Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1978 waðersvoemtt aðfetaífót- spor næturgalans " þó þekkja hana sem Diddú í Spil- verkinu. Hún lýsir sjálfri sér sem miklum húmorista og jafnlyndri. „Égtrúi á ástina“ „Ég skipti sjaldan skapi og ef það kemur fyrir að ég reiðist klíp ég í mig. Sumt fólk segir að ég sýni aldrei nein svipbrigði. Aðrir að andlitið á mér sé sí og æ upp- ljómað. Kannski er ástæðan sú að ég heyri bara með öðru eyranu. Jafnlyndið stafar ef til vill af því að ég er næst elzt af sjö systkinum og í stórri fjölskyldu gengur það ekki ef allir eru skapmiklir og háværir. Það er þroskandi að al- ast upp í svona stórum systkina- hópi og mjög gaman að fylgjast með og sjá systkini sín vaxa úr grasi og breytast. Nei, það er langt frá því að ég hafi ætlað mér að verða söngkona í æsku. Þó man ég vart eftir öðru en söng á heimilinu, þótt plötu- spilari kæmi ekki þangað inn fyrr en fyrir sex árum. Foreldrar mín- ir syngja bæði, og maður vaknaði upp við aríur á morgnana og sofn- aði út frá þeim á kvöldin. A sunnudögum fór ég með þeim í kirkju og hlustaði á sálmasönginn þar. Annars er ég sú eina sem hef lagt út á þessa braut. Mig langaði alltaf til að verða hjúkrunarkona, síðan vildi ég verða leikkona og nú er ég söng- kona. Fyrsta óskin hefur ekki ræzt að öðru leyti en því að siðastliðin sex sumur hef ég unnið sem starfs- stúlka á Kleppi. Þar hef ég fengið hnotskurn af því hvernig mann- lífið getur orðið. I þrjú sumur hef ég starfað á svokallaðri krónískri kvennadeild. Þar er mikið af eldri konum, sem hafa orðið geðklofa ungar, áður en viss lyf og nútíma lækningaaðferðir voru komnar til sögunnar og því orðið of seint að hjálpa þeim. Þær eru alveg yndis- legar, svo þakklátar og góðar að manni finnst allar vera ömmur sínar. Ég hef mjög gaman af þvi að „spekúlera“ í öðru fólki, hvernig það lifir og hvað biður þess. Stundum finnst mér ég vita það fyrir fram. Oft slæ ég ein- hyerju fram um atvik, sem mér finnst að eigi eftir að eiga sér stað og stend svo andspænis því að það hefur rætzt. Það gerir mig agn- dofa, þegar ég upplifi hlut, sem ég var búin að sjá fyrir. En ég reyni lika að skipuleggja hlutina, ef mér finnst eitthvað tvíeggjað eða flókið reyni ég að upphugsa þá lausn, sem mér finnst helzt koma til greina og yfirleitt fer svo að að málið leysist farsællega. Ég er mjög næm á alla hluti, það er eitthvað innst inni i mér. Hvort það er í sambandi við trú veit ég ekki. Ég sæki ekki kirkju að staðaldri, en ég trúi fyrir víst á eitthvað yfirnáttúrulegt.“ Allt i einu ljómar hún eins og sól í heiði... „Ég trúi á ástina.“ Hún segir mér frá manninum í lifi sinu s.l. þrjú ár. „Hann heitir Þorkell Jóelsson og er í vetur við tónlistarnám í London, að læra að spila á franskt horn. Hann er tæp- um fjörutíu sentimetrum hærri en ég og við erum ofsajega ólík í útliti en lík að öðru Ieyti.“ „Ég hef ekki stigið fæti mínum hingað inn síðan ég var litil telpa og fór á jólaböll hjá bankanum, þar sem pabbi starfar," sagði Sig- rún Hjálmtýsdóttir miðvikudags- kvöld eitt þegar við gengum inn á Hótel Borg og áttum stutt spjall yfir kaffibolla. „Ég er alveg að drepast úr haus- verk,“ sagði Diddú, um leið og hún afhenti konunni í fataheng- inu stóru, þykku lopapeysuna sína. Þegar inn var komið blöstu við hattar af öllum stærðum og árgerðum, en i danssalnum var hópur fólks að spila bingó. „Þú hefur kannski frétt af því að ég var kosin söngkona ársins af dagblaði og vikuriti hér í bæ,“ sagði Diddú, og brosti kankvíst. „Þess vegna höfum við í Spilverk- inu æft alveg brjálað í dag en formleg krýningarathöfn mun eiga sér stað á morgun, á Hótel Sögu. Sigrúnu Hjálmtýsdóttur kannast margir við úr hlut- verki fröken Gúmundsen í kvikmyndinni Brekkukotsannáll. Fleiri munu fíætt við Sigrúnu Hjáimtýsdóttur söngkonu „Þegar ég varð ástfangin hlógu allir“ „Hvernig skyldi maður losna við svona hausverk?" þjónninn hellir kaffi virðulega í bollana og Diddú notar tækifærið til að skrifa heimilisfang sins heittelsk- aða á þykkt, þykkt umslag. „Ég hefði aldrei trúað að ég ætti eftir að 'verða svona ástfangin. A gelgjuskeiðinu var ég líkari strák en stelpu, æfði sund og lyftingar af kappi og hló að stelpum, sem töluðu um stráka. Þegar ég varð ástfangin hlógu allir. Þetta er það unaðslegasta, sem til er. Það ólgar allt inni I manni. Ég skrifa honum eitt bréf á dag. Nei, hann hefur ekki við að svara öllum mínum bréfum." Og röddin verður blíð: „Hann hefur svo mikið að gera.“ „Annað kvöld langar mig til að syngja lagið „Blue“. Mér finnst það fallegra en nokkurt annað lag. Þetta lag var á fyrstu plötu Spilverksins." Diddú hlær allt í einu. „Það verður gaman að vera krýnd söngkona ársins í gamla kjólnum sínum. Siðan raular hún þannig að þrjú höfuð snúa sér við í sætum sínum á næstu borð- um ... “ Blue is you when the leaves are turning — red as blood and the willow cries — Blue is you when the fall is burning — ashes bloom and your lover dies ... “ „Melódían í þessu lagi er svo falleg. Ég vona að ég verði alltaf ástfangin. Þegar ég syng þetta lag, syng ég það alltaf fyrir hann — þótt hann sé langt í burtu.“ „Þótt ég sé Iftil, þybbin og rauðhærð“ Það er fyndið og gaman að hfusta á Diddú og flestir eru sam- mála um að hún hafi mjög fallega og fjölbreytta rödd. „Ég byrjaði að syngja í Haga- skóla. Þá söng ég með hljómsveit lög úr söngleiknum „Jesus Christ Superstar“, fluttum við þessi atr- „Mér finnst bezt að koma til dyr- anna eins og ég er klædd.“ íði í Tónabæ og einnig á Akra- nesi. En ég ætlaði mér ekkert meira á söngbrautinni. Sér í lagi ekki þegar mér var boðið hlut- verk fröken Gúmundsen í Brekkukotsannál. Eftir það ætl- aði ég að verða leikkona. En ég hef aldrei haft neina trú á leik- hæfileikum minum. Ég hef held- ur ekki mikið álit á mér sem söng- konu. Mér finnst mjög óþægilegt að heyra í sjálfri mér og sjá mig í sjónvarpi t.d. En það stafar ekki af minni- máttarkennd, þótt ég sé lítil, þybbin og rauðhærð hef ég alltaf borið virðingu fyrir útliti mínu. Þótt ég hirði lítið um að mála mig eða kaupa föt. Mér finnst bezt að koma til dyranna eins og ég er klædd. En nú er fólk farið að gera kröfur til min og væntir ákveð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.