Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 35 Herdís Hermóðsdóttir: Opið bréf til Benedikts Stefánssonar, Hvalsnesi Það er 17. janúar 1978 og komið að kveldi, er Morgunblaðið ber mér kveðju frá Benedikt Stefáns- syni. Og táknrænt mjög svo er, að á sama tíma og ég er að meðtaka tilskrifin glymur í eyrum gegnum útvarpið tilkynning um útsölu- verð á smjöri. Ég þykist þess fullviss, að á meðan ritfrelsi og málfrelsi er við líði á íslandi verður Morgunblað- ið ekki til þess fyrst blaða að hamla gegn því, aó kaupendur þess fái að koma skoðunum sínum á framfæri, þrátt fyrir eindregin tilmæli'Benedikts St. Það verður að segjast, að varla geta þeir haft góðan málstað að verja, sem krefj- ast þess, að enginn fái að segja neitt nema þeir. Satt að segja koma mér á óvart þau feikna áhrif, sem hann ætlar mér að hafa, er hann lætur sig hafa að mælast til slíks af Morgunblað- inu. 1 niðurlagi greinar sinnar minn- ist Benedikt þess, að kjörorð Sjálfstæðisflokksins sé „Stétt með stétt“, og „Gjör rétt, þol ei órétt“. Það er vel að hann man það. En dettur honum ekki í hug, að „fólkinu á mölinni" muni þykja sem bændur gleymi því við verðákvörðun á aðalneyzluvörum fólksins, sem þeir svo gjarnan nefna viðmiðunarstéttirnar. Vegna þess að bændur eru mat- vælaframleiðendur hafa þeir sér- aðstöðu til að selja vörur sinar óhæfilegu verði, af því að ríkis- stjórnir banna sölu á þessum vörutegundum annars staðar frá, og með því að taka þannig hönd- um saman við framleiðendur bú- vara neyða þeir okkur malarbúa til að hlíta hvaða okurverði sem er á þessum matvælum, þar sem frumþarfir mannsins eru að neyta matar til að viðhalda lífinu. Þetta tel ég ekki „að gera rétt“. Og er þá ekki nema manntak að þola ei þann órétt. Og þarna er það sem þingmenn bregðast hvað hrapallegast, eða er Alþingi orðið svo stéttarlega skipað? Hvernig væri að láta fara fram konnun á þvi? Með öðrum orðum: Hvaða stétt á flesta þingmenn á Alþingi? Nú er það svo, að ekkert af þvi fólki, sem tekið hefur landbún- aðarstefnuna til málefnalegrar skoðunar, hefur látið út úr sér annan eins óhroða í garð bænda og þeir sumir hverjir, og þar með Benedikt nú, í okkar garð. Þeir eiga vart nógu sterk orð til að ófrægja okkur persónulega. Ei þarf ég að tiunda ósæmileg orð hinna frægu þingm. frá 12. des. því til staðfestingar. Þau munu nógu margir muna. En orð Bene- dikts i minn garð, svo sem að vera fáviti, sem tali með litilsvirðingu og rangfærslu um bændastéttina, og rógberi, bera þess ljóst vitni að Benedikt hefur trúlega ekki mun- að kjörorðin lengur en meðan hann setti þau á blaðið. Svo vildi ég biðja Benedikt að huga að þvi, að til þess að stétt geti staðið með stétt, eins og nauðsynlegt er, ef við fá og smá eigum að geta haldið uppi sjálfstæðu þjóðfélagi, má ein stétt, bændastéttin, ekki haga sér gagnvart hinum eins og hún gerir í dag. En því miður lenda margir bændur saklausir í satna númer- inu, þegar maður segir bændur. Og ekki er það gott. Eina minn- ingu á ég um bændur, meðal margra annarra, frá þætti í út- varpinu fyrir nokkrum árum. Þar var talað við Vatnsdalsbændur. Og það get ég sagt, að þar voru bændur, sem voru eins og ég hefi hugsað mér þá frá fornu fari. í því viðtali brá aldrei fyrir hinum sífrandi sultarsöng og barlóms- væli um tap og aftur tap, eins óg oftast heyrist, því miður, þegar til þeirra bænda heyrist, sem oftast koma fram í fjölmiólum. Það var ánægjuleg tilbreyting. En vitan- lega þurfa bændur og sveitafólkið að lifa sómasamlegu lifi eins og aðrir. En geri þeir það ekki með þvi verði sem nú er á framleiðslu þeirra, er það ekki of lágu verði um að kenna, því það hefur sýnt sig, að ég fer þar ekki með stað- lausa stafi, að almenningur geti ekki keypt vörurnar þvi bændur hafa sjálfir á undanförnum vik- um keppst við að sanna það eins og alþjóð hefur orðið vitni að. En að bændur skuli ekki líta sér nær, s.s. til sinna eigin stofnana og aðalviðskiptavina, kaupfélag- anna, sem hafa á undanförnum áratugum orðið fjárhagslegt stór- veldi á viðskiptunum við þá og meðal annars lætur þá borga sláturkostnað slíku verði sem lóga þyrfti hverju kllói sláturdýra fyr- ir sig, það er sannarlega umhugs- unarefni. Það voru bændur, sem stofnuðu kaupfélögin og það eru bændur sem sitja i stjórnum þeirra, svo það hlýtur að vera þar að leita milliliðanna sem gleypa obbann af lifibrauði bænda, af því þeir hafa fengið óáreittir að brúa það bil með stanslausum stórhækkun- um á verði til neytenda. Og stjórnvöld hafa þegjandi og blind- andi gengið með til þessa leiks. En af hverju? Jú, þeir hafa skammtað sjálfum sér svo rífleg- an lífeyri ásamt styrkjum og skattfríðindum ýmsum, að þeir eru hættir að skilja ástæður venjulegra manna, sem þeir svo halda áfram að krefja um nýja og hærri skatta. Til að bíta höfuðið af skömminni á svo enginn aö þora eða vilja, og því síður reyna að bera hönd fyrir höfuð sér, þó á Herdfs Hermóðsdóttir honum sé troðið. En sem betur fer, er það ekki svo. Halldór Jóns- son, verkfr., á litla grein í sama. blaði og kveðja Benedikts til mín. Honum vil ég sérstaklega þakka. Það mál sem hann drepur á er oft rætt á likan hátt hér á Eskifirði af sérstökum ástæðum. En við Bene- dikt vil ég að endingu segja þetta: Það er nokkuð augljóst af skrif- um hans, að stutt er til kosninga. Og mætti halda, að mitt nafn væri einhvers staðar efst á lista þegar hann telur, að ég sé að „upp- hefja“ mig í augum sjómanna og verkamanna með þessum hætti. Það er varla til annars en brosa að þvi. Sennilega á hann við, að ég hugsi til þingsætis. En dettur hon- um í hug, að ég frekar en aðrir slíkir hefði farið svona að því? Nei. Líklega hefði ég þá farið með löndum og gætt þess vandlega að hafa bara alls enga skoðun á nokkrum hlut, og því síður flíka henni. Þannig fólk vilja þeir hafa á þingi, þvi miður. Heldur hann, að undirrituð þætti aufúsugestur á þeim bæ? Ónei. Hún mundi vera vis til að vilja fara að breyta einhverju, og meira að segja reyna það, en það vilja þeir ekki hætta á. Þar má engu breyta. Þeir tala frjálslega um að fá konur á þing, en standa gegn því með öllum ráðum. En ég lít nú svo á, að ástandið í landsmálunum væri ekki jafn slæmt og þaö er, ef fleiri konu sætu á þingi. Það sannar tilvist Vestfjarðaþing- mannsins af því kyni, að hún ætl- ar að verða hinu stirðnaða Al- þingi óþægur ljár i þúfu og skiljanlega vilja þeir ekki hætta á að fá annan slíkan að austan. En konur eru helmingur kjósenda og er ætlað að kjósa þá menn, sem valdir eru fyrir þær. Þær mega aðeins vera með, ef það er nokk- urn veginn víst, að til þeirra heyr- ist ekki og þær hafi „vit á að þegja“, en kjósi rétt! En gerum við það í komandi kosningum? Því ef mín orð hafa „reitt atkvæðin af flokknum", hversu eru þá Benedikts hóg- væru! orð megnug? Svo kveð ég að þessu sinni og vona, að Morgunblaðið birti þetta fyrir mig, þrátt fyrir tilmæli Benedikts Stefánssonar. Með fyrirfram þökk. en ef jir nægirCIR22R er engin ástæda til ad 9 kaupa dýrara tæki l REIKNAR HVAÐ GEFA A TIL BAKA GEFUR VIÐSKIFTAMANNI KVITTUN SKRIFAR STRIMIL FYRIR BOKHALD GEFUR HEILDARSÖLU DAGSINS KOSIAR KR. 172.000 Repdar seljnm vid llka ÓDÝRARI RflRARKASSA f 'V SIIIFSTIFHEUI I.F. Simi 20560 >ww>*;o>ogoj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.