Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.02.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRUAR 1978 vorum við komnir að bátnum. Þá var Muninn búinn að setja enda yfir i bátinn og hélt hon- um út úr reykjarkófinu og nut- um við allan tfmann, sem slökkvistarfið tók, sérstakrar hjálpar skipsmanna á Munin, sem misstu af róðri fyrir bragð- ið. Strax og við komum að bátn- um, sendum við 7 skipverja af Tý um borð i Jón Agúst, 2 stýri- menn, 2 vélstjóra, 2 háseta og bátsmanninn. Fóru þeir með reykköfunartæki, froðuslökkvi- tæki og tvær kraftmiklar dælur til slökkvistarfa", sagði Gunnar Týr kemur með J6n Agúst að landi sfðdegis f gær „Vart tekizt ad ræsa mennina ef ég hefði verid miklu seinna á ferðinni" „ELDURINN kom mjög skyndilega upp, ég var nýbúinn að vera í kaffi og varð þá einsk- is var, síðan fann ég reykjar- lykt upp í bestikkinu nokkru eftir að ég kom úr kaffi og hljóp strax niður, þá sá ég að eldur var laus f vélarrúminu. Ég hljöp strax niður í káetu og ræsti strákana og ég veit hreint ekki hvort mér hefði tekizt að ræsa þá ef ég hefði verið miklu seinna á ferðinni, svo ört magnaðist eldurinn", sagði Kristján Albertsson skipstjóri á Jóni Agústi GK 60 frá Garði þegar hann kom að landi í Njarðvíkum í gær, en f fyrri- nótt kom upp mikill eldur f Jóni Agústi þegar báturinn var á leið f Ifnuróður. Þegar Morgunblaðið ræddi við Kristján sagði hann, að það hefði verið kl. 5.15—4.20 sem eldurinn kom upp. Báturinn hefði verið á útstími og þeir búnir að sigla í um 2 klst. og 20. mín., en ætlunin hefði verið að sigla í 3 klst. út áður en línan yrði lögð. „Við vorum fimm á, og var ég og vélstjórinn vakandi, en aðrir voru í svefni. Eldurinn breidd- ist svo ört út, að það var nánast sem um sprengingu væri að Gininar Olafsson skipherra á Tý og Kristján Albertsson skipstjðri á Jóni Agústi ræða saman við komuna til Njarðvfkur í gær. Ljðsm. Mbl: RAX ræða, og var eldurinn kominn út um alla ganga strax og fljót- Iega ínn í íbúðir og upp í brú, þannig að við urðum að yfir- gefa afturskipið fljótlega án þess að slökkvitilraunir bæru neinn árangur". Kristján sagðist hafa haldið sig í brúnni eins lengi og kostur var, og náð að senda út neyðar- kall. Muninn frá Sandgerði hefði einnig verið á útleið og strax komið til aðstoðar. Sömu- leiðis hefði hann náð sambandi sagði Kristján Albertsson skipstjóri á Jóni Ágústi við varðskip, sem ekki var statt langt undan. „Fljótlega eftir að Muninn kom okkur til aðstoðar fóru all- ir frá borði nema ég og yfir í Munin og var komið enda á milli, og var þá afturskipið alelda. Varðskipið kom svo skömmu síðar og menn frá því komu strax um borð með slökkvitæki og hófust handa við að slökkva eldinn, sem var mjög magnaður". Þá sagði Kristján, að Jón Agúst hefði verið endurnýjað- ur verulega á síðasta ári, meðal annars hefði verið skipt um öll tæki í brú og hefði það kostað 7 millj. kr. „Allt er þetta nú ónýtt og ég býst f astlega við að bátur- inn sé ónýtur", sagði Kristján en hann hefur verið með Jón Agúst á fjórða ár. „Okkur barst neyðarkall frá Jóni Agústi kl. 4.28 og kl. 5.40 Olafsson á varðskipinu Tý, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um borð i Tý í Njarðvík- um í gær. Að sögn Gunnars, var Jón Agúst staddur um 25.5 sjómílur vestur af Garðsskaga þegar Týr kom að bátnum og það hefði ekki verið fyrr en kl. 8.35 sem varðskipsmönnum hefði tekizt að ná tökum á eldinum. „Það kom fljótlega í ljós, að ekki var hægt að dæla froðu á eldinn vegna gífurlegs hita og eldblossar stundum í allar áttir Varð þvi úr að senda tvær sjó- dælur til viðbótar um borð í bátinn og með því móti tókst að kæla nógu mikið til að koma við froðutækjunum, en það var ekki fyrr en Rl. 9.45 í morgun, sem tókst að slökkva eldinn að fullu, eða eftir 4 tíma baráttu", sagði Gunnar. Þegar varðskipsmenn voru búnir að slökkva eldinn í Jóni Agústi, var kominn mikill sjór í bátinn og var hann þá mjög siginn að aftan. Jón Agúst GK 60 er í eigu Asgeirs h.f. í Garði. Báturinn hét upprunalega Seley SU 10 og síðan Guðmundur Kristján. Jón Agúst var smíðaður f Noregi 1960 og er 125 lestir. Nú er tækifæiið aðbúatil Jbesta mat í heimi Komdu við í fiskbúðinni og biddu um flak af „línu ýsu". Smjörsteiktu fiskinn og ...mmm... Eða smálúðan. Soðin og borin fram með bræddu íslensku smjöri ... þú færð hvergi betri mat. Grill + kjöt + islenskt smjör og kokkurinn er óruggur um háa einkunn. ilmandi brauo ogíslensktsmjör Allir vita að smjbr kann sér ekki læti á nýju heitu brauði ( hefurðu prófað að rista grófa brauðið?) að láta frystikistuna Jtxwgasig'' Það er sama hvort ræður, bragðlaukarnir eða skynsemin: nú er tækifæriö... áaðeins ooOr krónurkílóið! í lOg af smjöri eru 74 hitaeiningar. Það er minna en • / flestu feitmeti og jafn mikið og í smjörlíki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.