Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.01.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. JANUAR 1978 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10 — 11 FRÁ MANUDEGI drekka, tóbak til að reykja og vera nógu snar í tilsvörum. Þvi er það að nær öll unglingavandamál má rekja til foreldravandamála. Svo ég haldi mig að efni þessa bréfs, skemmtanalífinu, þá hef ég ákveðið að ræða örlitið um það hvernig dansleikir fóiks á aldrin- um frá 17—25 ára fara fram hér í borg. Nærtækasta dæmið er Sig- tún, þekktur og vinsæll dansstað- ur fyrir unga fólkið i Rvik. Slíkir dansstaðir verða oft illa úti vegna þess að þar ríkir dýrs- legt eðli náttúrunnar: Að troðast eða verða troðinn undir. Væri slíkt tillitsleysi lagt niður fengju dansleikir strax betri svip.Einnig er það, að mikill minnihluti gesta er hrei-nlega í því að „trekkja" aðra upp. Svo þegar liður að lokum dansleiksins eru húsin líkust fuglabjagi bæði i hreinlæti ogærslagangi. Það er ósköp leiðinlegt að vita til þess að oftast eru kynni ung- linga sem í fyrsta skipti sækja dansleiki svipuð ofangreindri lýsingu. Þar fá þó stúlkur mest að kenna ef þær kynnast „iífinu" svokölluðu. Og þeir lífshættir, sem þar gilda í lögleysi og tillits- leysi eru sízt eftirsóknarverðir Ég vil bara taka það fram hér að heimildir þessar hef ég ekki eftir neinum gróusögum heldur er ég vel kunnugur þessum málum af eigin eftirtekt og þetta fer víst varla framhjá neinum. Sigtún er all þokkalegur staður og starfsemin ekkert til að setja útá heldur að mér vitandi, en það eru gestirnir sjálfir. Það er líkt og um lífið hér á jörðu. Áður en maður fæddist gekk lifið sinn gang. Hann óx og dafnaði. Síðan vill hann fá allt upp í hendurnar, gera allt sem honum þóknast án þess að sýna tillitsemi og einn góðan veðurdag er svo allt búið. Maðurinn gleymist og lífið heldur áfram sinn vanagang. 0 Hávaðinn Enn eitt er það sem mér finnst bjáta á, þó sjálfsagt sé það margt annað, en það er þetta með tónlistina. Hávaðinn er svo geysi- Iegur að varla er hægt að kallast á. Það er ekki hægt að flytja fall- ega tónlist heldur þarf að básúna henni eins hátt og hægt er. Og ekki nóg með það, slík tónlist hef- ur mjög örvandi áhrif. Það er vægast sagt ærslast I takt við hana. Og svo fer hávaðinn ekkert vel með heyrnarfæri okkar. Nei, það mætti fá tóninn Iækkaðan um tugi desibela. Það er óhætt að segja það að spilling fylgir annarri spillingu. Eins og ég minntist á áðan fara unglingar á dansleiki til að ná sér í gagnstætt kyn og þar sem frjáls- ar ástir eru nú viðurkenndar víð- ast hvar hjá hinum nútímalega manni þarf fólk vist varla að tala mikið saman á dansleik, eða er það? Og hví þá að vera að lækka tónlistina? Að lokum. Oft verður mér hugs- að til þessara setninga er ég heyri minnst á og sé „skemmtanalíf" mannsins: „En eins og dagar Nóa voru, þannig mun verða koma manns-sonarins, því eins og menn á þeim dögum, dögunum á undan flóðinu, átu og drukku, kvæntust og giftu, allt til þess dags er Nói gekk inn í örkina, og vissu eigi af fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burtu, — þannig mun verða koma manns-sonarins. . . fyrir því skul- uð þér vera viðbúnir, því að manns-sonurinn kemur á þeirri stundu sem þér eigi ætlið. Hver er þá hinn trúi og hyggni þjónn?" (Matt. 24:37—40, 44—45). Einar Ingvi Magnússon." aðili á vegum Reykjavikurborgar sem hægt er að leita til með að- stoð til að útvega húsnæði? Það er erfitt að þurfa að varpa manni á dyr, en það er lika erfitt að þurfa að leigja út herbergi, sem eigand- inn þarf að fara að nota á annan hátt, það er ekki endilega hægt að leigja endalaust. Hvað er hægt að gera i svona tilfellum? SKÁK Þessir hringdu . . . 0 Erfitt með húsaleigu Sveinn Sveinsson, Sólvallag. 3: — Við erum ekki neinir sér- stakir vinir, Einar Þ. Kvaran, sem ég leigi hjá og ég, en mig langar samt að hjálpa honum dálítið ef það er hægt. Þannig er að, maður, sem hann leigir, hefur í heilt ár ekki getað rýmt herbergið að ósk Einars vegna þess að hann fær ekki annað herbergi leigt. Einar er búinn að leita allra þeirra ráða sem hægt er að láta sér detta í hug að til séu, m.a. til lögfróðra manna, en leigjandi hans verður sem sagt á götunni ef hann- varpar honum á dyr. Er ekki til neinn Umsjón: Margeir Pétursson Svartur Íeikur og mátar í fimm. Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur 1978, sem nú stendur yfir, í skák þeirra Hauks Angantýssonar og Þóris Ólafsson- ar, sem hafði svart og átti leik. Þórir lék: 1. ... Hhl + !! 2. Kxhl — g2+ 3. Kgl — Rh3+ ög hvítur gafst upp, því að hann er mát eftir 4. Kh2 — gl=D+ 5. Kh3 — Dhl. Sl. laugardag var skýrt frá því að bikarmeistari T.R. 1977 Væri Benedikt Jónasson. Svo er ekki, bikarmeistari T.R. er Jóhann Hjartarson. Benedikt varð hins vegar bikarmeistari árið 1976 og eru þeir Jöhann beðnir vel- virðingar á mistökunum. HÖGNI HREKKVÍSI Inga S. Stefánsdóttir (Asdis) og Hólmberg Magnússon (Láki) f hlutverkum sínum f Hart f bak. Hart í bak frum- sýnt í Garðinum LITLA leikfélagið í Garði frumsýndi sl. sunnudag leikrit- ið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Er þetta annað starfsár leikfélagsins en f fyrra sáu á þriðja þúsund manns Drottins dýrðar koppalogn eftir Jónas Arnason. Leikstjóri er Sævar Helga- son, en hann hefir sett upp bæði leikritin fyrir félagið við góðan orðstfr. Næstu sýningar á leikritinu verða í kvöld, miðviku- og fimmtudagskvöld i samkomu- húsinu í Garði. Ekki hefir verið ákveðið hvort leikritið verður sýnt í nágrannabyggðunum. Með helztu hlutverk í leikrit- inu fara Ölafur Sigurðsson, Hólmberg Magnússon, Ingi- björg Gestsdóttir, Einar Tryggvason, Inga S. Stefáns- dóttir, Svavar Öskarsson og Unnsteinn Kristinsson. Yfir 100 manns eru í Litla leikfélaginu en formaður fé- lagsins er Bergmann Þorleifs- son. Rúmlega 800 manns búa i Garðinum. Ólafur Sigurðsson (Jónatan), Ingibjörg Gestsdóttir (Aróra) og Svavar Óskarsson (Stígur) í hlutverkum sfnum. — 3,1 millj. ETamhald af bls. 5. kvenna. Sigfús Haukur Andrés- son eand. mag. hlaut 225 þús. kr. útgáfustyrk til að greiða kostnað við að ganga frá handriti um is- lenzka verzlunarsögu 1774—1807. í fréttatilkynningunni segir, að umsóknir um verðlaun eða annan fjárstyrk úr sjóðnum skuli stilað- ar til verðlaunanefndar, en send- ar forsætisráðuneytinu Stjórnar- ráðshúsinu, fyrir 15. marz n.k. Umsóknum skulu fylgja rit, rit- gerðir eða greinargerðir um rit i smíðum. í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar eiga sæti Gils Guð- mundsson alþm., Magnús Már Lárusson fyrrverandi háskóla- rektor og Þór Vilhjálmsson hæstaréttardóinari. — Loðnan Framhald af bls. 5. Náttfari ÞII 60 870 Þorshaniar GK 75 850 Jón Finnsson GK 506 647 Fífill GK 54 641 Faxi GK 44 576 Hrafn Sveinbj.ss. GU 255 554 Hel|?a II KE 373 547 Sandafell GK 82 495 Isleifur VE 63 489 Freyja RE 38 377 VfkurberR GK 1 376 Hákon ÞH 250 362 Guðm. Kristinn SU 404 351 Þórður Jónas. EA 350 302 Svanur VE 45 256 Gjafar VE 600 224 Súlan EA 300 145 Ólafur Majtnúss. EA 250 131 Magnús NK 72 117 Gunnar Jónsson VE 555 109 Arney VE 50 105 SÍKurbjörfí OF 1 20 Eyjaver VE 7 14 Ljósfari RE 102 11 Hlutabréf til sölu Stórkostlegt tækifæri í atvinnurekstri á Akur- eyri. Verulegur hluti hlutabréfa í einni stærstu vélsmiðju norðurlands til sölu. Ársvelta ca. 1 00 milljónir króna. Trygg og vaxandi verkefni. Upplýsingar aðeins á skrifstofu minni. Bergur Guðnason hdl. Langholtsvegi 115, Reykjavik, simi 82023.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.