Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 26
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31, JANÚAR 1978 — Lífríki og lífshættir V: Jón Þ. Árnason „Engin heilsufræði, engin ve/ferðarþjónusta getur veitt okkur, það sem náttúran gefur okkur. Ef við særum hana, þá særum við sjá/f okkur, ef við myrðum hana, þá fremjum við sjálfsmorð " — Hermann Löns. ■vnrT-mm vm&aMMk Próf. Wolfram Engels Á þröskuldi heimskreppu DR. HERMAN KAHN Jafnvel ötulasti — og tvi- mælalaust lærðasti — alls- nægtapáfi „velferðar“-aldar, dr. Herman, Kahn, yfirforstjóri „The Hudson Institute, Inc.“, New York, höfundur bókarinn- ar „The Year 2000. A Frame- work for Speculation on the Next Thirty-Three Years" (sem efnis vegna ætti að vera heimilt að íslenzka: „Við stöndum við dyr Paradísar"), ráðgjafi risa- fyrirtækja, Gaither- nefndarinnar (almannavarnir og samræmdur striðsrekstur), kjarnorkunefndarinnar og mý- margra deilda landhers, flug- hers og herflota Bandaríkj- anna, virðist hafa fengið að- kenningu af raunsæi. Hann seg- ir nú (í grein sinni í „Die Welt“, nr. 305/31. f.m.): „Þrátt fyrir allt, getum við ekki varizt þeirri tilfinn- ingu, að fyrst um sinn muni skorta á góða stjórnun. Að nokkru leyti af þessari ástæðu munu báðir næstu áratugir ekki verða nándar nærri jafn hagstæðir og næstliðin tuttugu og fimm ár.“ Þessu líkum ívitnunum er vandalaust að halda áfram, en frekari vitna þarf ekki við, því að þegar dr. Herman Kahn býst við kalda, þá er hyggilegt af okkur hinum að búa okkur und- ir storm, og raunsýnismenn hlytu að fagna því sem óvænt- um og ómetanlegum sigri, ef hann bættist í þeirra hóp. Japan er eina „velferðar"- ríkið, sem enn hefir ekki orðið fyrir hrammi kreppunnar. bó virðist hann einnig vera farinn að teygja sig þangað. A.m.k. spáir forsætisráðherrann, Takeo Fukúda, óhagstæðum viðskiptajöfnuði á nýbyrjuðu fjárhagsári, enda alveg ósann- að, að Japanir hafi svo afskap- lega gott af meiri hagvaxtaraf- rekum. Til hins gagnstæða benda m.a. nýlegar fréttir. Um helgina 14./15. þ.m. gekk mikil jarðskjálftahrina yfir Japan, sem átti upptök sín 120 km fyrir sunnan Tokio, á Izu- skaga og við eyna Oshima. Á 2 dögum skóku yfir 220 skjálftar Tokio. Jarðskjálftarnir höfðu í för með sér dauða, limlestingar og mannvirkjatjón eins og gengur og gerist í þvílikum hamförum. Þeir höfðu raunar fleira í för með sér. Það hrundi líka fjall. „Velferðar“-fjall eitt hrundi með þeim afleiðingum, að mörg hundruð þúsund rúm- metrar af zyankali og öðrum iðnaðarúrgangi streymdu út í Kanofljót, og eftir því og í, á sjó út. Ibúarnir beggja vegna fljótsins, rösklega 25.000 tals- ins, fengu þegar í stað ströng fyrirmseli um að bragða ekkert úr fljóti eða flóa. Strax daginn eftir, segir í frétt úr borginni Nagaoka, var dauðan fisk i smá- lestatali tekið að reka á f jörur. DULARFULLAR SPRENGINGAR Enda þótt órói sé farinn að læðast að sumum hagvaxtar- áhangendum vegna gruns um, að vonlaust hljóti að vera að halda áfram viðstöðulsusum náttúruránsskap og lífríkis- spjöllum, halda þó enn margir við trúna á að hugsanlega megi takast að tvöfalda neyzlu, eyðslu og bruðl á 10—15 ára fresti ' eins og áður. „Rök“ þeirra fyrir þessum dauða- dæmda heilaspuna eru blátt áfram óhugnanlega barnaleg í allri sinni sakleysislegu ein- feldni: Af hverju ætti það ekki að vera hægt, þar sem allt hefir gengið svo ljómandi vel hingað til? Lítið bara á alla þessa gljá- andi og breiðu bíla! Og bendir ekki öll áþreifanleg reynsla eindregið til þess, að við getum haldið áfram götuna til góðs? Svona „rök“ hrífa. Við þeim hljóta allir að þegja. Það yrði tilgangslaust að vekja athygli á, að allt eigi sér endi, og að sagan sýni að feitu og mögru kýrnar Faraós hafi skipzt á um völdin í efnahagsheiminum. Núna er hins vegar svo komið, að jafn- vel hinir ólíklegustu óttast að valdatími hinna mögru sé að hefjast og muni verða ónota- lega langvarandi eins og hér að framan er drepið á. Sú skoðun hefir og lengi átt miklu fylgi að fagna, að enda- laust mætti fleygja hvers kyns óþverra í sjóinn að skaðlausu, „því að“, sögðu hinir visu, „allt- af tekur sjórinn við,“. M.a. hafa yfirvöld New York-borgar hyllt þessa skoðun, eða — þangað til nú. Fyrri hluta desember sl. kváðu við dularfullar spreng- ingar austur af New Jersey. í fyrstu var gizkað á, að um væri að ræða heræfingar, háþrýsti- loftsflugvélar eða vísindalegar tilraunir i mikilli hæð. Ráðning gátunnar var kunngerð i At- lantic City hinn 23. f.m. Hún var sú, að þarna áttu sér stað gassprengingar. Gasið hafði stigið upp úr hafinu yfir 50 ferkílómetra svæðinu, þar sem skarni og sorpi New York-búa hefir verið dembt um hálfrar aldar skeið; rúmlega 6.000.000 rúmmetrar að meðaltali á ári, þar af um 3.800.000 rúmmetrar föst jarðefni. Sprengikraftur „kjarabóta“-afurðanna jafngilti sprengikrafti 100 smálesta af dynamiti. Þetta er bara eitt dæmi þess, að þolinmæði lífríkisins er að þrotum komin. Hömlulaust grenj um fyrirgreiðslur, „kjara- bætur“ og „velferð“ leiðir til lífríkisnauðar, sem síðan leiðir til framleíðslu- og viðskipta- kreppu. Allt bendir því til, að tilfinn- anleg þörf sé þegar orðin á raunsýnismönnum og framsýn- ismönnum. Svartsýnismenn gera veigalitla stoð, en af bjart- sýnisflónum hefir heimurinn fengið meira en nóg, enda er löng og dýrkeypt reynsla feng- in fyrir því, að þeir missa ekki Orð í tíma töluð „Rök skýjabúa” Það flœðir, springur °ff ffffs bara vitglóruna, þegar vel vegnar heldur einnig kjarkinn, þegar í álinn syrtir. Áramót hafá sjandnast verið tímamörk djúpstæðra atburða eða áhrifaríkra í sögu mann- kynsins. Gildi þeirra hafa aðal- lega verið tfmatalsleg viðmiðun á langri og margræðri vegferð í fortíð og sem marktala á mót- um nútíðar og framtíðar. Þá notar einstaklingurinn gjarnan tækifærið til þess að líta um öxl, kanna stöóu sína og sinna í nútíðinni, gera sér grein fyrir, hvað úrskeiðis kann að hafa farið á liðnu ári og ásetja sér að gera betur á hinu komandi. Venjulega hafa slíkar hugrenn- ingar engin áhrif á aðra en þá, sem næstir standa, ef nokkur. Dr. Herman Kahn DRAUMUR A FLÓTTA Um áramót gerist því að jafn- aði fátt eftirtektarverðara en að þjóðaleiðtogar og aðrir odd- vitar almennings, svo og ýmsir lærdóms- og fræðimenn, leitist við að gera úttekt á stöðu landa og lýða þá stundina og horfum í nánustu framtíð á grundvelli fenginnar reynslu. Að vísu ger- ist slíkt nánast alla daga ársins, þó að með hversdagslegri hætti sé. Alltaf er ómaksins vert að hlusta, oft verða menn margs vísari, aldrei er umtalsverð hætta á að alþýðuspekin verði fyrir barðinu á óbætanlegum frádraganda. Af árinu 1978 er nú nóg liðið til að auðséð megi vera, að í flestu hefir það byrjað eins og árið 1977 endaði. Bjartsýnin, sem um mörg undanfarin ár hefir haldið lífinu í hagvaxtar- draumum „velferðar“- prédikara í niðurníddu nátt- úruríki, að mestu reistum á trúnni á óbrigðult aulalán, heldur flótta sinum áfram, svíf- ur nú seglum þöndum út i busk- ann. Andstæða hennar, svart- sýnin, virðist þegar komin í öndvegi. Stjórnvöld og efnahagssér- fræðingar öflugustu fram- leiðslu- og viðskiptaríkja heims horfast í augu við vaxandi orku- skort, þverrandi hráefnaforða og því áframhaldandi verð- bólgu og aukið atvinnuleysi. í Vestur-Þýzkalandi er búizt við um 3% hagvexti, 1.200.000 at- vinnuleysingjum að meðaltali yfir árið og hraðari skuldasöfn- un ríkisins, einkum vegna slig- andi tryggingakerfis. Frakkar telja sig geta bjargast með „að- eins“ 5% hagvöxt, ef þeim tæk- ist að koma 1.000.000 manna, sem nú eru atvinnulausir hjá þeim, í atvinnu á ný. Efnahags- undur Itala er liðin tíð, enska verkalýðshreyfingin, sem um langan aldur hefir legið eins og martröð á efnahagslífi Breta, gerir sig líklega til að hverfa að hefðbundnu háttalagi, og Bandaríkjaforseti berst í ör- væntingu við að efla trú og traust á blessun hagvaxtar með verðbólguaðgerðum og halla- rekstri. Andspænis heimskreppunni, sem nú hefir greinilega færzt í aukana, telja stjórnvöld þeirra ríkja, er máli skipta, naumast nema eitt úrræði tiltækt: Aukna framleiðslu, þ.e. aukna neyzlu, því að lokatakmark allr- ar framleiðslu er neyzla eða not eins og alkunna er. Aukin neyzla er sama og meiri eyðsla, m.ö.o„ það er helzt til ráða að ganga ennþá nær náttúruríkinu og auðæfum þess en þegar hefir verið gert — alveg svika- laust. VAKNANDI EFI En einmitt um það, aó dæmið geti gengið upp með þeim hætti, hafa margir málsmet- andi menn látið í ljós rökstudd- ar efasemdir, þ.á m. nokkrir, er ekki myndu hafa látið sér slík til hugar koma fyrir aðeins fáum árum. Wolfram Engels, prófessor í reksturshagfræði við háskól- ann í Frankfurt, segir í grein, sem hann birti í „Welt am Sonntag“ hinn 8. þ.m. og nefndi „Kreppan verður löng og sár“: „Heimskreppan mikla er nærri 50 ár að baki. Hag- fræðingar og stjórnmála- menn hafa trúað, að reynsl- an frá þessum tíma, þekk- ingin og hinir nýju hag- stjðrnarhættir, sem upp úr henni spruttu, myndu úti- loka slfka kreppu f framtfð- inni. Eins og komið er, verð- um við að gera okkur Ijóst, að hagsveiflumynztur eftir- stríðs-tímans er útmáð. Við crum komin í nýja heims- viðskiptakreppu. . . 1 árslok 1978 er ástæða til að óttast atvinnuleysi 1.5 millj- óna manna. Ef framhald verður á þeirri launamála- þróun, að raunkaup hækki sffellt meira en framleiðni- aukningu nemur, þá verður fjöldi atvinnuleysingja kominn upp í 3 milljónir eftir fimm ár.“ Friedrick Karl Fromme ritaði forystugrein í blað sitt, „Frank- furter Allgemeine Zeitung“, hinn 19. þ.m., undir fyrirsögn- inni „Andlát framfaratrúarinn- ar“. Þeir, sem þekkja ,,FAZ“ og fylgzt hafa með skrifum þess undanfarin 15--20 ár, vita, að það hefir, á sinn hógværa og vel yfirvegaða hátt, haft trú á vax- andi framleiðslu og ekki talið hóflegan hagvöxt nema frá- gangssök. I upphafi l,eiðara sfns segir F.K.F.: “Samtíð okkar er sannfærð um gildi hinna tæknilegu framfara: stöðugt fleiri vél- ar eiga að leysa manneskj- una undan því fargi að þurfa að taka á sig líkamlegt erfiði. En þar leynast hættur að baki. Þannig hefur það raunar ætfð verið. Og nú gera menn sér þess gleggri grein en áður... Margir óska eftir endalok- um framfaranna. Hætt er hins vegar við, að aðeins fáir séu reiðubúhir til að sætta sig við afleiðingarnar.“ Við þetta er það eitt að at- huga, að orðið „Fortschritt" (framför) merkir eingöngu efnahags-/tæknilegar framfar- ir í meðferð þýzkra skoðana- miðlara. Þeir láta „Fortschritt" aldrei þýða nýtni, sparsemi, sjálfsafneitun o.þ.h.; þau hug- tök tákna þeir með orðunum „Konservatismus" eða „Reaktion“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.