Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Stirlitz: var hann Abel? Miiller yfirmaður Gestapo. Sovézki njósnamyndaflokk urinn „Sautján svipmyndir" tirlitz og SOVÉZKI njósnamyndaflokkur- inn „Sautján svipmyndir að vori“ er nú liðlega hálfnaður og hefur hann vakið töluverða athygli þótt ýmsum finnist hann nokkuð frá- brugðinn vestrænum þáttum slfkrar gerðar. Myndaflokkurinn þykir gefa sannferðuga lýsingu á því sem honum er ætlað að tjá og það vekur og eftirtekt að Rússar gera ekki skrfmsl úr ýmsum þeirra nasista sem við sögu koma, heldur draga oft fram mannekju- legar hliðar þeirra. Aðalpersónan er Stirlitz, höfuð- maður í SS. Það mun vera út- breidd skoðun i Sovétríkjunum að Stirlitz sé í raun og veru meistaranjósnarinn Rudolf Abel sem Bandaríkjamenn skiptu á fyrir Powers njósnaflugmann sinn hinn 10. febrúar 1962. Sé þarna rétt til getið verður það að teljast markvert og væntanlega hafa Sovétar eitthvað fyrir sér i lýsingu á ferli Abels i heimsstyrjöldinni siðari. Það má teljast markvert líka fyrir þá sök að mjög erfitt hefur reynzt að afla sannferðugrar vitneskju um hvar Abel hélt sig á stríðsárunum. Ævisagnaritarar sem hafa skrifað um hann bækur hafa haft á litlu að byggja og rekið sig á hindranir er þeir hafa reynt að komast að þvi hvar hann hélt sig m.a. í stríð- inu. Að vísu er nokkurn veginn öruggt að Abel kom til Kanada frá Þýzkalandi 1948 og sté á land í Quebec, en vestrænar heimildir hafa ekki sannanir fyrir veru Ab- meistaranjósnarinn Abel einn og sami maðurinn^ Powers látinn iaus U-2 flugmanninum sleppt i skiptum fyrir rússneskan njósnara Moskvu og Berlín, 10. febr. (AP) FRANCIS Gary Powers, flugmaðUr U-2 þotunnar, sem skotin var niður yfir Sovét- ríkjnum 1. mai 1960, var í dag afhentur bandarískum hernaðaryfirvöldum í Berlín. Var hann látinn laus úr fangelsi Rússa í skiptum fyr- ir Rudólf Abel ofursta, sem dæmdur var til 30 ara fang- elsisvistar í Bandaríkjunum árið 1957 fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Powers er nú á leið til Bandaríkjanna. — Fangaskiptin fóru fram á Glienicke-brúnni í Berlín kl. 7.15 í morgun (ísL tími). Powers dvaldist aðeins skamma stund í Berhn, en hélt þaðan flugleiðis til Wies baden. Flugvöllurinn þar var afgirtur meðan Powers var þar. Var hann fluttur um borð í eina af flugvélum bandaríska hersins, sem hélt þegar af stað til Bandarikj- anna. Þegar þangað kemur mun Powers fara til for- eldra sinna áður en rann- sókn hefst í máli hans í Bandaríkjunum. Flug Powers vakti alheimsat- hygli á sínum tíma. Skómmu eft- ir að U-2 þota hans var skótin niður yfir Sovétríkjunum 1. mal 1960 átU að hefjast í Paris ráð- stefna þeirra Eisenhowers Banda ríkjafórseta, Macmillans forsset- isráðherra Breta Og KrúsjeffS forsætisráðherra Sovét -ikjanna. En 1. maí, þegar ráðstefnan átti að hefjast, hélt Krúsjeff fund með fréttamönnum og réðist harð lega á Bandarík j amenn fyrir njósnir. Noitaði hann að ræða við Frásögn Mbl. af því þegar skipt var á þeim Powers njósnaflugmanni á U-2vélinni og Abel í febrúar 1962. Adolf Hitler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.