Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 31 Pálmi Jónsson, alþingismaður: öryggisbúnaður smábáta 38 dauðaslys á 10 árum Hér fer á eftir þingræða Pálma Jónssonar, alþingismanns, er hann flutti með tillögu sinni til þingsályktunar varðandi öryggis- búnað smábáta: Á þingskjali 77 hef ég leyft mér að flytja tillögu til þingsályktun- ar um öryggisútbúnað smábáta. Tillögu greinin hljóðar svo með leyfi hæstvirts forseta: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að þegar verði settar reglur um öryggisbúnað og eftirlit með opnum smábátum." Engar lágmarkskröfur hafa enn verið gerðar af hálfu opinberra aðila um flothæfni og öryggisbún- að þeirra báta, sem eru 6 metra langir milli stafna eða styttri. Skip og bátar sem eru ofan þeirra stærðarmarka eru á hinn bóginn skoðunarskyld samkvæmt lögum um Siglingamálastofnun ríkisins. Bátar af þeirri stærð, sem ekki eru skoðunarskyldir hafa alla tíð verið notaðir af okkar þjóð á sjó, ám og vötnum í margvíslegum tilgangi. Lengst af hefur sú notk- un verið bundin lífsbaráttu þjóðarinnar bæði á sviði sam- gangna og varðandi öflun lífs- viðurværis. Þessi notkun smábáta er við lýði enn þann dag í dag, en að öðru leyti virðist notkun bát- anna fara vaxandi hin síðustu ár ekki síst á þann veg, að þeir eru notaðir sem leiktæki gjarnan með mjög kraftmiklum vélum. Þannig tíðkast nú stofnun sérstarkra sigl- ingakiúbba á vegum ungs fólks þar sem smábátar eru notaðir og má búast við því að slik starfsemi fari vaxandi. A sama tíma hefur það gerst, að trébátum fer fækk- andi, en plastbátar koma i stað- inn. Mér hafa sagt reyndir sjó- menn, að fullfriskum manni sé naumast bráð hætta búin þótt hann hvolfi undir sig trébát á óstæðu vatni. Því veldur hve auð- velt sé að ná taki á bátnum, snúa honum eða í það minnsta komast á kjöl. Þessu virðist nokkuð á annan veg farið með plastbáta. Plastbátar eru þægilegir i notkun, þeir eru léttir og meðfærilegir, en þeir eru kvikir í hreyfingum, hál- ir þegar þeir blotna, og afsleppir ef út af ber. 38 dauðaslys á 10 árum. A undanförnum árum hafa orð- ið hörmuleg slys hvað eftir annað á smábátum bæði á sjó og vötnum. Samkvæmt upplýsingum Slysa- varnafélags Islands hafa á siðustu 10 árum eða frá 1968—1977 orðið 38 dauðaslys af óskoðunarskyld- um bátum bæði á sjó og vötnum. Þetta er hörmuleg niðurstaða og er ástæða til að leita leiða til að bregðast við þessu betur en gert hefur verið til þessa. Tillagan er því ekki flutt að tilefnislausu. Þrátt fyrir þessa tölu eða sem næst 4 dauéjaslys á ári að meðal- tali hafa þó margir bjargast og sumir næsta nauðuglega þegar óhöpp hafa orðið. Ætla má að slysin hefðu orðið færri og óhöpp- in ekki eins alvarleg ef meira öryggis hefði verið gætt í búnaði bátanna. Skal þó síður en svo gert lítið úr þeim þætti, sem lítur að öryggisbúnaði bátsverja sjálfra. Áskoranir S.V.F.Í. Þessi atriði hafa orðið mörgum ærið umhugsunarefni á undan- förnum árum. ÞaU hafa t.d. hvað eftir annað komið til umræðu á þingum Slysavarnarfélags ís- lands. A 17. landsþingi Slysa- varnafélagsins var m.a. samþykkt svofelld ályktun: „17. landsþing Slysavarnafélags Islands haldið í Reykjavík 30. apríl — 2. maí 1976 ítrekar fyrri áskoranir sinar til stjórnvalda um setningu sérstakrar reglugerðar fyrir opna smábáta 6 metra og styttri. Þingið telur þetta mál hafa dregist úr hömlu og óskar tafarlausra aðgerða i því.“ Með tillögunni fylgdi svofelld greinar- gerð: „Á undanförnum árum hafa mörg slys orðið á sjó og vötnum þar sem rekja hefur mátt orsakir þeirra til þess að öryggi bátanna hefur verið ábótavant. Enda af opinberri hálfu engar kröfur gerðar til flothæfni þeirra, traust- leika eða búnaðar. Þarf því nauð- synlega að setja reglur þar um. Aukin smábátaeign gerir málið enn brýnna þannig að vart er sæmandi annað en að settar verði reglur um slíka báta og notkun þeirra eins og farið er að gera i nágrannalöndum okkar.“ Álykt- un þessi var samþ. samhljóða. I ýmsum tilvikum hefur að þessum málum hefur verið vikið hjá Slysavarnafélagi tslands í fleiri ályktunum heldur en þess- ari. M.a. á þá lund, að brýna það fyrir stjórnvöldum hve nauðsyn- legt sé að í slíkum reglum bæði um óskoðunarskylda báta og jafn- vel aðra smærri báta sem notaðir eru á sjó, að þeir séu t.d. málaðir sterkum litum og búnir radar- speglum sem geri auðveldari leit að þeim, ef þeir týnast eins og því miður kemur stundum fyrir. Með greinargerð þessarar þingsályktunartillögu er prentað viðtal sem dagblaðið Timinn átti við Hannes Hafstein fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags Islands um þessi mál hinn 23. ágúst s.l. I þessu viðtali koma fram ýsmar ábendingar Hannesar Hafstein sem ástæða er til að hafa í huga þegar um þessi mál er rætt og er til að hafa í huga þegar um þessi mál er rætt og að þvi kæmi Pálmi Jónsson. að setja reglugerð um þetta efni. Þar kemur m.a. fram að Hannes telur nauðsynlegt að hafa á plast- bátum líflinu við báða borðstokka þannig að auðvelt sé að ná taki á bátunum, einnig að það sé lengri lína á bæði borð, sem unnt væri að nota til þess að snúa bátunum eða að minnsta kosti að vega sig upp eftir og komast þannig á kjöl. Þar kemur enn fremur fram það sem fyrr er getið hver nauðsyn sé að smábátar séu málaðir skærum litum og að þeir séu búnir tal- stöðvum til þess að auðvelta leit. að þeim þegar þeir týnast. Þessi atriði eru að mér sýnist naumast svo kostnaðarsöm, að þau ættu að vera ofviða þeim, sem eiga eða nota báta af þessu tagi á óstæðu vatni. Siglingamálastjóri hefur að undanförnu unnið að þvj að kynna sér þær reglur, sem gilda á Norðurlöndunum um öryggisbún- að og flothæfni skemmtibáta í því skyni að þær verði uppistaða í sambærilegum reglum hér á landi. Þetta ætti að flýta fyrir því að mál þetta fái framgang og ég hygg að siglingamálastjóri hafi unnið þarna þýðingarmikið og gott undirbúningsstarf, að setningu reglugerðar, sem hér um ræðir. Nauðsynlegt er þó að þessar reglur nái ekki einvörðungu til skemmtibáta heldur einnig og ekki síður til báta, sem notaðir eru i atvinnyskyni og ekki eru skoðunarskyldir. Þýðingarmikið er að reglur af þessu tagi séu ekki þungar í vöfum og ekki of kostnaðarsamar i reynd eigi þær að verða virkar í framkvæmd. Framkvæmd og eftirlit. I þeim reglum, sem hér er lagt til að settar verði þurfa að vera ákvæði um framkvæmd þeirra og hvernig eftirliti skuli háttað. Við fyrstu sýn kann að virðast eðlilegt að sá þáttur málsins sé i höndum Siglingamálastofnunar ríkisins, en sé betur að gáð má telja líklegt að af því myndi hljót- ast óhæfilegur kostnaður. Þess vegna sýnist mér að þurfi a.m.k. að leita að ódýrari iausn. Hugsanlegt virðist að fela al- mennum löggæslumönnum þetta eftirlit og gera þeim þá jafnframt kleift að beita viðurlögum, jafn- vel á þann veg að taka báta í sína vörslu sé fyrirmælum reglugerð- ar ekki hlítt. Þessi atriði þurfa öll nánari athugunar við, m.a. við- ræðna við lögregluyfirvöld en að öðru leyti sýnist mér eðlilegt að reglur þessar séu settar í nánu samráði við Slysavarnafélag Is- lands og Siglingamálastofnun rík- isins. Ég legg á það áherslu að þær kröfur sem settar verða sam- kvæmt þessum reglum mega ekki hafa óhæfilegan kostnað í för með sér fyrir eigendur bátanna. Þess sýnist enda ekki þörf miðað við þær ábendingar, sem fram hafa — Dæmt á lík- um — dómur Hæstaréttar Framhald af bls. 19 þýðubankann hinn 12. septem- ber 1974 og lagt inn á spari- sjóðsbók sina nr. 340820 við bankann kr. 650.000 i reiðufé. Gjaldkeri bankans er afgreiddi ákærða staðhæfir hins vegar, að komið hafi verið með tékk- ann að fjárhæð 850.000 kr. og lagt inn á bókina kr. 650.000 af andvirði tékkans, en mismun- urinn kr. 200.000 verið greidd- ur út i peningum. Hefur hún máli sinu til stuðnings bent á. að hún hafi skrifað töluna 3408020 aftan á ávísunina strax af afgreiðslu lokinni sem númerið á sparisjóðsbók hans. Þá hefur skriftarsérfræðingur lýst það álit sitt, að rithönd ákærða sé, þar sem stendur YY á tékkanum og einnig þar sem rituð er upphæð tékkans í tölu- stöfum, og tveir skriftarsér- fræðingar hjá dönsku lögregl- unni telja, að líkindi séu fyrir þvi að ákærði hafi skrifað það sem á framhlið tékkans greinir og afar liklegt sé að framsalið YY sé gert af ákærða. Loks hefur ákærði að áliti dómsins ekki getað gert nægilega grein fyrir því, hvernig hann fór að afla þeirra 650.000 kr. sem hann lagði inn á sparisjóðsbók sína i framangreint sinn og hann hefur haldið fram að hafi verið i reiðufé. Þegar þetta er virt svo og margháttuð grun-' samleg framkoma ákærða í máli þessu, svo sem hann veigr- ar sér við að fara inn i Alþýðu- bankann sjálfur til að taka út úr sparisjóðsbókinni, en fær annan til að annast það fyrir sig, þá telur dómurinn, að þrátt fyri neitun ákærða séu lögfull- komið frá framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins og ég legg einnig áherslu á, að framkvæmd þessara reglna og eftirlit má ekki vera þungt í vöfum eða hafa um of mikinn kostnað i för með sér þvi þá myndi slfkt eftirlit væntan- lega bresta. Þess vegna er höfuð- nauðsyn að þessar reglur séu sem einfaldastar, þær séu sem ódýr- astar og leitað sé að þeirri leið til eftirlits með þeim sem er hægust í framkvæmd og kostar minnst fé. Ég tel sjálfsagt að félagar í björg- unarsveitum og slysavarnadeild- um geti verið hjálplegir við eftir- lit með brotum á slíkum reglum, enda þótt ég telji að það sé ekki unnt að setja neinar skyldur á herðar þessara félagasamtaka í þvi §kyni. Ég skal svo, herra forseti, að- eins leggja áherslu á það að síð- ustu, að ég tel að þetta mál megi ekki dragast. Slys sem orðið hafa og eru eins og ég sagði ærið mörg þau verða ekki bætt. En ef unnt er með tiltölulega einföldum regl- um og viðráðanlegum kostnaði að koma í veg fyrir eitthvað af slik- um slysum í framtíðinni tel ég óverjandi að koma ekki slíkum reglum fram. ar sannanir fram komnar fyrir því, að hann hafi útfyllt marg- nefndan tékka, sem átti að vera að fjárhæð kr. 850 með fjár- hæðinni kr. 850.000 og faisað á hann framsalið YY, en BB hafði áður ritað nafn sitt á tékkann sm útgefandi. I fram- haldi af þessu hafi ákærði farið með tékkann i bankann og lagt inn kr. 650.000 af andvirðí hans inn á sparisjóðsbók sína, en fengið kr. 200.000 greiddar i peningum. Þetta atferði ákærða varðar við 155. gr. 1. mgr. almennra hegningarlaga nr. 19. 1940.“ — (Sakborningur var jafn- framt ákærður fyrir að hafa leyst út innstæðulausan tékka á eigin reikning við annan banka í Reykjavík).— Refsing ákærða þótti hæfi- lega ákveðin með hliðsjón af 77 gr. almennra hegningarlaga 1 árs fangelsi. Til frádráttar refs- ingunni kom 20 daga gæzlu- varðhaldsvist ákærða. Alþýðubankinn og BB gerðu þá kröfu að ákærði yrði dæmd- ur til að greiða bankanum skaðabætur kr. 200.000 sem hann fékk greiddar út ásamt vöxtum fyrir hvern byrjaðan mánuð frá 12. 9. 1974 til greiðsludags. Sú krafa var tek- in til greina og ákærði dæmdur til greiðslu hennar og ennfrem- ur til greiðslu alls sakarkostn- aðar. Gunnlaugur Briem sakadóm- ari kvað dóminn upp i endur- rétti. Akærði áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar, þar sem hann var staðfestur og ákærða dæmt að greiða allan kostnað sakarinnar bæði i héraði og fyrir Hæsta- rétti. I Hæstarétti dæmdu dóm- ararnir Magnús Þ. Torfason, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, Logi Einarsson og Þór Vilhjálmsson. Okkar árlega hljómplötuútsala er á fullu Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.