Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 25. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íslenzk utan- ríkisráðherra- frú í Portúgal Hinn nýi utanríkisráðherra Portúgals, Victor Sa Machado, ásamt konu sinni Kirsten Thor- berg, en hún er sem kunnugt er íslenzk. Myndin er tekin á heimili þeirra í Lissabon. Afturkippur í viðræðurnar í SALISBURY Salisbury, Valetta, 30. janúar. Reuter. AP. VIÐRÆÐUR um framtíð Rhó- desíu áttu sér stað á tvennum vfgstöðvum í dag. 1 Salisbury ræddu fulltrúar minnihluta- stjórnarinnar með Ian Smith í broddi fylkingar við talsmenn tveggja þjóðernisfylkinga í land- inu, en Muzorewa biskup var ekki viðstaddur. Biskupinn gekk af Framhald á bls. 30. Brak f undið úr njósnahnetti Edmonton, Alberta, 30. janúar. Reuter. LEITARMENN hafa fundið hluta úr sovézka kjarnorkuknúna njósnahnettinum, sem þeyttist Nýj ar tillögur Israela í Kaíró Kalró — Tol Aviv. 30. jan.Reuter. HERMALAVIÐRÆÐUR Egypta og Israelsmanna hefjast í Kafrö á morgun. Er Ezer Weizman varnarmálaráðherra lsraels væntanlegur til Kafró í fyrramálið, og er talið að fyrsta mál á dagskrá verði búseta tsraelsmanna I námunda við Rafah f norðurhluta Stnaf, svo og herflug- vellir tsraelsmanna f eyðimörkinni. Aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna, Alfred Atherton, sem kom frá Israel til Kaíró i dag til fundar við Sadat forseta segir að sér hafi orðið ágengt í viðræð- um við israelsstjórn og hafi hann nú fram að færa nýjar tillögur til lausnar á helztu ágreiningsatrið- um varðandi friðarsamkomulag I Miðausturlöndum. Atherton vildi ekki greina nánar frá hinum nýju tillögum, en hann hittir Ibrahim Kamel utanríkisráðherra Egypta- lands að máli á morgun. Talið er að israelska hermála- nefndin verði í Kaíró fram eftir vikunni, en þá er ráð fyrir gert að Weizman og helztu aðstoðarmenn hans hverfi heim á leið. Egypzkir embættismenn segja að meðal mála, sem verði til um- ræðu á hermálafundunum sé við- átta landamærasvaeða þar sem herlið verður annað hvort tak- markað eða útilokað, svo og tíma- setning varðandi ýmis ákvæði væntanlegra friðarsamninga. Mordechai Gur hershöfðingi kemur ekki til viðræðna i Kairó að þessu sinni. Orðrómur hefur komizt á kreik um að ástæðan væri sú að hann væri nú i þanr. mund að láta af starfi sem æðsti yfirmaður herafla lsraelsmanna, en Raphael Eitan tekur við af honum i april, að þvi er tilkynnt var í tsrael i gær. inn í gufuhvolfið í sfðustu viku. Mahlon Gates, sem veitir leið- angursmönnum forstöðu, sagði í kvöld að enn hefði ekki fundizt kjarnakljúfur hnattarins, sem væri sýnu hættulegasti hluti tækisins, en leitarflugvélar hefðu hins vegar fundið tvo staði þar sem greinileg útgeislun væri af völdum hluta úr honum. Brakið, sem fannst í dag, er geislavirkt að einhverju marki, en þó mun minna en gera má ráð fyrir að sá hluti hnattarins, sem hefur að geyma kjarnakljúfinn, sé. Brakið er í dæld, sem myndazt hefur á ísi lógðu fljóti. Dældin er um þrír metrar í þvermál en brak- Framhald á bls. 30. Vfsindamaður skoðar brakið úr gervihnettinum. Staðurinn er um 1100 kflómetra norðaustur af Edmonton, og heitir Wardens AP-simamynd Varanleg lausn — sagði Soares þegar nýja stjórnin tók við Lissanonn. 30. janúar. Rrutcr. HIN NÝJA stjórn Mario Soares sór embættiseið í dag. Auk Soares forsætisráðherra eru tíu jafnaðarmenn í stjórninni, þrír miðdemókratar og tveir óháðir. Stefnuskrá hinnar nýju stjórn- ar verður lögð fyrir þingið á fimmtudaginn, en hún verður borin undir atkvæði eftir fimm daga umræður. Soares Iýsti því yfir í dag að þolgæði og einbeittur vilji væru nauðsynlegar forsend- ur þess að takast mætti að vinna bug á efnahagsöngþveitinu í land- inu. Soares sagði ennfremur, að stjórnin mundi á næstunni taka upp viðræður við Alþjóðabank- ann um óhjákvæmilegar lántök- ur. Forsæt-isráðherrann vísaði á Framhald á bls. 30. Pólland: Krefjast „heiðar- legra kosninga" Varsjá, 30. janúar. Reuter. „Sjálfsvarnarnefnd almennings" f P61- landi, sem er arftaki Varnarnefndar verka- manna, hefur krafizt þess að farið sé að ákvæðum alþjóðlegs mannréttindasátt- mála, sem Pólverjar gerðust aðilar að f júní s.I., um að kjós- endum skuli tryggður „réttur til virkrar þátttöku f heiðarleg- um kosningum," eins og það heittr í sáttmál- anum. Nefndin heldur því fram að pólsk yfir- völd hafi þessi ákvæði að engu, eins og greinilegt sé af iinriir- búningi byggðakosn- inganna, sem efnt verður til f landinu um næstu helgi. Þar ráði einn aðili öllu um framboð og stefnu, sem sé Kommúnista- flokkurinn. 1 þokka- bót hafi kjósendur hvorki aðstöðu til að fylgjast með þvf að kosningarnar fari fram með löglegum hætti né ganga úr skugga um hver kosn- ingaúrslitin verði. I vikunni, sem leið, fór „Hreyfingin til verndar borgara- og mannréttindum" þess á leit við Sejm, lög- gjafarsamkomu Pól- lands, að kosningalög i landinu yrðu færð til samræmis við ákvæði hins alþjóðlega sátt- mála. Uppstillingu á fram- boðslista í kosningum í Póllandi annast svo- nefnd „Einingarfylk- ing þjóðarinnar", sem er undir stjórn Komm- únistaflokksins, en einungis félagasam- tök, sem starfa í sam- ræmi við stefnuskrá einingarfylkingarinn- ar hafa rétt til að gera tillögur um frambjóð- endur. 1 kosningun- um, sem nú standa fyrir dyrum, eru 45% frambjóðenda flokks- bundnir, en eini möguleikinn sem kjós- endur hafa til að láta í ljós mismunandi skoð- anir i kosningunum- er að strika yfir nöfn á listanum. Hin opinbera frétta- stofa Póllands birti í dag pistil um kosning- arnar og sagði þar meðal annars: „Með því að veita frambjóð- endum Einingarfylk- ingar þjóðarinnar ein- dreginn stuðning munu borgararnir setu bezta í byggða- tryggja fólksins stjórnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.