Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 29 JMftgttniiIftfrft Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1 700.0 í lausasölu hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. 0 kr. á mánuði innanlands. 90 kr. eintakið. Varanleg lífekjarabót Asiðasta ári jókst kaupmáttur launa verulega. Hver einasta fjölskylda veit, að hagur hennar hefur batnað mjög unöanfarin misseri Nú skiptir mestu máli að tryggja þennan kaupmátt, að festa þessa lífskjarabót þannig að hún verði varanleg en renni ekki út i sandinn eins og t d kjarabætur þær, sem samið var um snemma árs 1 974 Við getum hins vegar ekki búizt við því, að kjör okkar haldi áfram að batna á þessu ári Til þess eru engar aðstæður nú. Ekki er búizt við batnandi viðskiptakjörum i ár. Verðlag á afurðum okkar erlendis mun að öðru óbreyttu ekki hækka að ráði á þessu ári Vissar blikur eru á lofti í sambandi við skreiðarsölu til Nígeríu og saltfisksölu til Portúgals Þegar aðstæður eru hafðar i huga er ekki raunhæft að gera ráð fyrir lífskjarabata á þessu ári Lifskjör okkar eru góð Þau eru með þvi bezta, sem þekkist i veröldinni Enginn þarf að kvarta, þótt hann verði í ár að sætta sig við óbreytt lifskjör frá fyrra ári Þarerengum i kot vísað Ef við hins vegar kunnum okkur ekki hóf getur illa farið Atvinnuvegir okkar eru þegar komnir í erfiðleika, sérstaklega fiskvinnslan, sem stendur frammi fyrir stórfelldum hallarekstri á þessu ári Stöðvist fiskvinnslufyrirtækin smátt og smátt kemur til atvinnuleysis, sem fyrst í stað verður staðbundið en breiðist siðan út í byggingariðnaði eru ýmsar blikur á lofti Sumir sérfróðir menn telja, að samdráttur verði í byggingariðnaði, þegar kemur fram á sumarið Af þessu er Ijóst, að nú er ekki tilefni til að spenna bogann hærra en orðið er, heldur verðum við að leggja áherzlu á að varðveita þann árangur, sem náðst hefur í bættum kjörum, vinna að þvi að hann verði varanlegur Það er mikilvæg- asta verkefnið, sem framundan er í kjaramálum Á 12 mánaða tímabilí hækkuðu laun um 60—80% Afrakstur þeirrar launahækkunar er um 8% aukning kaupmáttar Það hlýtur að vera hægt að ná slikri aukningu kaupmáttar án þess að hækka laun i krónutölu, svo mikið Það er verðugt viðfangsefni fyrir stjórnvöld, verkalýðshreyfingu og vinnuveitendur að vinna sameiginlega að þvi að finna leiðir til þess. Ibúðarbyggingar í Reykjavík Reykjavíkurborg ver á yfirstandandi ári 700 m kr til ibúðarbygginga í þágu aldraðra Er hér um að ræða íbúðir við Furugerði, Dalbraut og Lönguhlið, samtals -170 íbúðir. Nokkur hluti þessara ibúða er á lokastigi og verður úthlutað innan skamms tíma. Auk þess ver borgin um 214 m.kr. til byggingar verkamannabústaða — en viðkomandi sveitarfélög leggja fram 25% byggingarkostnaðar íbúða, er falla undir lög um verka- mannabústaði Beint framlag Reykjavikurborgar til ibúðarbygg- inga 1978 verður þvi 914 m.kr. Auk þessa greiðir Reykjavikur- borg launaskatt, eins og aðrir vinnuveitendur Þar koma 220 m.kr. til viðbótar, sem renna í Byggingarsjóð ríkisins, sem varið er til húsbyggínga. Hækkar þá framlag borgarinnar í þennan framkvæmdaþátt upp i 1 milljarð 124 milljónir króna, sem er há fjárhæð, jafnvel þó hliðsjón sé höfð af rýrnun verðgildis krónunnar i verðbólguflóðinu Nokkur ágreiningur kom upp í borgarstjórn Reykjavíkur um stefnu í byggingarmálum Borgarfulltrúi Alþýðuflokksins lagði höfuðáherzlu á leiguibúðir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu hins vegar að fjármagn borgarinnar nýttist verulega betur með byggingu verkamannabústaða, bæði í þágu borgarbúa og byggingariðnaðarins, þar sem borgin þyrfti aðeins að leggja fram 25% byggingarkostnaðar verkamannabústaða en 75% kostnað- ar leiguibúða Kostnaður borgarinnar við byggingu 100 leigu- ibúða myndi nægja tíl byggingar 300 íbúða skv lögunum um verkamannabústaði Auk þess ætti borgin þegar um 700 leigu- íbúðir Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu og áherzlu á það, að auðvelda þyrfti ungu fólki, m.a með stýringu lánsfjármagns, að festa kaup á eldra húsnæði i grónum borgarhverfum, m a. til að nýta betur margháttaða samfélagslega þjónustu og stofnanir, sem þar væri fyrir hendi, oft ekkí fullnýtt, sem ella þyrfti að byggja upp annars staðar Varðandi byggingaþróun í borginni var m a bent á, að á einum áratug hefði risið 20-25 þús manna byggð í Breiðholti, auk þess sem byggt hefði verið i öðrum borgarhverfum Byggðin i Breiðholti einu hýsti tvöfalt fleira fólk en i því sveitarfélagi, sem næst kæmi Reykjavík að stærð Gagnrýni minnihlutaflokkanna á kyrrstöðu í ibúðárbyggingum i Reykjavik væri því fjarstæða, sem stangaðist á við áþreifanlegan veruleikann, sem hvarvetna blasti við augum borgarbúa Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri: Fríverzlunarsamningur- inn við EBE fimm ára Erindi flutt á fundi Rotaryklúbbs Reykjavíkur, 25. janúar 1978. Nú eru bráðum liðin 5 ár síðan fríverlunarsamningur Islands við EB tók gildi, en það var 1. apríl 1973. Mér fannst því vel til fallið, þegar ég var beðinn um að flytja erindi hér, að fjalla um fram- kvæmd samningsins og þá reynslu, sem fengist hefur af hon- um. Það er mér sérstök ánægja að ræða um þetta efni einmitt hér á fundi i Rotaryklúbb Reykjavíkur, því að það var einmitt á sams konar fundi fyrir rúmum 5 árum, að mér gafst tækifæri til þess að gera grein fyrir samningsgerð okkar við EB og þá um leið að vekja athygli á nauðsyn þess, að samningurinn yrði staðfestur. Eins og menn vafalaust muna, þá var um tíma mjög tvísýnt, hvort samningurinn yrði staðfestur vegna landhelgisdeilunnar við Bretland og Þýzkaland, og þess skilyrðis bandalagsins, að bókin nr. 6 um friðindi fyrir sjávar- afurðir tæki ekki gildi nema sam- komulag tækist á sviði fiskveiða. Þegar horft er til baka, má segja, að sérstök gæfa hafi fylgt okkur í samningunum við EFTA og Efnahagsbandalagið. Svo vel vildi til, að Island gerðist aðili að EFTA árið 1970 rétt áður en Efnahagsbandalagið bauð þremur EFTA-löndum, Bretlandi, Dan- mörku og Noregi, að semja um inngöngu í bandalagið og þá um leið hinum EFTA-ríkjunum að semja um friverslun, er næði til allra landa bandalagsins og EFTA. Aðildin að EFTA opnaði því leiðina til samnings við Efna- hagsbandalagið, en án hennar hefði bandalagið ekki verið til viðræðna við Island um fríversl- unarsamning og hefðu þá tollmúr- ar hins stækkaða bandalags og tollamismunun valdið islenskum útflutningi ófyrirsjáanlegum erfiðleikum. Það var því tvimælalaust mikið lán, að tsland fekk í EFTA 1970. Það má einnig teljast sérstök heppni, að EFTA-löndunum tókst að ná samningi um friverslun við Efnahagsbandalagið árið 1972 einmitt á þeim tíma, þegar hug- sjónin um friverslun og frjáls al- þjóðaviðskipti var sem öflugust. Eftir efnahagsáfallið 1973, þegar olíuverð fjórfaldaðist og sam- dráttur varð á efnahagssviðinu, hefði eflaust orðið mun erfiðara, ef ekki útilokað, að ná slíkum fríverslunarsamningum. Fríversl- unin hefur síðustu árin átt í vök að verjast vegna efnahagserfið- leikanna, en hún hefur samt hald- ið velli. Alþjóðasamstarf á vegum Efnahagsbandalagsins, EFTA, OECD, GATT og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hefur átt veigamik- inn þátt í að koma í veg fyrir, að nýjar hömlur yrðu settar á al- þjóðaviðskiptin, sem hefði orðið svo til þess að auka enn meir efnahagsvandann. Loks er svo rétt að minnast á, að ísland hafði nokkra sérstöðu í sambndi við samningana við Efnahagsbandalagið að því leyti, að hagsmunir þess voru ekki fyrst og fremst bundnir við fríverslun um iðnaðarvörur, sem var grund- völlur samninga EFTA-landanna og Efnahagsbandalagsins, heldur um fríverslun fyrir sjávarafurðir og þá um leið, að Island átti í alvarlegri deilu við 2 stórveldi Evrópu um fiskveiðiréttindi. Var það sérstakt lán, að þrátt fyrir þetta ástand, skyldi takast að ná samningum og að deilan varð heldur ekki til þess, að samningn- um var sagt upp af hvorugum aðilanum. Nú getum við fagnað þeim árangri, sem náðst hefur, að hafa bæði fríverslunarsamning og 200 milna fiskveiðilögsögu. Þótt samningurinn hafi verið í gildi í tæp 5 ár, er samt ekki hægt að segja, að fengist hafi 5 ára reynsla af honum, því að það var ekki fyrr en 1. júlí 1976, að veiga- mesti hluti samningsins, sem snertir fríðindi fyrir sjávarafurð- ir okkar í bókun 6, kom til fram- kvæmda, eftir að samningar tók- ust við Breta í landhelgismálinu. Samningurinn hefur því raun- verulega ekki verið að fullu í gildi nema rúmt llA ár. Tollfrelsi fyrir flestar útflutningsvörur okkar í Efnahagsbandalagslöndunum hefur heldur ekki gilt í nema 'A ár, þvi að tollar á iðnaðarvörum voru afnumdir i fimm áföngum á timabilinu frá 1. apríl 1973 — 1. júlí 1977. Hins vegar höfum við fengið lengri tíma til að afnema verndartolla á iðnaðarvörum frá bæði Efnahagsbandalagslöndum og EFTA-löndum eða til 1. janúar 1980. Tollar og viðskiptahindranir eru aðeins einn af mörgum þátt- um, sem hafa áhrif á þróun al- þjóðaviðskipta. Það hefur reynst erfitt að meta áhrif tollalækkana á viðskipti, enda eru þau mjög breytileg eftir vörutegundum og markaðslöndum. En þótt ná- kvæmir útreikningar séu ekki mögulegir, þá er það ómótmælan- leg staðreynd, að lækkun og af- nám íolla hefur orðið mikill hvati alþjóðaviðskipta og er saga frí- verslunar- og tollabandalaga síð- ustu áratuga besta sönnun þess. Á síðustu 5 árum hefur orðið mikil aukning viðskfpta Islands við Efnahagsbandalagið. Ennþá liggja ekki fyrir niðurstöðutölur fyrir viðskipti ársins 1977, en ef viðskiptin 1976 eru borin saman við viðskiptin 1972, kemur i ljós, að innflutningur okkar frá Efna- hagsbandalagslöndum jókst um 67% reiknað í dollurum, en aftur á móti jókst útflutningur okkar til Efnahagsbandalagsins á þessum árum um 103%. Það er athyglis- vert, að útflutningurinn til EB hefur aukist meir heldur en inn- flutningurinn þaðan, en samt vantar mikið á, að viðskipta- jöfnuður hafi náðst. Árið 1972 var innfltuningur okkar frá Efna- hagsbandalaginu helmingi meiri en útflutningur okkar þangað, en árið 1976 var útflutningurinn 62% af innflutningsverðmætinu. Árið 1976 var innflutningur frá Efnahagsbandalaginu 43,5% af heildarinnflutningnum, en út- flutningur til bandalagsins 31,1% af heildarútflutningnum og sýna þessar hlutfallstölur, hversu þýð- ingarmikil viðskiptin eru. Ég sagði áðan, að erfitt væri að reikna út áhrif tollabreytinga, en þau eru samt ótvíræð og er út- flutningur okkar á frystri rækju á undanförnum árum gott dæmi um það/ Þegar Bretar tóku aftur að le'ggja toll á frysta rækju árið 1974 á meðan á landhelgisdeil- unni stóð og bókun nr. 6 hafði ekki tekið gildi, þá hafði það í för með sér mikinn samdrátt á rækju- sölu til Bretlands. Framleiðslunni var að mestu beint til Svíþjóðar, þar sem tollfrelsi var áfram, vegna EFTA-aðildar. Þegar svo bókun nr. 6 tók gildi 1. júlí 1976, jókst salan strax aftur til Bret- lands og nýir hagstæðir markaðir opnuðust í Þýzkalandi og Hol- landi. Hafði þetta einnig í för með sér verðhækkun á rækju á helsta markaði okkar í Sviþjóð. Strax fyrsta misserið, sem bókunin var í gildi, þrefaldaðist þannig út- flutningur á frystri rækju til Efnahagsbandalagsins samanbor- ið við seinna misseri ársins 1975. Þá má einnig bénda á samhengi milll tollalækkunar og útflutn- ings freðfisks, þótt ekki sé það eins áberandi eins og með frysta rækju. Sala freðfisks til Bret- lands hefur á undanförnum árum sveiflast talsvert eftir því, hve hár tollurinn hefur verið, en hann var afnuminn 1970 við inngöng- una í EFTA, en svo lögðu Bretar á toll aftur 1974 og fór hann hækk- andi upp í ytri toll Efnahags- bandalagsins þar til að bókun nr. 6 tók gildi, að hann var alveg felldur niður. Tollfrelsi í Bret- landi hefur örvað mjög sölu á freðfiskflökum þangað. I fyrra voru seld 6000 tonn til Bretlands og er það 5—6 sinnum meira magn en selt var þangað á næstu þremur árum þar á undan. Að sjálfsögðu hefur verðlag og eftir- spurn á breska markaðnum ráðið miklu um þessa þróun, en 15% tollur hefði vafalaust dregið mik- ið úr þessum viðskiptum. Þótt Bandarikjamarkaðurinn sé lang þýðingarmesti markaðurinn fyrir freðfisk og verði það eflaust áfram, skapar það samt mikið öryggi, að geta selt freðfisk toll- frjálst og óhindrað til Efnahags- bandalagslanda. I þessum löndum er einnig mikill markaður fyrir tilbúna frysta fiskrétti, sem eru einnig tollfrjálsir samkvæmt frí- verslunarsamningnum. Það hlýt- ur að koma að því, að hafin verður framleiðsla á slikum rétt- um til útflutnings og ættu SH og SlS einmitt að hafa mjög góða aðstöðu til þess, þar sem þau geta stuðst við reynslu systurfyrir- tækja þeirra í Bandarikjunum. Hér er tvimælalaust um að ræða mögúleika til frekari iðnþróunar, sem æskilegt er að nýta. Tollur á isfiski úr íslenskum fiskiskipum hefur ekki verið felldur niður í bandalaginu eins og á freðfiski, heldur lækkaður úr 15% fyrir þorsk, ýsu og ufsa í 3,7% og fyrir karfa úr 8% í 2%. Þetta hefur í för með sér hækkun á skilaverðmæti Isfisks til útgerð- ar og sjómanna um nær 10% eða 1—4 millj. kr. i venjulegri sölu- ferð togara. Þótt eflaust sé hag- stæðast og æskilegast frá atvinnu- sjónarmiðum að vinna úr fiskin- um hér á landi, getur það samt komið sér vel fyrir útgerðina að selja ísfisk erlendis, þegar markaðurinn er þar sérstaklega hagstæður. Einnig má benda á, að fiskiskipin hlifa miðunum á meðan þau eru í söluferðum,- Þegar metið er gildi bókunar nr. 6 fyrir útflutning islenskra sjávarafurða, þarf einnig að hafa i huga, hver aðstaða okkar er á bandalagsmörkuðum samanborið við aðra keppinauta, sem standa utan bandalagsins. I innflutning sjávarafurða til bandalagsins frá flestum löndum utan þess er lagður ytri tollur. Þó gerðu Norð- menn sérsamning við bandalagið um afnám og lækkun tolla á nokkrum sjávarafurðum, en sá samningur var ekki eins víðtækur og hagstæður eins og okkar samningur. Þannig er enn lagður 3,7% tollur á freðfiskflök og 7% tollur á frysta rækju og 15% tollur á isfisk og 2% tollur á fiski- mjöl frá Noregi. En þessar afurð- ir eru tollfrjálsar, þegar þær eru fluttar inn frá Islandi. Ennfrem- ur er hert feiti tollfrjáls, þegar hún er flutt frá tslandi, en tollur er 17%, ef hún kemur frá Noregi. Við getum ekki notfært okkur þetta, þar sem ekki hefur verið reist hér verksmiðja, sem herðir lýsi til útflutnings, en ef til vill skapast grundvöllur fyrir rekstri slikrar verksmiðju með áfram- haldandi stöðugri loðnuveiði. Fyrir álframleiðsluna skiptir Efnahagsbandalagsmarkaðurinn mjög miklu máli, því að þangað var 75% af framleiðslu áls 1976 seld, og var útflutningurinn 40% af heildarútflutningi til Efna- hagsbandalagsins það ár. Tollur bandalagsins á áli var 7%, en hann hefur nú lækkað niður í 2,8% og verður að fullu afnuminn 1. janúar 1980. Á1 og nokkrar s.k. viðkvæmar vörur voru undan- þegnar hinu almenna ákvæði samningsins um tollfrelsi í Efna- hagsbandalaginu 1977. Sama máli gegnir um járnblendi og um ál, að tollfrelsi í Efnahagsbandalaginu hefur mikla þýðingu og hefði varla verið ráðist í byggingu járn- blendiverksmiðjunnar, ef sú að- staða væri ekki fyrir hendi. Ut- flutningur á ullarvörum til Efna- hagsbandalagsins hefur einnig stóraukist á undanförnum árum og hafa tollalækkanirnar greitt mjög fyrir sölu þessara vara. Áhrif tollalækkunar á sölu lag- metis eru ekki enn sem komið er umtalsverð, en horfur eru á auk- inni sölu til EB-landa á þessu ári. Af öðrum iðnaðarvörum má nefna, að 72% af útflutningi kisil- gúrs var árið 1976 til Efnahags- bandalagslandanna. E 'g hefi hér bent á ýms jákvæð og hagstæð áhrif af samningi okk- ar við Efnahagsbandalagið og eiga þau eflaust eftir að fara vax- andi eftir því sem fram líða stundir. Það er því ekki óeðlilegt, að spurt sé: Hver eru hin nei- kvæðu áhrif og hverju höfum við orðið að fórna til þess að fá þessa Þórhallur Asgeirsson hagstæðu aðstöðu á mörkuðum bandalagsins? Greiðsla okkar fyr- ir viðskiptafriðindin hefur verið fólgin í lækkun á verndartollum og loforð um afnám þeirra 1. janúar 1980. Með þessu fengu Efnahagsbandalagslöndin sömu tollfríðindi og áður hafði verið samið um við EFTA-löndin. Þess- ar tollalækkanir ná til aðeins um 16% af heildarinnflutningnum. en óneitanlega er hér um að ræða fríðindi, sem lönd Efnahags- bandalagsins og EFTA hafa til sölu á vissum vörum umfram önn- ur lönd. Samt sem áður hefur hlutfall fyrrnefndu landanna í innflutningi ekki aukist neitt verulega, enda var það stórt áður. Ahrif tollalækkana eru einkum tvenns konar: 1. Ahrif á fjármál ríkisins, þar sem tolltekjur hafa hlutfallslega minnkað. 2. Áhrif á samkeppnisaðstöðu islenskra iðn- fyrirtækja. Siðan 1963 hafa verið gerðar miklar breytingar á toll- skránni einkum til lækkunar og var viðurkennt, að þar væri um mikla nauðsyn að ræða. Endur- skoðun á tollskránni fór fram 1963 og 1967 og hefði eflaust hald- ið áfram, þótt Island hefði ekki gert samningana vió EFTA og Efnahagsbandalagið. Lækkanirn- ar ná ekki aðeins til innflutnings frá EBE og EFTA heldur er um miklar almennar tollalækkanir að ræða. Tollalækkanirnar hafa haft í för með sér minnkun á hlutfalli tolltekna í heildartekjum ríkis- sjóðs. Þetta hlutfall var árið 1969 37.1% en árið 1976 21.6%. En vegna sífellds vaxandi innflutn- ings hafa raunverulegar tolltekj- ur vaxió þrátt fyrir það. Voru tolltekjurnar 1969 2.767 millj. kr., en 1976 15.421 millj. kr. Hlutfalls- lega lækkun tolltekna hefur ríkis- sjóður fengið miklu meir en bætt með hækkun söluskattsins. Um áhrif tollalækkana á ís- lenskan iðnað er erfitt að ræða í stuttu máli. Staða hinnaýmsu iðn- greina hefur verið mjög mismun- andi. Sumar þeirra, svo sem kassagerðir, veiðarfæragerðir og skipasmíðastöðvar, nutu áður engrar tollverndar. Stærstu iðn- fyrirtækin, áburðarverksmiðjan og sementsverksmiðjan, eru ósnortin af tollalækkunum og sama má segja um byggingariðn- að og þjónustuiðnað. Þá eru einn- ig ýms vinnslufyrirtæki, svo sem smjörlíkisgerðir, kjötiðnaðarfyr- irtæki, kaffibrennslur, sem tolla- lækkanir og innflutningsfrelsi nær ekki til. Sælgætisgerðir og kexgerðir njóta áfram verndar með takmörkun á innflutningi, sem hlýtur þó fljótlega að verða felld nið.ur vegna skuldbindinga okkar við EBE og EFTA, en um leið er hægt að veita þessum iðn- greinum áfram verulega vernd. Loks eru svo nokkrar iðngreinar, sem, eins og við mátti búast, hafa fundið fyrir meiri samkeppni er- lendis frá. Ég vil ekki gera of litið úr þeim erfiðleikum, sem þessi aðlögun kann að hafa haft í för með sér hjá einstökum fyrirtækj- um, en á hitt vil ég benda, sem ég tel þýðingarmeira, að iðnaðinum i heild hefur tekist á þessum aðlög- unarárum að auka framleiðslu sina og halda sínum hlut á flest- um sviðum. Hefur þessi þróun tvímælalaust haft þau áhrif, að aukin áhersla hefur verið lögð á framleiðni jafnframt þvi, sem meiri fyrirgreiðsla af hálfu opin- berra aðila hefur komið til. Tel ég, að iðnrekendur megi vera stoltir af þeim árangri, sem þeir hafa náð. Nú eiga mörg iðnfyrirtæki við mikla erfiðleika að striða, eins og allar atvinnugreinar aðrar. Hér er þó ekki fyrst og fremst um að ræða áhrif tollalækkana heldur það efnahagsástand, sem hér hef- ur skapast, með verðbólgu og óhagstæðri gengisskráningu fyrir iðnaðinn. Þessi vandamál þarf að leysa með ákveðnum samstilitum aðgerðum, svo að hægt sé að hald a áfram gróandi atvinnulífi og góðum lifskjörum, en eitt af grundvallarskilyrðum þess er, að alþjóðaviðskiptin verði áfram frjáls og að okkur takist að nýta þá aðstöðu, sem við höfum fengið í EFTA og gagnvart Efnahags- bandalaginu. Frumvarp til laga: Samkeppni í verðmyndun og samruni fyrirtækja Samið að tilhlutan / Verzlunarráðs Islands I gær var lagt fram á Alþingi viðamikið frumvarp til laga um samkeppni f verðm.vndun og samruna fyrirtækja, samið að tilhlutan Verzlunarráðs Islands, flutt af Albert Guðmundssyni (S). Frumvarpið er í 3 hlutum, 12 köflum, 72 greinum. Fyrsti hlutinn fjallar um SAMKEPPNISHÖMLUR. Kaflafyrirsagnir hans eru: Samningar og ákvarðanir um samkeppnishömlur, Um viðskiptahömlur, Starfsemi markaðsráðandi fyrirtækja, Ölögleg markaðshegðun, Samkeppnisregl- ur, Verðmyndun, Almenn ákvæði. Annar kafli frumvarpsins ber yfirskriftina YFIRVÖLD. Hann fjallar um: Yfirvöld, sem annast eftirlit og framkvæmd laganna, Markaðsstofnun lslands, Markaðsdóm- stól, Einokunarnefnd. Þriðji hluti frumvarpsins ber yfirskriftina: GILDISSVIÐ OG GILDISTAKA. Hann fjallar eins og nafnið bendir til um gildissvið laganna. Þar eru og talin upp þau lög, er falla úr gildi, ef frv. verður samþykkt, sem og þau lög, sem taka breytingum með samþykkt þess. # Viðskiptaþing V.í. 1975 „Dagana 20. og 21. maí 1975 hélt Verslunarráð Islands við- skiptaþing um efnið: „Hlutverk verslunar og verðmyndunar í frjálsu markaðshagkerfi". A þing- inu voru flutt fjölmörg erindi um núverandi fyrirkomulag verð- myndunar á vöru og þjónustu at- vinnuveganna og hverjar úrbæt- ur væru nauðsynlegar. Niður- staða viðskiptaþingsins var sú, að nauðsynlegt væri, að markaðs- verðmyndun stjórnaði verði á vöru og þjónustu atvinnuveg- anna. Jafnframt þyrfti að semja löggjöf, sem hefði þann tilgang að efla samkeppni, banna samkeppn- ishamlandi viðskiptahætti og veita markaðsráðandi fyrirtækj- um aðhald í verðlagningu, sam- keppnisháttum og varðandi sam- runa. Þar sem stjórnvöld sinntu þessu brýna verkefni þá lítið, ef frá er talið ákvæði í stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar, vaknaði sú spurning, hvort Verslunarráð- ið gæti ekki látið semja frumvarp til laga um þetta efni. Var ákveðið að leggja þá hugmynd fyrir stjórn Verslunarráðsins." # Nefndarskipun „Á fundi stjórnar Verslunar- ráðs íslands mánudaginn 13. októ- ber 1975 var ákveðið að skipa fimm manna nefnd til þess að semja frumvarp til laga um sam- keppni, verðmyndun og samruna. fyrirtækja. Formaður nefhdar- innar var kosinn Þorvarður Elías- son viðskiptafræðingur, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands. Aðrir nefndarmenn voru Sveinn Snorrason hrl, sem verið hefur fulltrúi Verslunarráðsins í verðlagsnefnd, Halldór Jónsson verkfræðingur, Jóhann J. Ölafs- son lögfræðingur, samkvæmt ósk Félags ísl. stórkaupmanna, og Kristmann Magnússon, sam- kvæmt ósk Kaupmannasamtaka Islands. Auk þess störfuðu tveir starfsmenn Verslunarráðsins þeir Sigvaldi Þorsteinsson lögfræðing- ur og Árni Árnason rekstrarhag- fræðingur fyrir nefndina." ^ Efni frumvarpsins og gerð „Verðlagslöggjöf annarra þjóða, sem er löggjöf þeirra um samkeppni, verðmyndun og sam- runa fyrirtækja, hefur þann til- gang að tryggja, eins og framast er kostur, að allar markaðsað- stæður hvetji fyrirtæki og ein,- staklinga til efnahagslegra fram- fara. Jafnframt er stjórnvöldum gert kleift og skylt að fyrirbyggja, að einstakir aðilar geti hagnýtt sér eða skapað sér aðstöðu til þess Framhald á hls. 32. Albert Guðmundsson, alþingis- maóur. ...þingfréttir í stuttu máli...þingfréttir í stuttu máli... iStjórnarfrumvarp: Breyting á fyrirkomulagi slysatrygginga Slysatryggingar Fundur var í neðri deild Alþingis í gær. Matthías Bjarnason, tryggingamálaráherra, mælti fyrir stjórn- arfrumvarpi til breytinga á lögum um almannatrygg- ingar. Helzta efnisatriði breytinga, sem frumvarpið felur í sér, eru: 0 1. Slysatryggingar verði lagðar niður að mestu sem sjálf- stæð grein almannatrygginga. Sem sérstakar slysabætur telj- ist aðeins tvær tegundir bóta, þ.e. bætur vegna örorku frá 15% til 50% samkvæmt 34 gr. almannatryggingalaga og 8 ára bætur til ekkju eða ekkils sam- kvæmt a-lið 35. gr. Bætur þess- ar verði á vegum lífeyristrygg- inga, er hér eftir verði nefndar lífeyris- og slysatryggingar. # 2. Lifeyristryggingar greiði þær bætur sem réttur er til samkvæmt II. kafla almanna- tryggingalaga, enda þótt bóta- greiðsla eigi rót sína að rekja til vinnuslyss. % 3. Sjúkrahjálp vegna vinnu- slysa verði greidd af sjúkra- tryggingum eftir þeim ákvæð- um, sem um siðarnefndu trygg- ingarnar gilda. Breyting þessi .veitir tilefni til nokkurra breyt- inga á bótaákvæðum sjúkra- tryggingakafla laganna. # 4. Sjúkratryggingar greiða sömu dagpeninga i veikinda- og slysaforföllum. Jafnframt Framhald á hls. 30. 10 stjórnarfrumvörp: Um þinglesningu og eignaskráningu Lagt var fram á Al- þingi I gær viðamikið frumvarp til þinglýsing- arlaga. Fjallar frumvarp- ið um þinglýsingardóm- ara, framkvæmd þinglýs- inga og aflýsinga, for- gangsáhrif þinglýsingar og grandleysi, þinglýs- ingu, er varðar fasteign- ir, leiðréttingu á röngum færslum (bráðabirgða- vernd réttinda), hvaða réttindi skuli háð þing- lýsingu, réttaráhrif þing- lýsingar, brottfall þing- lýsingar, þinglýsingu skrásetts skips, þinglýs- ingu er varðar lausafé, bótaákvæði, gildistöku o.fl. Gaukur Jörundsson, prófessor, samdi frum- varp þetta að tilhlutan dómsmálaráðherra. Við samningu frumvarpsins naut hann aðstoðar Þor- leifs Pálssonar, deildar- stjóra, og Þorsteins A. Jónssonar, fulltrúa, sem báðir eru starfsmenn dómsmálaráðuneytis. Frumvarpið byggist í flestum meginatriðum á frumvarpi til laga um þinglýsingar, sem þeir dr. Ármann Snævarr og Ól- afur A. Pálsson sömdu á sinum tíma. Frumvarpið i heild miðar að því að greiðar og öruggar upplýsingar megi fá um réttindi yfir fasteignum og að reglur um réttaráhrif þinglýs- ingar séu sem skýrastar. Stefnir það að gleggri og öruggari skráningu fast- eignaréttinda en verið hefur og að bættum hátt- um á vörzlu skjala. Frumvarpinu fylgja mörg hliðarfrumvörp til samræmingar við efni þess: frumvarp til laga um breytingu á lögum um lögtak og fjárnám án undangengins dóms eða sáttar; frumvarp um breytingu á jarðarlögum; frumvarp til breytinga á lögum um eignarétt og af- notarétt fasteigna; frv. til breytinga á lögum um landamerki o.fl; frv. til br. á lögum um bæjanöfn o.fl; frv. til br. á lögum um nauðasamninga; frv. til br. á lögum um kyrr- setningu og lögbann; frv. til br. á lögum um land- skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.