Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 16
Myndlist MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 eftir VALTÝ PÉTURSSON Pétur postuli. á söfnum er þeirra sanni óvin- ur. í ágætri listasögu, sem mér barst í hendur fyrir nokkrum dögum, lýkur formála með til- vitnun f þýska rithöfundinn Jean Paul, sem um 1800 sagði „Listin er að vísu ekki lífsins brauð, heldur vín þess.“ Þetta er vel sagt og hefur meiri sann- leik að geyma en margar meira notaðar yfirlýsingar um list og hlutverk hennar í mannlegu samfélagi. Myndir voru fyrir kirkjuna það, sem lesmál er fyrir okkur í dag. í Evrópu voru menn löngum hvorki læsir né skrifandi. Meira að segja sjálfur háaðallinn varð að hafa í þjónustu sinni skrifara, sem Altaristafla Ófeigs Jónssonar. gripum úr safninu á þessum stað, og efast ég ekki um, að það mundi gefa safninu sjálfu og munum þess nýtt líf, svo að ég ekki tali um það þýðingu, sem slíkt mundi hafa fyrir almenn- ing í landinu. Sannleikurinn er sá, að margur ómetanlegur list- gripur leynist í þessu safni okk- ar, sem endilega þarf að fá meira húsrými sem allra fyrst. Sumt af því, sem á þessari sýn- ingu er, hef ég séð áður í sölum safnsins, en svo er þarna annað, sem ekki hefur áður borið fyrir augu mín. Nefni ég þar sem dæmi kirkjustól síra Hjalta Þorsteinssonar, sem er aldeilis gersemi. Hallgrímur Jónsson málari á þarna einnig mjög fall- ega hluti. Sama er að segja um Guðmund Guðmundsson smið, sem er ótrúlegur listamaður, þegar vel er að gætt. Ámundi Jónsson er listrænn völundur, sem á þarna svo nútímaleg veggspjöld og persónuleg, að með ólíkindum má telja. Jón Hallgrímsson málari á þarna mjög merkilega muni, og sama má segja um síra Gísla Guð- brandsson. Ýmislegt mætti segja um þessa muni, en ég held, að best verði að orði kom- ist á þann veg, að á sýninginni sé valin hlutur í hverju rúmi. Það var eitt smáatriði, sem sérstaklega vakti eftirtekt mína á þessari sýningu. í málverkun- um, sem flest hafa frásögn úr ritningunni að innihaldi, sér maður hér um bil hjá öllum málurunum, ef þeir á annað borð sýna gólf í myndum sín- um, tigulgólf, sem tæpast hefur verið til hérlendis á þessum Kirkjulist í Bogasal í þjóðminjasöfnum er hluti sögunnar varðveittur með grip- um og myndum. Islendingar eiga furðu myndarlegt þjóð- minjasafn, þegar þess er gætt, hversu forgengilegir hlutir yf- irleitt voru á öldum áður. Að visu hefur kirkjan hér á landi eignast ýmislegt merkilegra listmuna úr varanlegu efni. Það hefur verið sagt, að skrúðhúsin hér áður og fyrr hafi verið fyr- irrennarar þjóðminjasafna, en fyrir tíð skrúðhússins (sakrist- ísins) hafi það verið grafirnar, sem geymdu muni úr góðmálm- um, og þannig hafi margur gripurinn, sem í dag er að finna á söfnum um víða veröld, varð- veist frá upphafi siðmenningar. Það er sögð sú saga um Eskil, hinn danska erkibiskup, að árið 1177, er hann lét af embætti og vissi, að hinsta stund hér megin grafar var I nánd, hafi hann látið taka kirkjugripi úr skrúð- húsi og haft til sýnis fyrir sókn- arbörn sfn, svo að þau gætu séð, hve gjafmildur hann hefði ver- ið kirkjunni í biskupstíð sinni. Sem sagt ein fyrsta opinber sýning á kirkjugripum, sem sérstakar sögur fara af. Þetta kom upp í huga minn í sam- bandi við þá ánægjulegu sýn- ingu, sem Þjóðminjasafn hefur nú efnt til í Bogasal sínum á íslenskri kirkjulist. Mikið hef- ur verið vandað til þessarar sýningar, og hún sannar ekki síst, hve nauðsynlegt er að hlúð sé að þessum gömlu gripum, að þeir fái það umhverfi, sem þeim hæfir og verði ekki að hluta úr stórum haug. Þrengsli voru sérfræðingar síns tíma í að lesa og skrifa. En það var eins með kirkjuna og stassjón- istann hjá Laxness, „Mitt kon- jak skal í hann“, og þegar mað- urinn gat ekki lesið ritninguna og guðsorðið, voru notaðar myndir til að koma sannleikan- um í kollinn á honum. „Mitt konjak skal í þig“. Ég er ekki að segja, að tslendingar hafi verið ólæsir og óskrifandi, sjálfsagt hefur það verið svona upp og niður, eins og raunar enn þann dag I dag. En með kristni kem- ur ný tegund myndlistar inn í þjóðlífið, og allt fram að siðabót eru kirkjur i' kaþólskum sið skreyttar, eins og annars stað- ar, þar sem fólk hafði þann sið. En við siðaskipti verður án efa mikil breyting á skreytingum kirkna, og enginn efi er á, að mikið hefur farið forgörðum i þeirri byltingu, sem þá varð og enginn hefur enn getað sannað, að hafi orðið til hins betra. Þau verðmæti, sem fjarlægð voru úr kirkjum og hent á hauga, verða ekki aftur heimt. Aðeins örfáir gripir virðast hafa lifað af þetta sorglega slys, og þá einkum og sér i lagi vegna fegurðar og þeirra góðu málma og eðal- steina, sem þeir gripir voru gerðir úr. Þeir munir, sem komið hefur verið fyrir í Bogasalnum, eru, að ég held, flestir úr lúterskum sið, en ekki er ég svo vel að mér, að ég viti það með vissu, enda lit ég fyrst og fremst á þessa sýningu sem listsýningu, sem sannar okkur enn einu sinni, að við eigum vissa hefð í myndlist. Eftir því sem árin liða og ég hef kynnst betur við islenska myndlist frá fyrri tím- um, er sú trú min í stöðugum vexti, að myndlist hafi verið hér í landi frá fyrstu tið og það meira að segja með blóma. Á þessari sýningu stendur fyrir dyrum úti altari úr hrjúf- um viði, lúið og farið að eldast. Fyrir ofan það er altaristafla, forkunnarfögur og nýlega við- gerð, en upprunaleg gerð af Ófeigi Jónssyni, ágætum mál- ara. A altarinu sjálfu standa tveir forláta kertastjakar, sem keðjur hafa verið settar við til að forða þeim frá því að verða stolið. Þetta er i fyrsta sinn, sem ég sé þannig gengið frá hlutum hér á safni, og segir það því miður sina sögu um móral- Kirkjustóll síra Hjalta. inn á þvi herrans ári 1978. Þetta altari vakti sérstaka at- hygli mína fyrir það, hversu íslenskt mér finnst það í hrjúf- leika sínum, líkast smíðað úr rekavið, fábrotið í fátækt sinni, en með reisn þess hlutar, sem ber í sér sögu þjóðar. Þegar inn í sjálfan Bogasal- inn kemur, verður margt fyrir augum manns; guðspjallamenn á fjölum, myndskreyttir predik- unarstólar, útskornir og málað- ir kirkjustólar, altaristöflur og minningarspjöld. Það er ástæðulaust að tiunda hvern hlut á þessari sýningu, og þvi tek ég það ráð að tala aðeins frekar um heildina og það, hvernig hlutirnir veróa til, ef svo mætti segja, þegar þeim er gefinn sá rétti rammi. Hér er hver hlutur séður sem listaverk og komið fyrir sjónir manna eins og hann á skilið. Fyrir all- mörgum árum var haldin hlið- stæð sýning á hlutum úr safn- inu í Bogasalnum, og er hún mér minnisstæð. Ég vona, að sá háttur verði meir og meir upp- tekinn að halda sérsýningar á tfma, og fæstir listamannanna höfðu dvalist erlendis. Hér er um útlend áhrif að ræða, sem gætu verið komin allt frá Flórens endurreisnartfmabils- ins yfir Holland, Þýskaland og Danmörku eða verið eftirlegu- kind úr kaþólsku. Hver veit? Hér er verðugt ranr.sóknarefni fyrir hina ungu listfræðinga okkar, sem virðast uppteknari af ómerkilegri hlutum en eldri list eigin þjóðar. Það eru næg verkefni fyrir hugmyndaríka listfræðinga hér á landi, og þau verkefni eru ekki einskorðuð við nútímann eða þessa öld. Það er sérlega merkileg sýning, sem nú er í Bogasaln- um, og ég vona, að fólk sjái sér fært að athuga svolítið þá gripi, sem hún hefur að geyma. Það er okkar eigin arfleifð, sem hér er á ferð, og væri vel, að sem flestir lærðu að meta hana. Enginn er góður þjóðfélags- þegn, sem ekki kann að meta að verðleikum vín, þess lífs, sem hann er fæddur til að hrærast í. Hafi þeir þökk mina, sem að þessari sýningu hafa staðið. Altaristafla eftir Amunda smið Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.