi, sem eiga aðra seðla, en
hér eru taldir, og ekki hafa fengið vinninginn i pósti hinn
1 febrúar vinsamlegast hafið samband við skrifstofu
Getrauna, sími 91-84590
Kærufrestur er til 13 febrúar kl 12 á hádegi Kærur
skulu vera skriflegar Kærueyðublöð fást hjá umboðs-
mönnum og aðalskrifstofunni Vinningsupphæðir í 1
vinningi geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK