Alþýðublaðið - 17.01.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBIiAÐIÐ 3 ŒBESra&SgBMMIS—WIIBWilimSliMftiaiMMI—SSSaCT Sölubörn komi í afgreiðslu FáJkans kl. 10 á mánudags- morguninn til pess að selja gaman- vísur. mest verður að krefjast af henni samkvæmt köllnn hlutverksins. Sólveig má gæta tungu sinnar, hraðinn á máli hennar er stund- um of mikill. Þóra Borg (hin stórlynda og glæsilega Erla) er prýðisgóð. Og svo fer um marga leikhússgesti, að Þóra hrífur pá meir og meir eftár þvi sem þeir sjá hana oftar. 1 „Fjalla-Eyvindá" og „Skálkun- um“ haföi hún hlutverk lítil- kvenna á hendii. Hér er hún sterkari. Hér fær kraftur hennar og glæsiileiki í máli og hreyfing- um að njóta sín. Gestur Púlsson (Þórólfur) hefir að mestu vanið sig af því að sveigja sdg ámáttlega til og frá. Höfðinu veldur hann nú eðlilega. Hann samsvarar kröfum hlut- verksins og þau Regína eru ágæt- lega samhæfð. Hamlúur Bjömsson (Ölafur sýslumannssonur) hefir að mínu áliti erfiðasta hlutverkið á hendi. í hlutverki Ólafs eru geðbrigðin stærst og krafturinn mestur. Síð- ustu augnahlik leiksýningarinnar, þegar Ólafur hrópar nei, nei, jnei í angist, eni erfið leikandan- um; — ég var fuilur eftirvænt- ingar að sjá, hvernig tækist með þetta. Haraldi tókst það fyllilega vel. Fridfinnur Gudjónsson (Jón gamli). Þótt í hlutverld þessu sé „komik“, þá er alvaran þó svip- ur hlutverksins. í slíku hlutverki hefi ég ekki séð .Friðfinn áður. Hann er nú, eins og hann er vanur að vera, snillingur. Brynjólfur Jóhannesson, Guð- laugur Guðmundsson, Marta Kal- man og Gunnþórunn eru alveg lýtalaus í hlutverkum sínum. V. S. V. Samskotk til ættingja sjómannanna, er fór- ust með „Apríl", hafa að vísu gengið vel, en ég efast ekki um, að hinni þjóðkunnu hjálpsemi Reykvikinga sé ekki misboðið, þó að enn verði nokkuð um þetta nauðsynlega mál rætt. Þegar svona hörmuleg slys vilja til, þá vekur þáð almenna samhygð með þeim, sem hafa orðið fyrir mikilli sorg. Þess vegna liggur hendi næst að sam- úðin komi fram í verkinu þannig, að hin fjárhagslega hjálp verði algerlega almenn, og hefir mér komið í hug að leggja til eftir- farandi: 1. Hver húseigandi í borginni sjái um, að hver heimilisfaðir greiði 25 aura gjald fyrir hvern heimilismann ungan og gamlan. 2. Að bæjarstjómin eða borgar- stjóri skipi nefnd manna, er sjái um innheimtu á þessu fé, og sið- an verði samskotafénu úthlutaö hið bráðasta. Það mun láta nærri, að íbúa- fjöldi Reykjavíkur sé um 28000 manns, og gæti þá þessi upphæð orðið 7000 krónur, og er það mjög myndarleg viðbót við það, sem þegar er komið í þessu skyni, og vel samboðið höfðings- skap Reykvikinga. Svo gæti nú samt farið, að einhverjar ástæður gerðu það að verkum, að þetta næði ekki fram að ganga alment. Þá mætti bjarga málinu með því, að þeir, sem hefðu ástæður til, greiddu fyrir segjum nokkur heimili, og myndu þá vinnast upp vanhöld, sem annars gætu orðið á samskotunum. Nú er það vitanlegt, að margir rnenn í þessum bæ hafa við þau lífskjör að búa, að þeir hafa ekki efni á að láta af hendi nema litl- ar fjárupphæðir i einu, og þess vegna kynoka sér við að taka þátt í samskotum, en þetta er auðvitað hinn mesti misskilning- ur, því að árangur slíkra sam- skota getur orðið beztur sé hann almennur, þó að lítið komi frá hverjum. Nú er hér leitast við að benda á ráð til hjálpar í miklum hörmungum fjölda manna, ætt- íngjum hinna vösku og góðu drengja, er létu lifið með „Apr- íl“, og er hér bent á leiðs, sem öllum, háUm og lágum, rikum og fátæktim, er fær. Þ. Verbamaimarél3g ð í Hafnarfiiði. í fýura kvöld hélt verkam.féL Hlíf í Hafnarfirði 24 ára afmæli sitt hátíðlegt í Góðtemplarahús- inu. Var afmælishátíðan afar-vel sótt, svo að I>ess þekkjast varla dæmi í Hafnarfirði. Form. skemtinefndar, Magnús Kjartansson, setti hátíðina með fáum en vel völdum orðum. Bauð hann gesti: og félaga velkomna og bað þá að setjast til borðs. Las hann upp kveÖjubréf frá for- seta Alþýðusambandsins, Jóni Baldvinssyni, en siðan hófst kaffidrykkja. Komst þó ekki nema helmingur fólksins að borð- unum. —- Meðan setið var að horðum kvaddi Kjartan Ólafssoti bæjarfulltrúi sér hljóÖs og mint- íiist í snjallri ræðu hins nýkjörna heiðursfélaga Hlífar, Péturs G. Guðmundssonar, er stofnaði Hlif og var jtarna gestur. Gat hann þess í ræðu sinni hvaða áhrif Verkamannablaðið, sem Pétur gaf út um 1907, hefði haft á huga og þroska ungra manna í' þá daga og taldi að áhrifa brautryðjanda- starfs Péturs gætíi enn í forystu- 1 Beztu tyrknesku cigaretturnar í 20 stk pökkum, sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. Turkish Westmfmster Giagrettur. A. V. I taver]nm pakka eru samskonar fallegar landslagsmjrndir ogfCommander-eigarettnpiikknm Fást i ðllum verzlunum. SJómenn! Alt sem ykkur vantar áður en þið faiið á sjóinn fáið þið ódýtast og bezt og í lang stærstu úrvali hjá okkur: Oliustakkar, fjölda teg. Sjóhattar, fjölda teg. Olíukápur svaitar síðar. Olíufatnaður alls konar. Doppur. Trawlbuxur. Peysur bláar, fjöldi teg. Peysur, færeyskar. Vlnnuvetlingar alls konar. Sjóvetlingar. Sjósokkar, margar teg. Hrosshárstátiljur. Vattteppi, fleiri teg. Ullarteppi, fleiri teg. Baðmullarteppi. Stiigaskyrtur. Nankinsfatnaður. Khakifatnaður. Kuldajakkar, fóðraðir með lambskinni. Skinnjakkar. Skinnvesti. Ullartreflar. Nærfatnaður, fjöldi teg. Axlabönd. Madressur. Leðurbelti og Gúrnmibelti. Tréskóstígvél fóðruð. Klossar alls konar. Gúmmístígvél. ofanálímd. Gúmmístígvél fullhá ¥ Gúmmistígvél halfhá || JJIl Gúmmistigvél halfhá ■ Úlnliðakeðjur. Vasahnífar og m. m. fl. Veiðarfæraverzlnnín „Geysír“. inannahópi alþýðufélaganna um land alt. Að ræöu Kjartauj lok- inni stóðu menn upp og hyltu heiðursfélagann. — Pétur G. Guð- mundisson stóð því næst upp og hélt mjög snjalla ræðu. Sagðist hann varla eiga þann heáður skil- ið, er hafnfirzk alþýða hefði sýnt sér. Rakti ha*n síðan í kjarn- góðu máli skoðanir sínar á frels- isbaráttu alþýðunnar og framtið- amðfangsefnum hennar. Stóðu1 rnenn því næst upp og hrópuðu margfalt húrra fyrir stéttarsam- tökunum. Stefán Jóh. Stefánsson bar félaginu kveðju frá miðstjóm Alþýðusambandsins og ámaði hafnflrzkri alþýðu heilla í baráttu hennar. Þorvaldur Árnasoo mælti fyrir minni félagsins og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.