Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 Mynd frá Nurnbergréttarhöldunum. Þar má sjá ýmsa komst undan og er mál margra að hann hafi komizt til Hermann Göring og við hlið hans eru síðan Rudolf Hess hann var eftirmaður Heydrichs er Tékkóslóvakar drápu. yngri hafi alltaf fundist hann vera meira enskur en rússneskur — líka eftir að hann settist að í Sovétríkjunum eftir að skiptin fóru fram. Gengið hefur verið úr skugga um að sú staðhæfing er rétt að Fisher/Abel fæddist í Englandi, manntalsskýrslur stað- festa að faðir hans Genrykh Fish- er hafi búið þar með konu sinni. I uppsláttarbók segir að Fisher eldri hafi fæðzt í St. Pétursborg árið 1871, hafi gengið í lið með byltingarmönnum og orðið kunn- ugur Vladimir Uynch Lenin. Síð- an hafi hann verið rekinn í útlegð af keisaranum og hafi þá horfið til Englands. 1 Englandi starfaði Henry Fisher, eins og hann kallaði sig, í verkalýðshreyfingunni, gekk í ný- stofnaðan kommúnistaflokk og safnaði vopnum til að senda til byltingarmanna í Rússlandi. Fisher eldri mun siðan hafa snúið aftur til Rússlands 1921 ásamt konu sinni og unnið í þágu flokks- ins alla sína daga. Þessar upplýsingar koma að nokkru leyti heim og saman við hina opinberu væisögu hans sem Abel skrifaði fyrir Molodoi Kommunist og birt var í febrúar 1966. Þar var lögð áherzla á hversu faðir hans hefði lagt fram mikið og dýrmætt starf í þágu byltingarinnar en minna fjallað um veruna í Englandi. Louise Bernikow, bandarískur rithöfundur, rannsakaði þætti Abels og sömuleiðis aflaði hún sér eins nákvæmra upplýsinga um handtöku hans og réttarhald yfir honum og fært var. Hún ræddi einnig við fólk sem þekkti Abel undir nafninu Emil Goldfus og ritaði um umfangsmikla og dirfskumikla njósnastarfsemi hans þau níu ár sem vitað er með vissu að hann dvaldi í Bandaríkj- unum. sem koma við sögu í myndaflokknum. Miiller hins vegar Paraguay en ekki vitað hvort hann er enn á lífi. Nr. 1 er og síðan Ribbentrop. Nr. 6 er Ernst Kaltenbrunner en Kaltenbrunner var yfirstjórnandi öryggismála. Göbbels áróðursmeistari Hitlersríkisins. els í Þýzkalandi á stríðsárunum. Þó var tekið fram þegar birt var sovézk mynd um líf Abeis að þar hefði verið sagt að Abel hefði rifjað upp í viðtalinu fund sem hann hefði átt með lækni í Þýzka- landi á stríðsárunum. Gaf það sög- um byr undir báða vængi að get- gátur sem höfðu komið upp um að Abel hefði njósnað í Þýzkalandi væru á rökum reistar. Furðulítið vitað með vissu um feril Abels. Um dagana gekk Abel undir hinum ýmsu nöfnum, þeirra á meðai Andrew Kayotis, Emil Rob- ert Goldfus, Martin Collins svo að nokkur séu nefnd. Skírnarnafn hans var William Fisher og hann fæddist hinn 11. júlí 1903. Ekki eru nema fáein ár síðan viðbótar- vitneskja um Abel fékkst og má að nokkru rekja til þess er vest- rænir fréttamenn fundu legstað hans i greftrunargarði í Moskvu í ágúst 1972. Nafnið á legsteininum og ann- arra í fjölskyldunni og síðan könnun i opinberum heimildum og í uppsláttarbókum sóvézkum leiddi til þess að fylla tókst í nokkrar eyður í lífi þessa dular- fulla manns. Á legsteini Abels var mynd af sköllóttum manni með gleraugu og þar var tekið fram að hann hefði látizt hinn 15. nóvember 1971. Nafn Abels komst á allra varir er hann var handtekinn i New York 1957 og var þá skýrt frá njósnaferli hans í stórum drátt- um. Síðan var hann dæmdur tii 30 ára fangelsisvistar. Þann 10. febrúar 1962 var hann látinn laus í skiptum fyrir Francis Gary Pow- ers, flugmann U-2 njósnavélar- innar sem var skotin niður yfir Sovétríkjunum. A legsteininum voru tvö nöfn hans grafin ,,Fisher,Williams Genrykovich/Abel Rudolf Ivanovich. Við stein hans voru síðan tveir fyrirferðarminni með nöfnum foreldra hans Genrykh Matveyevich Fisher og Luov Vasilevna Fisher. Áreiðanleg en óopinber heimild sagði skömmu eftir andlát Abels að hann væri fæddur og alinn upp i Englandi undir nafninu Fisher og að faðir hans hafi verið verka- maður í Englandi og að Fisher Walter Schellenberg kem- ur við sögu í Sautján svip- myndum að vori. Schellen- berg var yfirmaður Öryggisþjónustunnar SD. Louise Bernikow segir í þeirri bók er hún ritaði um Abel og kom út 1970: „Þótt ótal margir hafi skrifað langt og mikið mál um Abel, er hann enn jafn mikil ráð- gáta og fyrrum." Um það bil ára- tug eftir að hann snýr heim er Abel enn sama gátan. Einfaldar staðreyndir vantar enn þrátt fyrir ýmsar upplýsingar sem komið hafa fram. Vitneskja um feril Abels áður en hann kom til Quebec vordag einn 1948 er enn lítil sem engin, ekki aðeins fyrir almenning heldur líka rikisstjórninni og tók stjórnin þó Abel, leiddi hann fyrir rétt og dæmdi hann og mik- ill mannafli var í því einu verki að afla gagna um hann. Og er enn að því. Og hvað hann gerði og hvernig hann fór að þvi að stunda i mestu makindum njósnir i Bandaríkjunum í níu ár án þess á hann félli grunur og í bók Berni- kows er enga upplýsingu að finna um Abel sem William Fisher eða tengsl hans við England. Abel er sagður hafa verið skarpur maður, kurteis upp á gamla móðinn og stimamjúkur. Hann sté af skipsfjöl i Quebec hinn 14. nóvember 1948 frá Þýzkalandi. Hann bar bandariskt vegabréf Andrew Kayotis. Seinna kom í ljós að sá Kayotis var lát- inn. Hann hvarf sjónum en skýtur upp kollinum skömmu upp úr 1950 undir nafninu Goldfus. Hann fékk sér vinnustofu í Brooklyn og sagði að hann væri uppgjafaljósmyndari og tóm- stundamálari. Öðrum sagði hann að hann væri Martin Collins eða Breti að nafni Milton eða Mark. Árið 1957 flúði sovézkur njósn- ari í Vestur-Þýzkalandi og sagði hann til Abels og vitnaði síðar í réttarhöldunum gegn honum. Eins og fyrr segir var Abel dæmdur í 30 ára fangelsi, en sat ekki'lengur en sex ár inni. Eftir fangaskiptin á honum og Francis Gary Powers hafði Abel hljótt um sig. Þó er talið hann hafi unnið fyrir KGB, í áróðursdeild KGB en í tómstundum sínum lék hann á hljóðfæri, m.a. klassískan gítar en hann hafði numið þann leik í New York. I nóVember 1968 var rætt við hann í fyrsta atriði i njósnamynd serrt kölluð var á ensku „The Dead Season". Að því er Tass- fréttastofan sagði var mynda- flokkurinn byggður á atburðum sem snertu fél'aga Abels. Oopin- berar heímildir sögðu að Abel hefði átt í erfiðleikum með að tala rússnesku hreint í viðtalinu og hefði þurft að æfa sig lengi áður en honum tókst að hafa málfar sitt nægilega vandað. Abel dó úr lungnakrabba í sjúkrahúsi skammt frá Moskvu. Fréttamenn fengu ekki aðgang að útfararathöfninni sem fór fram hinn 18. nóvember 1971 og ekki var vitað hvar honum hefði verið búinn hvílustaður fyrr en frétta- menn rákust af tilviljun á legstað- inn um það bil ári síðar. Himmler Martm Bormann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.