Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 BÚH í Hafnarfirði: Kanna ákvæðisvinnu- fyrirkomulag í reynd „ÞAÐ MA segja að það sé vopna- hlé um þessar mundir í deilunni um ákvæðisvinnufyrirkomulag- ið", sagði Borgþór Pétursson rekstrarstjóri hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar í samtali við Mbl, í Borgarráð fær skýrslu um mál borgarlögmanns Borgarendurskoðandí gaf ígær borgarráði skýrslu um meint mis- ferli borgarliigmanns í starfi. Borgarráð hefur skýrsluna nú til meðferðar, en hefur ekki tekið neina ákvörðun i málinu enn. gær þegar blaðið leitaði frétta, en nýtt ákvæðisvinnukerfi er nú reynt í hýuppgerðu frystihúsi Bæjarútgerðarinnar. Borgþór kvað fylgzt náið með nýtingu og afkastaskráningu i frystihúsinu í 3—4 vikur til þess að kanna stöðuna og siðan mun starfsfólkið ganga til atkvæða um bónuskerfið um miðjan febrúar. Um 100 manns vinna nú hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og hefur full vinna verið hjá fyrir- tækinu að undanförnu, en aflinn sem berst á land um þessar mund- ir er mjög fjölbreytilegur í sam- setningu og því er unnið í margs konar pakkningar. Rússneska flensan væg og án dauðsfalla í MORGUNBLAÐINU í gær var frétt um hina svokölluðu rúss- nesku inflúensu sem víða hefur orðið vart í Rússlandi og öðrum löndum Evrópu, en í fréttinni var sagí að dánartala þeirra sem hefðu veikzt, hefði komizt allt upp í 30%. 1 Ijós hefur komið að fréttaskeyti um þetta mál erlend- is frá var ranglega orðað og var þar notað orð yfir dánarhlutfall í staðinn fyrir sýkingarhlutfall. Samkvæmt upplýsingum Ólafs Olafssonar landlæknis hafa engar skýrslur vegna þessarar inflú- ensu boríð með sér að um dauðs- föll væri að ræða, en hann kvað embætti sitt fá regiulega fréttir af þessari pest sem hefur verið :' ferð i Evrópu að undanförnu. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða heilbrigðisstofnunarínnar i Genf er hér um væga flensu að ræða. Keflavíkurflugvöllur: Verktakasambandið ger- ir tillögur um breytt framkvæmdafyrirkomulag A FUNDI hjá Verktakasambandi Islands fyrir skömmu.þar sem fjallað var um framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli voru menn sammála um að endurskoða bæri gaumgæfilega þann hátt sem hafður hefur/ verið á varðandi framkvæmdir íslenzkra aðila á Vellinum, sagði Armann Örn Ar- mansson, formaður Verktakasam- bands Islands, í samtali við Mbl. í gær. Sagði Armann Örn, að utan- ríkisráðherra hefði á þessum fundi faíiö Vcrktakasambandinu að gera tillögur um breytingar með því loforði að skipá síðan nefnd að þeim tillögum fengnum til þess að vinna úr þeim. Kvað Armann Örn Verktakasambandið mundu taka þetta mál til af- greiðslu innan tíðar. 150 manns voru á fundinum og yoru þrir framsögumenn, Óthar Örn Petersen hdl., Guðmundur Einarsson verkfræðingur og Ein- ar Agústsson utanríkisráðherra. Markmið fundarins var að ræða framtíðarskipan framkvæmda á Vellinum. » * Flaug fram af í hálkunni 1 hálkunni í gærdag varð það óhapp, að Skodabif- reiðin á myndunum flaug fram af Skúlagöt- unni og niður í fjöru. Kona sem var ein í bif- reiðinni mun aðeins hafa hlotið minni háttar meiðsli og fór heim eftir athugun á Slysadeild. Ljósmyndir Mbl. kee. Verðbólguhraðinn vid óbreyttar aðstæður verður mestur í ágúst - Nær þá 45% miðað við heilt ár - Heildarhækkun launa 34 til 3.5% HÆKKUN, verðlags miðað við sama tíma; í fyrra mun fara vax- andi framyfir mitt árið og mun í ágústmánuði ná 45% eða meira, en þá ætti að draga úr verðbólgu- hraðanuin aftur. Þessar upplýs- Frumvarp á Alþingi: Self oss vérði kaupstaður FJORIR þingmenn Sunnlend- inga hafa iagt fram á Alþingi frumvarp til laga um kaup- staðarréttindi til handa Sélfoss- kauptúni. í fyrstu frumvarps- grein segir að kauptúnið skuli vera kaupstaður og sérstakt lögsagnarumdæmi. Umdæmið nái yfir núverandi Selfoss- hrepp og heiti Selfoss. I ann- arri grein segir að sýslumaður Arnessýslu skuli jafnframt vera bæjarfógeti á Selfossi. I þriðju grein segir að sýslu- nefnd Arnessýslu og bæjar- stjórn Selffpss skuli semja sín á milli um skiptingu þeirra sjóða og fjárhagsskuldbindinga, sem nú eru Sameiginlegir. Náist ekki samkomulag úrskurðar félagsmálaráðherra, hvern veg með skuli fara. Að öðru Ieytí fer um málefni kaupstaðarins að sveitarstjórnarlögum. í ákvæði til br.áðabirgða segir að núverandi hreppsnefnd skuli fara með stjórn kaupstaðarins, ef frumvarpið verður að lögum, unz bæjarstjórnarkosningar Framhald á bls 18. ingar fékk Morgunblaðið i gær, en tölur þessar eru miðaðar við að ríkisvaldið aðhafist ekkert til þess að andæfa gegn verðbólg- unni, þ.e.a.s. miðað er við óbreytt- ar aðstæður, en forsendur þess- arar spár geta að sjálfsögðu breytzt. Við óbreyttar aðstæður er gert ráð fyrir 10% kauphækkun nú 1. marz. Hinn 1. júní er síðan gert ráð fyrir 8 til 9% verðbóta- hækkun og 3 til 4% grunnkaups;' hækkun. Því má búast við að kaupgjald hækki þá um 11 til 12%. í september kemur svo enn grunnkaupshækkun um 3 til 4% eftir mati á ákvæðum samninga, sem ýmist eru 3% eða 4 þúsund krónur. Með verðbótum má þá enn gera ráð fyrir hækkun af sömu stærð, 8 til 9%. Heildar- hækkunin verður þá á bilinu 34 til 35% þennan tíma. Verðbólgan, ef allt veltur áfram eins og verið hefur, verður nokkuð hröð. Hraði verðbreyt- inga á ársfjórðungi hefur verið undanfarið á bilinu 9 til 10%. Verið getur að eitthvað dragi úr hraða þeirra, þannig að verð- breyting frá upphafi til loka árs- ins að öllu óbreyttu gæti orðið um 35%. Er þá eitthvert gengissig með í dæminu, svo áð hjólin gætu snúizt áfram. Verðbólguhraðinn stefnir nú i 40% ogW hann hvað mestur nú á fyrstu mánuðum árs- ins. Er gert ráð fyrir að síðari hluta árs dragi síðan úr honum, en forsendur þeirrar spár geta þó breytzt við gerð kjarasamninga næsta haust og vetur. 141 öpinbert mál fyrir dómstólum ÓLAFUR Jðhannesson, dóms- málaráðherra, lagði. í gær fram á Alþingi skýrslu um meðferð dómsmála, en með bréfi dagsettu 21. september óskaöi hann eftir upplýsingum um nfál, sem væru til meðferðar hj| dómstólum landsins. Samtals *var uppgefið 141 mál og í 61 máli hefur verið gefin út kæra á ýrinu 1977. 1 skránni er málum skipt f tvennt, annars vegar þau, sem ákærd hafa verið en dómur ekki gengið, og hins vegar kærð mál, þar sem ákæra hefur ekki verið gefin út. Af ákærðum málum eru Ifkams- árásir 21, þjófnaðir 10, fjársvik 9, skjalafals 9, brennur 2, nauðganir 2, líkamstjón af gáleysi 2, fjár- drættir 2, en aðrir málaflokkar hafa aðeins eitt mál. Eru það: hylming, umboðssvik, blygðunar- semi særð, eignaspjöll, kynferðis- afbrot gegn barni, manndráp, nauðgun, truflun flugstjóra við stjórn flugvélar, skilasvik, árás á opinberan starfsmann vegna skyldustarfa, manrirJ'ráp "af gá- leysi, áfengis- og tollalagabrot, gripadeild, brot í opinberu starfi og brot gegn 220 gr. hegningar- laga. Þau mál, sem kærð hafa verið en ákæra hefur ekki verið gefin út í, eru þjófnaðir 26, fjársvik 22, líkamsárásir 14, fjárdrættir 4, bókhalds- og skattalöggjöf 3,' áfengislög 2, nauðganir 2, innbrot 2, og eftirtalin mál aðeins eitt: röng notkun riiælitækja, ónýta innsigli, fjárhættuspil eða veð- mál, gjaldeyrisbrot, eignaspjöll, gripdeild, líkamstjón af gáleysi, brot í opinberu starfi, strok úr fangelsi, skjalafals, sklrlifsbrot og hylming.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.