Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JÁNUÁR 1978 11 Þóroddur Gudmundsson: Fáein orð til Helga Skúla K jartanssonar Það má ekki minna vera en ég þakki þér vinsamlegar línur til mín i Morgunblaðinu miðviku- daginn 18. janúar í tilefni af grein minni Um lestrarbækur, sem birt- ist í sama blaði hinn 12. janúar. Ég bjóst sannast að segja við, að ég kallaði glóðir elds yfir höfuð mér með þeirri grein, en vildi þó ekki láta málefnið afskiptalaust, svo mikilvægt sem mér virtist það vera. En það var nú öðru nær en í minn garð gætti þar nokkurs kala frá þér. Miklu fremur fannst mér þú vera mér þakklátur fyrir af- skiptasemi mína og áhuga. Skoðanaskipta gætir þó í ein- stökum atriðum um málið, en um- ræður 'geta engu spillt, heldur skýra þær eitt og annað um sjón- armið og tilgang. Aðalmunur á markmiðum nefndarinnar og mínum virðist sá, að nefndin vill hafa lestrarbækurnar sem kennslutæki, lesefnið til þjálfun- ar fyrir nemendur þá, sem þær eru ætlaðar; en ég á örðugt með að yfirgefa hið bókmenntalega sjónarmið og kynningu á rithöf- undum og vinnubrögðum þeirra. Ég miða sjónarmið mitt við ára- tugareynslu mína sem kennara og endurminningar mínar um hana. Það var svo margt hugþekkt við þessa kennslu, og ýmsir nemenda minna, sem ég hef fyrirhitt síðar á lífsleiðinni, minnast hennar með þakklæti. Mér verður því æði oft hugsað, hvort ekki sé hægt að samræma bæði sjónarmiðin, báð- ar aðferðirnar: Valið sé efni til lestrarkennslu einkum og þjálf- unar í, lestri, svo sem nefndin og þú hugsið ykkur, fyrri árin, enda skiptir sú notkun meira máli en bókmenntafræðslan á ungum aldri, en bókmenntasagan og rit- höfundakynningin eiga að skipa æ meira rúm á stundaskránni, eftir því sem árin líða. Áhugi eldri barna og unglinga fannst mér alltaf fara mjög vaxandi fyrir bókmenntasögunni og höfundun- um við aukinn þroska. Yfirleitt finnst mér lika alltof mikið af því gert að færa lesbók- arefnið og annað efni undir ok skipulagsins. Þú segir, að „margir ágætir kaflar eldri lestrarbóka falli ekki að neinum efnisflokki nýju bókanna.” Ekki virðist mér það útiloka notkun gamals og góðs efnis. Nokkuð kemur mér og á óvart niðurstaða Simonar Jóh. Agústssonar prófessors þess efn- is, að skólabörn hafi „óbeit á ýmsu því lestrarbókaefni, sem þér og fleirum hafi sýnzt einkar vel til skólalestrar fallið.“ Annaðhvort hlýtur það að stafa af því, að búið hefur verið að gera blessuð börnin leið á staglinu eða þau eru orðin gerbreytt frá því sem áður var. Já, tímarnir breyt- ast og mennirnir með. Og þó. Getur ekki unglingunum farið líkt og okkur, sem eldri erum: Þegar við verðum leið á öllum fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndum og dagblöðum: ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU heilla okkur Islendingasögur framar öllu öðru. Þess veit ég líka dæmi, að börn undir 6 ára aldri láta hvað mest heillast af sögum trölla, drauga, huldufólks og ævintýra. Hvða „hinar greinargóðu og vel vottfestu ábendingar um ljóða- þýðingar" mínar snertir, hafði ég, eins og þú réttilega tekur fram, einmitt hug á, að þær ættu erindi til þeirra, sem væntanlega ættu eftir að taka saman þýðiingarúr- val i lestrarbækur, sem þú ert mér sammála um, að þar eigi að vera. Guðmundur Friðjónsson komst stundum svo að orði í mín eyru, að meiri vandi væri að þýða kvæði en að frumkveða þau. Og Davíð Þóroddur Guðmundsson Stefánsson frá Fagraskógi sagði einu sinni við mig, þegar við vor- um að tala um ljóðaþýðingar: „Ég vil heldur yrkja tvær ljóðabækur en þýða eina.“ Þegar svo mæla hinir miklu spámenn, megum vér ekki láta fram hjá oss fara það, sem vel hefur tekizt í þýðingum, heldur notfæra þann feng. Sé hann við ungra hæfi, má slíkur höfuðstóll ekki með öllu liggja ávaxtaþlaus hjá garði. Þeir sem það gera, grafa pund sitt i jörðu. Vér megum að vísu ekki vera andvaralaus um það, sem gerist við Bjarnarflag og i Kröflu, heldur nota oss hið innlendajarð- afl þar með talið Geysis gos, þegar gefst. Þetta ber oss að gera, en hitt eigi ógert að láta. Jú - með 5 gíra kassa verður bensíneyðslan ótrúlega lítil - aðeins 6,4 lítrar á 100 kílómetra alfasud N alfasud 5M alfasud ti 5 manna fjölskyldubíll - nóg pláss fyrir alla. Rúmgóó farangursgeymsla. Framhjóladrif. Tvöfalt afl-hemlakerfi - diskará öllum hjólum. Öryggi og þægindi í einstökum gæóaflokki. Aksturseiginleikar í sérflokki. Mikill bíll á mun lægra veröien yöurgrunar. OMEO AIFAROMEO ALFA ROMFO ALFA ROMEO ALFA ROMFO ALFA ROMEO ALFA ROMEO ALFAROMEO ALFA ROMEO ALFAROMEO ALFAROMEO AL VEGLEGUR BÍLL FYRIR ÍSLENSKA VEGI JÖFUR hf AUOBREKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SIMI 42600 ALFA ROMEO AIFAROMEO ALFA ROM60 ALFA ROMEO ALFA ROMEO ALFA ROMEO ALFA ROMEO ALFA ROVEO ALFA ROMEO ALFA ROMEO ALFAROMEO ALFA ROMEO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.