Morgunblaðið - 26.01.1978, Síða 17

Morgunblaðið - 26.01.1978, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1978 Svir efla mjög stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki 1 lok síðasta árs var lagt fvrir sænska þingið frumvarp til laga um aðgerðir til eflingar Iftilla og meðalstðrra fyrirtækja, en fyrir- tæki með undir 200 starfsmenn veita meira en 1 milljón Svfa at- vinnu, en það er um helmingur vinnandi fólks f landinu. Þessi fyrirtæki eru þó mun veigameiri þáttur f atvinnulffinu víða úti um landsbyggðina og skipta þar sköp- um um hvort einstök svæði eru byggileg eða ekki. Á mörgum sér- sviðum eru þessi fyrirtæki einu aðilarnir, sem sjá neytendum og ekki síður öðrum fyrirtækjum fyrir ýmiss konar vöru og þjón- ustu. I inngangsorðum sínum með frumvarpinu leggur Thorbjörn Falldin, forsætisráðherra Sví- þjóðar, áherslu á að framkvæmda- vilji og geta sé höfuðatriði og hann bendir á að með frumvarp- inu vilji sænska ríkisstjórnin sýna í verki að hún meti mikil- vægi þessara fyrirtækja í atvinnu- lífinu. Þar sé að finna mikilvæga uppsprettu tækninýjunga og nýrra atvinnutækifæra. Það sé þvi vilji ríkisstjórnarinnar að bæta starfsaðstöðu smáfyrir- tækjanna með þeim aðgerðum, sem lagt er til i frumvarpinu. Það sem einkum mun valda þessari auknu áherslu á eflingu smáfyrirtækja er sú reynsla, sem fengist hefur í kjölfar olíukrepp- unnaCt en mikið af stórfyrirtækj- um og stóriðju Svía hefur orðið mjög illa úti og virðast vart eiga sér viðreisnar von. Smáfyrirtækin hafa á hinn bóginn mun meiri sveigjanleika og veita auk þess tiltölulega mun fleira fólki at- vinnu miðað við fjárfestingu. Frumvarpið er i raun fjórþætt að því leyti, að þar eru í einu frumvarpi tillögur frá fjórum ráðuneytum, sem allar miða að sama marki, þ.e.a.s. að bæta starfsaðstöðu og auka þróunar- möguleika smáfyrirtækja. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ Tillögur iðnaðarráðuneytisins eru í sex meginþáttum og eru þeir þessir í stuttu máli: 1. Lagt er til að stofna stað- bundna ,,þróunarsjóði“ (utveckl- ingsfonder) alls 24 talsins, sem aðsetur eiga að hafa úti á landi eða einn í hverju léni. Sjóðir þess- ir skulu gegna tvíþættu hlutverki, þ.e. annars vegar sem ráðgjafar- og þjónustustofnanir og hins veg- ar lánastofnanir. Mest áhersla er lögð á að auka markaðsstarfsemi, vöruþróun og stuðning við stofn- un nýrra fyrirtækja. (Ath. smá- fyrirtækjum í Svíþjóð hefur tals- vert fækkað á undanförnum ár- um). 2. Samhliða stofnun framan- Gengi bandaríkjadollarans á mörkuðum í Evrópu hef- ur verið mjög óstöðugt undanfarnar vikur. Á þess- ari mynd má glögglega sjá hvaða augum hið víðlesna tímarit Business Week lít- ur þessar hreyfingar dollarans. greindra þróunarsjóða eru tveir sjóðir, sem fyrir eru, þ.e. „Iðn- lánasjóður" (Hantverks och industrifonden) og „Þróunarsjóð- ur ríkisins" (Statens utvecklings- fond), sameinaðir og útlánum þeirra skipt upp á staðbundnu sjóðina, sem verða 24 eins og áður sagði. Til þessara staðbundnu sjóða er ætlunin að verja á næstu fjárlög- um sænska ríkisins (1978/ 79) 322 millj.kr., 14.5 milljarðar ísl. kr. eða 200 millj. skr. hærri fjár- hæð en varið var til sjóðanna tveggja á síðustu fjárlögum. Þess má geta að heildarútlán Iðnlána- sjóðsins námu við árslok-50 millj- örðum ísl. kr„ en 85% af þeirri fjárhæð voru lán til fyrirtækja með undir 25 starfsmenn. Auk þessa er svo ætlunin að verja 58 millj. skr. eða 2.6 milljörðum fsl. kr. til ráðgjafar og fræðslustarf- semi sjóðanna. 3. SVETAB (Svenska Ind- ustrietablerings AB) hefur það hlutverk að stuðla að stofnun fyr- irtækja Og þar með aukinni at- vinnu, einkum á þeim svæðum, þar sem atvinnuástand er bágbor- ið. Þetta er gert með eignaraðild að fyrirtækjum, þó ávallt þannig að meirihluti hlutafjár fyrirtækj- anna sé i einkaeign, en einnig veitir SVETAB löng lán, sem síð- an má breyta í hlutafjáreign í viðkomandi fyrirtæki. I frum- varpinu er ráðgert að verja 40 millj. skr. (1.8 milljarðar ísl. kr.) til stofnunar tveggja nýrra svæð- isbundinna útibúa SVETAB (regionala investmentbolag) f Varmlands/ Bergs léninu og Norrland. 4. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkið styrki sveitarfélög til byggingar á atvinnuhúsnæði, sem síðan sé leigt út til fyrir- tækja. Hér er um beina styrki að ræða og er áætlað að verja til þess á næstu fjárlögum 30 millj. skr„ sem svarar til 1.4 milljarði ísl. kr. 5. Framlög sænska ríkisins til fræðslustarfsemi fyrir stjórnend- ur fyrirtækja fer fram í gegnum SIFU (Statens industriverks en- het för foretagsutveckling). Þessa starfsemi vill sænska ríkis- stjórnin efla, og þá einkum á formi stuttra námskeiða á ákveðnum afmörkuðum sviðum. Hér er um að ræða fræðslustarf- semi bæði um tæknileg bg fjár- hagsleg efni, en sérstök áhersla er lögð á að fræðslan sé hagnýt og aðgengileg fyrir stjórnendur smá- fyrirtækja. Einnig er ætlunin að kynna á þennan hátt nýjar að- gerðir opinberra aðila, t.d. ný lög, sem áhrif hafa á aðstöðu smáfyr- irtækjanna. Áætlað er að auka framlag rik- isins til SIFU vegna þess um 1,3 milij. s. kr. á næstu fjárlögum, eða sem svarar tæpum 60 millj. ísl. kr„ en í heild mun varið til þessara mála á næsta ári um 20 millj. s. kr„ sem samsvarar um 900 millj. ísl. kr. 6. í Svíðþjóð er talsverður fjöldi fyrirtækja, sem sérhæfa sig i vöruþróun, þ.e. að þróa uppfinn- ingar og hugmyndir yfir i raun- verulega framleiðslu og sölu. Til að efla þessi fyrirtæki, sem oft eru lítt arðbær og taka á sig mikla áhættu, þar sem árangur starfsins er mjög ótryggur, er i frumvarpinu gert ráð fyrir að styrkja þessa starfsemi sérstak- lega í gegnum STU (Styrelsen för teknisk utveckling), en sú stofn- un fékk á fjárlögum 1975/ 76 245 millj. s. kr. og veitti þar af í styrki til fyrirtækja um 220 millj. s. kr„ sem samsvarar um tæpum 10 milljörðum ísl. kr. FJARMALARAÐUNEYTIÐ Þætti sænska fjármálaráðu- neytisins í frumvarpinu má í aðal- atriðum skipta í þrjá meginþætti: 1. Eignaskattar og erfðafjár- og Framhald á bls. 26. Frá sýningardeild fyrirtækjanna á sýningunni. Góður árangur íslenzkra fyrirtækja af þátttöku 1 erlendum vörusýningum ALAFOSS og Ullarverksmiðjan Gefjun tóku nýverið þátt í textil- sýningunni International Trade Fair for Home and Household Textiles I Frankfurt og sá Ut- flutningsmiðstöð iðnaðarins um skipulagningu vegna sýningar- innar. Þar sýndu fyrirtækin bæði húsgagnaáklæði og værðarvoðir auk, þess sýndi Gefjun sængur, bæði með æðardúnsfyllingu og ullarfy llingu. Sýningarsvæðið, sem fyrirtæk- in höfðu til ráðstöfunar, var 42 fermetrar en i hluta þess svæðis var Utflutningsmiðstöðin með upplýsingastúku þar sem upplýs- ingar voru veittar um islenzka útflytjendur svo og almennar upplýsingar um Island. Sýningu þessa, sem er ein stærsta og virtasta textilsýning í heiminum, sóttu um 60000 manns. Fjöldi sýnenda var 1050 frá 32 löndum og var sýningarsvæðið um 75000 fermelrar. Arangur af þessari sýningu var mjög góður og bárust um 60—í'0 prufupantanir og annað eins af fyrirspurnum. Geysileg vinna bíð- ur nú fyrirtækjanna að vinna úr þeim pöntunum og fyrirspurnum sem bárust og vænta fyrirtækin sér mikils af niðurstöðum sýningarinnar. Langmikilvægastí markaðurinn fyrir húsgagna- áklæði virðist vera i Skandinaviu, þó að ágætismöguleikar virðist vera í öðrum Evrópulöndum. Mikilvægi skandinaviska markaðarins byggist fyrst og fremst á þvi hvað „Skandinaviskt design" byggir mikið á náttúrleg- um efnum. Að lokum má geta þess aö fyrirtækin eru staðráðin i frekari þátttöku i slikum sýning- um á þessu ári. Bretland: Allur inn- flutningur á stáli frá Sovétríkjun- um bannaður MÖRGUM til mikillar undrunar hafa Bretar nú lagt bann við öll- um innflutningi á stáli frá Sovét- ríkjunum. En Sovétmenn höfðu þegar verst var ástandið hjá Bret- um að fá stál á siðasta ári, aukið innflutning sinn til Bretlands úr 16000 meter-tonn í 100000 meter- tonn og það á betra verði en al- mennt gerðist á markaðnum. Bretar hófu nýverið samninga- viðræður við Sovétmenn og aðrar austantjaldsþjóðir um minnkun á innflutningi þeirra til Bretlands þar sem ástandið heima fyrir væri nú komið í mun betra horf en áður. Öll Austur-Evröpulöndin samþykktu að minnka innflutn- ing sinn til Bretlands nema Sovét- menn og þess vegna lögðu Bretar einfaldlega algert bann á allan innflutning á stáli frá Sovét- ríkjunum. Og á þetta bann við um allar sendingar sem ekki eru þegar farnar af stað frá Sovét- ríkjunum Þetta er talið vera töluvert áfallt fyrir Sovétmenn þar sem þessi viðskipti voru á s.l. ári upp á 1,8 milljarða dollara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.