Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 3 Stð'ra húsið að utan. Frystihús af nýrri gerð hjá K. Jónsson & Co. Mikil og hröð uppbygging fyrirtækisins Akureyri 27. jan. FRÉTTAMÖNNUM og nokkr- um öðrum gestum var f dag boðið að skoða nýtt frystihús af sænskri gerð, sem K. Jónsson & Co. á Akureyri hefir látið reisa f sambandi við niðursuðuverk- smiðju sfna. Einnig var verk- smiðjan skoðuð og þá einkum nýtt stórhýsi, sem risið hefir á lóð fyrirtækisins til hagræðis fyrir starfsemina. Kristján Jónsson, forstjóri K. Jónsson & Co., Ólafur Jensson, forstjóri Evrópuviðskipta, sem hefir umboð fyrir hinar sænsku byggingavörur frystitæki, og Sigtryggur Stefánsson, tækni- fræðingur, skýrðu fyrir gestun- um það, sem fyrir augu bar. Einnig voru þar Sviarnir Ringström og Johansson frá fyrirtækinu Nordisol AB, sem framleiðir og selur frystihús eins og það, sem hér er risið. Frystihúsið er reist á 7 vik- (Jr dósaverksmiðjunni. Sigtryggur Stefánsson, Kristján Jónsson, Olafur Jensson og Svíarnir Ringström og Johansson. (Þessi er röðin, en ég man ekki, hvort hún er frá vinstri eða hægri. Svíarnir eru báðir berhausaðir, en Sigtrygg- ur er með hatt og gleraugu, mjög lágvaxinn.) um, frá því að verkið hófst og þar til húsið var tilbúið undir niðursetningu frystivéla. Sví- inn Johansson ásamt akur- eyrskum iðnaðarmönnum setti það upp undir umsjón Sig- tryggs Stefánssonar tæknifræð- ings. Það er stálgrindahús klætt með veggeiningum, sem eru læstar saman með sérstöku tæki. í veggjunum er mjög full- komin einangrun, en jafnframt fyrirferðarlítil, þannig að vegg- þykktin er aðeins 15 cm eða þriðjungur af þvi, sem venju- legt er. Við það sparast í þessu fyrstihúsi 215 rúmmetrar, sem koma til góða sem aukið frysti- rými. Efnið tærist ekki vegna sterkrar lakkhúðar, sem á þvi er, svo að húsið þarf nær ekkert viðhald. Allt þetta, ásamt hin- um stutta byggingartíma, telja stjórnendur K. Jónsson & Co. mikinn kost. Frystihúsið, sem er einn geimur, getur haldið um 30 stiga frosti i mestu sumarhit- um, ef þess er óskað. Það tekur um 1000 tonn af matvælum eða öðrum viðkvæmum varningi. Það er u.þ.b. 12x25 m eða 316 fermetrar að gólffleti, en 2184 rúmmetrar. Hús af þessu tagi er alger nýjung hér á landi, en sænska fyrirtækið Nordisol AB, sem framleiðir húsin, selur þau og setur upp víða um heim, t.d. ' i mörgum hitabeltislöndum. Einnig er nýlokið við annað stórt hús á lóð K. Jónsson & Co. Það er einnig stálgrindahús og með lakkhúðaðri klæðningu sænskri, sem Evrópuviðskipti Starfsstúlkur við pökkun. hf. hafa einnig umboð fyrir. Húsið er að gólffleti 112,5x25 m eða 2816 fermetrar, en að rúm- máli 15500 rúmmetrar. Sig- tryggur Stefánsson teiknaði húsið, en Trésmiðjan Reynir sf. tók að sér smíðina. Þar er kæli- geymsla (sem nú er að mestu full af kryddsíld frá Hornafirói, sem fer í gaffalbita á Rúss- landsmarkað), vinnslupláss fyrir síldarflök, birgðageymsla, dósagerð, verkstæði og ketil- hús, en auk þess er um 100 fermetra rými ætlað Rannsókn- arstofu fiskiðnaðarins. Nú eru húsin á lóð K. Jónsson & Co., en hún er 19000 fermetr- ar, samtals 4015 fermetrar og um 25000 rúmmetrar, en fyrir- hugaðar eru nokkrar byggingar aðrar, svo sem rækjuvinnsla, snyrtingar starfsfólks, matsal- ur, skrifstofur og annað birgða- geymsluhús, og þegar öll þessi Framhald á bls. 30. Friðrik Olafsson stórmeistari: Viðtekin venja að atvinnu- skákmönnum sé ekki mismun- að í dagpeningagreiðslum VEGNA ágreinings um greiðslu dagpeninga í Reykjavíkurskák- mótinu 1978 gerSi ég stuttlega grein fyrir sjónarmiðum mínum i Mbl. s.l. sunnudag og setti fram þau rök, er ég taldi verða kjarna þessa máls. Það var ekki ætlun min að hafa fleiri orð um þetta mál. Ég hefi verið að undirbúa mig af fremsta megni fyrir mótið og hefði kosið að fá að vera i friði fyrir ónæði af þessu tægi. En eftir að hafa séð viðtalið við Einar S. Einarsson, sem birtist i Mbl. við sama tækifæri, þá get ég ekki látið kyrrt liggja. Einar lýsir þar sjóarmiðum sinum varðandi dag- peningana, en nokkuð frjálslega er farið með staðreyndir og út- listanir á málavöxtum svo að um sanna mynd af málinu getur ekki verið að ræða. Það verður þvi ekki hjá þvi komizt að gera nokkrar athugasemdir við þessa málsmeð- ferð. Ég vil fyrst itreka það, sem ég tel vera kjarna þessa máls, að það er viðtekin venja að mönnum sé ekki mismunað í greiðslu dagpeninga, hvað sem búsetu þeirra líður, og við Guðmundur höfum óskað eftir þvi að þessi regla verði i heiðri höfð. Þegar ég þáði boð um að taka þátt i Reykjavikurskákmótinu gekk ég að sjálfsögðu út frá því að svo væri. En rétt fyrir helgina. bárust mér fregnir um, að stjórn Skáksambandsins hefði ákveðið að fella niður greiðslu dagpeninganna til okkar Guðmund- ar, en bjóða i staðinn endurgreiðslu á útlögðum kostnaði samkvæmt reikningum. sem að þeirra mati gætu talizt eðlilegir — eins og það var orðað Sem sagt Okkur er ætlað að safna saman reikningum vegna alls þess tilfallandi kostnaðar, sem af þátttöku okkar i mótinu kann að leiða og leggja þá síðan undir út- gjaldadómstól Skáksambandsins Auðvitað er það forsenda þessarar ákvörðunar, umdeilanleg eins og hún er að þessi útgjöld hljóti að verða minni en dagpeningarnir. ella hefði þessi ákvörðun aldrei verið tekin Þessari mismunun á aðstöðu gát- um við Guðmundur að sjálfsögðu ekki unað Þess vegna fórum við fram á að Skáksambandið endur- skoðaði ákvörðun sína, en þvi var ekki sinnt Samkvæmt útlistunum Einars S Einarssonar heitir þetta að við séum að gera kröfur. sem ekki eigi rétt á sér Við erum hins vegar aðeins að fara fram á það að viðtekin regla sé i heiðri höfð Þessar dagpeningagreiðslur eru engin nýlunda hér á landi. eins og ef til vill mætti ætla. í Reykjavikurskák- mótinu 1976 voru þessir dagperv Friðrik Ólafsson ingar inntir af hendi jafnt til okkar sem og hinna erlendu keppenda Ætti Skáksambandið að hafa þar gott fordæmi að styðjast við Það er svo annað hvort vanþekk- ing eða visvitandi rangfærsla þegar Einar segir að þátttökuþóknun (appearance fee) sé ætluð sem vasa- peningar. Það vita allir sem kunnug- ir eru mótshaldi, að þátttökuþóknun er þóknun fyrir það eitt að koma og Framhald á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.