Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1978, Blaðsíða 16
r» — ..— —* ' .wmtlU-X-BlJAÐIÐ; FIMMTUI>A(;UR 26. JA\UAtt“t$£8 — . X Ö . »■ i v ' : ! €Á S')i)i\ \ >Tf Geir Vilhjálmsson sálfræðingur: „Ný menning og mann- gerð mannúðlegri og heild- rænni er í uppsiglingu” GEIR Vilhjálmsson sálfræðing- ur var meðal frummælenda á ráðstefnu Stjórnunarfélags ís- lands f Munaðarnesi f fyrri viku sem fjallaði um þjóðhags- leg markmið og afkomu Islend- inga. M.a. sem Geir nefndi f ræðu sinni var eftirfarandi: Mörg atriði sýna ójafnvægi í menningu nútíma iðnríkja, víg- búnaður, mengun, félagsleg vandamál og andlegir sjúkdóm-. ar hafa aukist. Forsendur iðntímans duga ekki lengur. Ný menning og ný manngerð sem er fjölþættari, mannúðlegri og heildrænni er í uppsiglingu; Fjölþættari m.a. á þann hátt að þjóðfélagsleg markmið bein- ast meira að félagslegum, list- rænum, fræðilegum og andlegv um markmiðum jafnhliða hin- um stjórnmálalegu og efna- hagslegu sem athyglin beinist mest að nú. Mannúðlegri í þeim skilningi að mannfólkið og þarfir þess félagslegar, andlegar og líkam- legar verður í miðju athyglinn- ar. Heildrænni, þar sem náttúru- vernd og tillit til þarfa fjöi- skyldu þjóðanna, mannkynsins i heild, eru stöðugt tekin með f reikninginn. Gildismat: Gildismat er bæði ein- staklingsbundið og einnig þjóð- félagslegt einkenni. Gildismati einstaklingsins kynnistu með því að spyrja; „Hvað gefur þínu iífi mest gildi?" Ráðandi gildismati menning- ar eða þjóðfélags má kynnast með að athuga hvað það er sem almennt er lögð áhersla á sem eftirsóknarverð markmið, æski- legir eiginleikar eða hegðun. Einnig afstaða til fyrirbrigða eins og t.d. tímans eða náttúr- unnar, beinist athyglin mest að fortíð, nútíð eða framtíð? Er maðurinn álitinn herra náttúr- unnar eða á valdi hennar eða er samvinna manns og náttúru tal- in æskileg? * Þarfir fólks: Fjölþætt menning þarf að byggjast á fjölþættri mynd af manninum og þörfum hans. Bandaríski sálfræðingurinn Abraham Maslow setti 1954 fram kenningu um stigveldi mannlegra þarfa, sem hann síð- an endurbætti litillega 1968 með þvi að bæta inn andlegum og trúarlegum þörfum. Einfalt fram sett lítur Maslow svo á að eftirfarandi sex flokkar af mennlegum þörfum séu til stað- ar hjá fólki: 1. lífeðlislegar þarfir 2. öryggisþörf 3. þörf fyrir ástúð og 4. virðingarþörf 5. sköpunar og sjálfsbirtingarþörf Geir Vilhjálmsson sálfræðing- ur. 6. þörf fyrir andlega, trúarlega reynslu. Ef að ákveðnum mannlegum þörfum er ekki fullnægt, eins og t.d. sjálfsbirtingar- og sköp- unarþörfinni getur það leitt til aukinnar tilhneigingar til full- nægingar á öðrum sviðum. Efnislegir hlutir verða oft að táknrænum leiðum til uppfyll- ingar sálrænna og félagslegra þarfa, dýrir bílar eða íburða- mikil heimiii t.d. að menningar- lega viðurkenndri leið til þess að fullnægja virðingarþörf sinni, mikil fjárfesting í at- vinnurekstri eða miklar verk- legar framkvæmdir geta verið afleiðing af því að ákveðin menning eða samfélag býður upp á fáar aðrar ntenningar- lega mikilsvirtar leiðir til þess að veita sköpunar- og sjálfsbirt- ingarþörf einstaklinga útrás. Hjá okkur íslendingum gætir óþarflega mikillar fábreytni hvað fullnægingu mannlegra þarfa viðkemur. Með eflingu fjölþætts menningarlífs og með eflingu gæða mannlegra sam- skipta mætti finna margar leið- ir til þess að draga úr ásókn þeirri í efnaleg lífsgæði sem er undirrót verðbólgunnar. Marg- háttaðra annarra aðgerða sem tilheyra hefðbundnu sviði stjórnmála og efnahagsmála er þörf. Gildismat við stjórnun þarf: Gildismati er ætíð beitt við stjórnun en venjulega á innsæ- isgrundvelli. Þessi tillaga lýsir leið til þess að gera gildismat við stefnumótun meðvitaðra og skipulegra. Henni má beita við leit að markmiðum, samanburð valkosta og við ákvörðunar- töku. Vinnuaðferðin er í mót- un; Það dæmi sem hér er tekið miðar við framkvæmdir á sviði Efnahagslegt gildismat: — nytsemi Arðsemí —Atvinnumöguleikar — Verðmætasköpun — Full- næging þarfa — Sparnaðar- möguleikar — Samspil við aðra atvinnuvegi Langtímanytsemi Stjórnmálalegt gildismat: — vald — Réttlæti — Lög og reglur — Miðstjórn og dreifing valds — Innlendir stjórnmála- og þrýsti- hópar — Alþjóða samvinna — Sjálfstæði íslands og verndun þess. Fræðilegt — gildismat: — þekking — Efling þekkingar og tækni — Sköpun nýrrar þekkingar — Menntun starfsfólks — Full- orðinsfræðsla — Efling sjálfs- þekkingar og mannþejtkingar Félagslegt gildismat: — mann- legsamskipti — Atvinnuöryggi — Heilsusam- legt umhverfi — Verndun sam- eiginlegra auðlinda — Aðstaða til fristundaiðkana — Aðstaða til fél. samskipta — Efling sam- hugar og samlyndis — Aðlögun að félagslegu umhverfi sveita- félags og landshluta. Listrænt gildismat: — fegurð — Listræn ög mannúðleg hönnun vinnustöðva — Fagurfræðilegt mat á útliti bygginga — Hvern- ig falla byggingar inn í landslag — Efling listrænna þátta í félagslífi og tómstundum — Listsýningar á vinnustöðum Trúarlegt gildismat: — eining — Virðing fyrir öllum lífverum — Siðgæðislegt mat á framleiðsl- unni — Virðing fyrir minni- hlutahópum — Draga úr sam- félagslegum andstæðum Heilrænt gildismat: Náttúruvernd — Umhverfis- vernd — Viðmiðun útflutnings- framleiðslu við þarfir allra jarðarbúa — Innflutningur miðað við orku og auðlinda- forða jarðarbúa. Umræðuhópar á ráðstefnu Stjórnunarfélagsins: „Hér er að þróast sérþjálf- uð stétt atvinnustjómenda” — án tillits til hver á fyrirtækin I LOK ráðstefnu Stjórnunarfé- lags tslands um „þjóðhagsleg markmið og afkomu tslend- inga“ störfuðu umræðuhópar sem fjölluðu um ýmis málefni. Fyrsti umræðuhópurinn ræddi um spurninguna: Hverjir eru möguleikar aðila vinnumark- aðarins til að ná samstöðu um bætta afkomu þjóðarinnar með eða án /hlutunar stjórnvalda? og hvað skilur að viðhorf vinnu- veitenda og launþega tii æski- legra markmiða þjóðfélagsins? Niðurstöður umræðuhópsins urðu þessar: Bent var á tvær leiðir til að aðilar vinnumarkaðarins gætu sameiginlega stuðlað að bættrí afkomu þjóðarinnar. Báðar þessar leiðir voru þó taldar mjög ógreiðfærar að óbreyttu ástandi. 1. Bjóða ætti starfsmönnum að kaupa hlutabréf í fyrirtækj- um sem þeir stafa við og gerast þannig þátttakendur í rekstri. Þá mundu sjónarmið rekstrar- vandamála komast á framfæri við verkalýðshreyfinguna og eðlileg hlutdeild starfsmanna i hugsanlegum ágóða fyrirtækja verða tryggð. 2. Breyta ætti ráðstöfunar- tekjum „rauntekjum'1 kerfis- bundið (automatiskt) í sam- ræmi við breytingu þjóðar- tekna á rnann. Aðilar vinnu- markaðarins gætu sjálfir með sínu starfsliði fundið, eða spáð, um þjóðartekjur og ákveðið viðmiðunartekjur með tilliti til viðskiptakjara og framleiðslu- magns, ef það tækist að ná sam- komulagi um launabil og skipt- íngu milli fjármagnseigenda og starfsmanna þegar þetta kerfi tæki gildi. Umræðuhópur númer 2 ræddi um spurninguna: Hver eru áhrif verðbólgunnar á af- komu Islendinga? Niðurstöður hópsins urðu þessar: Umræðuhópurihn telur, að íslendingar hafí verið furðan- lega seigir við að aðlaga sig að verðbólgunni undanfarna ára- tugi. Verðbólgan hefur þó aukist mikið seinni árin og virðist vera að taka á sig aðra og alvarlegri mynd en áður. Sem neikvæð áhrif verðbólg- unnar á afkomu Islendinga viljum við einkum nefna eftir- farandi: 1. Verðbólgan hefur haft nei- kvæð áhrif á hagvöxtinn, því hafa landsmenn skaðast á henni. 1.1 Hún hefur leitt til óarð- bærrar fjárfestingar, óhóflegr- ar eyðslusemi, spákaup- mennsku og margs konar spillingar + brenglunar. 1.2 Hún hefur skapað alvar- legan fjármagsnsskort í land- inu, sem m.a. hefur gert rekstur atvinnustarfsemi erfiða og sóað tíma stjórnenda hennar. 1.3 Hún gerir oft skynsam- lega fjárfestingu i atvinnutækj- um lítt eftirsóknarvérða í aug- um atvinnurekenda, sem til lengdar verður að ætia að dragi úr atvinnu i landinu. 2. Verðbólgan hefur fært fjármuni frá sparifjáreigend- um til lántakenda, sem hlýtur að teljast óréttlæti. Vafasamt er að staðhæfa að verðbólgan hafi haft jákvæð áhrif á afkomu íslendinga. Þó má ætla að lftils háttar verð- bólga geti a.m.k. tímabundið örvað framkvæmdavilja fólks og þannig atvinnulífið. Þriðji hópurinn ræddi um hvort rétt væri, að island væri láglaunaland, þótt það sé hátekjuland? — Ef svo er, hvers vegna? Niðurstöður hóps- ins voru eftirfarandi: Hópurinn skilgreindi spurn- inguna þannig, að spurt væri, hvort á íslandi væru greidd lág laun, þó að þjóðartekjur á mann væru háar. Svar hópsins er eftirfarandi: Kauptaxtar eru tiltölulega lægri en t.d. í Skandinavíu, Bandaríkjunum og Vestur- Þýskalandi en hærri en t.d. í Bretlandi. Ráðstöfunartekjur á mann eru hins vegar sambæri- legar við Skandinavíu, þar sem yfirvinna er mikil hérlendis. Samanburður kauptaxta er engan veginn einhlýtur m.a. af eftírfarandi ástæðum: 1. Dagvinnutimí væri allt að 10% styttir hér en í öðrum löndum yfirleitt. 2. islendingar starfa meira i eigin þágu en aðrar þjóðir yfir- leítt (byggja t.d. eigin íbúðir). Það er ekki sjálfsagt, að kaup- taxtar séu svipaðir og í nágrannalöndunum. Lands- menn kosta engan her eins og viðmiðunarþjóðirnar gera. Hins vegar er landið strjálbýlt og harðbýlt. Framkvæmda- kostnaður vegna vega, hafna og flugvalla leggst þungt á ein- staklinginn. Lega landsins ger- ir það einnig að verkum að að- föng eru dýr. Leiðir til þess að hækka ráð- stöfunartekjur fyrir átta stunda vinnudag eru þær helst- ar að auka afköstin og minnka verðbólguna. Hópurinn tók einnig dálítið fyrir spurninguna: Hvaða lang- tímamarkmið eiga Islendingar að hafa til ársins 2000? Niðurstaðan er eftirfarandi: Það sem þjóðin hefur úr að spila er vinna fólksins, fiskur og orka. Til langs tíma séð verður að byggja upp í ríkara m'æli iönað byggðan á orku m.a. til þess að minnka sveiflur i þjóðfélaginu og draga þannig úr verðbólgu- vandanum. Halda verður áfram viðleitni til þess að auka hagvöxtinn. Fram kom áhugi á notkun „sólarlagskenningarinnar“ við lausn vandamála í framtiðinni og ennfremur talið að sam- göngumál, fækkun á boðum og bönnum ' og stytting vinnu- timans yrði mikilvæg fram- tíðarverkefni. Menn töldu ann- marka á þvi að takast mætti að rækta upp hina nýju manngerð. Einkum sköpuðu aðstæður hverju sinni manninn. Fjórði hópurinn ræddi siðan spurninguna: Hvað af því sem nú er að gerast í efnahags- málum mátti fyrir löngu síðan sjá fyrir með sæmilegri vissu? Hvaða lærdóm getum við dreg- ið af þessari þróun? Niður- stöður urðu þessar: Það fyrsta sem hópurinn kom sér niður á var hvernig er ástand efnahagsmála á islandi i dag? 1. Óðaverðbölga rikir 2. Minnkandi fiskigengd sér- staklega bolfiskur. 3. Ohóflegar fjárfestingar bæði hjá þeim opinberu og einkaaðilum. 4. Óhófleg erlend skuldasöfn- un. 5. Offramleiðsla á landbúnaði. 6. Ótryggt ástand á mörgum erlendum mörkuðum okkar. 7. Samdráttur í innlendum sparnaði. 8. Verðbólgukjarasamniíigar í ár. 9. Alvarleg vandamál iðnaðar- ins. 10. Spenna á vinnukarkaðin- um. Hvað var hægt að sjá fyrir af eftirfarandi atriðum með nokkurri vissu? 1. Verðbólguna. 2. Minnkandi fiskigengd 3. Offramleiðslu í landbúnaði. 4. Erfiðleika iðnaðarins 5. Samdrátt i innlendum sparnaði. Framhald á bls. 26. VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI — KFNAHAGSMAL — ATHAFN ALÍF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.