Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 5 Alþýðuflokkur í Keflavík: Ólafur Björnsson efstur í prófkjöri Hlaut hann 321 atkvæói I fyrsta sæti, en Guðfinnur Sigurvinsson framkvæmdastjóri hlaut 237 at- kvæói. Alls greiddu 669 atkvæði, ógildir voru 13 seðlar. Við slðustu bæjarstjórnarkosningar I Kefla- vfk hlaut listi Alþýðuflokksins á áttunda hundrað atkvæði og tvo menn kjörna. ÓLAFUR Björnsson útgerðar- maður varð efstur I prófkjöri Al- þýðuflokksins vegna bæjar- stjórnarkosninganna f Keflavfk. Alþýðuflokkur á Akureyri: Sjö bjóða sig fram í prófkjör SJÖ frambofi bárust i prófkjör Alþýðuflokksins á Akureyri vegna bæjarstjórnarkosninganna, en próf- kjöriS fer fram 11. og 12. febrúar n.k. Freyr Ófeigsson bæjardómari býður sig fram til fyrsta sætis, Bárður Hall- dórsson menntaskólakennari til 1 og 2 sætis. Þorvaldur Jónsson fulltrúi til annars sætis, Magnús Aðalbjörnsson kennari til 2 og 3 sætis, Sævar Frímansson vélsmiður til 3 sætis, Ingvar Grétar Ingvarsson verzlunar- maður til 3. og 4 sætis og Pétur Torfason verkfræðingur býður sig fram til 4 sætis Guðfinnur Sigurvinsson hlaut annað sætið með 534 atkvæðum, Karl Steinar Guðnason kennari, bauð sig aðeins fram i þriðja sæt- ið og hlaut 385 atkvæði, Jón Ólaf- ur Jónsson verzlunarmaður hlaut fjórða sætið 202 atkvæðum; hann fékk 13 i fyrsta, 46 i annað, 57 i þriðja og 86 atkvæði í fjórða sæt- ið, Gottskálk Ölafsson verzlunar- maður hlaut fimmta sætið með 277 atkvæðum; hann fékk 33 at- kvæði í fyrsta sæti, 55 i annað, 48 i þriðja, 64 i fjórða og 77 atkvæði í fimmta sætið. Guðrtin Óiafsdóttir, formaður verkakvennafélagsins, hlaut sjötta sætið með 341 at- kvæði; hún hlaut 180 atkvæði i 4. sæti, 94 i 5. og 67 atkvæði í sjötta sætið. Alþýðuflokkurinn í Kópavogi: Guðmundur Oddsson efstur í prófkjöri GUÐMUNDUR Oddsson yfir- kennari varð efstur i prófkjöri Alþýðuflokksins í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninganna. Hlaut Guðmundur 281 atkvæði, en Pálmi Steingrimsson verktaki hlaut 135 atkvæði I fyrsta sæti. Alls kusu 448 I prófkjörinu, en 31 seðill reyndist ógildur. t síðustu bæjarstjórnarkosningum fékk Al- þýðuflokkurinn i Kópavogi 446 atkvæði og einn mann kjörinn. Ragnheiður Guðmundsdóttir húsmóðir fékk flest atkvæði i annað sætið; 227, Pálmi Stein- grimsson hlaut 143 atkvæði sam- anlagt í 1. og 2. sæti, og Steingrím- ur Steingrimsson verkamaður hlaut 133 atkvæði í annað sætið. Steingrimur var svo eini fram- bjóðandinn til þriðja sætis og Ein- ar Long Siguroddsson yfirkennari var eini frambjóðandinn til fjórða sætis og urðu þeir þvi sjálfkjörn- ir. Alþýðuflokkur í Hafnarfírði: Hörður Zophoníasson efstur í prófkjörinu ÍIÖRÐUR Zophaniasson skóla- stjóri varð efstur I prófkjöri Al- þýðuflokksmanna vegna hæjar- stjórnarkosninganna I Hafnar- firði. lllaut hann 330 atkvæði I fyrsta sætið, en Jón Bergsson verkfræðingur, 179 atkvæði. Alls kusu 630 og voru 53 seðlar ógild- ir. Við slðustu bæjarstjórnar- kosningar í Hafnarfirði fékk listi Alþýðuflokksins rösk 900 atkvæði og tvo hæjarfulltrúa. Jón Bergsson fékk 108 atkvæði í annað sætið, eða samtals 287 atkvæði í fyrsta og annað. í þriðja sætið hlaut Lárus Guðjónsson vél- smiður samtals 247 atkvæði; 128 i annað og 119 i þriðja sætið; en Guðni Kristjánsson bilstjóri fékk 246 atkvæði; 70 i fyrsta sætið, 44 i annað og 132 i þriðja. Grétar Þorleifsson trésmiður hlaut 395 atkvæði samtals i fjórða sætið; hann fékk 128 atkvæði i annað sæti, 105 í þriðja og 162 i fjórða, en Guðriður Eliasdóttir, formaður Framtiðarinnar, fékk 351 atkvæði; 95 i annað sætið, 91 i þriðja sætið og 165 atkvæði i fjórða sætið. 3,1 millj. kr. veitt úr „Gjöf Jóns Sigurðs- sonar” á þessu ári I FRÉTTATILKYNNINGU frá sjóðnum „Gjöf Jóns Sigurðsson- ar“ segir að verðlaunanefnd sjóðsins hafi auglýst eftir um- sóknum um f járveitingar úr sjóðnum árið 1978, en að þessu sinni sé ráðstöfunarféð 3.1 millj. kr. Tilgangur sjóðsins sé að verð- launa vel samin vlsindaleg rit, styrkja útgáfur slíkra rita og styrkja höfunda sem hafa vls- indarit I smiðum. öll skulu þessi rit lúta að sögu Islands, bók- menntum þess, lögum, stjórn. og framförum. Þá segir að á s.l. ári hafi nefnd- in veitt þrenns konar viðurkenn- ingu, starfslaun, verðlaun og út- gáfustyrk. Eftirtaldir hlutu starfslaun á árinu, 450 þús. kr. hver: Sigfús Jónsson landfræð- ingur til að semja rit um áhrif sjávarútvegs á byggðaþróun á Is- landi 1940—1975. Sverrir Tómas- son cand. mag. til að semja rit um formála islenzkra sagnarita á mið- öldum. könnun lærðrar rithefðar. Þör Whitehead M.A. til að semja rit um ísland i siðari heimsstyrj- öldinni. 225 þús. kr. verðlaun hlaut Anna Sigurðardóttir í viður- kenningarskyni fyrir söfnun heimilda um sögu íslcnzkra Framhald á bls. 45. áIá Timburverzlunin v VÖlundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SIMI 85244 Gísli Arni er nú aflahæstur á loðnuvertlðinni. Loðnan: Gísli Ami hæstur í viku- lokin með 2832 lestir Mestu landað í Siglufirði SAMKVÆMT skýrslu Fiski- félags Islands var vitað um 49 skip, sem fengið höfðu ein- hvern loðnuafla s.l. laugardags- kvöld. Vikuaflinn var samtals 12.435 lestir og heildaraflinn frá byrjun vertíðar samtals 46.383 lestir. A sama tíma í fyrra var heildaraflinn 105.810 lestir og þá hafði 61 skip fengið einhvern afla. Aflahæstu skipin i vikulokin voru þessi; 1. Gísli Arni RE 373 2832 lestir, skipstjórar á Gisla Arna eru þeir Eggert Gislason og Sigurður Sigurðsson, 2. Pét- ur Jónsson RE 69 2623 lestir, 3. örn KE 13 2450 lestir. 4. Börkur NK 122 2261 lest, 5. GullbergVE 292 2188 lestir. Á laugardagskvöld hafði loðnu verið landað á 9 stöðum auk bræðsluskipsins Norglobal og mestu hafði þá verið landað á Siglufirði, samtals 16.900 lest- um og á Raufarhöfn 15.742 lest- um. Meðfylgjandi er skýrsla yfir þá báta sem fengið höfðu ein- hvern afla á laugardagskvöld. Gfsli Arni RE 375 2832 Pótur Jónsson RE 69 2623 Örn KE 13 2450 Börkur NK 122 2261 Gullburg VE 292 2188 Grindvfkingur GK 606 2040 Óskar Halldórs. RE 157 1757 Huginn VE 55 1692 Hilmir Sll 171 1638 Guómundur RE 29 1596 Harpa RE 342 1548 Albert GK 31 1498 Víkingur AK 100 1403 HelgaGuðm.d. BA 77 1366 Stapavík SI 4 1311 Hrafn GK 12 1300 Skarðsvfk SII 205 1015 Kauðsey AK 14 979 Breki VE 61 921 Kap II VE 4 916 Húnaröst AR 150 904 Eldborg GK 13 904 Loftur Baldv.s. EA 24 895 Isafold HG 209 893 Skfrnir AK 16 877 Framhald á bls. 45. Ertu að byggja? Það fyrsta, sem hver húsbyggjandi þarf að hafa í huga er að tryggja sér gott timbur. I meir en 70 ár höfum við verslað með timbur. Sú mikla reynsla kemur nú viðskiptavinum okkar til góða. Við getum m.a. boðið: Móta og byggingatimbur í uppsláttinn og sperrurnar. Smíðatimbur og þurrkað timbur í innréttingar. Réttheflað timbur í skilrúmin. Gagnvarið timbur í veggklæðningar, girðingar og gróðurhús. Viðarþiljur á veggina. Einnig höfum við margar þykktir og gerðir af krossvið og spónaplötum, svo og harðtex, olíusoðið masonite, teak, oregonfuru eða cypress í útihurðir o.fl. Eik og teak til húsgagnasmíði. Efni í glugga og sólbekki. Onduline þakplötur á þökin. Þá útvegum við límtrésbita og ramma í ýmiss konar mannvirki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.